Þjóðviljinn - 15.09.1989, Blaðsíða 21

Þjóðviljinn - 15.09.1989, Blaðsíða 21
Verkstjórinn mættur til að iíta á þessar nýju frá Hull. Ingrid, Halldór, Ása Hlín og Ólafía Hrönn. - Það er kannski athyglisvert fyrir íslendinga að sjá fiskvinn- unni lýst frá sjónarmiði útlend- inga. Hér tölum við um þetta sem skítavinnu. Allir vita að hún er illa borguð og aðstæður þeirra , sem hana vinna eru slæmar þó við hátíðleg tækifæri sé talað um mikilvægi þessarar atvinnugrein- ar fyrir þjóðina. Hins vegar er spurningin hvort við getum kyngt því að útlendingur komi hingað, sjái þetta og skrifi um það leikrit. Við ætlumst alltaf til þess að þeir útlendingar, sem koma hingað falli í stafi yfir því sem þeir sjá. Alþýöuleikhúsið sýnir leikrit um breskar farand- verkakonur á ís- landi. „Ekkert lykilverk“ segir Hávar Sigurjóns- son leikstjóri Alþýðuleikhúsið frumsýnir ísaðar gellur (Northern Lights), nýtt leikrit eftir breska höfundinn Frederick Harri- son, í Iðnó í kvöld. Leikritinu var vel tekið þegar það var frumsýnt í Hull í Bretlandi í apríl síðastliðnum og nú mun standa til að gera eftir því sjónvarpsmynd, - hér á landi, því hér gerist leikritið, nánar til tekið á Vestfjörðum. Aðalpersónurnar eru þrjár breskar stúlkur sem ráða sig í fiskvinnu til íslands. Þær hafa flúið atvinnuleysið heima fyrir í von um betri afkomu og leikritið fjallar um hvernig íslenskur raun- veruleiki blasir við þremur út- lendingum í fiskvinnu og hvernig þeim líst á lífið í einöngruðu sjáv- arþorpi þar sem lítið annað er við að vera en fiskvinnan og vídeóið. Einn íslendingur kemur við sögu í leiknum. Er það Pétur, aðstoð- arverkstjóri í frystihúsinu og að sjáifsögðu með hina klassísku spurningu íslendingsins á vörun- um: „How do you like Iceland?" Höfundur verksins, Frederick Harrison er fæddur í Hull. Hann stundaði hagfræðinám við London School of Economics, var háskólakennari í hagfræði á árunum 1974-79, en sneri sér þá að skriftum. Hann hefur samið ein sjö útvarpsleikrit fyrir BBC, auk þriggja leikverka fyrir leiksvið. Leikarar í ísuðum gellum eru þau Ólafía Hrönn Jónsdóttir, Ingrid Jónsdóttir, Ása Hlín Sva- varsdóttir og Halldór Björnsson. Þýðandi er Guðrún Bachmann, Gerla gerir leikmynd og búninga, Erla B. Skúladóttir er fram- kvæmdastjóri sýningarinnar og Sveinn Benediktsson annast lýs- ingu. Leikstjóri er Hávar Sigur- jónsson, sem las um verkið í breska dagblaðinu The Guardian í vor og dreif í að fá það hingað til lands. - Leikritið er skrifað fyrir leikfélag í Hull, segir Hávar. - Þetta er leikfélag sem hefur skapað sér orð fyrir að láta semja fyrir sig leikrit um þau mál sem snerta almenning á Humberside svæðinu (Hull, Grimsby) á hverj- um tíma, og í samræmi við þá stefnu var leikrit um breskar far- andverkakonur á fslandi pantað hjá Harrison. Hann hefur áður skrifað fyrir þetta leikfélag, sem heitir Hull Truck og er nokkuð þekkt á Bretlandseyjum, skrifaði fyrir það verk, sem var sýnt í fyrra og heitir A hard days night. Harrison kom hingað í efnisleit og var á Vestfjörðum í 2-3 vikur. - Ástæðan fyrir því að Hull Truck vildi taka þetta efni fyrir er að það er nokkuð algengt að verkakonur frá Hull og reyndar öðrum breskum hafnarborgum ráði sig í fiskvinnu til íslands. Eins eru fyrir hendi þessi tengsl, sem hafa skapast á milli landanna vegna fiskveiðanna og þar að auki eru áhrif þorskastríða og það atvinnuleysi, sem fylgdi í kjölfar þeirra í breskum hafnar- borguin mál, sem nú er ofarlega á baugi þar um slóðir. - Leikritið er nokkuð ákveðið staðsett á Suðureyri við Súgand- Tracy (Ólafía Hrönn) mundar hnífinn. Myndir - Jim Smart. - Það er reyndar ekkert ein- hliða viðhorf, sem þarna kemur fram. Stúlkurnar þrjár eru mjög ólíkar og upplifa dvölina hver á sinn hátt, en það sem fyrir höf- undi vakir er ekki að lýsa íslandi eða íslendingum heldur hvernig þær sjá hlutina. Það sem lesa má úr leikritinu og mætti ef til vill kalla boðskap þess er að vanda- málin leysir maður ekki með því að hlaupa frá þeim, í þessu tilviki að fara frá Hull til íslands í fisk- vinnu. Vandamálin eru heima- fyrir og þar verður að leysa þau og þetta er að sjálfsögðu sjón- armið sem á erindi til allra, ís- lendinga ekkert síður en Breta. LG afjörð, þó við höfum ekki lagt neina áherslu á staðinn. Þetta er ekkert lykilverk og staðsetning þessa sjávarþorps skiptir í raun og veru engu máli. Það er bara hér á landi að menn fara að velta slíku fyrir sér. Samtölin eru sér- staklega skemmtileg og textinn er alveg geysilega sterkur. Vandinn við þýðinguna var að koma þessu öllu til skila. k - Það er með ólíkindum hvern- ig Harrison hefur náð fram þess- um karakter, sem íslenski verk- stjórinn er. Hann gerir þessa týpu mjög sannfærandi, líka fyrir okk- ur sem könnumst flest við svona náunga. Þýðing leikritsins finnst mér hafa tekist alveg frábærlega. Það er ákveðinn stéttamunur á þessum þremur stúlkum, tvær þeirra eru úr lágstétt og ein úr millistétt og það er nokkuð sem Englendingar átta sig á um leið og þær opna munninn. Við verð- um með þýðingunni að reyna að koma þessum upplýsingum, sem eru gefnar um þær með málfarinu til skila á einhvern hátt og mér finnst það hafa tekist mjög vel. Föstudagur 15. september 1989|NÝTT HELGARBLAÐ - SÍÐA 21

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.