Þjóðviljinn - 15.09.1989, Blaðsíða 20

Þjóðviljinn - 15.09.1989, Blaðsíða 20
Ég lem þig Gangandi vegfarandi á gatnamótum Kringlumýrar- brautar og Laugavegs varð fyrir þeirri lífsreynslu fyrir skömmu að lögregluþjónn á frívakt hótaði að lemja hann. Þannig var að sá gangandi hugðist ganga yfir gangbraut á þessum stað en lögreglu- þjónninn hafði stöðvað bens- inn sinn á gangbrautinni. Veg- farandinn sem hélt á skjalat- ösku úr plasti, danglaði tö- skunni aðeins í framstuðara þýsku eðalkerrunnar, til að minna bílstjórann á að hann hefði stöðvað bílinn á gang- braut. Það skipti engum togum að bílstjórinn spratt út eins og sært Ijón og hrópaði: „Þetta getur þú ekki gert, ég er lögregluþjónn". Vegfar- andinn hélt ró sinni og skoðaði stuðarann með æst- Nú eru þeir kaldir hjá Rönning í Kringlunni Kæliskápar, frystiskápar og frystikistur á mjög góðu verði! Nú á haustdögum seljum við kæliskápa frá 21.000 kr., frystiskápa frá 26.950 kr., sam- byggða kæli- og frystiskápa frá 37.500 kr. og frystikistur frá 39.406 kr.* Mikið úrval - margar stærðir og gerðir frá OSBY, SNOWCAP og GRAM. Nýtið ykkur einstakt tækifæri. Jf RÖNNING KRINGLUNNI 8-12/103 REYKJAVÍK/SÍMI (91)685868 * Verð miðað við staðgreiðslu. um benseigandanum og kynti undir skapið í honum með því að segja: „Sjáðu rispuna, er þetta ekki rispa?“ Við þetta varð lögregluþjónninn á frí- vaktinni enn æstari og gar- gaði: „Ég lem þig, ég lem þig“. Eins og sannkristinn maður bauð vegfarandinn báða van- gana. Þetta varð auðvitað ekki til að kæla bílstjórann en það sem bjargaði málum var að bílstjórar annarra bíla stoppuðu og fóru út úr bílum sínum til að fylgjast með sjón- arspilinu. Vegfarandinn benti benseigandanum á að taskan sem hann hefði rekið í stuða- rann væri úr plasti, en það hafði ekkert að segja. Þegar hann gekk af vettvangi heyrði hann úttaugaðan lögreglu- þjóninn kalla: „Ég lem þig“, en eiginkona hans hafði látið sig síga í sætinu við hliðina á hon- um.l Þrengt að hvít- flibbabændum Landbúnaðarráðuneytið hyggst taka hart á heimaslátr- un íþéttbýli í komandi sláturtíð og hefur látið þau boð út ganga, sem vissulega er gott mál svo langt sem það nær. En athygli vekur að svo virðist sem heimaslátrun í dreifbýli sé ekki litin jafn alvarlegum augum og þeirra sem hana stunda í þéttbýli. Allavega hefur hvorki heyrst stuna né hósti frá ráðuneytinu um þá umfangsmiklu aukabúgrein sem það er fyrir bændur að slátra heima á hlaði og selja beint til neytenda. Við það fá bændur afurðaverðið beint í vasann í stað þess að þurfa að greiða milliliðum bróður- partinn af því.B I „Myndarlegt” samband segir meiro en þúsund orð Það er hœgt að spara mörg orðin, allt að þúsund samkvœmt máltœkinu, með því að nota Póstfax myndsendiþjónustu Pósts og síma. Sjón er jú sögu ríkari. Með myndsendiþjónustunni er hœgt að senda allt sem á annað borð tollir á blaði: Myndir, samninga, bréf skjöl og skýrslur, teikningar, vottorð o.fl., o.fl. Á flestum þóst- og símstöðvum geturðu fengið Póstfax myndsendiþjónustu. Þú kemur með frumritið og einni minútu síðar birtistskýr og nákvœm eftirmynd af því á áfangastað innanlands eða erlendis. Fyrir þá sem vilja eignast sín eigin myndsenditœki selur Póstur og sími ódýr og vönduð tœki. Notaðu myndsendiþjónustu Pósts og PÓSTUR OG SÍMI síma. Með henni sparast ótrúlegur tími mKKmmmmmmm^m^mmmmmmmmm og hlutirnir ganga betur fyrir sig. Við spörum þér sporin

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.