Þjóðviljinn - 08.12.1989, Blaðsíða 6
Nauðgarar eru ekki
með lambhúshettu
og uppbrettan kraga
• Flestir nauðgarar
eru geðveikir eða
kynferðislega brengl-
uð illmenni.
• Nauðgun ásér oft-
ast stað milli ókunnra
aðila.
• Flestarkonur sem
verða fyrir nauðgun,
geta kennt sjálfri sér
um; þær hafa boðið
upp á það með tæl-
andi klæðnaði eða
daðri.
• Kynferðislega æst-
ur maður springur
eða deyr ef hann fær
ekki útrás hvata
sinna.
• Innstinni viljaall-
ar konur láta nauðga
sér.
Þetta eru nokkur dæmi um
goðsagnir tengdar nauðgun
sem lifa, að vísu misgóðu lífi, í
samfélaginu og heyrast oft í um-
ræðum manna í milli. Ef við lítum
á tvær fyrstu sem segir að einung-
is brjálaðir, ókunnugir menn
nauðgi, þá útilokar hún strax
meginþorra karlmanna sem kon-
ur umgangast daglega. Oftast er
líka ímynd kvenna og ótti við
nauðgara tengd þessum goðsögn-
um um manninn sem felur sig í
dimmum húsasundum eða stekk-
ur hálfnakinn út úr runna í al-
menningsgarði.
Þess vegna veitir það konum
oft ákveðið öryggi að vera með
einhverjum sem þær þekkja, þótt
kynnin hafi ekki staðið nema
stutt yfir. Þetta kann að vera
fölsk öryggiskennd því það á við
um flestar nauðganir að konan
þekkir árásarmanninn.
Bætt meðferð
nauðgunarmála
Ráðgjafarhópur um nauðgun-
armál hefur verið starfandi frá
1984. Að stofnun. hópsins stóðu
nokkrar áhugasamar konur, sem
margar hverjar höfðu kynnst
starfsemi hópa af þessu tagi er-
lendis. Þær hafa beitt sér mjög
fyrir bættri meðferð nauðgunar-
mála, bæði á rannsóknar- og
dómsstigi og í því sambandi eink-
um beint sjónum sínum að erfiðri
sönnunaraðstöðu sem fómar-
lömbin eru í, tortryggni og seina-
gangi kerfisins. Þær fóru fram á
það að vera kallaðar á staðinn
þegar nauðgun er kærð og að Iög-
reglan byði konum upp á þessa
þjónustu. Lengi framan af má
segja að gagnkvæm tortryggni
hafi staðið í vegi fyrir eðlilegu og
árangursríku samstarfi þessara
aðila.
Ástandið hefur nú tekið tals-
verðum breytingum til batnaðar
og með markvissu starfi hefur
tekist að eyða tortryggni að miklu
leyti. Ráðgjafarhópurinn hefur
ist fyrir því að koma á fót
upplýsinga-, fræðslu- og ráðgjaf-
arstöð fyrir konur og börn sem
beitt hafa verið kynferðislegu
obeldi. Þjónusta af því tagi sem
miðstöðina á að veita er nú þegar
veitt af þessum sjálfboðasam-
tökum og þörfin miklu meiri en
þær geta annað. Á fjárlögum
næsta árs er í fyrsta skipti veitt fé
til þessarar starfsemi. Upphæðin
er ekki há, 2 miljónir,, en hins
vegar má líta á fjárveitinguna
sem viðurkenningu á starfi þess-
ara hópa undanfarin ár.
Neyðarmóttaka
fyrir fórnar-
lömb ofbeldis
I ítarlegri skýrslu nauðgunar-
málanefdar, þar sem gerðar eru
Hvað varðar goðsögnina um
kyntröllin sem verða að leita út-
rásar fyrir vægðarlausan lostnn,
þá er það að segja að allar rann-
sóknir benda til að þær hvatir
sem liggja að baki verknaðinum
séu: Reiði, drottnunargirni eða
kvalalosti.
haldið námskeið fyrir lögreglu-
menn og nýja ráðgjafa innan
hópsins og það að ber aðilum
saman um að þau hafi átt þátt í
því að bæta samskiptin. Um
þennan ágreinig milli lögreglu og
kvenna í ráðgjafarhópnum sagði
Þórir Steingrímsson rannsóknar-
lögreglumaður þegar hann var
inntur álits, en hann var í hópi
þeirra lögreglumanna sem sóttu
námskeið ráðgjafarhópsins: Ég
vil byrja á því að taka það fram að
ég er að lýsa mínum skoðunum
en ekki að tala í nafni embætti-
sins. Það er alveg rétt að ág-
reiningur hefur verið til staðar en
ég held að tekist hafi að eyða
honum að miklu leyti. Það er í
raun ekki óeðlilegt að upp rísi ág-
reiningur milli aðila sem hafa svo
ólík markmið að leiðarljósi.
Annars vegar er það lögreglan
sem hefur fyrst og fremst
rannsóknarskyldum að gegna.
Hennar hlutverk er að upþlýsa
málið og finna afbrotamanninn.
Hins vegar eru það heilbrigðis-
þátturinn, hlutur lækna, sálfræð-
inga, félagsráðgjafa og ráðgjafar-
hópsins sem er fyrst og fremst
umhugað um líðan fórnarlambs-
ins. Með þess er ég ekki að rétt-
læta þessa samskiptaörðugleika
eða segja að sjónarmið beggja
hópanna geti ekki farið saman,
heldur það að hægt er að finna
skýringar á honum. Ég sótti sjálf-
ur námskeið um nauðgunarmál
hjá ráðgjafarhópnum og tel það
hafa verið mjög gagnlegt. Þar
gafst gott tækifæri fyrir báða aðila
til að láta skoðanir sínar í ljósi og
skýra sín sjónarmið. Lögreglan
hefur til dæmis verið gagnrýnd af
hópnum fyrir óvægnar spurning-
ar sem koma rannsókninni ekki
við. Ég ætla ekki að þræta fyrir
það að einstakir lögreglumenn
hafi borið fram spumingar í yfir-
heyrslu sem ekki koma málinu
við eða ekki sýnt nægilega tillits-
semi og aðgát. Hins vegar krefst
réttarfarsleg meðferð þess að
ákveðnar spurningar séu bornar
fram og ef það er ekki gert getur
það spillt málinu síðar og komið
þannig fórnarlambinu illa.
Fræösla er eina
vopniö sem bítur
á fordóma
Fyrir utan beina aðstoð og ráð-
gjöf fyrir konur sem orðið hafa
fyrir nauðgun hefur ráðgjafar-
hópurinn einnig beitt sér fyrir
aukinni fræðslu og umræðu um
nauðgunarmál. Eina vopnið gegn
fordómum og goðsögnum á borð
við þær sem birtust í upphafi
greinar eru markviss fræðsla.
Hingað til hefur hópurinn sinnt
þessum málum á eigin spýtur og
öll vinna byggist á sjálfboðastarfi
kvenna. Þær hafa haldið opna
fundi um þessi mál, gefið út
bæklinga og haldið námskeið eins
og áður greindi. Það er óhætt að
segja að starfið hafi borið árang-
ur þó ákaflega erfitt sé að meta
hversu mikill hann er.
Það má þó til dæmis líta á að
umræða um nauðgunarmál hefur
mikið aukist, svo ekki sé talað um
umræðu um kynferðislegt ofbeldi
gagnvart börnum. Það eru ekki
mjög mörg ár síðan fáir þóttust
kannast við þessi fyrirbæri hér-
lendis, a.m.k. ekki nema að litlu
leyti. Opinskáar umræður eru
fyrsta skrefið í átt til viðhorfs-
breytinga og úrbóta en einar og
sér áorka þær ekki miklu. Þeim
þarf að fylgja á eftir með ein-
hverjum aðgerðum og árangur á
slíku starfi skilar sér ekki þegágjí
stað heldur á löngum tíma.
Á fundi sem ráðgjafarhópur-
inn hélt í Gerðubergi í vikunni
kom fram að hugmyndir þeirra
felast m.a. í því að koma á skipu-
legri fræðslu til skólabarna og
reyna þannig að hafa áhrif á við-
horf komandi kynslóðar. Þær
töldu að fræðslu um þessi mál
mætti mætavel koma inn í
jafnréttisfræðslu og kynfræðslu
og raunar væri þetta þrennt það
nátengt að kenna ætti það saman.
Auk þess að ná til skólabarna
hefur hópurinn áhuga á því að
vinna nánar með öllum þeim
stéttum sem koma nálægt
nauðgunarmálum s.s. læknum,
prestum að ógleymdri lögregl-
unni.
Ráðgjafarhópurinn hefur í
samvinnu við barnahóp kvenna-
athvarfsins, kvennaráðgjöfina og
vinnuhóp um sifjaspell lengi bar-
víðtækar tillögur til úrbóta á
meðferð þessara mála, er lagt til
að komið verði á fót neyðarmót-
töku þar sem boðið verði upp á
samræmda og markvissa þjón-
ustu og aðstoð við fórnarlömb
kynferðisbrota, líkamsárása og
annarra ofbeldisbrota í stað
þeirrar ófullkomnu og lítt sam-
ræmdu þjónustu sem nú er veitt.
- Þetta er að mínu mati eitt
brýnasta verkefnið til úrbóta í
meðferð ofbeldismála. Það er
mikill skortur á þjónustu við þá
sem verða fyrir ofbeldisárás og þá
er ég ekki bara að tala um
nauðganir, þó þær séu grófasta
tegund líkamsárásar að morði
frátöldu. Ég tel að neyðarmót-
takan ætti að vera öllum opin sem
verða fyrir árás af einhverju tagi
og með slíkri móttöku gefst kost-
ur á að samræma betur rann-
sóknar- og heilbrigðisþáttinn,
sagði Þórir.
Hugmyndir um neyðarmót-
tökuna eru ekki komnar lengra
en að birtast í skýrslu naugunar-
nefndarinnar enn sem komið er,
og það sama má segja um margar
aðrar tillögur sem settar eru fram
í skýrslunni. Endurskoðun
ákvæða hegningarlaganna er þó
eitt af því sem komið er til með-
ferðar alþingis.
-iþ