Þjóðviljinn - 08.12.1989, Síða 7

Þjóðviljinn - 08.12.1989, Síða 7
Eins Af hverju læturðu svona? Ætl- arðu að sitja svona og stara út í loftið það sem eftir er lífsins. Hvaða máli skiptir það svo sem þótt eitt tippi hafi troðið sér inn í þig. Hvað er nauðgun annað er súrt slátur. Af hverju þarftu að vera að velta þér upp úr þessu löngu eftir að óbragðið er farið úr munninum á þér. Af hverju getur þú ekki ýtt þessari minningu út úr hausnum á þér. Þú hefur oft ýtt óþægilegum minningum út úr hausnum á þér. Eða breytt þeim. Búið til nýja atburðarás sem þér finnst bærilegra að geyma í minn- ingunni. Eins og til dæmis daginn sem þú vaknaðir í ókunnugu rúmi með ókunnugan mann við hliðina á þér og hafðir ekki minnstu hug- mynd um af hverju þú varst þarna og hvernig þú komst þangað. Með vont bragð í munninum og klístruð af svita klæddir þú þig í fötin. ógeðslega mellulegur kjóll.lykkjufall á sojckabuxunum og mold á skónum. Éað var fárán- legt að sjá þig standa úti á götu á hábjörtum sunnudagsmorgni þannig til fara. Og hvílík ör- vænting þegar þú uppgötvaðir að þú rataðir ekki heim. Kannaðist ekki við umhverfið. Hafðir áreið- anlega aldrei séð þetta fjall áður. eða þennan fjörð og ekki heldur þennan sjó. - Er eitthvað að höfðinu á mér eða er ég virkilega koniin eitthvað út í buskann, hugsaðirþú. Svo kom leigubíll og þér létti mikið. BSR merkið veitti þér allavega vissu um að þú værir ennþá í Reykjavík eða nágrenni. Bílstjórinn spyr hvert eigi að aka og þú getur ekki munað hvar þú átt heima. Hvflík örvænting. - Aktu mér bara heim góði, sagðir þú með uppgerðarþjósti. Já, heim; svaraði bflstjórinn róiega. Greinilega ýmsu vanur. Hvemig í lífinu áttir þú að reyna að koma þessum manni í skilning um að þú værir alis ekki svona manneskja. í raun allra reglusamasta stúlka. Þetta var bara hreint slys sem aldrei mundi endurtaka sig. Og hvaða máli skipti annars álit bflstjórans á þér-4? Þegar bflstjórinn hafði ekið og morð með þig spölkorn á áttaðir þú þig skyndilega á því hvar þið voruð stödd. Bjáninn þinn, að þekkja ekki vesturbæ Kópavogs, eða Esjuna og Fossvoginn. Það hlýtur eitthvað að hafa komið fyrir höfuðið þér þessa nótt. Þeg- ar þú steigst út úr bflnum við Hringbrautina og kvaddir bílstjó- rann tókst þú þá ákvörðun að þetta hefði aldrei gerst. Frá og með því augnabliki varð atburða- rásin önnur og þú hugsaðir aldrei aftur um þessa nótt. Þú vaknaðir ekki upp í ókunn- ugu húsi. Nei, þú kvaddir sam- kvæmi gærdagsins á siðsamlegum tíma og komst við hjá Önnu. Hún var vakandi og þið sátuð og töl- uðuð saman fram undir morgun. Þá hallaðir þú þér í sófanum í stofunni hjá henni og labbaðir síðan heim þegar þú vaknaðir. Og þar sem þú gengur upp tröpp- urnar og hittir Aðalheiði sem spyr með glotti á vör; jæja, var næturlífið ljúft? - Þá svarar þú með sannfæringu í augunum: Eg kynnti mér það nú ekki svo gjörla. Og þú sem enginn trúir að geti logið, þér er auðvitað trúað. Og í raun og veru varstu ekki að ljúga því þú varst búin að breyta atburðum næturinnar inni í höfð- inu á þér og enginn var til vitnis um að annað hefði gerst. Alla- vega enginn sem hafði einhvcrn áhuga á því að það hefði gerst. Leigubflstjórinn hafði áreiðan- lega gleymt þér mjög fljótlega. Og þá gerðist ekki annað en það sem þú trúir að hafi gerst. - Hvers vegna getur þú ekki leikið sama leikinn núna? Hvers vegna getur þú ekki látið sem þú hafir komið snemma heim ogsof- ið værum svefni, örugg,ein í her- berginu þínu? Þetta eru fáránlegar spurning- ar. Þú gætir allt eins spurt mann sem liggur dauðvona í blóði sínu eftir byssuskot í hjartað; af hverju stendurðu ekki upp mað- ur, varla læturðu eina staka stálk- úlu leggja þig að velii. Hvaða sköpum skiptir eitt lítið gat á hjartað? - Láttu bara sem skotið hafi geigað. Nei, það gengur ekki. Það var framið morð. Það er eitthvað dáið innan í mér og í þetta sinn get ég ekki breytt atburðarásinni og látið sem morðið hafi ekki ver- ið framið. Ekki frekar en maður- inn á götunni getur látið sem hann sé alheill. Hér ligg ég, sam- anhnipruð og hreyfingalaus í rúminu rnínu og get ekki annað. Ekki frekar en maðurinn með skotsárið getur gert annað en að liggja hreyfingarlaus á götunni. Enginn reiðist honum og skipar honum að standa á fætur. Hvem- ig getur fólk verið svona skiln- ingslaust þegar það heldur að það geti hrist mig, öskrað á mig og skipað mér að fara fram úr rúm- inu, á milli þess sem það strýkur mér og talar við mig mjúkum rómi um það hvað það óski heitt að ég verði aftur söm við mig. Myndi einhverjum heilvita manni detta í hug að dauður mað- ur verði einhverntíma samur við sig? Eru þau að biðja mig að endurfæðast? Rísa upp frá dauðum? Skilja þau ekki að ég vil fá að hvíia í friði. Ég er dauð og vil fá að vera dauð, að eilífu. VERA ■S Hræðslan er viðvörunarmevki Björg Marteinsdóttir: Sjálfsvörn er ekki bara spurning um líkamleg viðbrögð, andlega hliðin skiptir ekki minna máli Björg Marteinsdóttir: Námskeiðið er engin trygging fyrir því að konu verði ekki nauðgað, en hún getur verið öruggari og jafnframt reiðubún- ari að bregðast við ef hún verður fyrir slíku. Mynd-Kristinn Björg Marteinsdóttir hefur halaið nokkur námskeið í sjálfsvörn fyrir konur. Hún lærði í Bandaríkjunum þar sem hún var búsett í nokkur ár. - Ég finn mikla breytingu á viðhorfum fólks til nauðgana og annars ofbeldis á þeim 5 árum sem liðin eru frá því að ég kom heim. Fólk viðurkennir nú tilvist ofbeldisins í samfélaginu og ræðir um það á opinskárri hátt. í Bandaríkjunum er ofbeldi af ýmsu tagi daglegt brauð og mað- ur lærir að lifa með þeirri stað- reynd, en fyrst eftir að ég flutti heim fannst mér algengt að fólk afneitaði því að ofbeldi væri vandamál hér á landi, sagði Björg. Fyrir allar konur Tilgangur námskeiðsins er að gera konur færar um að verja sjálfa sig, ef á þær er ráðist og kenna þeim að sjá hættuna fyrir- fram og forðast hana. Flestar konur búa yfir meiri styrk en þær vita af, bæði líkamlega og and- lega og markmiðið er að þær finni fyrir þessum styrk og séu öruggar með sig. ' Það geta allar konur lært þá sjálfsvamaraðferð sem ég kenni. Aldur eða líkamsburðir skipta ekki máli. Auk þess eru líkamleg viðbrögð við árás ekki nema hluti af sjálfsvöminni, andlega hliðin skiptir ekki minna máli. Ég legg mikla áherslu á að konur breyti hugsunarhætti sínum gagnvart nauðgun, horfist í augu við hræðsluna við að verða nauðgað og velti því fyrir sér hvað þær ætli að gera ef þær lenda í þeirri að- stöðu. Ég kenni ákveðin brögð til að meiða árásarmanninn það mikið að færi gefist á undankomu. Að- ferðin felst í því að notfæra sér veiku punktana á líkama karl- manna þrátt fyrir mikinn aflsmun hans og konunnar. Helstu stað- irnir eru eyrun, augun, nefið og pungurinn. En það þarf líka oft að kenna konum að þær eigi að meiða ef hætta er yfirvofandi. Margar konur veigra sér við því að beita ofbeldi, sérstaklega gegn einhverjum sem þær þekkja. Við æfum fyrst brögðin hver á annari en þegar líður á námskeið- ið fáum við karlmenn til að æfa með okkur. Af augljósum ástæð- um göngum við aldrei alla leið í þessum æfingum, þannig að þátt- takendurnir verða að fara yfir það í huganum hvernig framhald- ið á að vera. Það hefur þó þann kost að konurnar læra líka að stoppa á miðri leið, ef tilefni til viðbragða hefur ekki verið raun- veruleg árás. Hræðslan er viðvörunar- merki Fæstar konur hugsa þá hugsun til enda hvernig þær myndu bregðast við ef einhver reyndi að nauðga þeim. Sumar ýta þessum hugsunum frá sér á meðan aðrar finna fyrir hræðslu án þess að gefa því nánari gaum að hverju hræðslan beinist. Ég reyni að kenna konum að láta hræðsluna «na með sér en ekki á móti. Það nota hræðsluna eins og við- vörunarmerki og bregðast skynsamlega við. Ef kona er búin að ákveða fyrirfram hvað hún ætlar að gera er mun líklegra að hún hafi stjóm á hugsunum sín- um og bregðist við á rökréttan hátt, þrátt fyrir hræðsluna. Annar mikilvægur hluti af námskeiðinu er að kenna konum að segja nei. Svo undarlegt sem það nú er þá hafa sumar konur ekki lært að segja nei þegar troðið er á rétti þeirra. Þeim finnst jafnvel að þær hafi ekki rétt til að neita undir öllum kringum- stæðum. Þetta á við ekki bara við um nauðgun heldur ýmsar aðrar aðstæður, t.d þegar menn eru að kássast óviðurkvæmilega upp á konur á skemmtistöðum, nudda sér upp við þær í strætó og fleira í þeim dúr. Konur eiga fullkominn rétt á því við slíkar kringumstæð- ur að snúa sér að viðkomandi og slá hann á kjaftinn eða gefa hon- um til kynna með öðrum hætti að þeir komist ekki upp með þetta. En í stað þess að gefa svona skýr skilaboð til mannsins reyna kon- ur oft allt aðrar og hógværari að- ferðir og eru kannski lengi að átta sig á því að snertingarnar eru ekki óviljaverk af hálfu mannsins. Óskýr skilaboð af ýmsu tagi og óttinn við að gefa það skýrt og greinilega í ljós hvað maður vill getur valdið misskilningi og gefið mönnum ástæðu til að halda að þeim leyfist að ganga lengra en þeir hafa rétt til. Þetta á sérstak- lega við hvað varðar ungligsstúlk- ur, sem eru oft mjög óöruggar með sig. Það er t.d. algengt að fyrstu samfarir ungra stúlkna eigi sér stað gegn vilja þeirra, vegna þess að þær þora einfaldlega ekki að segja nei. Ég hef mikinn áhuga á því að halda sérstakt námskeið fyrir ungar stelpur og raunar finnst mér að sjálfsvöm ætti að vera hluti af leikfimi í skólum. Það er ekki nóg að koma af stað umræðu í samfélaginu um ofbeldi, við þurfum líka að gera eitthvað í málunum. Fræðsla til stúlkna á þessum aldri tel ég eitt mikilvæg- asta skrefið í þá átt. Forðast hætturnar Ég hvet konur til að huga að ýmsum öryggisatriðum f daglegu lífi. Ég er ekki að meina að við eigum að lifa í stöðugum ótta við að verða fyrir nauðgun, heldur að við tökum mið af þeirri stað- reynd, að það er ekki útilokað. Ef ég er til dæmis ein á ferð á kvöldin þá vel ég mér bflastæði nálægt götuljósi. Ekki af því að ég er hrædd, heldur einfaldlega af því að mér finnst það skynsam- legra. Ef að dóttir mín er úti seint á kvöldin bið ég hana að hringja í mig reglulega, svo ég viti ná- kvæmlega hvenær hún leggur af stað heim og hvenær ég má eiga von á henni inn úr dyrunum. Ekki af því að ég óttist sífellt um hana heldur til að koma í veg fyrir að ég verði hrædd. Það er heldur engin ástæða fyrir konu sem býr ein að segja hverjum sem er frá því. Allir nauðgarar velja sér fórnarlömb og af augljósum ástæðum eru þær konur sem búa einar vænlegri bráð en aðrar. Þetta eru einungis fá dæmi um almenn öryggisatriði sem gera lífið ekkert flóknara en geta kom- ið í veg fyrir ömurlega lífsreynslu. Það getur verið mjög afdrifaríkt að skella skollaeyrum við þessum ábendingum og hugsa sem svo; Það kemur ekkert fyrir mig. Ekki hægt aÖ tryggja sig gegn nauögun Námskeiðið er engin trygging fyrir því að konu verði ekki nauðgað, en hún getur verið ör- uggari og jafnframt reiðubúnari að bregðast ef hún lendir í því. Jafnvel þótt henni takist ekki að verjast nauðgun hef ég trú á að námskeiðið geti hjálpað konum að komast betur frá þeirri lífsreynslu og þær eigi auðveldara með að ná tökum á sínu lífi sínu eftir á. Við ræðum mikið um fordómana í sambandi við nauðg- un og þessar sífelldu sjálfs- ásakanir sem þjakar þolendur. Ef konur geta horfst í augu við eigin fordóma og brotið þá niður verða afleiðingar nauðgunar ekki eins alvarlegir og ella. Ef vel á að vera þyrftu allar konur að sækja svona námskeið en þar sem ég er eini kennarinn hér á landi komast ákaflega fáar að. Það er draumur minn að fleiri konur bætist í hóp kennara og að við náum eyrum sem flestra kvenna. ->þ Föstudagur 8. desember 1989 NÝTT HELGARBLAÐ - SlÐA 7

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.