Þjóðviljinn - 08.12.1989, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 08.12.1989, Blaðsíða 12
„Lífsgleði á tréfæti með byssu og stöng“ heitir nýútkomin bók Stefáns Jónssonar rithöfundar. Þetta er um margt óvenjuleg bók, þarsem höfundurinn spinnurupp úr nánum kynnum sínum af lif- andi náttúru landsins frásögn þar sem saman er ofnir drjúgir þættir af húmor, lífsspeki og mannfræði í óvenjulegri blöndu. Þetta eru semsagt ekki hefðbundnar grobbsögur veiðimanna um stóra laxinn, heldur verður reynslan af veiðiskapnum höf- undi efni í annað og meira. Um leið og við fengum leyfi höfundar til þess að birta kafla úr bókinni, þá spurðum við hann þeirrar spurningar að hvaða leyti þessi frásögn væri frábrugðin hefð- bundnum veiðisögum? - Það er rétt, þetta eru ekki veiðisögur í hefðbundnum skiln- ingi, en þetta er saga veiði- manns, sem stautað hefur við veiðarnar á margnefndum tréfæti og lært svolítið af því um sjálfan sig og veiðidýrin. Þörfin til að veiða er manninum ísköpuð frá upphafi. Sumir veiði- menn undrast það, hversu erfitt getur reynst að fá konurnar til að taka þátt í þessú, - en uppgötva svo hvað þær hafa gaman af því Af sérvisku manna og dýra IWDA ■ ■ msrm, SÖGUR Stefáns Jónssonar að tína ber. Fyrir 10-30 þúsund árum voru konurnar safnarar, því þær voru bundnar af börnunum. En það er svo örstuttur tími í sögu mannsins sem hann hefur ekki verið veiðimaður, að veiðináttúr- an er honum eðlislæg. Við þurf- um ekki annað en að sjá þá skrýtnu kæki sem birtast i sel- skapsglöðum mönnum í kokkteil- boðum og afhjúpa niðurbælda veiðihvöt þeirra. Þau mál hefur oft borið á góma okkar veiðifélag- anna í veiðikofa að lokinni dags- veiði. Sögurnar hér á eftir eru sýnishorn af því. Mynd: Jim Smart. upp á 60 til 40 metra dýpi fyrir suðurlandinu. Hann er botnfisk- ur að öllu sköpulagi, tíðum einn til hálfur annar metri á lengd og nefnist froskfiskur á ensku, en sædjöfull á þýsku, og dregur nafn af svipmótinu. Mestu veldur þar kjafturinn sem er svo stór að vís- ast gæti hann innbyrt mann í heilu lagi, en hausinn nemur tveimur þriðju hlutum skepnunnar. Þá er að geta augnanna sem liggja býsna þétt saman, en milli þeirra vex skott fram úr enninu sem kalla mætti, og á því blaðka er slútir fram yfir þá ógnarlegu gild- ru sem skolturinn er; og hvað eina það, sem snertir þessa blöð- ku, þá grípur skötuselurinn það í sagtenntan kjaftinn með leiftur- snöggu viðbragði. Viss er ég um að það var aðeins fyrir skemmstu að við tókum upp á því að borða með góðri lyst þennan þriðjung eða svo af skötuselnum sem er fyrir aftan haus og kviðarhol því lengst af höfum við íslendingar fúlsað við mjög ófríðum fiskum. Þegar ég man fyrst eftir mér var þessi fískur borinn á tún með öðru slógi og skítfíski. Síðan farið var að slægja skötuselinn hafa aðgerðarmenn löngum undrast þá fjölbreytni dýrategunda sem finnast í maga hans, og síður en svo eingöngu fiska, heldur einnig fugla, svo sem langvíur, lunda og æðar- sem sætir ekki furðu því eta þessar tegundir kafað ofan á 20 til 30 metra dýpi og skötuselurinn náttúrlega synt upp í sjónum þótt botnfiskur sé. Hitt hafa menn aftur á móti undr- að stundum finnast í skötuselsmaganum fuglar sem alls ekki kafa, heldur taka fæðu Það var eftir lesturinn á bók Lorenz um árásarhvötina, þar sem hann leyfir sér að gera þá játningu að hann trúi reyndar á „Einn Vilja” á bak við þetta allt saman, og gruflar svo upp í bókarlok eitt atferli ískapað Homo sapiens sem kannski megni að forða mannkyninu frá því að eyða sjálfu sér meðill- indum og annarri heimsku, en það væri kímnigáfan. Eitthvað minnir mig nú að okkur gengi illa að rifja upp dæmi þess úr sögu mannkyns að sú gáfa hefði ráðið neinu verulegu um vegferð þess þótt hún hefði efa- laust gert hana mörgum mannin- um þolanlegri. En hvað sem því leið, þá urðu nú þessar hugleið- ingar til þess að við fórum að rifja upp trúverðugar veiðimanna- sögur um einstök dýr sem Viljinn Eini ætlar frelsi miskunnsamrar kímnigáfu til að haga sér dálítið öðruvísi en tegund þeirra er beinlínis ætlað, samkvæmt fræðunum. Af skötusel Fyrsta sagan er um djúpfiskana sem taka upp á því að veiða fugla á flugi: Kjördýpi skötuselsins er um 200 metrar, en veiðst hefur hann 12 SÍÐA - NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 8. desember 1989

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.