Þjóðviljinn - 08.12.1989, Síða 19
JÓLAMATURINN
Lax eða silungur í hlaupi
Ferskur lax og silungur eru
ekki iengur bundinn við sumar-
mánuðina hér á landi, og lax er nú
orðinn meira en samkeppnisfær
við kjötvörur, bæði um verð og
hollustu. Laxinn má matreiða á
hinn fjölbreytilegasta hátt, en hér
er stungið upp á laxi (eða regn-
bogasilungi t.d.) í hlaupi. Slíkan
rétt má gera með góðum fyrir-
vara og geyma í kæli til jóla-
veislunnar.
Efni: 500 gr ferskur lax, glas af
hvítvíni, lárviðarblað, nokkur
piparkom, ein gulrót, eitt zucc-
hini (fæst í grænmetisborði stór-
markaðanna), blaðlaukur, smá-
vöndur af dilli, 3 plötur af matar-
lími, smjörklípa.
Flakið laxinn og roðflettið
flakið. Klippið hryggdálkinn í
bita og setjið í pott með smjörinu
og látið krauma hægt í nokkrar
mínútur. Bætið víninu útí og látið
það gufa upp að hluta. Bætið útí
1/2 lítra af vatni, lárviðarblaðinu
og piparnum. Látið sjóða í 25
mínútur. Bætið þá laxaflökunum
útí og látið sjóða enn í örfáar mín-
útur.
Takið síðan laxinn uppúr og
látið renna af honum. Síið soðið
og haldið því heitu. Afhýðið
grænmetið og sneiðið niður í
smáa teninga og sjóðið í soðinu í
fáeinar mínútur. Veiðið það síð-
an uppúr með fiskspaða. Látið nú
matárlímsplöturnar, sem hafa
verið mýktar upp í köldu vatni, út
í soðið og hrærið þangað tii þær
eru uppleystar að fullu. Til þess
að fá soðið fullkomlega tært er
blandað saman fínsöxuðum
púrrulauk og eggjahvítu og þeim
bætt út í soðið og látið sjóða í 20
mínútur. Eggjahvítan og laukur-
inn mynda þá þykkni í soðinu,
sem hægt er að veiða uppúr með
fiskspaða.
Laxinn, grænmetið og dillið
eru lögð í lögum ofan í hæfilega
stórt form úr áli og soðinu síðan
hellt yfir. Hlaupið stífnar á þrem
stundum í ísskápnum.
Ekki þarf að taka það fram að
þessi réttur sæmir sér vel á köldu
jólaborði.
Sælkerajól
Að vísu er löngu komið úr tísku
að vera feitur og sællegur enda
leggja menn mikið á sig til að
halda línunum. Það hlýtur þó að
vera leyfilegt að syndga upp á
náðina svona af og til, pínulítið,
að minnsta kosti rétt yfir blájólin.
Við grófum upp nokkrar upp-
skriftir handa sælkerunum, allar
meira eða minna fullar af þessu
ullabjakki, sem enginn vill kann-
ast við að leggja sér til munns með
glöðu geði.
Annars virðast þær sumar
hverjar nánast heilsusamlegar,
svona við nánari athugun, svo
kannski þorir einhver að prófa.
Og svo má líka lesa þær sér til
skemmtunar og hugarhægðar, til
dæmis rétt undir svefninn.
Sérry-tertan er að sögn alveg
„meiriháttaræðisgengin“ og hér
kemur uppskriftin:
2 bollar möndlur eða hnetur
1/2 bolli sykur
4 eggjahvítur
1 tsk. lyftiduft
Eggjahvítur stífþeyttar. Hnet-
ur hakkaðar í kvörn, ger sett sam-
anvið og síðan hrært saman við
hvíturnar. Bakað í vel smurðu og
hveitistráðu móti við meðalhita
(ca 175 gráður).
Krem:
4 eggjarauður
3 msk. sykur
4 blöð matarlím
1/2 dl sérry
2 dl rjómi
Súkkulaðibráð:
100 gr súkkulaði er brætt í
vatnsbaði. Þegar það er orðið yl-
volgt er 3-4 msk. af þeyttum
rjóma smáhrært samanvið.
Eggjarauðurnar þeyttar með
sykri. Matarlím lagt í bleyti og
brætt yfir gufu, látið út í hræruna
ásamt sherry, þeyttum rjóma og
hrært saman að lokum. Súkku-
laðibráðin sett yfir kremið og
rjómi utanmeð.
Appelsínukaka
Fyrir þá mörgu, sem finnst
ávextir jafn ómissandi og kökur á
jólunum kemur hér uppskrift að
appelsínuköku, en í hana þarf:
100 gr smjörllki
3 dl sykur
3 egg
4 dl hveiti
1 1/2 tsk. ger
1 appelsínu
Smjörlíki og sykur er hrært
saman og síðan bætt við eggjum
og safanum úr appelsínunni.
Rifnum berkinum af appelsín-
unni er blandað saman við hveiti
og ger og blöndunni síðan bætt út
í hræruna smám saman. Bakað í
jólakökuformi við 180 gráður.
við steikingu og bakstur
LJOMA
Innihald: Hertar sjávardýraolíur, fljótandi soya-
olía, kokosfeiti, vatn, salt, monoglycerið,
lesitín, karotín litarefni, bragðefni, A og D3
vítamín.
smjörlíki hf
Næringarinnihald í 100 gr.
Fita u.þ.b. 80 gr.
Prótín (Hvíta) undir 1gr.
Kolvetni undir igr-
A-vítamín u.þ.b. 3000 AE
D3-vítamín Orka u.þ.b. 300 AE 725 h.e. 3.100KJ
NÝTT HELGARBLAÐ — SÍÐA 19