Þjóðviljinn - 08.12.1989, Page 21
JÓLAMATURINN
Leiöin að hjarta mannsins...
Margrét E Jónsdóttir
Fitusnautt fæði
Mál og menning 1989
Margrét E. Jónsdóttir fréttamað-
urinn góðkunni hjá Ríkisútvarp-
inu hefur sent frá sér matreiðslu-
bók, sem hefur að geyma fjöl-
breyttar uppskriftir, er allar hafa
þann kost að vera fitusnauðar og
eru miðaðar við að halda blóðfit-
unni í skefjum. En sem kunnugt
er eru hjarta- og æðasjúkdómar
orsakaðir af of hárri blóðfitu al-
gengasta dánarorsök íslendinga.
Að sjálfsögðu gera menn sér
dagamun í fæði í tilefni jóla og
áramóta, en af matreiðslubók
Margrétar má ráða, að ekki sé
óhjákvæmilegt að slík tilbreyting
þurfi að fela í sér áhættu fyrir
blóðfituna: margir girnilegir rétt-
ir eru þarna tíundaðir sem geta
talist til hátíðarmatar.
Margrét segir frá því í formála
að hún hafi fyrst uppgötvað sann-
leiksgildi orðtaksins „leiðin að
hjarta mannsins liggur í gegnum
magann", þegar eiginmaður
hennar kom úr rannsókn hjá
Hjartavernd með þá niðurstöðu
að blóðfitan væri orðin of há. Og
þegar hún sá listann yfir
bannfærðar fæðutegundir tók
hún að örvænta: hvað var nú
eftir? Hvers konar sultarlíf átti
fjölskyldan nú í vændum?
En eins og vænta mátti, þá
komst Margrét að því að matar-
æðið þarf ekki að líða fyrir fitu-
skortinn nema síður sé. Jafnvel
kökurnar og eftirréttirnir í bók-
inni eru hátt í 50, og skal hér stikl-
að á nokkrum slíkum með leyfi
útgefanda og höfundar:
Krapi
Vatnsís eða eggjahvítuís (sor-
ber) hefur verið kallaður ýmsum
nöfnum. Undirstaðan í honum
eru eggjahvítur og ávextir, ber
eða ávaxtasafi. Yfirleitt eru 2
eggjahvítur hæfilegur skammtur í
hálfan lítra af safa. Ávextirnir eru
hrærðir í mauk og hálffrystir, safi
er sömuleiðis hálffrystur. Eggja-
hvíturnar eru stífþeyttar og síðan
er ávöxtum eða safa blandað
saman við og fryst. Við og við er
ísinn tekinn út úr frystinum og
þeyttur.
Krapi geymist í frysti eins og
venjulegur ís. Nauðsynlegt er að
taka hann út úr frystinum rétt
áður en hann er borinn fram og
þeyta hann rækilega. Best er að
láta hann standa um stund í stofu-
hita eða setja skálina með krap-
anum í heitt vatn svo auðveldara
verði að þeyta hann. Krapi á ekki
að vera eins og snjór heldur
mjúkur og samfelldur. Krapi úr
hálfum lítra af safa og tveim
eggjahvítum dugar handa 6-8.
Aðventukrapi
Efni: 5 dl krækiberjasaft og 2
eggjahvítur.
Hálffrystið saftina. Stífþeytið
eggjahvíturnar og blandið þeim
saman við saftina. Þeytið ræki-
lega og setjið aftur í frystinn.
Þeytið krapann tvisvar eða þrisv-
ar á meðan hann er að frjósa og
síðan stuttu áður en hann er bor-
inn fram. Hann á að vera mjúkur
og samfelldur. Þessi krapi er
kenndur við jólaföstu, því hann
hefur fallega fjólubláan lit. AUan
ávaxta- og berjasafa má nota í
krapa
Piparmyntu-
skyrterta
Efni í botninn: 175 g. hafrakex
eða heilhveitikex, 1/2 dl sykur, 4
msk. brætt smjörlíki.
Fylling: Stór dós af skyri án
ávaxta, 3 msk. kakó, 2/3 dl vatn,
1 dl sykur, 2 eggjahvítur, 3 blöð
matarlím, 1/2 dl piparmyntulí-
kjör.
Myljið kexið t.d. í blandara.
Blandið sykrinum saman við og
hellið síðan bræddu smjörlíkinu
útí. Setjið í kökumót og þjappið
mylsnunni vel að botninum og
upp með börmunum.
Látið matarlímið liggja í bleyti
í 5 mínútur. Leysið það upp í heit-
um líkjörnum í vatnsbaði. Látið
kólna þangað til það er ylvolgt.
Hrærið kakóið út í vatninu og
sjóðið upp á þvf. Kælið. Hrærið
skyrið með sykrinum og bætið
kakóblöndunni útí. Bætið síðan
ylvolgri matarlímsblöndunni útí.
Þeytið eggjahvíturnar. Blandið
þeim varlega saman við skyrb-
lönduna. Hellið henni í botninn.
Kælið tertuna í ísskáp í 1-2 klst.
Bökuð epli
Efni: 4 gui epli, 1/2 dl rúsínur, 2
msk. smjörlíki, 2 msk. ljós púð-
ursykur, 1 tsk. kanill, Ijóst síróp
og 1 dl eplasafi.
Stingið kjarnhúsið úr eplun-
um. Reynið að láta holuna ná
ekki alveg í gegn, þá vill fyllingin
leka út. Saxið rúsínurnar. Hrærið
smjörlíki, púðursykur og kanil
saman og bætið rúsínum útí. Setj-
ið fyllinguna ofan í holuna eftir
kjarnhúsið. Setjið eplin í eldfast
mót og setjið nokkrar matskeiðar
af eplasafa í mótið. Dreypið 1-2
Piparkökuhús með rétta staðla
Húsnæðismálin vefjast fyrir
landanum enn þann dag í dag
þrátt fyrir húsbréf, kaupleigur,
ný og gömul húsnæðislánakerfi,
búsetakerfl og hvað þetta heitir
nú allt saman. Það er víst sama
hvert kerfið er og hvort vextir eru
3,5 eða 4,5% eða markaðsvextir,
það sleppa sennilega fáir frá þeim
hildarleik að koma sér upp þaki
yfir höfuðið.
Eitt húsnæðiskerfi kallar þó á
fá gluggaumslög. Það er pipar-
kökukerfið, sem virðist ætla að
lifa öll þessi margbreytilegu kerfi
sem áður var minnst á. Jól án
byggingaframkvæmda við pip-
arkökuhús eru engin jól í hugum
margra. Þessu gera þeir sér grein
fyrir á Rannsóknastofnun bygg-
ingariðnaðarins og í nýjasta
fréttabréfi þeirra er uppskrift að
hinu fullkomna piparkökuhúsi
með rétta staðla. Fer sú uppskrift
hér á eftir:
Hráefni:
1 dl vatn
1 dl síróp
250 gr smjör eða smjörlíki
200 gr. sykur (helst púðursyk-
ur)
2 tsk. kanill
3 tsk engifer
2 tsk negull
1,5 tsk. matarsóti
450 gr hveiti
Til skreytinga:
Hálf eggjahvíta
2 dl flórsykur
matarlitur
Vatn, síróp, sykur og krydd er
hitað og suðan látin koma upp.
Smjöri er hrært útí. Hrært í þang-
að til blandan er köld. Matarsóta
er blandað saman við hveitið,
sem síðan er sett hægt og hægt
saman við blönduna (nokkuð af
hveitinu er geymt þangað til flatt
er út). Geyma skal deigið á köld-
um stað, helst til næsta dags.
Deigið er flatt út í plötur sam-
kvæmt teikningu og þær bakaðar
við 200 gráður í 10 mínútur.
Einnig má útbúa þykka undir-
stöðuplötu fyrir húsið og festa á
hana runna og steina úr af-
göngum, áður en hún er bökuð.
Húshlutarnir eru límdir saman
með sykri sem hefur verið brædd-
ur á pönnu (varlega). Einnig má
festa möndlur og sælgæti með
bræddum sykri á húsið. Húsið er
svo skreytt með flórsykursblönd-
unni, með rjómasprautu eða
kramarhúsi úr bökunarpappír.
Eftir að skrautið er orðið þurrt er
flórsykri (snjó) sáldrað yfir hús-
ið.
Húsið hefur marga kosti og má
þar nefna eftirfarandi: Lóðin
kostar ekkert, fasteignagjöld eru
engin og svo er hitunarkostnaður
í lágmarki. Ekki er ljóst hvort
það stenst jarðskjálfta yfir 5 á
Richter kvarða, en fullvíst þykir
að því stafi veruleg hætta af börn-
um, einkum litlum börnum, og á
til að rýrna hratt, þegar enginn
sér til.
Ef menn óska getur Rann-
sóknastofnn byggingariðnaðar-
ins rannsakað húsið með tilliti til
loftþéttleika, einangrunar, efnis-
gæða, samsetningar og fleiri at-
riða.
Engin trygging er þó fyrir því
að nokkuð verði eftir af húsinu að
rannsókn lokinni!
tsk. af sírópi á hvert epli. Bakið í
200 gr. heitum ofni í hálfa klst.
eða þangað til eplin eru orðin
meyr.
Áth. Eplin má einnig fylla með
marsípani. Þá er marsípanið
hrært með dálítilli eggjahvítu og
smjörlíki.
Jólasmákökur
frú Scheer
Efni: 250 gr. smjörlíki, 5 msk.
flórsykur, 5 dl. hveiti, 1 tsk. van-
illa, 3 dl pecanhnetur, saxaðar
mjög smátt, flórsykur.
Látið smjörlíkið standa um
stund í stofuhita áður en byrjað
er. Hrærið síðan smjörlíki og
flórsykur saman og bætið hinum
efnunum útí. Hrærið þangað til
deigið er samfellt. Mótið deigið í
aflangar kökur, svegið endana
dálítið svo að kökurnar líkist
hálfmána. Hver kaka á að vera
3-4 sm á lengd, um einn á þykkt
og 1,5 á breidd. Kökurnar eru
bakaðar á smurðri plötu í 200°
heitum ofni í um það bil 10 mín.
Þær eiga að vera ljósar. Látið
mesta hitann rjúka úr þeim og
veltið síðan upp úr flórsykri.
Látið þær bíða um stund og veltið
síðan aftur upp úr flórsykri.
Ábending: Þessi uppskrift er
frá suðurríkjum Bandaríkjanna.
Ég fékk hana hjá móður vinkonu
minnar fyrir meira en aldarfjórð-
ungi. í upprunalegu uppskriftinni
er smjör, en kökumar eru líka
góðar úr smjörlíki.
í bókinni Fitusnautt fæði eftir
Margréti E. Jónsdóttur er inn-
gangur eftir Gunnar Sigurðsson
yfirlækni. Þá eru fjölmargar
girnilegar uppskriftir að fiskrétt-
um, grænmetisréttum, súpum og
léttum réttum og kjúklingarétt-
um. Bókin er myndskreytt af
Önnu V. Gunnarsdóttur.
-ólg
Reykvíkingar þekktu Hermann undir
nafninu Hemmi, oft meö viðurnefni dregið
af því að hann togaðist stundum á við
stráka um túkall eða krónu.
Vilhjálmur Hjálmarsson segir sögur
föðurbróður síns á gamansaman og
hugþekkan hátt. Þess vegna er unum að
því að lesa um hana þó að hún fjalli um
óvenjulegt lífshlaup manns er aldrei fékk
notið hæfileika sinna.
FRÆNDI KONRÁÐS -
FÖÐURBRÓÐIR MINN er bók fyrir þá
sem vilja ÖÐRUVÍSI ævisögu sagða af
hreinni snilld.
HERMANNS
VILHJÁLMS-
SONAR FRÁ
MJÓAFIRÐl
Skráö af Vilhjálmi Hjálmarssyni
fyrrverandi ráðherra.
Vilhjálmur Hjálmarsson
ÆVISAGA
' Konráðs
föðurbróðir minn
Ævimmnmgar
Hermanns Vilhjálmssonar
Föstudagur 8. desember 1989 NÝTT HELGARBLAÐ - SÍÐA 21