Dagblaðið Vísir - DV - 17.10.1995, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 17.10.1995, Blaðsíða 29
ÞRIÐJUDAGUR 17. OKTÓBER 1995 33 DV Menning Leikhús Hvunndagsleikhúsið sýnir Trójudætur eftir Evrípídes í Iðnó. Aftur í Iðnó Það er búið að taka innan úr gamla Iðnó eins og kind í sláturtíð svo að aðeins skelin stendur eftir. Á meðan menn velta því fyrir sér hvað skuli gert við húsið líður tíminn. Kannske leysist máhð af sjálfu sér ef hikað er nógu lengi og Iðnó heyrir þá sögunni til. Viljum við það? En á meðan við bíðum gefur sýning eins og Trójudætur Hvunndagsleik- hússins tóninn um það sem þar gæti farið fram ef myndarlega væri tekið til höndum og húsið reist úr öskustó. Inga Bjarnason er leikstjóri sýningarinnar. Hún segir frá því í leikskrá hvemig hún hafi viljað leita nýrra leiða til að kynna okkur gríska harm- leikinn. Við erum svo rík, íslendingar, að eiga einstaka þjóðargersemi í þýðing- um Helga Hálfdanarsonar. Því ber að fagna þegar vandvirkir listamenn takast á við svo krefjandi verk þó að líka megi lengi deila um hvort og hversu langt eigi að ganga í persónulegum útfærslum. í þessari sýningu er farin metnaðarfull leið og að mínu mati tekst þetta vel, sýningin hefur sterkan heildarsvip og túlkun leikenda er áhrifamikil. Uppsetningin eins og hún kemur Leiklist Auður Eydal fyrir núna er tilraunasýning sem ætlunin er að vinna áfram. Hér er verið að þreifa sig áfram með það _ hvemig texti, danshreyfingar og tónhst spila saman í einni órofa heild. Leikstjórinn segist vilja finna hinn „rétta“ tón fyrir íslenska áhorfendur sem kunni ekki að meta tilfmn- ingahita og tjáningu í yfirstærðum eins og tíðkast í Grikklandi. Tjáning harmljóðsins í Iðnó er hófstillt en undiraldan þeim mun þyngri. Helsta einkenni sýningarinnar er sterk heildarmynd þar sem markmiðið, að allir þættir hljómi saman, hefur að megninu til tekist. Umhverfið hentar sýningunni vel, berir plankarnir í veggjunum mynda einkennilega tregafullan bakgrunn og rýmið er hugvitsamlega notað. Búningar eru mjög vel hugsaðir í allri útfærslu. Flestir leikendanna eru konur því að verkið fjallar um örlög þeirra sem eftir lifa í Tijóju þegar Grikkir hafa unnið borgina og fellt aha þá karl- menn sem til næst. Textinn er harmagrátur syrgjandi kvenna sem misst hafa sína nánustu og bíða sjálfar grimmra örlaga. í textanum er líka fólg- in máttug fordæming á stríði og þeim voðaverkum sem ófriði fylgja. Af leikurum mæðir mest á Bríeti Héðinsdóttur sem lýsir sálarkvölum Hekúbu drottningar á áhrifamikinn hátt. Helga Jónsdóttir, Halla Margrét Jóhannesdóttir og Sigrún Sól Ólafsdóttir fara hka vel með veigamikil hlutverk. Allur leikendahópurinn er samstihtur og mikil rækt lögð við framsögn og tjáningu. Mér fannst tónlist Leifs Þórarinssonar faha ákaflega vel að verkinu, bókstaflega anda með því. Eins konar vísir að óperu. Stundum var hún full af angri, stundum stríð og vekjandi. Hljóðfæraleik- ur og söngraddir blönduðust vel og textinn var umfram allt í öndvegi. Danshreyfingarnar voru líka yfirleitt hluti af flæðinu en einstaka sinn- um þóttu mér dansatriðin þó verða fuh sjálfstæð og fara út úr heildar- myndinni. I verkinu er fjallað um afleiðingar styrjalda. Og enn eru menn að berj- ast þannig að friðarboðskapurinn á alveg eins við nú eins og þegar Evrípí- des skrifaði Trójudætur. Hvunndagsleikhúsið sýnir i Iðnó: Trójudætur eftir Evrípídes í þýðingu Helga Hálfdanarsonar Leikstjóri: Inga Bjarnason Höfundur tónlistar: Leifur Þórarinsson Dans- og sviðshreyfingar: Lára Stefánsdóttir Umgjörð og búningar: Ásdis Guðjónsdóttir og G.Erla Lýsing: Alfreð Sturla Böðvarsson Tilkyrmingar Rangæingafélagið Hinn árlegi kirkjudagur félagsins verðm- sunnudaginn 22. október nk. í Bústaða- kirkju og hefst meö messu hjá Pálma Matthíassyni kl. 14. Kór félagsins mun syngja við messuna. Á eftir verður sam- eiginleg kaffidrykkja í safnaðarheimil- inu Eins og áður eru kökur félagsmanna vel þegnar en vinsamlega hafið samband við Pálheiði. Hver veit um gömul jólaljós? Þjóðminjasafnið áformar að setja upp dálitla sýningu á jólaljósum í desember. Hún mun ná yfir kerti, lýsiskolur, tírur, olíulampa, gasluktir og að lokum rafljós. ÍSLJENSKA ÓPERAN jnil Sími 551-1475 Sýning laugard. 21. okt., laugard. 28. okt. Sýnlngar hef jast kl. 21.00. Miðasalan eropin kl. 15-19 daglega nema mánudaga, sýningardag til fcl. 21. SÍMI551-1475, bréfasími 552-7384. GREIÐSLUKORTAÞJÓNUSTA ÞJÓÐLEIKHIÍSID Sími 551 1200 Stórasviðiðkl. 20.00. ÞREKOGTÁR eftir Ólaf Hauk Símonarson 9. sýn. fid. 19/10, uppselt, föd. 20/10, upp- selt, fimmtud. 26/10, aukasýn., laus sæti, Id. 28/10, uppselt, fid. 2/11, nokkur sæti laus, Id. 4/11, nokkur sæti laus, sud. 5/11. STAKKASKIPTI eftir Guðmund Steinsson Ld. 21/10, föd. 27/10. KARDEMOMMUBÆRINN eftirThorbjörn Egner Frumsýning Id. 21/10 kl. 13.00, nokkur sæti laus, sud. 22/10 kl. 14.00, nokkur sæti laus, sud. 29/10 kl. 14.00, nokkur sæti laus, sud. 29/10 kl. 17.00, Id. 4/11 kl. 14.00, sud. 5/11 kl. 14.00. Litla sviðið kl. 20.30. SANNURKARLMAÐUR eftir Tankred Dorst 5. sýn. á morgun, nokkur sæti laus, 6. sýn. Id. 21/10,7. sýn. sud. 22/10,8. sýn. 26/10,9. sýn. sud. 29/10. Smíðaverkstæðið kl. 20.00 TAKTU LAGIÐ, LÓA! eftir Jim Cartwright Fid. 19/10, nokkur sæti laus, föd. 20/10, upp- selt, mvd. 25/10, Id. 28/10, uppselt, mvd. 1/11, Id. 4/11, sud. 5/11. Miðasalan er opin alla daga nema mánu- daga frá kl. 13-18 og fram að sýningu sýn- ingardaga. Einnig símaþjónusta frá kl. 10 virka daga. Greiðslukortaþjónusta. Fax: 561 1200 Simi miðasölu:551 1200 Sími skrifstofu: 551 1204 VELKOMIN Í ÞJODLEIKHÚSIÐ! LEIKFELAG REYKJAVÍKUR Stórasviðkl. 20.30. w? Rokkóperan Jesús Kristur SUPERSTAR eftir Tim Rice og Andrew Lloyd Webber Miðvikud. 18/10,40. sýn. sunnud. 22/10, kl. 21. LÍNA LANGSOKKUR eftir Astrid Lindgren Lau. 21/10 kl. 14, fáein sæti laus, sunnud. 22/10 kl. 14, fáein sæti laus, og kl. 17, fáeln sæti laus. Litla sviðkl. 20: HVAÐ DREYMDI ÞIG, VALENTÍNA? eftir Ljúdmílu Razumovskaju Fim. 19/10, uppselt, föstud. 20/10, uppselt, laud. 21/10, uppselt. Stóra svið kl. 20: TVÍSKINNUNGSÓPERAN Gamanleikrit með söngvum eftir Ágúst Guðmundsson 4. sýn. fim. 19/10, blá kort gllda, 5. sýn. lau. 21/10, gul kort gilda. Stóra sviðkl. 20: VIÐ BORGUM EKKI, VIÐ BORGUM EKKI eftir Dario Fo Fös. 20/10. Samstarfsverkefni: Barf lugurnar sýna f veitingastofu íkjallarakl. 20.30. BAR PAR eftir Jim Cartwright Forsýning fim. 19/10 kl. 21, uppselt, torsýn. föstud. 21/10 kl. 21, uppselt, frumsýning lau. 21/10 kl. 20.30, uppselt, lös. 27/10, lau. 28/10. Tónleikaröð LR: Alltaf á þriðjudögum kl. 20.30. Þri. 17/10, Sniglabandið, afmæl- istónleikar, miðav. 800 kr. Þri. 24/10, Rannveig Friða Braga- dóttir, Pétur Grétarsson og Chal- umeaux-trfðið. Miðaverð 800. Miðasalan er opin alla daga frá kl. 13-20 nema mánudaga frá kl. 13-17, auk þess er tekið á móti miðapöntun- um í síma 568-8000 alla virka daga. Greiðslukortaþjónusta. Gjafakortin okkar, frábær tækifærisgjöf. Leikfélag Reykjavíkur- Borgarleikhús Faxnúmer 568-0383. Safnlð er sæmilega búið Ijósfærum fram að tíma rafmagnsins. Á hinn bóginn vantar fiölmörg sýnishorn af jólaseríum og öðrum ljósaskreytingum innanhúss og utan eftir rafvæðingu. Ekki er vitað um neina raftækjaverslun sem hefur haldiö þessu til haga. Safnið leitar því hjálpar almennings. Þeir sem eiga eða vita um hluti tengda jólaljósaskreyting- um eru því beðnir aö láta vita af sér. Myndir af jólaljósum eru ekki síður vel þegnar. Sími Þjóðminjasafnsins er 552 Tapaðfundið Ullarpeysa tapaðist Ljós ullarpeysa með kaðlaprjóni (írsk) tapaðist fyrri hluta septembermánaðar. Finnandi vinsamlega hringi í s. 5511781. Dömu- og herrabúðin 50 ára Dömu- og herrabúðin, Laugavegi 55, varð 50 ára 6. október sl. Hún hefur alltaf verið til húsa á sama stað. Núverandi eigendur eru Bryndís Schmidt, til vinstri á myndinni, og Kristín Jónsdóttir. DV-mynd GS MKIA DV 904-1700 Verö aöeins 39,90 mín. pí fá&) Fótbolti 2 Handbolti 3j Körfubolti 41 Enski boltinn 51 ítaiski boltinn 6 [ Þýski boltinn 1; Önnur úrsiit 8 NBA-deildin lj Vikutilboö stórmarkaöanna 2 j Uppskriftir lj Læknavaktin |2| Apótek || Gengi ^iBIIIIIIIIIÍ 1J Dagskrá Sjónvarps 21 Dagskrá Stöövar 2 3 j Dagskrá rásar 1 4 j Myndbandalisti vikunnar - topp 20 : 5| Myndbandagagnrýni 6j ísl. listinn -topp 40 _7j Tónlistargagnrýni 8 Nýjustu myndböndin 1} Krár 2 1 Dansstaöir 31 Leikhús 4; Leikhúsgagnrýni AlBíó 6 j Kvikmyndagagnrýni 1} Lottó 2j Víkingalottó 3i Getraunir níiii. 904-1700 Verö aðeins 39,90 min.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.