Dagblaðið Vísir - DV - 21.10.1995, Qupperneq 4

Dagblaðið Vísir - DV - 21.10.1995, Qupperneq 4
fréttir LAUGARDAGUR 21. OKTÓBER 1995 Nemendur Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi: Verða að rýma heima- vistina fyrir skátunum Nemendur sem búa á heimavist í Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akra- nesi hafa orðið að rýma herbergi sín um helgina til að hleypa 60 norræn- um skátahöfðingjum sem halda ráð- stefnu í ódýra gistingu. Sterkar óánægjuraddir hafa komið fram hjá nemendunum sem margir búa langt frá Akranesi. „Við vorum ekki spurð heldur til- kynnt af skólameistara um miðjan september að þetta hefði verið ákveð- ið fyrir þremur árum,“ sagði einn nemendanna í samtali við DV. „Við þurfum að taka til í herbergjunum og ijarlægja þá persónulegu muni sem við viljum ekki að séu uppi við. Sumir þurfa að fara langa vegalengd til þess að komast heim til sín. Það hefði verið betra að fá upplýsingar um þetta í bréfi áður en önnin byrj- aði,“ sagði nemandinn. Hann sagði að eftir að nemendur heíðu lýst yfir óánægju sinni hefðu þeim verið boðnar 3 þúsund krónur fyrir ómak- ið. „Það verður svokölluð vistarlokun þessa helgi og á meðan verða her- bergi nemenda notuð af ráðstefnu- gestum," sagði Þórir Ólafsson skóla- meistari við DV. „Eg gekk frá þessu við svokallað vistarráð á síðasta skólaári og sagði frá þvi að þetta væri ákveðið. Þetta átti að vera á allra vitorði. Ég greindi líka frá því þá að nemendur fengju einhvern af- slátt á sinni vistarleigu vegna óþæg- indanna sem þeir verða fyrir. Það er hefð fyrir því í heimavistar- skólum að einu sinni á önn sé öllum nemendum gert að fara af vistinni eina helgi. Þetta er gert til að starfs- fólk geti litið upp og tekiö eina frí- helgi á önn. Það var býsna algengt á árum áöur, gjarna í páskaleyfum, að skólar öfluðu sértekna með þvi að leigja út vistirnar," sagði Þórir. „Þetta er fyrst og fremst mál skól- ans á Akranesi. Ráðuneytið hefur ekkert með þetta að gera,“ segir María Gunnlaugsdóttir, deildarstjóri hjá menntamálaráðuneytinu. „Samkvæmt húsaleigulögum þarf leyfi frá leigjanda til þess að nota húsnæði hans. Annað er brot á lög- unum,“ segir Jón Kjartansson hjá Leigjendasamtökunum. mættmeðnámi Jáhann Johaittisson, DV, Seyðisfiröi: Námskeið í áfallalyálp og viö- brögð við áfallastreitu verður ; haldið á Seyðisfirði nú um helg- : ina. Námsefniö er einkum hugsað til stuðnings og leiðbeiningar fyr- ir þá sem mest mæðir á þegar válegir atbuðrir verða, svo sem snjóflóð og aðrar náttúruhamfar- Búsist er við að 25 til 30 manns frá Seyöisfirðí, Vopnaflrði og Eg- ilsstöðum muni sækja námskeið- iö, en það er Austurlandsdeild Félags islenskra hjúkrunarfræð- inga sem gengst fyrir því. Hlið- stæð námskeið hafa verið haldin í Neskaupstað og víðar þar sem byggð er undir bröttum hlíðurn og snjóavetur vekja ógn í hugar- heimi fólks. Sýnir tvær þjóðir í landinu - segir formaöur Verkamannasambandsins „Þetta plagg staðfestir endanlega það sem stundum hefur verið sagt, að það búa tvær þjóðir í þessu landi. Þarna fær maður það fram, kvitt og klárt, hvað verið er að borga banka- stjórum og ýmsum millistjórnendum í landinu og hvað er verið að borga verkafólki. Þetta plagg dregur svo sannarlega ekki úr þeirri sannfær- ingu minni að kjarasamningunum beri að segja upp. Það verður að losa þessa samninga hvað sem það kostar og semja upp á nýtt fyrir verkafólk eftir það sem á undan er gengið. Mér er alveg sama hvað hver segir, það verður ekki hjá því komist," sagði Björn Grétar Sveinsson, formaður Verkamannasambands íslands, við DV í gær eftir að forsendur kjara- dóms höfðu verið birtar. „Við höfum staðið viö okkar þátt í þessum samningum eins og verka- fólk hefur gert síðan fyrstu þjóðar- sáttarsamningamir voru gerðir 1990. En þegar maður svo skoðar ljárlaga- fnunvarpið nú og þá þætti þar sem fjallað er um kjaramál kemur í ljós hversu flarri Iagi það er að ríkis- stjórnin hafi staðið við sitt. Ég fæ því ekki séð annað en að það hljóti að slitna upp úr milli verkalýðshreyf- ingarinnar og ríkisvaldsins eftir þetta,“ sagði Björn Grétar. Engar forsendur - til aö segja upp, segja vinnuveitendur „Það hggur alveg ljóst fyrir að það eru engar forsendur til að segja kjarasamningunum upp. Þetta plagg breytir engu þar um. Það sem þar kernur fram og einnig í greinargerð kjararannsóknanefndar í dag sýnir að það hefur gengið eftir sem stefnt var aö í samningum landssambanda innan ASÍ og VSÍ í febrúar að hinir lægst launuðu fengju mest út úr kjarasamningunum. Og ég tel að það standi upp á Verkamannasamband- ið, sem vill segja kjarasamningunum upp, að sýna fram á hvar orðið hefur stílbrot í launastefnunni frá samn- ingunum sem gerðir voru í febrúar. Það tel ég að talsmenn þess hafi ekki gert,“ sagði Víglundur Þorsteinsson, varaformaður Vinnuveitendasam- bands íslands, við DV í gær eftir að hann átti fund með forsætisráðherra um forsendur Kjaradóms. Nú er það ljóst að ýmis verkalýðs- félög hafa og ætla að segja kjara- samningunum upp. Hvemig ætlar VSÍ að mæta þeim uppsögnum? „Það er ósköp einfalt að ef menn æfla sér að taka upp þannig hætti í samskiptum við okkur hljótum við að byrja á því að leggja málið undir Félagsdóm. Þannig fáum við úr því skorið hvort forsendur eru til þess að segja upp kjarasamningum. Ég held nú að mönnum hljóti að renna glímuskjálftinn í rólegheitum og að menn setjist niður og skoði máhn í vinsemd," sagði Víglundur Þor- steinsson. Davíð Oddsson forsætisráðherra í kjölfar greinargerðar Kjaradóms: Engar forsendur fyrir uppsögn samninga „Það er enginn vafi á því að þessar upplýsingar um þróun kjaramála á árinu skapa ekki forsendur fyrir uppsögn kjarasamninga. Og ef menn horfa á ákvæði samninganna varð- andi uppsögn þeirra þá er það verð- lagsþróunin í landinu samanborið við það sem gerist annars staðar sem þar ræður og það er augljóst að þar erum við langt undir viðmiðunar- mörkum," sagði Davíð Oddsson for- sætisráðherra þegar hann gerði for- sendur Kjaradóms opinberar. Kjaradómur varð í gær við þeirri beiðni forsætisráðherra að afhenda honum þær tölur og þau gögn sem hann hafði til viðmiðunar og sem forsendur fyrir launahækkun til al- þingismanna, ráðherra og æðstu embættismanna ríkisins 8. septemb- er síðasthöinn. Forsætisráöherra sagðist ekki ætla að spá neinu um þaö hvort þessar upplýsingar, sem Kjaradómur birtir nú, yrðu til þess að lægja óánægju- öldumar í þjóðfélaginu. Allavega sagðist hann telja það jákvætt að birta þessar upplýsingar frá dómn- um enda hefðu ýmsir aðilar í þjóðfé- laginu óskaö eftir því að upplýs- ingamar kæmu fram. Hann sagði enn fremur að nú væri ljóst að sú hækkun sem þingmenn hefðu fengið frá Kjaradómi væri ekki umfram þær kauphækkanir sem aðrir hópar hefðu fengið. í gögnum Kjaradóms kemur fram aö landssambönd ASÍ, sem riðu á vaðið og sömdu í febrúar síðasthðn- um, hefðu fengið minnsta kaup- hækkun. Þau félög sem þá stóðu utan við og sömdu síðar hafa öll fengið meiri hækkanir en ASÍ-félögin. Einn- ig félög innan BSRB og BHMR.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.