Dagblaðið Vísir - DV - 21.10.1995, Síða 6
LAUGARDAGUR 21. OKTÖBER 1995
6 0lönd
*
Wllly Claes sagði af sér sem framkvæmdastjóri NATO:
Uffe Ellemann gaf strax
kost á sér í draumastarfið
- eitt síðasta verk Claes að skila gullkorti í eigu NATO
Kapphlaupið um starf fram-
kvæmdastjóra NATO hófst aðeins
hálfri annarri stundu eftir að Willy
Claes hafði sagt starfi sínu lausu eft-
ir hádegi í gær. Uffe Ellemann-Jens-
en, fyrrum utanríkisráðherra Dana,
gaf strax kost á sér í starfið. Hefur
hann litiö það hýru auga í nokkur
ár og verið haft eftir honum að þetta
væri draumastarfið sem hann gæti
ekki látiö fram hjá sér fara. Uffe Elle-
mann nýtur nokkurs almenns stuðn-
ings í starfið og er talinn hafa treyst
sig mjög í sessi sem utanríkisráð-
herra Danmerkur 1982-1993. Áber-
andi fas hans þykir þó vinna gegn
honum og gekk einn varnarmálasér-
fræðingur svo langt aö kalla hann
loddara. Frakkar gætu reynst Uffe
Ellemann erfiðir vegna andstöðu á
Norðurlöndum við kjarnorkuvopna-
tilraunir þeirra í Kyrrahafi en Uffe
hefur reyndar lítið tjáð sig um þær.
Hans van der Broek, fyrrum utan-
ríkisráöherra Hollands og utanríkis-
málastjóri ESB, gaf fljótt út yfirlýs-
ingu þess efnis að hann gæfi ekki
kost á sér og af hálfu Þjóðveija var
strax ljóst að nýr framkvæmdastjóri
yrði ekki þýskur.
Ruud Lubbers, fyrrum forsætis-
ráðherra Hollands, gaf ekkert út um
fyrirætlanir sínar en hann hefur al-
mennt verið talinn líklegasti eftir-
maður Claes. Samkvæmt veðmöng-
urum í London í gærmorgun var
Lubbers líklegastur til að hreppa
hnossið.
En Lubbers eignaðist marga óvini
þau 12 ár sem hann var forsætisráð-
herra Hollands. hefur Helmut Kohl
ekki gleymt andstöðu hans viö sam-
einingu þýsku ríkjanna eftir fall Ber-
línarmúrsins. Þá mun John Major,
forsætisráðherra Breta, vera því
mótfallinn aö Lubbers setjist í fram-
kvæmdastjórastólinn.
Aðrir kandídatar sem nefndir hafa
verið eru Gro Harlem Brundtland,
forsætisráðherra Noregs, og Thor-
vald Stoltenberg, sendifulltrúi Sam-
einuðu þjóðanna í fyrrum Júgóslav-
íu. Hvorugt þeirra er þó talið koma
til greina. Er búist við niðurstöðu
þegar utanríkisráðherrar NATO
hittast á 50 ára afmæhshátíð SÞ í
New York um helgina.
Hrakinn úr embætti
Willy Claes er fyrsti framkvæmda-
stjóri NATO sem hrökklast úr emb-
ætti. Hann þótti ekki eiga annarra
kosta völ eftir að belgíska þingiö
hafði svipt hann þinghelgi vegna
rannsóknar á mútumáh sem tengist
kaupum Belga á herþyrlum frá ít-
alska framleiöandanum Augusta.
Það var biturleiki í röddinni þegar
Claes tilkynnti afsögn sína í gær.
Hann sagöist vera saklaus af öhum
ásökunmn um spillingu og hafa feng-
ið óréttláta meðferð. Sakaði hann
enn fremur belgíska stjómmála-
menn og blaðamenn um að hafa
hrakið sig úr embætti. Eitt fyrsta
verk WiUys Claes þegar hann kom á
skrifstofu sína í gærmorgun, stuttu
áður en hann sagði af sér, var að
skUa guUgreiðslukorti frá American
Express. Kortið er í eigu NATO og
hefur úttektarheimild án takmark-
ana. Kortið hefur hann aðaUega not-
að til að greiða himinháa hótelreikn-
ingaumallanheim. Reuter
Stuttar fréttir
Virða vopnahlé
Ríkisstjóm Bosmu, Bosníus-
erbar og Króatar hittust nærri
Sanski Most og samþykktu að
virða vopnahlé sem hefur aö
mestu verið hunsaö á svæöinu.
Ráðherra yfffheyrður
Hæstiréttur Spánar tilkynnti aö
þar vUdu menn yftrheyra Jose
Barrionuveo, fyrrum innanríkis-
ráðherra, vegna „skítuga stríös-
ins“ gegn aðskUnaðarsinnum
Baska á níunda áratugnum.
Rannsóknin færist því skrefi nær
Gonzales forsætisráðherra.
Viilkosningarstrax
Silvio Ber-
lusconi sagði að
Lamberto Dini
forsætisráð-
herra ætti að
segja af sér svo
halda megi
þingkosningar
á Italiu sem
fyrst.
Hafnaframsali
Hæstiréttur Svíþjóðar hefur
hafnað framsali á Alsírmanni,
sem grunaöur er um sprengjutil-
ræði í París, til Frakklands, þar
sem hann hafi verið í Svíþjóð
þegar tilræðin vora framin.
Geimferjaáioft
Geimferjan Columbia komst
loks á loft eftir sex misheppnaðar
tUraunir. Reuter
Erlendar kauphallir:
Metin falla
-hráolía lækkar
Verð á hráolíu lækkaði talsvert á
markaði í London og fór tunnan niö-
ur í 15,77 doUara. Bensínverð stóð
nánast í stað á Rotterdam-markaði.
Verð á sykri og kaffi er farið að stíga
á ný í kjölfar hækkunar á kakói.
Dow Jones hlutabréfavísitalan í
kauphöllinni við WaU Street náði
sögulegu hámarki sínu sl. fimmtudag
þegar nákvæmlega 8 ár vora Uðin frá
hraninu mikla 19. október 1987. „Við
þökkum Guði fyrir að markaðurinn
er ekki jafn hroðalegur og hann var
fyrir átta árum,“ sagði einn veröbréf-
amiðlara Oppenheimer.
Hlutabréfavísitölur í London og
Tokyo náðu sömuleiðis sögulegu há-
marki í vikunni þannig að aukið fjör
er að færast í hlutabréfamarkaðinn.
-Reuter
Boris Jeltsin, t.h., læst skjóta endur við Rambouillet-kastala rétt utan við París í gær. Jacques Chirac Frakklands
forseti fylgist brosandi meö tilburðunum,
Simamynd Reuter
Jeltsín dregur í land
Boris Jeltsín Rússlandsforseti virt-
ist í gær hafa sofið á yfirlýsingum
sínum frá deginum áður þar sem
hann skammaði Andrej Kozyrev ut-
anríkisráðherra eins og hund
frammi fyrir alþjóð og sagðist vera
að leita að manni í hans staö. Þá
vakti það gríðarathygli að hann ráf-
aöi um salinn og kleip tvo ritara sína
milli herðablaðanna.
Kozyrev stóð hljóður eins og mús
við hlið Jeltsín á ilugvellinum í
Moskvu í gærmorgun og fékk þá þau
skilaboð frá yfirboðara sínum að
hann fengi aö halda embætti sínu,
um stund að minnsta kosti. „Kozyrev
þarf góðan aðstoðarmann 1 ráðu-
neytiö til að sjá um pappírsvinnu og
innra starf í ráðuneytinu. Svo þarf
hann að heröa sig líka,“ sagði Jelts-
ín. Síðan stigu þeir upp í flugvél sem
flutti þá áleiðis í opinbera heimsókn
til Frakklands og Bandaríkjanna.
Jeltsín mun vera viðstaddur hátíða-
höld vegna 50 ára afmælis SÞ í New
York og hitta Clinton forseta að máli.
Jeltsín virtist einnig hafa mildast í
afstöðu sinni til stækkunar NATO
en hann sagði í fyrrakvöld, um leiö
og hann skammaði Kozyrev, aö hann
ætlaði ekki að taka þátt í neinum
friðaraögerðum í fyrrum Júgóslavíu
UndÍrstjÓmNATO. TT/Reuter
Getnaðarvamarpillur:
Þúsundir
kvenna leituðu
ráða
Skiptiborð á læknastofum og
heilsugæslustöövum í Bretlandi
voru rauðglóandi í allan gærdag
í kjölfar írétta um að sjö algengar
tegundir getnaöarvamarpilla
tvöfólduöu líkurnar á blóðtappa.
Niðurstööur þriggja rannsókna
benda til að þessar sjö pilluteg-
undir séu varasamar í þessum
efnura; Minulet, TriMinulet,
Marvelon, Mercilon, Femodene,
Femodene ED og Triadene.
Hjúkrunarfólk var ævareitt þar
sem upplýsingarnar höfðu ekki
verið látnar þvi í té áður en þær
voru opinberaðar þannig að þaö
gæti undirbúið sig. En heilbrigð-
isyfirvöld töldu aö ekki mætti
bíða með birtingu niðurstaön-
anna. Búist er við að 1,5 miiljónir
breskra kvenna munu skipta um
pillutegund.
Japan:
Herstöðvum
mótmælteftir
nauðgun
Um 50 þúsund Japanar, þar á
meðal íjöldi þingmanna, söfnuð-
ust saman fyrir utan herstöð
Bandaríkjamanna í hafnarborg-
inni Ginowan á Okinawa-eyju i
gær til að mótmæla meintri
nauðgun bandariskra hermanna
á japanskri stúlku á dögunum.
Kraföist mannfiöldinn þess að
ríkisstjórnir Japans og Banda-
ríkjanna bæðust afsökunar á at-
vikinu og úthlutuðu fórnarlamb-
inu miskabótum. Þá var þess
krafist að löghelgi bandarískra
hermanna yrði afnumin og her-
stöðvum þeirra yrði fækkað. Þá
var einnig krafist meiri aga í her-
stöðvunum.
Forseti Kenía
ræðstáSvía
Forseti Kenía réöst harkalega á
sænsk stjórnvöld í gær þar sem
þau hefðu ekki stöövaö það sem
hann kallaði innrás í sendiráð
Kenia í Stokkhólmi. Hópur bar-
áttumanna iyrir mannréttindum
heimsótti sendiráö Kenía í Stokk-
hólmi á þriðjudag og ætluðu að
afhenda undirskriftalista með 10
þúsund nöfnum þar sem þess var
krafist að fangelsaður Keníamaö-
ur yrði látinn laus. Samkvæmt
norrænum fréttaskeytum kom til
handalögmála i sendiráðinu þar
sem sendiráðsstarfsmenn höfðu
sig mjög í frammi. Var norskur
ljósmyndari barinn í andlitiö og
hópnum hent út. Forseti Kenía
hótaði fiöldamótmælum við
sænska sendiráöið í Nairobi.
Clintonvillekki
mismunasam-
kynhneigðum
Bill Clinton
Bandaríkjafor-
setihéfuríbréfi ;
til Edwards
Kennedys öld-
ungardeildar-
þingmanns,.
gefiö nýju laga-
frumvarpi sem
vemda á hagsmuni samkyn-
hneigðra í vinnuleit stuðning
sinn. Harrn sagði í bréfinu að ekki
ætti að neita einstaklingum um
vinnu á grundvelli atriða sero
tengdust á engan hátt hæfileika
þeirra til að stunda vinnuna.
Clinton olli miklum kurr meðal
íhaldsamra Bandaríkjamanna
skömmu eftir að hann tók viö
embætti fyrir þá steíhu sína aö
ieyfa samkynhneigðum að ganga
i herinn. Getur hann búist við
andbyr í suðurríkjunum í kom-
andi kosningabaráttu. Reuter