Dagblaðið Vísir - DV - 21.10.1995, Page 7
LAUGARDAGUR 21. OKTÓBER 1995
fréttir ?
Sj ómenn horfa til kolmunnaveiða fyrir sunnan land:
Gætu verið milljónir tonna
- segir Trausti Egilsson, skipstjóri á Örfirisey, sem fengið hefur stór höl af kolmunna
„Það getur verið um að ræða millj-
ónir tonna af kolmunna á slóðinni.
Viö höfum verið að reyna að forðast
hann þar sem við erum fyrst og
fremst að leita að smokkfiski," segir
Trausti Egilsson, skipstjóri á frysti-
togaranum Örfirisey RE.
Örfirisey er við tilraunaveiðar á
smokkfiski fyrir sunnanverðu land-
inu. Áhöfnin hefur ekki orðið vör við
mikinn smokkfísk á öllu svæðinu frá
Reykjaneshrygg og austur fyrir
Hornafjörð. Aftur á móti hefur að
sögn Trausta sést mikið af kolmunna
sem heldur sig á um 200 faðma dýpi
og menn hafa reynt að forðast hann
eftir megni.
„Við höfum fengið allt að 40 tonn
í hali af kolmunnanum þrátt fyrir
að við reynum að forðast hann eftir
megni. Við vitum á hvaða dýpi hann
heldur sig og slökum trollinu niður
fyrir hann en allt kemur fyrir ekki.
Smokkfiskurinn gefur sig aftur á-
móti ekki. Það er talsvert ánetjað af
honum en við fáum sáralítið í pok-
ann,“ segir Trausti.
Trausti segir að áhöfnin hafi fryst
þann hluta aflans sem er heill en
þarna sé fyrst og fremst um að ræða
bræðslufisk. Hann segir að sá fiskur
sem þeir hafi fengið sé fullvaxinn.
„Þetta er mikiö af stæröinni 25 til
40 sentímetrar. Við frystum það sem
nýtanlegt er en mikið af fiskinum
skemmist þegar um er að ræða með-
afla svo sem karfa,“ segir hann.
„Menn eru mikið að spá í veiðar á
kolmunnanum. Það eru margir mjög
spenntir fyrir því aö prófa þessar
veiðar. Gallinn er bara sá að skip
okkar eru of lítil til að takast á við
þessar veiðar," segir Sveinn ísaks-
son, skipstjóri á Hábergi GK, um
möguleika íslenskra nótaskipa til að
veiða kolmunna.
Hann segir að sökum þess hve kol-
munninn er þungur verði skipin að
vera stór og öflug með kraftmikinn
spilbúnað.
„Það er þess virði að skoða það
hvort mögulegt er að veiða kolmunn-
ann með tveggja báta trolli. Nú eru
Skotar, írar og fleiri þjóðir að kaupa
geysiöfiug skip sem eru með frá 5
þúsund til 8 þúsund hestafla vélum.
Menn þurfa að fara að huga að þessu
hér,“ segir Sveinn.
Beitir GK er á leiö til kolmunna-
veiöa eftir helgina en skipið mun að
mestu veiða í bræðslu.
-rt
Steingrímur Njáls§on:
Þrjú ár fyrir
nauðgunar
Hæstiréttur hefur staöfest þriggja
ára fangelsisdóm yfir Steingrími
Njálssyni vegna tilraunar hans til
kynmaka við þroskaheftan pilt í
byrjun þessa árs. Til frádráttar kem-
ur gæsluvarðhaldsvist Steingríms
- frá 12. júlí í sumar.
Steingrímur áfrýjaði málinu og
krafðist vægari refsingar en það var
ekki tekið til greina. Töldu hæsta-
réttardómarar óhjákvæmilegt að líta
til sakaferils Steingríms en hann
hefur verið dæmdur 28 sinnum, þar
af sex sinnum fyrir kynferðisafhrot
gegn börnum og unglingum.
Steingrímur verður og að greiða
allan málskostnað. -GK
Fjöldi smá-
hvela f læk-
ist í netum
Ægir Már Kárason, DV, Suðumesjum:
„Daglega fáum við við allt að 20
hnísur í netin og mikiö af háhyrning-
um. Þetta er hins vegar fyrsta hrefn-
an. Það er mikið af alls konar hval á
svæðinu. Þetta fer illa með veiðar-
færin og þessi hrefna eyðilagði til
dæmis trossuna. Söluandvirðið rétt
dugar fyrir viðgerð," segir Eiríkur
Ólafsson, skipstjóri á Sæmundi HF,
en hann kom með rúmlega tveggja
tonna hrefnu að landi í Sandgerði á
fimmtudaginn.
Eins og fram kom í DV í gær var
hrefnan seld til fiskbúðarinnar Sæ-
bjargar í Reykjavík sem greiddi 60
krónur fyrir kílóið, eða aUs um 120
þúsund krónur. Hrefnan flæktist í
trossunni hjá Sæmundi HF þar sem
hann var að veiðum út af Stafnesi.
/------------\
BUNAÐARBANKINN
- ti'austur banki
Þér standa allar dyr
við Búnaðarbankann
Viðskiptavinum Búnaðarbankans stendur til boða margþætt
fjármálaþjónusta og ýmiskonar fræðsla sem lýtur að fjár-
málum heimilanna. Nú bætist beintenging Heimilisbankans
við þá þjónustuþætti sem fyrir eru í Búnaðarbankanum.
—•
Ffeiri aðgerðir og fallegra um-
hverfi með Heimilisbankanum
og Hómer!
Þeir sem vilja nýta sér Heimilis-
banka Búnaöarbankans geta
sinnt öllurn almennum bankavið-
skiptum hvenær sólarhringsins
sem er frá sinni eigin tölvu.
Viðskiptavinir Heimilisbankans fá að auki fjármálahugbúnað-
inn Hómer. Hómer er einfaldur og
þægilegur Windows hugbúnaður sér-
staklega ætlaður fyrir heimilisbók-
haldiö.
Búnaðarbankinn er eini bankinn
sem býður slíkan fjármálahug-
búnaö en hann er nauðsynlegur
við að fullnýta þá möguleika
sem bjóöast með beintenging-
unni.
Það borgar sig að vera tengdur við traustan banka því þar
er hugsað fyrir öllu.