Dagblaðið Vísir - DV - 21.10.1995, Side 14
14
LAUGARDAGUR 21. OKTÓBER 1995 DV,
Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON
Ritstjóri: JÓNAS KRISTJÁNSSON
Aðstoðarritstjóri: ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON
Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON
Auglýsingastjóri: PÁLL STEFÁNSSON
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar: ÞVERHOLTI 11,
blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI 14,105 RVIK, SÍMI: 550 5000
FAX: Auglýsingar: 550 5727 - Aðrar deildir: 550 5999
GRÆN númer: Auglýsingar: 800 6272. Áskrift: 800 6270
Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/
Ritstjórn: dvritst@ismennt.is - Áuglýsingar: dvaugl@ismennt.is. - Dreifing: dvdreif@ismennt.is
AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaöam.: 462 6613, fax: 461 1605
Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJA HF.
Prentun: ÁRVAKUR HF.
Áskriftarverð á mánuði 1550 kr. m. vsk. Lausasöluverð 150 kr. m. vsk., helgarblað 200 kr. m. vsk.
Fjármunir taldir fólki æðri
Kveðnir voru upp tveir athyglisverðir dómar í vik-
unni. Annars vegar var dæmt í fimmtán mánaða fang-
elsi fyrir manndráp og hins vegar í átján mánaða fang-
elsi fyrir 2,7 milljón I róna fólsun. Af þessu má ráða, að
kerfið meti mannslífið á tvær og hálfa miiljón króna.
í leiðurum þessa blaðs hefur nokkrum sinnum verið
vakin athygli á öðrum dómum, sem sýna, að löggjafar-
valdið, framkvæmdavaldið og dómsvaldið í landinu líta
strangari augum á auðgunarbrot en ofbeldisbrot. Þetta
eru leifar þess tíma, er fjármunir voru fólki æðri.
Hér er ekki haldið fram, að annar dómurinn sé vit-
lausari en hinn, heldur að saman sýna þeir misræmi,
sem endurspeglar ekki á þá staðreynd, að samkvæmt al-
mennri siðfræði Vesturlanda nútímans er maðurinn
æðra fyrirbæri en dauðir hlutir á borð við peninga.
Burtséð frá deilum um, hversu þungir eða léttir dóm-
ar eigi að vera, ætti að geta verið samkomulag um, að
peningar séu bara peningar, en mannslíf sé þó mannslíf.
Því miður verður þessa innsæis ekki vart í lögum Al-
þingis, ákærum saksóknara og úrskurðum dómstóla.
Vandamálið byrjar í ráðuneytunum. Þar eru samin
lagafrumvörp, sem gera ráð fyrir, að stuldur sé verri en
ofheldi. Þessi frumvörp gerir Alþingi síðan að lögum.
Ákæruvaldið fer svo í lægri kantinn í kröfum í ofbeldis-
málum og endahnútinn binda svo dómstólarnir.
Verstur er þáttur dómstólanna, þar á meðal Hæstarétt-
ar. í þessum stofnunum hefur mótazt sú venja, að heim-
ildir til þyngdar refsingar eru notaðar að mjög litlu leyti
í ofbeldismálum, en að miklu leyti í peningamálum. Sið-
gæðis-innsæi dómara er áfátt á öllum dómstigum.
Verst er ástandið í nauðgunarmálum. Ástæða er til að
vara konur eindregið við að kæra nauðgun, því að það
kostar endurteknar nauðganir, fyrst í yfirheyrslum hjá
Rannsóknarlögreglu ríkisins og síðan af hálfu dómara-
stéttarinnar. Og ástandið hefur síður en svo lagazt.
Að baki hinna krumpuðu viðhorfa í valdakerfmu er
forneskjuleg hugsun yfirstétta fyrri alda, sem byggðu
rammskakkt réttarkerfi til að varðveita eigur sínar fyr-
ir undirstéttunum, en höfðu minni áhyggjur af innbyrð-
is ofbeldi og manndrápum innan undirstéttanna.
Afleiðing misræmisins er, að ofbeldi og ómennska
veður uppi í þjóðfélaginu. Frægt er ástandið í miðbæ
Reykjavíkur, sem ekki er manngengur að næturlagi um
helgar, af því að lögreglan sinnir ekki skyldum sínum.
Ekki eru dæmi um slíkt í miðbæjum annarra höfuð-
borga.
í vikunni gerði auðnuleysingi misheppnaða tilraun til
að ræna banka. Daginn eftir var búið að keyra málið á
fullu og kveða upp dóm yfir honum. Þessi hraði á mis-
heppnuðu auðgunarmáli stingur mjög í stúf við almenn-
an og vítaverðan seinagang í dómsmálum hér á landi.
Seinlætið er almennt svo mikið, að fólk nær ekki rétti
sínum fyrir dómstólum. Fræg eru dæmin um, hvemig
tryggingafélögunum hefur tekizt að tefja árum saman,
að fólk fái lögboðnar bætur fyrir örorku sína, svo að það
neyðist til smánarsamninga utan réttarsala.
Óöryggið og misræmið á þessum sviðum fer saman
við geðþóttaákvarðanir embættis- og stjómmálamanna i
framkvæmdavaldinu. Allt leiðir þetta saman í þann far-
veg, að ísland getur ekki talizt heilbrigt réttarríki, held-
ur gróðrarstía ranglætis, ójafnaðar og siðleysis.
Moka þarf flórinn á þessum sviðum, fá siðaða dómara
til starfa, hraða gangi dómsmála, svo og setja manngildi
ofar auðgildi í verðmætamati laga og dómsúrskurða.
Jónas Kristjánsson
Jeltsln á fundi með fréttamönnum í Kreml, þar sem hann skýrði frá ásetningi um að víkja Kosíref utanríkis-
ráðherra úr embætti. Símamynd Reuter
Jeltsín slær á strengi
stórveldisstolts
Rússneskt stórveldisstolt skal
vera ríkjandi sjónarmið í Kreml og.
móta afstöðu Rússlandsstjórnar til
umheimsins. Þessi er merking
yfirlýsingar Borís Jeltsíns Rúss-
landsforseta á fundi með frétta-
mönnum um að hann hafi ákveðið
að víkja Andrei Kosíref utanríkis-
ráðherra úr starfi.
Með þessu hyggst Jeltsín styrkja
stöðu sína heima fyrir og um leið
vara Vesturlönd við að þeim beri
að taka tillit til þess hvernig rúss-
nesk stjómvöld skilgreina rúss-
neska hagsmuni. Það segir sína
sögu að ákvörðun um utanríkis-
ráðherraskipti er kunngerð
skömmu fyrir brottför Jeltsíns til
Bandaríkjanna, þar sem þeir Bill
Clinton Bandaríkjaforseti eiga
fund með sér samfara því að báðir
sækja hátíðarfund Sameinuðu
þjóðanna á hálfrar aldar afmæli
samtakanna.
Meginumræðuefni forsetanna
verða tvö, beiting alþjóðlegs liös-
afla til að framfylgja væntanlegri
friðargerð í Bosníu og andstaða
Rússlandsstjómar við áform um
að stækka Altantshafsbandalagið
til austurs með inntöku ríkja sem
áður voru drottnunarsvæði Sovét-
ríkjanna.
í báðum málum hefur Kosíref
legið undir ámæli höfuðandstæð-
inga Jeltsíns á þingi, þjóðemis-
sinna og kommúnista, fyrir að
bregðast rússneskum málstað. Fyr-
ir rúmum mánuði skoraði þingið
með yfirgnæfandi meirihluta á for-
setann að víkja utanríkisráðherr-
anum frá, sér í lagi fyrir að hafa
ekki beitt sér að gagni gegn
lofthemaði NATO gegn herstöðv-
um Bosníu-Serba.
Þingkosningar eiga að fara fram
í Rússlandi 17. desember. Löngu er
ljóst að kommúnistar og þjóðemis-
sinnar hyggjast eftir mætti láta
þær snúast um ásakanir sínar á
Eriend tíðindi
Magnús Torfi Ólafsson
hendur núverandi stjórn á þá leið
að hún láti útlandið, og þá sér í
lagi NATO, auðmýkja Rússland.
Sýnt þykir að þessi boðskapur fái
verulegan hljómgrunn. Særð þjóð-
erniskennd er ríkur þáttur í við-
brögðum margra Rússa við því
ástandi sem komið hefur upp eftir
upplausn Sovétríkjanna.
Þar að auki em forsetakosning-
ar í vændum í Rússlandi næsta
sumar. Eftir að Jeltsín kom aftur
til starfa eftir veikindaforföll í
sumar, hafa orð hans og gerðir
bent til þess að hann hafi fullan
hug á að bjóða sig fram til endur-
kjörs. Verður þá við að fást mót-
frambjóðendur sem óspart veifa
þjóðernisstefnutrompinu.
Staða Jeltsíns til að standast at-
lögur úr þeirri átt fer að verulegu
leyti eftir því hversu reiðir af á
fundi þeirra Clintons eftir helgina.
Tiltöltilega auðvelt ætti að vera að
komast að bráðabirgðaniðurstöðu
sem báðir geti við unað um áform-
in um stækkun NATO. Hún myndi
hvort eð er. ekki eiga sér stað fyrr
en um eða eftir aldamót, og því
ekkert sem rekur á eftir að komast
að fastmótaðri niðurstöðu.
Öðru máli gegnir um sendingu
liðsafla til Bosníu til að fylgja eftir
friðargerð. Eigi hann að verða að
gagni í vetur þurfa sveitirnar að
geta komið sér fyrir og opnáð
helstu samgönguleiðir í næsta
mánuði, áður en vetrarhörkur
leggjast að.
Megin ágreiningsmálið er að
rússneska herstjórnin tekur ekki í
mál að sveitir sem hún sendir
verði undir yfirstjórn NATO, og
Vesturveldin, einkum Bandaríkin,
taka ekki í mál rússneska stjórn
yfir sínum mönnum. Þó ekki kæmi
annað til væri slíkt víst til að kalla
á algera andstöðu Bandaríkjaþings
við sendingu bandarískra her-
manna á vettvang og er tregðan
þar þó nóg fyrir.
Einn fundur landvarnarráðherr-
anna, Williams Perrys frá Banda-
ríkjunum og Pavels Gratséfs frá
Rússlandi, um þetta mál hefur far-
ið út um þúfur. Engu betur tókst
til á fundi tengslahóps fimmveld-
anna um Bosníu á mánudaginn.
Sér í lagi má rússneska herstjórn-
in ekki heyra minnst á þá hug-
mynd starfsmanna NATO, að rúss-
neskar sveitir hefðu aðallega með
höndum verklegar framkvæmdir
en sinntu ekki virkri gæslu. Þætti
Rússum sér vera skipað á óæðri
bekk með slíkri tilhögun.
Þetta er brýnasta viðfangsefnið
sem Jeltsín og Clinton þurfa að
ráða fram úr á fundi sínum. Rúss-
landsforseti hefur með tilkynningu
um brottvikningu Kosírefs búið
svo um hnúta að honum er ekki
stætt á annarri lausn en þeirri sem
hann getur kynnt þannig að Rúss-
land standi jafnfætis NATÓ í Bos-
níu ef friðargerð til að gæta fæst
þá á annað borð.
skoðanir annarra
★ 7*^ ----1--
Chirac taki af skarið
„Chirac tók við embætti fullur orku og skapaði
i miklar væntingar meðal almennings. En stemning-
| in koðnaði niður þegar nýrri ríkisstjórn tókst ekki
að efna loforð sín um skjóta og sársaukafulla endur-
! reisn efnahagslifsins. Chirac, sem verður í embætti
til 2002, hefur nægan tíma til að færa ástandið til
betri vegar. En hann verður að byrja að taka efiðar
ákvarðanir um efnahagsstefnu sem hann forðaðist í
kosningabaráttunni og fyrstu mánuðina í embætti."
Úr forustugr. The New York Times 17. okt.
Siðferði Monu Sahlin
„Umræða um siðferði fer eins og eldur í sinu um
Svíþjóð. Varaforsætisráðherra vor hefur komið
henni af stað og með eigin fordæmi sýnt að hennar
var þörf. Við vitum lítið um þá stefhu sem Mona Sa-
hlin mun framfylgja sem forsætisráðherra en
! greiðslukortamálið og undanbrögðin hafa rýrt mjög
trúverðuleika hennar. Er hægt að treysta þeim sem
segir að skattheimta sé besta orðið yfir stjórnmál
en greiðir ekki eigin skatta? Er hægt að hafa aðstoð-
arforsætisráðherra sem samsamar sig svo völdun-
um að greiðslukort ríkisins verða hans eigin?“
Úr forustugrein Expressen 14. okt.
Vopnun fjöldamoröingja
„Saddam Hussein hefur falið kjamorku- og efna-
vopnagerö sína fyrir SÞ og nú kaupir hann eld-
flaugastýrikerfi sem gera má eftirlíkingar af. Vís-
indamenn hans hafa ekki gleymt hvernig fylla á
sprengjuodda svo þeir eyði heilu borgunum. Af-
hjúpun á blóðpeningatengslum ýmissa aðila við
Saddam mundi eyða bestu samböndum hans í þeim
efnum. Engin frétt er mikilvægari en vopnun
fjöldamorðingja." '
William Safire, The New York Times, 17. okt.