Dagblaðið Vísir - DV - 21.10.1995, Page 20
LAUGARDAGUR 21. OKTÓBER 1995
„Á þessum tíma var mikið fram-
boð á öllu grænmeti og verðið lágt
og þess vegna ákváðum við að leita
að einhverjum nýjungum. Nánast
engin ræktun var á kryddjurtum og
neysla á fersku kryddi var sáralítil
því að það var mest þurrkað krydd
á boðstólum. Við prófuðum að
rækta nokkrar kryddtegundir og eft-
ir þrjú til fjögur ár var orðin eftir-
spurn eftir þeim og töluverður hóp-
ur fólks var faririn að kaupa krydd-
ið ferskt," segir Ingólfur Guðnason
kryddjurtabóndi.
Ingólfur og eiginkona hans, Sig-
rún Reynisdóttir, reka garðyrkju-
stöðina Engi í Laugarási ásamt
börnunum sínum þremur og rækta
þar kryddjurtir og tré, runna og
sumarblóm. Árið 1989 var erfitt í
garðyrkjunni og því ákváðu þau
hjónin að fara ótroðnar slóðir. Þau
byrjuðu tilraunastarfsemina með
því að rækta dill og graslauk og eru
nú með 15 tegundir af kryddi í fram-
leiðslu. Má þar nefna garðablóð-
berg, öðru nafni timjan, salvíu,
sítrónumelissu og myntu. Þá er
fersk basilíka mjög vinsæl og segir
Ingólfur hana haldast í hendur við
vaxandi pastaneyslu í landinu.
Fer þrisvar í
viku á markað
Kryddframleiðsla gróðrarstöðvar-
innar Engis fer sívaxandi og segist
Ingólfur, sem er eini kryddjurta-
bóndinn í landinu eða svo til, sjá
höfuðborgarsvæðinu fyrir fersku
kryddi með ræktun á 500 fermetra
svæði. Hann reynir að senda ferskt
krydd á markað tvisvar til þrisvar í
viku allan ársins hring. Kryddið
fæst í stórum matvöruverslunum
sem leggja áherslu á vöruúrval og á
veitingastöðum sem vilja vera með
ferskt hráefni. Ingólfur segir að eft-
irspumin aukist jafnt og þétt en
samt veröi alltaf að minna reglulega
á þessa vöru.
„Þegar við byrjuðum með krydd-
jurtaframleiðsluna var strax greini-
legt að hópur fólks hafði áhuga á
þessari vöru og vildi prófa hana en
við þurftum að hafa fyrir því að
finna þetta fólk, til dæmis með því
að fara í verslanirnar og eldhúsin á
veitingastöðunum og gefa að
smakka. Við höfum sífellt þurft að
hamra á þessu því að ferskt krydd
er tiltölulega dýrt grænméti þó að
verðið fari stöðugt lækkandi og við
þurfum alltaf að verá meö mikið úr-
val. Það er þjónusta sem við verðum
að bjóða upp á,“ segir hann.
Ingólfur Guðnason, kryddjurtabóndi í Laugarási, byrjaði fyrir nokkrum árum að rækta dill og fleiri kryddjurtategundir og nú er svo komið að hann er með
15 tegundir af kryddi í framleiðslu og sendir ferskt krydd á markað á höfuðborgarsvæðinu tvisvar til þrisvar í viku. DV-myndir Kristján Einarsson
Tilraunir með
kryddþurrkun
Ingólfur og eiginkona hans eru
um þessar mundir að fikra sig
áfram með þurrkun á nokkrum teg-
undum af kryddjurtum og skoða þá
möguleika sem ýmsar lækningajurt-
ir hafa upp á að bjóða. Þau hafa fjár-
fest í sérstökum jurtaþurrkunar-
skáp og hafa lagt mikla vinnu í að
leita sér upplýsinga um íslenskt
jurtate, elsta skriflega heimildin er
til dæmis frá 14. öld. Þegar uppskera
kemur í vor hyggjast þau setja á
markað eina eða fleiri tegundir af
jurtatei.
„Við erum að leita að réttu blönd-
unni og höfum verið að vinna að því
Ingólfur bragðar hér á tei úr eigin framleiðslu ásamt eiginkonu sinni, Sig-
rúnu Reynisdóttur, en flaskan á borðinu er unnin úr endurunnu gleri og inn-
flutt frá Spáni. Hún inniheldur kryddoh'u sem Sigrún og Ingólfur framleiða.
vorin og sumrin og segir Ingólfur að
eftirspurnin sé talsverð. Jurtimar
megi setja út í garð yfir sumarið og
setja i pott út í glugga á haustin og
fram í desember. Þá eru þau með
kryddolíu í fallegum endurunnum
glerflöskum frá Spáni, til dæmis
hvítlauksolíu og chiliolíu, auk þess
sem þau framleiða kryddedik.
Ingólfur segir að kryddolían sé
mjög vinsæl gjafavara, sérstaklega
fyrir jólin. Erfitt sé að fá flöskurnar
sem olían er seld í því að eftirspurn-
in eftir þeim sé svo mikil. Verk-
smiðjan á Spáni nái ekki að sinna
litlu framleiðendunum á norður-
hjara veraldar. Ingólfur er þó stað-
ráðinn í að gefast ekki upp og ætlar
að setja kryddolíur á flöskum á
markað fyrir jólin. -GHS
Ingólfur og fjölskylda hans eru að gera tilraunir með að þurrka kryddjurtir og
ætla að hefja framleiðslu á tei úr uppskeru næsta vor eða sumar. í þessu
skyni hafa þau fjárfest í sérstökum jurtaþurrkunarskáp sem hér má sjá.
í sumar. Þetta verða pokkrar teg-
undir af tei en uppistaðan sam-
anstendur af gömlum, evrópskum
lækningajurtum. Ég get ekki sagt
neitt um það enn þá hvaða te við
setjum á markaðinn. Tetegundirnar
geta verið ýmiss konar. Þetta getur
verið te til að njóta og svo hressandi
eða róandi te,“ segir Ingólfur og
bætir við að þau fari ekki út í mark-
aðssetningu á teinu fyrr en bak-
grunnurinn sé góður.
Kryddjurtir í pottum
Kryddjurtabændurnir að Engi í
Laugarási hafa ýmislegt á prjónun-
um því að hjónin selja ekki bara
ferskar kryddjurtir heldur senda
þau kryddjurtir í pottum í blóma-
verslanir á höfuðborgarsvæðinu á
Ingólfur Guðnason er brautryðjandi í kryddjurtarækt hár á landi:
Ferskt krydd, te, edik
og kryddolía á flöskum
- uppistaðan er í gömlum evrópskum lækningajurtum, segir hann