Dagblaðið Vísir - DV - 21.10.1995, Síða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 21.10.1995, Síða 30
38 LAUGARDAGUR 21. OKTÓBER 1995 DV Arngrímur, Þóra og dóttirin Thelma fengu kærkomið frí á Bahamaeyjum þó símsamband til Islands hafi verið stöðugt. Flugfélagið þeirra, Atlanta, er stöðugt að auka umsvifin. Enn aukast umsvifin hjá Atlanta: - segir Arngrímur Jóhannsson sem ætlar að flytja tæplega fimmtán hundmð Islendinga til Bahamaeyja Arngrímur Jóhannsson, flugstjóri og eigandi Atlanta, ákvaö að þegar hann ætti breiðþotu sína, Boeing 747, skuldlausa myndi hann bjóða eiginkonu sinni og meðeiganda, Þóru Guðmundsdóttur, til Bahama- eyja. Síðan var ákveðið að taka tæp- iega fimm hundruð fslendinga með í ferðina líka. Þegar þessi saga var borin undir Arngrím þar sem hann lét Bahamasól- ina baka sig glotti hann: „Þetta er góð saga en hún er þvi miður ekki sönn.“ Óvænt ferð Hann segir að það hafi komið til tals milli sín og Helga Jóhannssonar hjá Samvinnuferðum-Landsýn á föstudegi hvort möguleiki væri á að nýta breiðþotuna þar sem engin verkefni væru fyrir hana fyrr en í desember. Þeir ákváðu að prófa að auglýsa Bahamaferð um helgina og klukkan tíu á mánudagsmorgni var hún uppseld. Arngrímur segist ekki hafa átt von á slíkum áhuga og hann hefði komið mjög á óvart. Næsta ferð, sem farin verður 2. nóvember, seldist einnig upp þannig að ákveð- ið var að bæta þeirri þriðju við enda voru komnir 280 manns á biðlista í þá ferð þegar viðtalið var tekið um síðustu helgi. „Það er enginn grundvöllur að fara svona ferð nema með alveg fulla vél,“ segir Arngrímur og bætir við að raunverð ferðarinnar sé um 120 þúsund krónur en Bahamafar- þegar voru að greiða 39.900 krónur. Kærkomið frí Arngrímur og kona hans, Þóra, hafa aldrei fyrr verið á Bahamaeyj- um og litu á ferðina sem kærkomið frí enda beið breiðþotan á flugvellin- um þá sex daga sem ferðin stóö yfir. Reyndar millilenti Arngrímur Cargoluxvél á flugvellinum í Nassau, höfuðborg Bahamaeyja, fyr- ir tuttugu árum en sagðist aldrei fyrr hafa dvalið þar en hann hefur ferðast um allan heim á löngum starfsferli. „Hér er yndislegt að vera, fallegur staður með góðum ströndum, sannkölluð paradís,“ sagði hann. Arngrímur segir að ekki sé ólíkt að fljúga breiðþotu og venjulegri vél, nema ef vera skyldi þægilegra. „Þessar vélar hafa mikið flugþol, eru léttar og góðar. Ég hef verið með sex svona vélar í gangi á undanförnum árum og er ánægður með þær,“ seg- ir hann en þess má geta aö Atlanta var með tólf þotur í notkun í sumar víða um heim. í sumar störfuðu 480 manns hjá Atlanta þannig að umsvif fyrirtækisins eru stöðugt að aukast. „Þetta er vinna dag og nótt en við tökum einungis eitt skref í einu. Umsvifm hafa vissulega aukist hratt en við höfum átt því láni að fagna að vera með frábært starfsfólk í vinnu hjá okkur. Önnur ástæða fyrir þess- ari velgengni er kannski sú að við höfum lítið þurft að vera upp á banka komin.“ Arngrímur er ekki á því að hann ögri ■ Flugleiðum með þessari vel- gengni. „Ég er á allt öðrum mark- aössvæðum en þær,“ segir hann, lit- ur til sólarinnar og bætir við: „nema kannski á þessu svæði“. Umsvif víða um heim Atlanta hefur starfað mikið í Asíu, t.d. Indó-Kína, Indónesíu, Ví- Thelma Arngrímsdóttir fékk fléttur með perlum að Bahamasið á strönd- inni, líkt og allmargar aðrar konur í ferðinni. v etnam, Laos, Kambódíu og Kúveit. Þá hefur fyrirtækið umsvifamikinn rekstur í Sádi-Arabíu og þar hefur risið heilt íslenskt þorp í kringum Atlanta. „í Sádi-Arabíu eru fimm fastir starfsmenn sem sjá um að reka fyrirtækið, auk þeirra sem eru í fluginu. Við erum með lítil hús þar og skrifstofu og þar hefur sannar- lega risið lítið þorp í kringum okk- ur,“ segir Arngrímur. 'Pílagríma- flugið hefst eftir áramótin og þar hefur Atlanta náð góðum markaði og notað breiðþotur í flutningana. Islenskar flugfreyjur hafa starfað við pílagrímaflugið og var hannaður fyrir þær sérstakur búningur að ar- abískum sið til að misbjóða ekki sið- ferðiskennd innfæddra. Það var reyndar árið 1991 sem Atlanta fékk fyrstu breiðþotuna, TriStar, en hún var meðal annars notuð í farþegaflutningum í Súdan. Þá hefur Atlanta einnig verið í öflugum vöruflutningum frá Þýska- landi en Amgrímur er með Boeing 737 á kaupleigusamningi þar. Næsta sumar mun Atlanta flytja unglinga með breiðþotu frá Þýskalandi á ólympíuleikana í Atlanta í Banda- ríkjunum. Þá eru ótalin öll verkefn- in fyrir Samvinnuferðir-Landsýn. Bráðum tíu ára í viðtali við helgarblaðið fyrir tveimur árum sagði Arngrímur að Atlanta hefði orðið til í upphafi við eldhúsborðið hjá þeim hjónum árið 1986. Það verður því tíu ára á næsta ári. Árið 1992 flutti Atlanta í gamla Álafosshúsið í Mosfellsbæ, heimabæ eigandanna, þar sem það er enn til húsa. Arngrímur hefur verið viðloð- andi flugmál frá því hann var ungur maður á Akureyri. Hann hóf störf sem flugmaður hjá Flugfélagi ís- lands árið 1966. Siðar fór hann yfir til Loftleiða. Arngrímur starfaði lengi hjá Cargolux í Lúxemborg og var um tíma einn af eigendum Arn- arflugs. Þá var hann ferjuflugmað- ur, flutti flugvélar milli heimshluta og landa, i nokkur ár. Arngrímur rak eigin flugskóla um nokkurt skeið, Flugtak, eða þar til hann stofnaði Atlanta. Þóra Guðmundsdóttir er gamal- reynd flugfreyja. Hún starfaði um árabil hjá Loftleiðum og síðan Flug- leiðum. Áhugamál þeirra beggja er því flugið og rekstur fyrirtækisins sem þau eru samhent um. Arngrímur vill ekki spá neinu um áframhaldandi umsvif fyrirtækis- ins. Hann segist taka eitt skref í einu: „Ætli þetta haldist ekki eitt- hvað svipað,“ segir hann hugsi. Undrandi á r Islendingum Þess má geta að markaðsstjóri hótelsins Marriott, þar sem íslend- ingcirnir gistu á Bahamaeyjum, var ákaflega undrandi á hversu fljótir íslendingar væru að ákveða ferða- lög. „Hingað til höfum við aðeins kynnst því að pantað sé með minnst sex mánaða fyrirvara - þið þurfið bara hálfan mánuð. Hvernig eru ís- lendingar eiginlega?" spurði hann, „og hvernig er þetta flugfélag?" Hon- um fannst það tilkomumikið þegar sagt var að flugstjórinn og eigand- inn hefðu ákveðið að láta landa sína njóta þess að hann hefði verið að eignast breiðþotu skuldlausa. Það hefði nú kannski ekki verið hægt að bjarga hótelherbergjum fyr- ir tæplega fimm hundruð íslendinga á svo stuttum tíma nema vegna þess að á þessum árstíma er rigninga- tímabU á Bahamaeyjum og því frek- ar lítið um ferðamenn, utan þeirra sem koma með skemmtiferðaskip- um. Því eru hinir kolsvörtu Ba- hamabúar yfir sig hrifnir að fá þessa óvæntu innrás fimmtán hundruð íslendinga.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.