Dagblaðið Vísir - DV - 21.10.1995, Qupperneq 37
I>"V LAUGARDAGUR 21. OKTÖBER 1995
ibridge
Þröstur stendur vel að
vígi á haustmóti TR
Alþjóðlegu meistaramir Þröstur
Þórhailsson og Sævar Bjamason,
stigahæstu menn á haustmóti Taflfé-
lags Reykjavíkur, tefldu innbyrðis í
sjöttu umferð. Ljóst var að uppgjör
þeirra yrði nokkurs konar úrslita-
skák á mótinu því að enginn ógnaði
veldi þeirra á tindinum. Þröstur náði
undirtökunum í skákinni en Sævar
varðist vel og lengstum var útíit fyr-
ir jafntefli. En með harðfylgi tókst
Þresti að knýja fram sigur eftir 47
leiki i hróksendatafli og þar með var
hann orðinn langefstur.
Staðan eftir átta umferðir var sú,
að Þröstur hafði 7 vinninga en Sævar
kom næstur með 5,5 v. Níunda og
tíunda umferð hafa verið tefldar er
þetta birtist en ellefta og síðasta
umferð fer fram nk. miðvikudags-
kvöld og hefst kl. 19.30 í skákheimil-
inu í Faxafeni.
Keppendur á haustmótinu eru alls
106 að unglingaflokki meðtöldum.
Keppni þar er lokiö með sigri Berg-
steins Einarssonar sem þar með er
unglingameistari Taflfélags Reykja-
víkur 1995. Hann vann allar sjö skák-
ir sínar en Þórir Júlíusson kom
næstur með 6 v. og Siguröur Páll
Steindórsson hreppti 3. sæti með 4,5
v. - hærri á stigum en Ingibjörg Edda
Birgisdóttir sem fékk jafnmarga
vinninga.
í A, B, C og D-flokki á aðalmótinu
er teflt í 12 manna riðlum en í E-
flokki eru 36 keppendur og tefla eftir
Monrad-kerfi. I B-flokki voru Páll
Agnar Þórarinsson og Ólafur B.
Þórsson með 5,5 v. af 8 mögulegum
en Bragi Þorfmnsson hafði 4,5 v. að
loknum sjö skákum. Jóhann H.
Ragnarsson var efstur í C-flokki með
6 v. og í E-flokki voru Sigurður Páll
Steindórsson og Þórir Benediktsson
efstir með 6,5 v. af 8 mögulegum.
Tveir keppendur í A-flokki hafa
hætt keppni, annar vegna veikinda
en hinn af ókunnum ástæðum. Það
er ákaflega bagalegt ef menn hætta
keppni í mótum þar sem ætlunin er
að allir tefli yið alla en gerir minna
til í opnu mótunum. Áhorfendur sem
ætluðu að fylgjast með keppni efstu
manna sl. sunnudag komu t.a.m. að
tómum kofanum því að mótherjar
þeirra Sævars og Þrastar létu ekki
sjá sig!
Hvítt: Þröstur Þórhallsson
Svart: Kristján Eðvarðsson
Frönsk vörn.
1. e4 e6 2. d4 d5 3. Rc3 Bb4 4. Re2
dxe4 5. a3 Bxc3+ 6. Rxc3 Rc6 7. Bb5
Re7 8. Rxe4 Dd5
Svartur fer á peðaveiðar en trúlega
er 8. - 0-0 betra.
9. Dd3 f5 10. Rg3 0-0
Ef 10. - Dxg2 11. Bf4 og hvítur á
betra tafl.
11. Re2!? Dxg2 12. Hgl De4 13. Dg3
Hf7 14. Bd3 Dd5 15. Bf4 Rg6
Til greina kemur 15. - Rxd4!? 16.
Rxd4 Dxd4 með hugmyndinni að
svara 17. Be5 með 17. - Dg4. En hvít-
ur getur haldið frumkvæðinu meö
17. 0-0-0.
16. 0-0-0 Rxd4 17. Rxd4 Dxd4
Ekki gengur 17..- Rxf4 18. Dxf4 e5
19. De3! og nú 19. - exd4 20. De8 +
Hf8 21. Hxg7 +! Kxg7 22. Hgl + o.s.frv.
eða 19. - Dxd4 20. Dxd4 exd4 21. Bc4
c5 22. c3! með sigurvænlegu tafli.
_18. Bxc7 Dc5?!
Til greina kemur 18. - Df6!? en hvít-
ur á gott spil fyrir peðið.
19. Bd6 Dc6 20. h4 Bd7 21. h5 Rf8
22. Be5 g6 23. Bc3 He8?
Afleikur í erfiðri stöðu en 23. - Dd5
má svara með 24. hxg6 Rxg6 25. Hhl
He7 26. BfB og ef 26. - Hf7 27. Dxg6+
hxg6 28. Hh8 mát.
24. De5
- Og svartur gaf.
Hvítt: Bragi Þorflnnsson
Kjartan Á. Maack
Pirc-vörn.
1. e4 d6 2. d4 Rf6 3. Rc3 g6 4. f3 Bg7
5. Be3 0-0?
Umsjón
Jón L. Árnason
Býsna algeng mistök. Hvítur hefur
stillt hði sínu upp með kóngssókn í
huga en svartur kærir sig kollóttan
ogiinnur kóng sínum „skjól“ á miðju
átakasvæðinu.
6. Dd2 c6 7. 0-0-0 Dc7 8. g4 e5 9. h4 b5
10. h5 a5 11. Dh2
Hér og í leikjunum á undan var
sterkt að losa sig við mikilvægasta
vamarmanninn með Be3-h6.
11. - He8 12. Kbl a4 13. Rce2 Rbd7 14.
Rg3 Rf8 15. Rle2 b4 16. Rcl R6d7 17.
hxg6 hxg6 18. Bh Re6 19. Bxg7 Kxg7
20. Rf5+! Kf8
Ekki gengur 20. - gxf5 vegna 21.
Dh6 + og mát blasir við í næsta leik.
21. Dh4 + Rg5 22. dxe5 dxe5 23. Hd6+
-Og nú gafst svartur upp, því að
hann vildi ekki leyfa 23. - He6 24. Dh8
mát! . *
Heimsmeistaramótið í Peking 1995:
Kanada og Bandaríkin
berjast um Bermúdaská I ina
Kanada og Bandaríkin sigruðu
bæði í undanúrslitum heimsmeist-
aramótsins í Peking með nokkrum
yfirburðum og þegar þetta birtist
mun .ljóst vera hvort landið hýsir
Bermúdaskálina næstu tvö árin.
í kvennaflokki bítast hins vegar
sveitir Þýskalands og Bandaríkjanna
um heimsmeistaratitilinn.
Leiðin í undanúrslitin var hins
vegar erfiö fyrir Bandaríkjamennina
en þeim tókst að komast upp fyrir
andstæðinga sina, Indónesíumenn, í
síðustu lotunni. Frakkar, sem voru
andstæðingar Bandaríkjamanna í
undanúrslitunum, unnu hins vegar
Kínverja í síðasta spih leiksins og
skildu aöeins 3 impar löndin að.
Kanada gersigraði hins vegar Suö-
ur-Afríku meðan Svíar unnu góðan
sigur á heimsmeisturum Hohend-
inga. Kanadamenn voru hins vegar
í engum vandræðum með Svíana
sem hafa lengi reynt að komast í
baráttu um Bermúdaskálina.
Það voru því Kanada og Bandarík-
in sem hófu einvígi um Bermúdaská-
hna sl. miðvikudag. Flestir munu
hallast að sigri þeirra síðamefndu
því þeir tefla fram 4 fyrrverandi
heimsmeisturum og þar á meðal
stigahæsta bridgemeistara heimsins,
Bob Hamman. Aðrir í bandarísku
sveitinni em Bobby Wolff, Eric
Rodweh, JeffMeckstroth, Dick Free-
mann og Nick Nikkel sem er útgerö-
armaður sveitarinnar. í höi Kanada-
manna eru Mittelman og Gittelman,
Baran og Molson, sem ahir hafa spil-
að á Bridgehátíð í Reykjavík, ásamt
Kokish og Silver sem em minna
þekktir af okkur.
Umsjón
Stefán Guðjohnsen
Við skulum skoða eitt skemmtilegt
spil frá undanúrshtunum mihi
Kanada og Svía. Ef th vUl sýnir þaö
lánleysi Svía í hnotskurn.
N/A-V
♦ 92
V ÁD76
♦ KG
+ ÁD754
* -
V 842
♦ D10953
+ KG986
♦ Á1076
f 1053
♦ Á862
4« 32
¥ KG9
♦ 74
Norður Austur Suöur Vestur
lgrand pass pass 2spaðar
31auf dobl pass 4 spaðar
pass pass dobl Allir pass
í opna salnum sátu Molson og Baran
n-s, en Svíamir Morath og Bjerreg-
ard a-v. Bjerregard strögglaði á
tveimur spöðum og Molson ákvað að
segja þijú lauf. Þegar Morath doblaði
voru Kanadamennirnir komnir í
vandræði. En Bjerregard stökk Ulu
heUU í íjóra spaða sem Baran var
ánægður að dobla.
Molson hitti á besta útspihð þegar
hann valdi tígulkóng og meiri tígul.
Baran skipti síöan í hjartatíu og
Molson tók á drottningu og síðan
háða ásana. Nú spUaði hann þriðja
hjartanu og Bjerregard var inni á
kónginn. Hann spilaði spaöagosa,
Baran drap með ás og spUaði tígh.
Bjerregard trompaði með áttunni og
Molson fékk á níuna. Spaðatían var
síðan áttundi slagur vamarinnar og
n-s höfðu krækt sér í 1400.
Á hinu borðinu spUaði Kokish 2
spaða doblaða og fékk sex slagi. Það
vom því aðeins 500 upp í tjónið og
Kanada græddi 14 impa á spilinu.
Vanefndauppboð
Vegna vanefnda fyrri uppboðskaupanda fer fram vanefndauppboð á hluta
í Bræðraborgarstíg 5, 01 -01, þingl. eign Þóreyjar Brynju Jónsdóttur, á eign-
inni sjálfri miðvikudaginn 25. október 1995 kl. 11.00 eftir kröfu Lífeyris-
sjóðs verslunarmanna og Ólafs Pálssonar, Heiðarlundi 20, Garðabæ.
SÝSLUMAÐURINN i REYKJAVÍK
Borgarskipulag Reykjavíkur
Borgartúni 3 • 105 Reykjavík ■ Sími 563 2340 • Myndsendir 562 3219
Deiliskipulag a og b hluta Borgahverfis
Skipulag og skilmálar fyrir íbúðabyggð a og b hiuta Borga-
hverfis í Grafarholti verða til kynningar á Borgarskipulagi
Reykjavíkur, Borgartúni 3, 1. hæð, frá kl. 8.30 til 16.15
alla virka daga frá 23. október til 20. nóvember 1995.
UPPB0Ð Framhald uppboðs á eftirtöldum eignum verður háð á þeim sjálf- um sem hér segir: Hrauntunga 28, Hafiiarfirði, þingl. eig. Aðalsteinn B. ísaksson, gerðar- beiðendur Bæjarsjóður Hafnaríjarðar, Húsnæðisstofhun ríkisins, Lsj. Hlífar og Framt. og Sparisjóður Hafnarfjarð- ar, 27. október 1995 kl. 11.30. Hvammabraut 10, 0401, Hafharfirði, þingl. eig. Húsnæðisnefiid Hafnar- fjarðar, gerðarbeiðandi Húsnæðis- stofnun ríkisins, 27. október 1995 kl. 14.30.
Hjallahraun 4, 0103, Hafharfirði, þingl. eig. Óríent hf., Reykjavík, gerð- arbeiðendur Lsj. lækna, tollstjórinn í Reykiavík, íslandsbanki hf. 526 og þrb. Óss hf., 27. október 1995 kl. 11.00.
Suðurbraut 24, 0201, Hafharfirði, þingl. eig. Ema Svavai-sdóttir, gerðar- beiðendur Bæjarsjóður Hafnarfjarðar, og Húsnæðisstofhun ríkisins, 27. okt- óber 1995 kl. 15.00.
Hlíðarbyggð 28,0101, Garðabæ, þingl. eig. Húsnæðisstofiiun ríkisins, gerðar- beiðandi Gjaldheimtan í Garðabæ, 27. október 1995 kl. 13.30.
SÝSLUMAÐURINN í HAFNARFIRÐI
UPPB0Ð Framhaid uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim sjálf- um sem hér segir: Klukkurimi 85, hluti, þingl. eig. Jóna Matthildur Jónsdóttir, gerðarbeið- endur Byggingarsjóður verkamanna, Gjaldheimtan í Reykjavík, Lands- banki íslands og tollstjórinn í Reykja- vík, fimmtudaginn 26. október 1995 kl. 15.00.
Fellsás 4, Mosfellsbæ, þingl. eig. Öm Lárusson og Helga Fanney Ásgeirs- dóttir, gerðarbeiðendur Byggingar- sjóður ríkisins, húsbréfadeild, Jón Snorrason, Steypustöðin hf. og toll- stjórinn í Reykjavík, miðvikudaginn 25. október 1995 kl. 10.30.
NönnufeU 1, hluti í íbúð á 2. hæð t.h., merkt 0203, þingl. eig. Róbert Jóns- son, gerðarbeiðandi Tryggingamið- stöðin hf., miðvikudaginn 25. október 1995 kl. 16.30.
Reykás 49, íbúð 0102, þingl. eig. Aðal- heiður B. Björgvinsdóttir og Valþór Valentínusson, gerðarbeiðandi Leifur Gíslason, fimmtudaginn 26. október 1995 kl. 16.30.
Garðhús 55, 1. og 2. hæð og nyrðri bílskúr, þingl. eig. Helgi Snorrason og Þóra Sigurþórsdóttir, gerðarbeið- andi Hraðfrystihús Eskifjarðar hf., fimmtudaginn 26. október 1995 kl. 14.30.
Stangarholt 10, eignarhl. 50%, þingl. eig. Sigurlaug Larusdóttir, gerðar- beiðandi Byggingarsjóður nkisins, miðvikudaginn 25. október 1995 kl. 15.00.
Gerðhamrar 17, hluti, þingl. eig. Jón Pálmi Pálmason, gerðarbeiðendur Byggingarsjóður ríkisins, húsbréfa- deild, og Þórdís Guðmundsdóttir, fimmtudaginn 26. október 1995 kl. 15.30.
SÝSLUMAÐURINN í REYKJAVÍK