Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.1995, Page 12

Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.1995, Page 12
12 Spurningin MÁNUDAGUR 27. NÓVEMBER 1995 Fylgist þú með fréttum? Þorbjörg Sæmundsdóttir nemi: Já, svona eins og ég get. Heiða Björg Pálmadóttir nemi: Sturidum. Fjóla Jónsdóttir nemi: Já, stund- um, það fer eftir því hvað er í frétt- um. Anna Ellen Georgsdóttir nemi: Já, ég fylgist með þeim. Margrét Lára Eðvarðsdóttir nemi: Já. Sverrir Jan Norðfjörð nemi: Já, alltaf. Lesendur Fiskveiðilögsögur til skiptanna ivalbarði Noregur) figkverndunarsvæöi Norömanna / Bjarnarey / v (Noregur) / ISLAND BRETLAND Magnús Sigurðsson skrifar: Mitt í ógöngunum um fiskveiði- málin og útskúfun okkar af Norð- mönnum og Rússum í þeim efnum hefur einn ráðherra okkar skyndi- lega reifað nýja hugmynd. Ekki sjávarútvegsráðherra heldur utan- ríkisráðherrann. Hugmyndin er um eins konar „tryggingakerfi" fisk- veiðiþjóðanna í norðurhöfum. Kerf- ið felst i því að fiskveiðilögsögum þessara þjóða verði bara skipt upp með tilliti til þorskveiða. Þannig að þegar lítið er um fisk í okkar fisk- veiðilögsögu, eins og nú, þá veiðum við í fiskveiðilögsögu Norðmanna og Rússa og svo þeir.í okkar þegar lítið er um þorsk hjá þeim. Einfaldara getur þetta ekki orðið! Hvers vegna datt engum þessi lausn í hug? Pottþétt hugmynd? Hvað með hina ráðherrana, hefur enginn þeirra neina hugmynd af svipaðri tegund í sínum málaflokki? Það er rétt hjá utanríkisráðherra, við íslendingar höfum verið að veiða þetta langt frá heimamiðum, eins og t.d. í Smugunni, einmitt vegna þess að kvótinn er lítill á Is- landsmiðum. Annars dytti það eng- um í hug. En hvemig var það nú endur fyr-- ir löngu - eða var það bara fyrir nokkrum mánuðum? Voru þá ekki allir stjórnmálamenn að sverja eiða um að aldrei myndi erlendum fiski- skipum hleypt inn í íslenska fisk- veiðilögsögu? Jæja, það er nú Svalbaröi Hopen Novaja Zemlja RUSS- LAND NOREGUR Jan Mayen (Noregur) Héimiltí: Sjómælingar Islaþds Við í þeirra og þeir í okkar lögsögu? Og málið leyst. kannski ekki sanngjarnt af mér að v.era að vitna í þá sálma. Og ætla því ekki að gera. Vandamálið er hins vegar aðeins eitt, segir ráðherra: Skortur á trausti milli aðila, og sú hætta að við séum ekki taldir trúverðugir í norskri og rússneskri landhelgi - og þá þeir ekki í okkar! Skyldi ein- hvem undra? Er þá ekki bara að drífa í að byggja upp traustið með fleiri fundum, fleiri ráðstefnum og sendinefndum. Nógu fjölmennum, gleymum því ekki. Hlutlaus forseti, ekki skoðanalaus Friðjón skrifar: í DV 22. nóv. sl. skrifar Kristinn um forsetaembættið og vill hrekja skoðanir í lesendabréfi mínu frá miðvikudeginum 15. þ.m. undir fyr- irsögninni „Enginn úr stjórnmálun- um á Bessastaði". Það sem ég sagði þar kom fram í fyrirsögninni, svo einfalt var það. Ég sagði aldrei í mínu bréfi að ég vildi útiloka frá forsetaembættinu fólk sem einhvern tíma hefði verið kosið til að gegna ábyrgðarstöðum, eins og Kristinn heldur fram í DV 22. nóvember. Og það eru vissulega margir sem slík- um stöðum hafa gegnt og eru full- færir um að takast á við embætti forseta - aðrir en stjórnmálamenn. Sem betur fer. Ég stend þó enn með þá skoðun mína að hugsanlegir frambjóðendur til forsetaembætíis eigi að vera hlut- lausir og á ég þá við hiutleysi gagn- vart stjórnmálum (þótt þeir hafi auðvitað kosiö „sinn flokk“ eins og gengur og gerist). En að þeir komi beint úr stjómmálunum, t.d. sem þingmenn eða sem þekktir eða áber- andi stuðningsmenn einhvers sér- staks stjórnmálaflokks, það tel ég af og frá. Annað hvort verður embætti forseta Islands áfram hlutlaust emb- ætti eða það má leggja niður og spara þá verulegt fé á fjárlögum. Þjóðin láti sér nægja forsætisráð- herra eins og sums staðar er raunin. Kristinn segir I sínu bréfi að kjós- endur þekki skoðanir stjórnmála- Dempum næturlífið í miðborginni Guðmundur Jónsson skrifar: Mikið er rætt og ritað um ung- linga og vandamál miðbæjar Reykjavíkur. Það virðist í hámarki á tímabilinu frá kl. 1 eftir miðnætti og til kl. 6 að morgni um helgar. Nokkrir unglingar voru spurðir í Sjónvarpinu hvað þeim fyndist um breytingu á hinum svonefnda vín- aldri fólks. Svarið var að þeim fannst það ekki réttlátt því flestir unglingar væru orðnir „alkar“ 16 ára! Hver ber ábyrgðina, spyr mað-' [LlgliIMft/ofiiisfa allan sólarhringjjn^ sima 5000 kl. 14 og 16 ur sjálfan sig. Er það ekki full- orðna fólkið? Hverjir aðrir? Ég stunda atvinnu mína í mið- bænum um helgar og sé ýmislegt. Þaö er ekki óalgengt að krakkar, alveg niður í 12, 13 ára, séu þarna blindfuilir eða undir annarlegum áhrifum einhverra vimuefna, ósjálfbjarga og oft hirtir af ein- hverjum hrægömmum sem eru að leita að „bráð“. Og þeir sem eldri eru virðast algjörlega ruglaður lýður, brjótandi glös og ölflöskur beint í götuna, slítandi upp hríslur eða blóm, lemjandi bílrúður, brjót- andi bílþurrkur og síðan logandi slagsmál sem stundum enda með því að kuti er dreginn úr slíðri. Ég hef víða farið um Evrópu og hvergi séð annað eins og hér í mið- borg Reykjavíkur um helgar. Víðast hvar erlendis er almennum dans- húsum og skemmtistöðum lokað á miðnætti eða kl. eitt. Þá taka við næturklúbbar eða pöbbar og aldurs- mark þá hækkað á viðskiptavinum. Ég var staddur um helgi í Ham- borg og ætlaði á skemmtistað. Klukkan var um 1 eftir miðnætti. Allt virtist lokað nema næturklúbb- manna og verk þeirra en kjósendur þekki ekki skctðanir allra hinna sem tilnefndir verða sem forsetaefni; þeirra sem engan vilja styggja og vilji vera vinir allra (a.m.k. fram yfir kosningar). En þekkja menn eitthvað frekar skoðanir stjórnmála- manna? Ég veit ekki betur en þeir komi sér hjá að svara hverri spurn- ingu sem að þeim er beint. Og verk þeirra eru nú ekki glæsileg heldur. Þeir standast því ekki prófið til for- setaembættis eins og það hefur ver- ið skilgreint hér til þessa. Forsætis- ráðherra er hins vegar vaidameira embætti og það getur verið það áfram - án nokkurs forsetaembætt- Er of rúmt um skemmtanalífið í miðbæ Reykjavíkur? ar. Það vakti furðu mína að varla sást maður á ferli á götu úti aðrir en þeir sem voru að koma frá járn- brautarlestum. - Mín uppástunga er að venjuleg danshús hér verði opin til kl. eitt virka daga og til tvö um helgar. Þá taki við næturklúbbar og hafi opið til kl. 4 að morgni. Vínaid- ur hækki í 20 ár svo og ökuréttindi. Og lokum fyrir allar nætur- klúbbasamkomur í miðborginni um helgar. Þingbundin konungs- stjórn? Guðmundur Pálsson skrifar: Það er löngu staðfest að við ís- lendingar erum síður en svo frá- bitnir kóngaveldi og öUu er því tenngist. Að ekki sé nú talað um skemmtilegheitin í einkalífmu og hliðarsporum þess. Er nokkuð fráleitt að efna til skoðanakönn- unar um það hvort þjóðin kýs ekki hreinlega að fá hér þing- bundna konungsstjórn á ný. Og er nokkur fráleitt að danska parið, Jóakim og Alexandra, slái til og verði fyrst til að gegna end- urreistu konungsembætti á ís- landi. Vonandi ekki verkföll Verkamaður skrifar: Ég held ég tali fyrir munn aU- flestra verkamanna í landinu (að frátöldum þeim sem kannski er alveg sama um afkomu sína) þeg; ar ég skora á ríkisvaldið og ASÍ að ná sáttum um að greiða þeim lægst launuðu í þjóðfélaginu nokkra uppbót fyrir það tap sem þeir hafa mátt þola eftir að aðrir fengu mun hærri launahækkun. Vonandi verða ekki verkfóll, það yrði hörmuleg uppákoma. Markaðsfull- trúi Hrafns? Gunnar Guðjónsson skrifar: Uppistandið út af lestri Hrafns Gunnlaugssonar í útvarpið á sög- unni um Madame, skáldið og eig- inkonu þess er að verða eitt helsta umræðuefhið hér. Ekki þarf nú meira tU. En ég er farinn að halda að Guðrún Pétursdóttir, sú er mestan hávaðann gerði út af sögulestrinum, sé kannski bara markaðsfulltrúi Hrafns. Annað eins er nú braUað í við- skipta- og markaðsheiminum! Þetta var aUa vega snjöU hug- mynd hjá Hrafni, eða hans ráð- gjafa, að lesa þessa sögu núna og fá þetta uppistand. Bókin hans seldist upp og fæst nú hvergi. Hann má vel við una. Mörg forseta- efni afar sár Helga Kristjánsdóttir hringdi: Ég hef orðið vör við sárindi frá fólki, sem hefur hugsað sér að styðja ákveðna aðUa til for- setaframboðs, vegna lesenda- bréfs sem birtist í DV 23. nóv. sl. í bréfi þessu var hvatt tU að for- setaefni, sem nefnd hafa verið tU sögunnar, segðu af eða á um framboð. Auk þess birtust mynd- ir af 10 persónum sem hafa verið nefnd til sögunnar. En þetta er bara hluti af þeim sem nefndir hafa verið og eru hinir því afar sárir yfir að hafa ekki verið teknir með í myndina. Sannleik- urinn er þó sá að mörg nöfn eiga enn eftir að koma fram. Og þau þarf að fara að birta sem fyrst, til glöggvunar fyrir kjósendur. Dagblöðin okkará Selfossi Regína Thorarensen skrifar: Mikið lifandi skelfing eru áskrifendur DV ánægðir að fá blaöið sitt á mánudagsmorgnum. Eina blaðið sem kemur út á mánudögum, og jafnframt yngsta blaðiö. Úr því ég er farin að ræða um dagblöðin þá vil ég segja ykk- ur, kæru lesendur, hvenær ég fæ blöðin. - Tíminn kemur kl. 6 á morgnana, Mogginn kl. 7.30 til 8. Alþýðublaðið kemur í póstinum kl. 10 og DV kemur með rútunni kl. 13 hingað.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.