Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.1995, Page 16

Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.1995, Page 16
16 MÁNUDAGUR 27. NÓVEMBER 1995 Jónas Þórhallsson, varaformaður knattspyrnudeildar Grindavíkur, Baidur Hjaltason, framkvæn.darstjóri Lýsis hf. og Svavar Sigurðsson formaður deildarinnar ásamt Ragnari Reykás í fullum skrúða. Lifrin styrkir fótboltann Ægir Már Kárason, DV, Suðurnesjum: „Samskipti okkar við deildina hafa alltaf verið mjög traust sem hefur leitt til öflugri lifrasöfnunar á svæðinu. Við sjáum aukin árangur miðað við í fyrra og erum mjög ánægðir með samstarfið. Það geng- ur vel og vonumst við til að eiga eins gott samstarf um ókomna fram- tíð,“ sagði Baldur Hjaltason, fram- kvæmdarstjóri Lýsis hf en fyrirtæk- ið hélt mikið hóf í Grindavík í til- efni af 10 ára samstarfi við knatt- spyrnudeildina í Grindavík. Baldur segir að Grindavík hafi um áratuga skeið verið ein helsta hráefnisuppspretta Lýsis hf en fyrir- tækið var stofnað árið 1938 og hefur alla tíð síðan framleitt og markað- sett lýsi og afurðir unnar úr því. Samstarfíð gengur útá það að knatt- pyrnudeildin hefur beinan fjárhags- legan ávinning af því að stuðla að aukinni lifrasöfnun á svæðinu. Þeir fá fasta greiðslu en fá ákveðna auka- greiðslu ef magnið fer yfir ákveðið lágmark. Þetta samstarf ásamt stuðningi atvinnulífsins í Grindavík hefur verið deildinni uppspretta kröftugrar uppbyggingar og vel- gengi undanfarin ár. Að sögn Baldurs hafa skips- verjamir á Oddgeiri í Grindavik safnað lifrinni saman og stofnað lifrasjóð sem þeir notuðu siðan til að fara í frí til Majorka. Hann segir þetta ein leiö ef útgerðin sé sam- mála því að upphæðin renni til skipsverja. Samt fær deildin í Grindavík ávallt sitt fyrir. „Þessi samningur er mjög hvetj- andi. Það er þjóðþrifamál að lifrinni sé hirt og nýtt. Kvótinn minnkar og þá skiptir miklu máli að koma með allan aflann að landi. Þetta eru mik- il verðmæti. Við munum hafa tal á þeim sem hafa hent lifrinni í sjóinn og reyna fá þá til að koma með hana að landi,” sagði Svavar Sigurðs- son,formaður knattspyrnudeildar Grindavikur. Það byrja allir frá grunni - segir Harpa Pálsdóttir danskennari Ægir Már Kárason, DV, Suðurnesjum: „Það er aldrei of seint að byrja að dansa og það byrja allir frá grunni," sagði Harpa Pálsdóttir, danskennari og umsjónamaður dansskóla Heiðars Ástvaldssonar í Grindavik. Harpa hefur starfað við skólann í 23 ár og ferðast um landið og kennt. Hún byrjaði að dansa þegar hún varð íjög- urra ára og hefur dansað síðan eða í 36 ár. Harpa fluttist til Grindavíkur fyr- ir 11 árum og hefur séð síðan um danskennslu fyrir skólann á Suður- nesjum síðan. í Grindavík stunda rúmlega 40 börn dans við skólann í ár. Hún segir að margir góðir dans- arar séu í Grindavík og þrjú pör hafa tekið þátt í íslandsmeistarakeppni. Þau hafa staðið sig mjög vel og kom- ist á verðlaunapall oftar en einu sinni. Harpa segir að einnig séu um hjónahópa sem láta sjá sig. Oft séu eiginmennirnir útá sjó og sé stund- um erfitt þess vegna fyrir suma en viljinn er fyrir hendi hjá þessu fólki. „Fólk fær heilmikið út úr því að stunda dans, bæði andlega sem lík- amlega. Þá er vísindalega rannsakað að börn sem stunda dans gengur bet- ur í skóla og það geta kennarar stað- fest.-Þá sé mjög gott fyrir þá sem eru í boltaíþróttum að stunda dans,” seg- ir Harpa. Harpa Pálsdóttir danskennari með tvo stórefnilega og góða dansara, Eyþór Atla Einarsson og Auði Haraldsdóttur en þau eru 12 ára. J3V Miklu skemmtilegra og allt svo jákvætt við að vinna saman Ægir Már Kárason, DV, Suðurnesjum: „Allur undirbúningur svo mikið auðveldari þegar ég hef hana mér við hlið,“ segir Siguróli Geirsson, skóla- stjóri Tónlistarskóla Grindavíkur, sem er einnig stjómandi bamakórs- ins um konu sína, Vilborgu Sigur- jónsdóttur, sem hefur starfað og stjómað barnakórnum með manni sínum síðan 1992. „Við skemmtum okkur alveg kon- unglega saman. Þegar okkur dettur eitthvað í hug og finnum eitthvað nýtt við vinnuna þá leysum við mál- in í sameiningu," segir Vilborg sem byrjaði að syngja í barnakór þegar hún var 9 ára og má segja að hún hafi verið sísyngjandi síðan. Hún syngur með kirkjukórnum og segir Vilborg að ekki sé hægt að lifa án þess að syngja. Barnakór Grindavíkurkirkju var stofnaður 1990 og eru 27 börn í kóm- um. Þau hafa stundað æfmgar í kirkjunni fyrir aóventutónleika. Kór- inn sem þykir góður hefur m.a. sung- ið með Sinfóníuhljómsveitinni. Kór- inn syngur við flestar athafnir og stefna á að fara í vinabæjarheimsókn til Danmerkur næsta vor. Siguróli hefur verið skólastjóri síðan 1990 og er organisti kirkjunn- ar. Hann þekkja flestallir á Suður- nesjum enda búinn að vera í tónlist- inni síðan 1960. Hann segir að á imd- anfórnum árum hafi verið mikil upp- bygging í tónlistarmálum í Grinda- vík og mikil aðsókn í skólann. Alls stunda rúmlega 80 nemendur nám við skólann og eru margir krakkar komnir vel á veg í sínu fagi. Sigruóli segir að það sé mjög þroskandi og gott að sækja tónlistarnám. Hjónin Vilborg Sigurjónsdóttir og Siguróli Geirsson gera það gott í tónlist- armálum í Grindavík. DV-mynd Ægir Már. Krakkarnir reyna að tala við túristana Ægir Már Kárason, DV, Suðurnesjum: „Útlendu ferðamennimir taka myndir af krökkunum og þau reyna að tala við þá og veifa síðan til þeirra þegar rúturnar hverfa héðan. Þessi staður heillar fólk alveg ótrú- lega,“ segja þær Lydía Jónsdóttir og Álfhildur Jónsdóttir sem reka sam- an dagmæðraheimili í gömlu kirkj- unni í Grindavík sem hefur heillað marga erlendra ferðamenn sem hafa átt leið um Grindavík. Að sögn þeirra hafa túristarnir sem eru bú- settir víðsvegar um heiminn sent myndir, kort og bréf til þeirra. Dagmæðurnar gera mikiö af því að hleypa fólki inn til að skoða gömlu kirkjuna. Aðsóknin hefur orðið svo mikill að þau ákváðu að vera með minjagrip af staðnum, - myndir af kirkjunni prentaða á könnu sem seld er á kostnaðarverði. Kirkjan, sem er i eigu Grindavík- urbæja,r var reist 1909 og þjónaði Grindvíkingum til 1982. Árið 1988 var henni breytt í barnaheimili. Lydía og Álfhildur byrjuðu í sept- ember að reka heimilið en höfðu unnið þar áður. Alls eru 15 börn frá 6 mánaða til 6 ára á heimilinu. Langir biðlistar eru eftir plássi og ekki skrýtið að foreldrar vilji láta börnin sín vera þar sem margir for- eldrar eiga góðar minningar frá því þegar kirkjan var notuð og mörg þeirra fermdust þar. Á kirkjulóð- inni eru leiktæki sem krakkarnir eru ólmir að leika sér í. „Það eru margir ánægðir með að kirkjan skuli hafa verið nýtt sem heimili. Viðbrögðin eru geysilega góð og jákvæð,” segja dagmæðurnar Álfhildur og Lydía en hún er einmitt ein margra sem fermdist í kirkjunni. Dagmæðurnar sem reka barnaheimili í gömlu kirkjunni í Grindavík, Álfhild- ur Jónsdóttir og Lydía Jónsdóttir eru ánægðar með viðtökurnar. DV-mynd Ægir Már.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.