Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.1995, Qupperneq 27
MÁNUDAGUR 27. NÓVEMBER 1995
39
Samningurinn undirritaður. F.v.: Júlíus Jónsson forstjóri, Finnur Ingóifsson ráðherra, Friðjón Einarsson, Reykjanesbæ, Halldór J. Kristjánsson frá við-
skiptaráðuneytinu og Garðar Ingvarsson frá iðnaðarráðuneytinu. DV-mynd Ægir Már
Átaksverkefni í orkufrekum iðnaði
Ægir Már Kárason, DV, Suöurnesjum:
„Ég hef trú á að árangur náist
því þessi staður hefur upp á svo
margt að bjóða. Ef okkur tekst það
ekki á þessu svæöi meö öllum þeim
landkostum sem hér eru; staðsetn-
ingunni, heita vatninu, kalda vatn-
inu, jarðgufunni - að ná til erlendra
fjárfesta - þá held ég að okkur gæti
reynst það erfitt annars staðar,"
sagði Finnur Ingólfsson iðnaðarráð-
herra á fundi í húsakynnum hita-
veitu Suðumesja í Svartsengi.
Þar var undirritaður samningur
21. nóvember mn átaksverkefni í
orkufrekri iðnaðarstarfsemi sem
samnýtir raforku og iðnaðargufu.
Samstarfsaðilar eru Hitaveita Suð-
umesja, markaðs- og atvinnumála-
skrifstofa Reykjanesbæjar, mark-
aðsskrifstofa iðnaðarráðuneytisins
og Landsvirkjunar og fjárfestinga-
skrifstofa viðskiptaráðuneytis og
útflutningsráðs.
Markmið átaksins er að kynna
fyrir erlendum fyrirtækjum fjárfest-
ingu í iðnaðarstarfsemi á starfs-
svæði hitaveitu Suðumesja. Gefinn
hefúr verið út bæklingur til að
kynna Suðumes. Markaðsráðgjafi
hefur verið ráöinn i USA sem hita-
veitan kostar og nemur upphæðin 3
millj. króna. Átakið stendur í eitt ár
en reiknað er með að 3-5 ár taki að
verkefnið skili einhverju.
„Það er skoðun okkar að tví-
mælalaust sé rétt að taka þátt í
verkefhinu.
Með því að stuðla að aukinni
nýtingu þessara helstu auðlinda
svæðisins getur Hitaveita Suður-
nesja best aukið hagsæld íbúa
svæðisins og landsins í heild um
leið og það tryggir framtíð fýrirtæk-
isins,“ sagði Júlíus Jónsson, for-
stjóri hitaveitu Suðumesja.
___________Fréttir
Bjór tek-
inn í
Bakka-
fossi
Tollgæslan í Reykjavik fann
fyrir helgi 32 kassa af bjór í
Bakkafossi. Einnig fúndust þar
níu flöskur af áfengi og 10 kiló af
skinku. Flestir skipverja áttu í
smyglinu og telst málið upplýst
og afgreitt með greiöslu tolla af
farminum. -GK
BREMSUR!
* Klossar * Borðar
* Diskar * Skálar
RENNUM!
skálar og diska
allar stærðir
Allar álimingar!
ö ÁLÍMINGAR
Síðumúla23-s.5814181
Selmúlamegin
Fæddust engar
stúlkur í 2 áratugi
Guðfinnur Finnbogason, DV, Hólmavík:
Nú á haustdögum hófu 4% íbúa í
Kirkjubólshreppi í Strandasýslu
nám við Háskóla íslands eða tveir af
50 íbúum. Vitaskuld var hér um
pilta að ræða þar sem ekki fæddust
stúlkuböm í sveitinni í tvo áratugi
á milli 1970 og 1990 en á því tímabili
fæddust tæpir tveir tugir svein-
barna.
Kynjahlutfall íbúa í Kirkjubóls-
hreppi hefur um langt skeið verið
íhugunarefni bæði leikra manna og
lærðra innan héraðs sem utan. Um
nokkurra ára skeið leit út fyrir að
kona myndi hvergi ylja rúm karl-
manns í þeirri sveit undir miðja 21.
öldina - sem betur fer þróuðust mál
ekki svo iila. Sama hlutfall íbúanna
og stundar nám við háskóla eða
tveir gegna starfi bcuikastjóra við
virtar lánastofnanir, Búnaðarbank-
ann og Sparisjóð Strandamanna, og
hefur svo veriö í nær tvo áratugi.
Það svarar til að hátt í fjögur þús-
und Reykvíkinga gegndu slíku
starfi.
Innra-Bæjargiliö, Flateyri:
Varnargarðurinn þar
lengdur og stækkaður
Guðmundur Sigurðsson, DV, Flateyri:
„Þessi framkvæmd er ætluð til að
verjast snjóflóðum úr Innra-Bæjar-
gilinu vegna þess sem gerðist á síð-
asta vetri. Þá féll stórt flóð úr gilinu
en talið er að garðurinn, sem var
þar fyrir, hafi beint stærsta hluta
snjóflóðsins frá byggðinni,“ sagði
Kristján J. Jóhannesson, sveitar-
sljóri á Flateyri, í samtali við DV.
Framkvæmdir eru hafnar við
lengingu og hækkun annars snjó-
flóðavarnargarðsins á Flateyri. Fyr-
ir nokkram áram vora gerðir tveir
leiðigarðar til þess að veija byggð-
ina fyrir flóðum úr svokölluðu
Innra- Bæjargili. Það er næsta gil
utan við Skollahvilft sem flóðið féll
úr 26. október sl. Það er Græðir sf. á
Flateyri sem sér um framkvæmdina
fyrir rúmar sex millj. króna eða
75% af kostnaðaráætlun.
„Framkvæmdum við stækkunina
á að vera lokið fyrir 20. desember ef
veður hamlar ekki vinnu,“ sagði
Kristján.
Kjúklingaveröstríðið:
Kaupir einn og færð annan frían
„Við höfum verið ódýrastir og
viljum vera þaö áfram. Við sögð-
umst ætla að gera eitthvað fyrir
okkar viðskiptavini þegar við ætt-
um afmæli og ákváöum að taka ekki
þátt í verðslagnum fram að þessu.
Nú er hins vegar komið að því að
við látum vita af okkur og bjóðum
fólki frían kjúklingabita með hveij-
um bita sem það kaupir,“ sagði
Bjami Þór Þórhallsson hjá Boston-
kjúklingum en hann heldur upp á
eins árs afmæli staðarins mánudag,
þriðjudag og miðvikudag með þessu
tilboði.
„Svona lagað hefur ekki verið
gert áður og ég ætla að enda þess
kjúklingaveislu sem staðið hefur að
undanförnu með þessu,“ segir
Bjami.
Akranesbær:
Hallinn eykst þó tekjur aukist
Daníel Ólafsson, DV, Akranesi:
í nýrri rekstrarspá sem gerð hefur
verið fyrir bæjarsjóð Akraness kemur
fram að áætlað er að bærinn fari 30
millj. króna fram úr fjárhagsáætlun
sem gerð var fyrir þetta ár.
Gísli Gíslason bæjarstjóri sagði á
bæjarstjórnarfundi 14. nóv. að á móti
kæmi að tekjur bæjarsjóðs myndu
aukast. Þær voru um 500 milljónir á
síðasta ári og ekki væri óvarlegt að
áætla að bærinn færi 15-20 milljónir
fram úr fjárhagsáætlun. Þeim tilmæl-
um hefur verið beint til forstöðu-
manna stofnana að þeir haldi sig inn-
an fjárhagsáætlunar.
Gísli sagði jafnfrámt að á næsta ári
yrði að snúa blaðinu við og byrja að
vinna að því að lækka skuldir.
.-to
£
'O
Lausnin
fundin!
Securitas býður öllum
heimiium á íslandi að fá
að láni, án nokkurs
stofnkostnaðac fullkomið
öryggiskerfi. Heimavörn
Securitas er alsjáandi auga
sem hleypir engum óboðnum
gestum inn til þín og er tengt við
stjórnstöð Securitas allan
sólarhringinn, 365 daga á ári.
Tryggðu heímilinu vörn gegn
ínnbrotum og bruna og færðu
fjölskyldunni aukið öryggi
í jólagjöf.
beimavörn
SECURITAS
Sími 533 5000