Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.1995, Síða 38

Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.1995, Síða 38
50 MÁNUDAGUR 27. NÓVEMBER 1995 Afmæli Ómar Ingólfsson Ómar Ingólfsson, framkvæmda- stjóri þjónustusviðs SKÝRR, Hlíð- arbyggð 13, Garðabæ, er fimmtug- ur í dag. Starfsferill Ómar fæddist á Borðeyri við Hrútafjörð en ólst upp í Reýkja- vík. Hann lauk kennaraprófi frá KÍ 1966 og lærði kerfisfræði hjá SKÝRR. Ómar vann hjá Glóbusi hf. 1966- 67, var kennari við barna- skólann að Ljósafossi í Grímsnesi 1967- 73 og hefur starfað hjá SKÝRR frá 1973. Ómar situr í stjórn Verkefna- stjórnunarfélags íslands frá 1989 og er formaður þess, sat í stjórn Taflfélags Garðabæjar 1981-84, hefur setið í stjórn starfsmannafé- lags SKÝRR, í varastjóm Sjálf- stæðisfélags Garðabæjar og er fé- lagi í Rotaryklúbbnum Görðum. Fjölskylda Ómar kvæntist 28.5. 1966 Önnu Margréti Bjömsdóttur, f. 18.4. 1946, d. 26.5. 1986, kennara. For- eldrar hennar em Björn Valdi- marsson, verslunarmaður og Þórey Kristín Guðmundsdóttir. Sonur Ómars og Önnu Margrét- ar er Jón Guðni, f. 2.5.1976, nemi við Ví. Dóttir Ómars og fyrrv. sambýl- iskonu hans, Jennýjar Davíðsdótt- ur, tölvunarfræðings, tölvustjóra DV, er Dagný Fjóla, f. 11.6. 1989. Systkini Ómars eru Jón Guðni Ingólfsson, f. 6.8. 1947, d. 31.7. 1966 og Auður Ingólfsdóttir, f. 3.12. 1952, starfsmaður hjá VÍB, búsett í Reykjavík. Foreldrar Ómars eru Ingólfur Jónsson frá Prestbakka, f. 2.10. 1918, d. 10.3. 1993, kennari og rit- höfundur, og k.h., Margrét Fjóla Guðmundsdóttir, f. 3.12.1923, fyrrv. skólaritari í Reykjavik. Ætt Ingólfur var bróðir kennaranna og rithöfundanna Guðrúnar, Torfa og Eiríks. Ingólfur var son- ur Jóns, prests, kennara, þjóð- skjalavarðar og ættfræðings, bróð- ur Einars, prófasts í Reykholti, föður Guðmundar, fyrrv. forstjóra Skipaútgerðarinnar, og Bjarna, fýrrv. bæjarstjóra á Akureyri. Systir Jóns var Sigurlaug, móðir Ragnars, föður Ómars frétta- manns og Jóns rallökumanns. Jón var sonur Guðna, b. á Óspaks- stöðum, Einarssonar, b. á Valda- steinsstöðum, Guðnasonar. Móðir Jóns prests var Guðrún Jónsdótt- ir, b. i Hvítuhlíð, Jónssonar. Móðir Ingólfs var Guðlaug, systir Óskars, forstöðumanns Lög- gildingastofunnar, sem var hund- rað ára 1991. Guðlaug var dóttir Bjartmars, b. á Neðri-Brunná, Kristjánssonar og Ingibjargar Guðmundsdóttur. Margrét Fjóla er dóttir Guð- mundar, b. og hómópata i Stein- holti í Skagafirði, Gíslasonar, b. í Geitagerði í Skagafirði, Arasonar, b. á Ingveldarstööum, Jónssonar. Móðir Gísla var Sigurlaug Sigurð- ardóttir. Móðir Guðmundar var Sigurlaug Jónsdóttir, af eyfirsk- um ættum, Jónssonar og Lilju Þorsteinsdóttur. Móðir Önnu var Sigríður Helga Gísladóttir, b. í Koti í Vatnsdal, Guðlaugssonar, b. Ómar Ingólfsson. á Marðarnúpi, Guðlaugssonar og Helgu Bjamadóttur frá Melrakka- dal. Móðir Sigríðar Helgu var Guðrún Sigurrós Magnúsdóttir, b. á Bergsstöðum í Miðfirði, Guð- mundssonar og Guðrúnar Þor- steinsdóttur. Ómar verður að heiman. Donald B. Ingólfsson Donald Bruce Jón Ingólfsson, safnvörður við Ljósmyndasafn Reykjavíkurborgar, Háaleitisbraut 101, Reykjavík, er sextugur í dag. Starfsferill Donald fæddist á Bergsstöðum við Kaplaskjólsveg og ólst upp í vesturbænum. Hann lauk gagn- fræðaprófi, stundaði nám við Iðn- skólann í Reykjavík 1957-60 og lærði ljósmyndun hjá Sigurði Guömundssyni. Donald hefur unnið við ljós- myndun frá 1957 og starfað á Ljós- myndasafni Reykjavíkurborgar frá 1990. Donald er félagi í Svifflugfélagi íslands frá 1954. Hann lék með Lúðrasveit Reykjavíkur í sex ár og söng með Samkór Kópavogs i fimm ár. Þá starfaði hann með ungmennafélaginu Breiðabliki á fyrstu árum þess og með skátafé- laginu Kópum í Kópavogi. Fjölskylda Donald kvæntist 28.7. 1962 Sig- urlínu Jóhannesdóttur, f. 29.6. 1942, skrifstofukonu. Hún er dótt- ir Jóhannesar Ólafssonar, verk- stjóra og forstjóra i Reykjavík, og k.h., Ingveldar Valdimarsdóttur húsmóður. Börn Donalds og Sigurlínu eru Ingveldur Jóhanna, f. 17.6. 1963, húsmóðir í Reykjavík, gift Hall- grími Valberg rafvirkjameistara og eru börn þeirra Ingólfur Örn, f. 17.9. 1988, íris Dögg, f. 26.4. 1990, d. s.d., Stella Kristín, f. 10.7. 1991, og Andri Steinar, f. 4.1.1993; Kristín, f. 24.11. 1965, húsmóðir í Reykjavík, gift Guðmundi Hans- syni byggingatæknifræðingi, og eru börn þeirra Rakel Eva, f. 25.8. 1989, og Steinunn Lind, f. 21.12. 1992; Jóhannes Ingibjöm, f. 24.6. 1970, iðnnemi, en sambýliskona hans er Elísabet Eggertsdóttir; Elín María, f. 6.2. 1973, húsmóðir, en maður hennar er Haukur Að- alsteinsson verkamaður og eru synir þeirra Davíð Már, f. 15.2. 1993, og Aron Elvar, f. 8.11. 1994. Systkini Donalds eru Dóra, f. 19.10.1937, húsmóðir í Garðabæ, gift Þorsteini Runólfssyni tré- smíðameistara, og eiga þau tvo syni, Unnar Örn og Stefán Gísla; Rhodalind, f. 13.11. 1942, húsmóðir í Kópavogi, gift Björgvini Har- aldssyni vélsmið, og eru börn þeirra Ingólfur Örn, Margrét Björk og Sævar Þór. Foreldrar Donalds voru Ingólf- ur Öm Pétursson, f. 6.9.1907, d. 7.9. 1984, verslunarstjóri hjá G.J. Donald B. Ingólfsson. Fossberg, og k.h., Margaritte (Rita), f. Mackenzie Peterson, f. 26.10. 1912, d. 23.11. 1983, húsmóð- ir. Gunnar Marel Tryggvason Gunnar Marel Tryggvason vél- stjóri, Vestmannabraut 8, Vest- mannaeyjum, er fimmtugur í dag. Starfsferill Gunnar Marel fæddist í Vest- mannaeyjum og sleit þar barns- skónum. Hann lauk gagnfræða- prófi þar 1962 og vélstjóranámi frá Vélskóla Vestmannaeyja 1969. Gunnar Marel átti vélbátinn Er- ling VED 295 í félagi við Stefán Friðriksson og var vélstjóri og út- gerðarmaður í nokkur ár. Hann var búsettur á Selfossi árin 1973-74 og var þá bílstjóri hjá Kaupfélagi Árnesinga. Hann hefur verið vélstjóri á ýmsum fiskibát- um í Vestmannaeyjum og er nú vélstjóri á mb. Guðrúnu VE 122. Fjölskylda Gunnar Marel kvæntist 27.11. 1966 Huldu Sigurðardóttur frá Til hamingju með afmælið 27. nóvember 80 ára Bogi Gísli ísleifur Einarsson, Digranesvegi 77, Kópavogi. 75 ára Jóhanna K. Helgadóttir, Miklubraut 50, Reykjavík. Garðar P. Þormar, Háaleitisbraut 38, Reykjavík. Matthildur Bjömsdóttir, Flyðmgranda 10, Reykjavík. Jón Einarsson, Miðgarði 3, Neskaupstað. 70 ára Ólafur Elíasson, Hátúni 47, Reykjavík. 60 ára Guðrún Þörvaldsdóttir, Hornbrekkuvegi 14, Ólafsfírði. 50 ára Ólafur Friðfinnsson, Markarvegi 8, Reykjavík. Þórarinn Ragnarsson, Ystaseli 24, Reykjavík. Guðmunda Guðmundsdóttir, Maríubakka 28, Reykjavík. Guðmundur Guðmundsson, Syðra-Lóni II, Þórshöfn. Aðalbjörg Kristjánsdóttir, Stapaseli 15, Reykjavík. Guðlaug Birgisdóttir, Háholti 26, Akranesi. Eigil M.S. Rossen, Hábergi 16, Reykjavík. 40 ára Lakshman Mahadeva Rao, Frakkastíg 6A, Reykjavík. Sigurgeir Jónsson, Dalbraut 3, Dalvík. Valgerður Jakobsdóttir, Melbæ 25, Reykjavík. Helga Þórný Albertsdóttir, Vogabraut 20, Akranesi. Guðmundur Karl Halldórsson, Boðagranda 6, Reykjavík. Auður Búadóttir, Marklandi 14, Reykjavík. Björn Rúnar Guðmundsson, Hofteigi 12, Reykjavík. Sólveig Hjördís Jónsdóttir, Reyrengi 47, Reykjavík. Ómar Bergmann Lámsson, Skólabraut 27, Akranesi. Vatnsdal í Vestmannaeyjum, f. 27.8. 1947, starfsmanni við dvalar- heimilið Hraunbúðir í Vest- mannaeyjum. Foreldrar hennar em Sigurður Högnason, Vatnsdal i Vestmannaeyjum, og Ingibjörg Ólafsdóttir frá Vík i Mýrdal. Þau voru búsett í Vatnsdal í Vest- mannaeyjum. Börn Gunnars og Huldu eru Þorsteinn Gunnarsson, f. 2.8. 1966, fjölmiðlafræðingur og fréttastjóri Vikublaðsins Frétta í Vestmanna- eyjum, kona hans er Rósa Signý Baldursdóttir kennari, þeirra son- ur er Gunnar Þorsteinsson, f. 1.2. 1994; Drífa Gunnarsdóttir, f. 7.3. 1970, nemi við KHÍ, en barn henn- ar og Bergsteins Jónassonar raf- virkja er Jónas Bergsteinsson, f. 11.7. 1993; Tryggvi Gunnarsson, f. 10.2.1974, rafvirki, unnusta hans er Dagbjört Stefánsdóttir nemi, þau búa í Eyjum; Inga Rós Gunn- arsdóttir, f. 11.3. 1986. Bróðir Gunnars er Sigurður Tryggvason, bílstjóri hjá Reykja- víkurborg, f. 29.9. 1937. Kona hans er Ágústa Erla Andrésdóttir. Þau eru búsett í Reykjavík. Foreldrar Gunnars eru Gunn- laugur Tryggvi Gunnarsson, fv. vélstjóri, f. 29.4. 1916, og Oddný Ólafía Sigurðardóttir húsmóðir, f. 15.8. 1916. Gunnar verður að heiman á af- mælisdaginn. Gunnar Marel Tryggvason. Jóhann Arngrímur Jónsson Jóhann Arngrímur Jónsson framkvæmdastjóri, Lauganesvegi 25, Þórshöfn er fertugur í dag. Starfsferill Jóhann fæddist á Þórshöfn og ólst þar upp. Hann lauk prófi frá Samvinnuskólanum á Bifröst 1975. Jóhann hóf störf sem skrifstofu- stjóri hjá Hraðfrystistöð Þórshafn- ar hf. 1976, var ráðinn fram- kvæmdastjóri þar 1978 og hefur gegnt því starfi síðan. Jóhann hefur gegnt ýmsum trúnaðarstörfum innan sjávarút- vegsins og er nú m.a. í stjórn Iceland Seafood Corporation og í útflutningsnefhd. Hann sat tvisvar á þingi fyrir Stefán Baldursson 1990, hefur setið í sveitarstjórn Þórshafnarhrepps frá 1982 og ver- ið oddviti hreppsins frá 1986. Þá hefur hann setið í ýmsum undir- nefndum sveitarfélagsins, m.a. í Hafnarnefnd frá 1978. Fjölskylda Eiginkona Jóhanns er Rósa Daníelsdóttir, f. 9.8.1960, húsmóð- ir. Hún er dóttir Daníels Jónsson- ar, vélstjóra á Þórshöfn, en hann lést 1992, og Dóru Bjarkar Leós- dóttur verslunarmanns. Börn Jóhanns og Rósu eru Guð- ný María Jóhannsdóttir, f. 17.10. 1980; Jón Kristbjörn Jóhannsson, f. 05.07. 1984; Amþór Jóhannsson, f. 27.2. 1988. Bræður Jóhanns eru Rafn Jóns- son, f. 17.11. 1957, vélstjóri, búsett- ur á Þórshöfn; Hreggviður Jóns- son, f. 18.6.1963, rekstrarhagfræð- ingur, búsettur í Reykjavík. Foreldrar Jóhanns eru Jón Kristbjöm Jóhannsson verslunar- stjóri, f. 4.8. 1923, d. 6.3. 1993, og Jóhann Arngrímur Jónsson. Guðný María Jóhannsdóttir verkakona, f. 29.6. 1936, Þórshöfn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.