Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.1995, Page 44

Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.1995, Page 44
FRETTASKOTIÐ SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er notað í DV, greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö í hverri viku greiðast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Viö tökum viö fréttaskotum alian sólarhringinn. 550 5555 MUNIÐ NÝTT SÍMANÚMER MUNIÐ NÝTT SÍMANÚMER Frjálst,óháð dagblað MÁNUDAGUR 27. NÓVEMBER 1995 Fimm manns handtekin eftir grófan þjófnað í Leifsstöð: Oðu inn á öryggissvæði og tóku ferðatöskur og póstpoka - enginn varð þjófanna var og málið upplýstist fyrir tilviljun Fimm manns, fjórir karlmenn og ein kona, voru handtekin í gær eftir að þjófnaður komst upp fyrir tilviljun á tveimur ferðatöskum og tveimur póstpokum af öryggis- svæði í Leifsstöð. Málið er allt hið skrýtnasta þar sem þjófamir fóru inn um bilaða loku á færibandi innritunarborða og inn í geymslu sem á vera algjörlega öruggt svæði. Enginn varð þjófanna var en starfsfólk Flugleiða var ekki komið til vinnu þegar þetta átti sér stað upp úr klukkan fjögur aðfara- nótt sunnudagsins. Samkvæmt heimUdum DV fóru tveir þjófanna inn um hina biluðu loku og tóku með sér tvo póstpoka, annan frá New York og hinn frá Reykjavík, sem áttu að fara með vél tU Lúxemborgar, og tvær ferða- töskur. Þjófunum tókst að rífa upp aUan póst sem í pokunum var og tæta bréf í leit aö peningum en ekki er vitað hversu mikið þeir höfðu upp úr krafsinu. Þó er talið að þeir hafl náð allmiklu fé og fundust m.a. 80 mörk á einum mannanna. Einnig rifu þjófarnir upp aðra ferðatöskuna í Leifsstöð og hirtu aUt fémætt úr henni. Hina töskuna tóku þeir meö sér til Keflavíkur. Annar póstpokinn fannst síðan á víðavangi utan við ilugstöðina en hinn í ruslafotu í Leifsstöð. Bréf og bögglar vora illa farin. Það var hins vegar fyrir kjána- skap þjófanna og glöggskyggni lög- reglumanna að málið komst upp. Lögreglumenn á eftirlitsferð í Keflavík komu að fólkinu þar sem það var að brjóta upp aðra ferða- töskuna. Þegar þeir athuguðu mál- ið kom í ljós að hér var um þjófn- aðarmál að ræða og var þá haft samband við lögregluna í Leifsstöð en þar hafði þá hin taskan fundist skömmu áður. Enginn setti þann fund í samband við þjófnað eða neins konar Ulvirki. Munir úr þeirri tösku fundust hins vegar á einum þjófinum og einnig pening- ar úr bréfum. yið leit fundust póst- pokamir skömmu síðar. Þegar málið var kannað kom í ljós að fólkið hafði ætlað sér úr landi eftir að hafa stolið töskunum og riflð upp póstpokana. Það hélt því til í flugstöðinni þar tU sölu- skrifstofa Flugleiða opnaði en þá óskaði það eftir að kaupa farseðla tU einhvers staðar þar sem ekki væri vegabréfaskylda. Ekkert sem í boði var virtist henta og gengu þjófarnir út úr flugstöðinni með ferðatösku í hendi, eins og hverjir aðrir ferðamenn, og tóku leigubU til Keflavíkur. Að sögn Óskars Þórmundssonar, yfírlögregluþjóns á Keflavíkurflug- veUi, á flugstöðin að vera öryggis- held og það því með ólíkindum að þjófarnir skyldu komast þarna inn. Hugsanlegt er að lokinn að tösku- geymslunni hafi verið bUaður í einhverja daga. „Þetta á ekki að vera hægt,“ sagði Óskar. „Það sem er ömurlegast við þetta er að þama var um póst að ræða og erfitt að átta sig á hvort hann er aUur kom- inn fram.“ Fólkið var í yfirheyrslum hjá rannsóknardeild lögreglunnar í Keflavík í aUan gærdag og fram á kvöld. Fólkið, sem er um tvítugt, hefur áður komið við sögu hjá lög- reglunni. Mál þess verður síðan sent tU viðeigandi yfirvalda. -ELA 36 vetra hestur: Svæfður eftir að hafa dreg- ist á eftir Hnífamál á ísafirði: Málið tekiö fyrir hjá % dómara 0 flutninga- vagni Jón Benediktsson, DV, Hvolsvelli: Sá sorglegi atburður gerðist þeg- ar verið var að fiytja hest úr haga í hesthús á fostudagskvöldið að aftur- lúga hrökk af flutningavagni og einn elsti hestur landsins, 36 vetra, hrasaði með báða afturfætur á göt- una. Hesturinn dróst nokkurra kUó- metra leið með vagninum án þess að ökumaðurinn tæki eftir því fyrr en við bensínsöluskálann á Hvols- veUi. Þar varð að svæfa hestinn. „Hann var ansi skemmdur. Hann hafði dregist eftir kerranni töluvert langan spöl. Kerran stoppaði við bensínstöðina hjá okkur og þar var hann bara í blóði sínu. Hófarnir, sérstaklega annar, voru eiginlega búnir. Við hringdum strax í lögregl- una og dýralækni en það var ekkert hægt að gera við greyið," segir Ottó Eyfjörð, starfsmaður bensínsölu- skálans. -GHS Úrtökumót fyrir heimsmeistaramótið í þolfimi, sem verður í desember, var haldið í Laugardalshöllinni í gærkvöldi. Magnús Scheving sigraði í karlaflokki og var hann reyndar eini keppandinn í þessum flokki. í kvennaflokki sigraði Unnur Pálmadóttir en mjótt var á mununum á milli hennar og Ásdísar Sigurðardóttur sem lenti í öðru sæti. Irma Gunnarsdóttir hafnaði í þriðja sæti. Á myndinni fagna Magnús og Unnur þegar úrslit lágu fyrir. DV-mynd JAK Norðmaður um tvítugt var hand- tekinn aðfaranótt laugardags fyrir utan Sjallann á ísafirði eftir að hann hafði stungið íslending með hnífi í lærið. Til átaka kom fyrir utan skemmtistaðinn milli íslendinga og Norðmanna sem voru í áhöfn norsks togara sem var við bryggju á ísafirði. Ekki var lögreglunni kunnugt um hvers vegna átökin urðu og vildi ekki viðurkenna að um Smugudeilur hefði verið að ræða. Ungi maðurinn sem fékk hnífst- unguna hafði gengið á milli tveggja manna til að stilla til friðar þegar hann fann blóðið leka niður eftir fót- um sér. Kallað var á lögreglu og maðurinn fluttur á sjúkrahús. Meiðsli hans munu ekki vera alvar- leg. Norðmaðurinn fékk að dúsa í fangageymslu til morguns en var síð- an í yfirheyrslum í allan gærdag. Mál hans verður tekið fyrir hjá dóm- ara fyrir hádegi i dag. Togarinn, sem maðurinn er á, átti að leggja úr höfn klukkan sex í gærdag en því hefur verið írestað þar til dómari hefur kveðið upp sinn dóm yfir honum. -ELA Verður nú að senda jólapóstinn til út- landa með skipi! Veðrið á morgun: Smáél við austur- ströndina A morgun verður skýjað suðvestan- og vestanlands en hægviðri eða norðangola í öðrum landshlutum. Smáél verða við austurströndina en skýjað annars staðar. Hiti verður víðast yfir frost- marki, hlýjast á höfuðborg- arsvæðinu. Veðrið í dag er á bls. 52 i i i i i i i i i gi 1-| STmi: 5 886 886 Fax: 5 886 888 Grœnt númer: 800 6 886 i LVTIW alltaf á Miðvikudögum

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.