Dagblaðið Vísir - DV - 15.01.1996, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 15.01.1996, Blaðsíða 4
4 MÁNUDAGUR 15. JANÚAR 1996 Fréttir DV Tíu ár í haust frá leiðtogafundinum í Reykjavík: Gorbatsjov og Shultz koma líklega í afmælið Verulegar líkur eru á því að Reykjavíkurborg og forsætisráðu- neytið standi fyrir dagskrá í Reykja- vík í haust til að minnast þess að þá eru tíu ár liðin frá því að Reykjavík- urfundurinn, sem var upphafið að endalokum kalda stríðsins, var haldinn hér. Stefnt er að því að rík- isstjórn og borgarráð taki ákvörðun um þetta á þriðjudag og verður þá sent boð til Míkhaíls Gorbatsjovs, þáverandi sovétleiðtoga, og George ■Shultz, þáverandi utanríkisráð- herra Bandaríkjanna. Þeir hafa báð- ir tekið jákvætt í að koma en Ron- ald Reagan, fv. forseti Bandaríkj- anna, kemst ekki vegna veikinda. „Það eru öll merki þess að farið verði í dagskrá vegna tíu ára afmæl- isins og nýta það til að koma Reykjavík og íslandi á framfæri og halda við ímyndinni sem varð til þegar fundurinn var haldinn hérna 1986. Tilgangurinn er að minnast þess að endalok kalda stríðsins og hrun Sovétrikjanna byrjuðu hér. Það þarf að skoða aftur á bak hverju fundurinn áorkaði í alþjóðamálum, hvernig staðan er núna og hvernig getum við notað Reykjavík sem vettvang til að ræða framtíðina. Getur Reykjavík ekki orðið fræg á sviði afvopnunar og umhverfismála eins og Ósló er fræg fyrir friðar- verðlaun Nóbels?“ segir Jón Hákon Magnússon, formaður Samtaka um vestræna samvinnu. Dagskrá afmælisins er enn á frumstigi en Jón Hákon segist búast við að haldinn verði fundur og flutt- ir fyrirlestrar. Þá verði dagskrá í Höfða, einum sögufrægasta og þekktasta stað á íslandi. Engin dag- setning hefur verið ákveðin en talað er um að halda upp á afmælið í ágúst eða september þar sem for- setakosningar eru í Bandaríkjunum í nóvember. Stefnt er að því að af- mælið standi í nokkra daga eða jafnvel í lengri tíma. Búast má við að kostnaðurinn við afmælishátíðina nemi milljónum eða milljónatugum króna. Sá kostn- aður leggst þó ekki allur á borgina og ríkið því að stefnt er að því að fá fjármálastofnanir, útflutningsfyrir- tæki og fyrirtæki í ferðaiðnaði til að nýta sér tækifærið. -GHS Línuveiðar: Tjaldur bætti metið Eins og skýrt var frá í DV í haust var sett aflamet í línuveið- um á Tjaldi SH 270 í nóvember síðastliðnum. Þann mánuö aflað- ist á bátinn 330 tonn. í desember var metið svo bætt þegar veiddust 368 tonn á línuna, sem er hreint ótrúlegur afli. Helmingur þessa 668 tonna afla skerðir ekki kvóta því þetta er veitt á línutvöföldun- artímabilinu. -S.dór Ríkisstjórnin og borgaryfirvöld taka ákvörðun um það í næstu viku hvort þess verði minnst í haust að tíu ár eru þá liðin frá því leiðtogafundurinn var haldinn hér á landi. Ronald Reagan, þáverandi Bandaríkjaforseti, kemst ekki til landsins vegna veikinda en Míkhaíl Gorbatsjov, þáverandi Sovétleiðtogi, og George Shultz, þáverandi utanríkisráð- herra Bandaríkjanna, hafa tekið vel í að koma. Hér má sjá þá Reagan og Gorbatsjov á fundi í Höfða. Brotist inn til sofandi fólks - í annað sinn á viku Brotist var inn í einbýlishús við Stekkjarbakka í Reykjavík í annað sinn á einni viku snemma á laugar- dagsmorgun. íbúar hússins sváfu á meðan menn spenntu upp svala- hurð og báru út sjónvarp og mynd- bandstæki, tölvu og ýmislegt fleira. Brotist var inn í þetta sama hús þann 9. þessa mánaðar og þá hurfu hljómflutningstæki. Gísli Pálsson hjá RLR segir fólk oft ekki bregðast við á viðeigandi hátt eftir að það hefur lent í þvi að brotist er inn hjá því. „Menn fara inn einhvers staðar og sjá að þar er eftir einhverju að slægjast. í þessu tilviki hafa þeir einhverra hluta vegna þurft að hverfa af vettvangi í fyrra skiptið en síðan koma þeir bara aftur og taka það sem eftir er. Það kemur ekkert orðið á óvart í þessu og fólk verður að gera hvað það getur til þess að fyrirbyggja að svona hlutir gerist,“ segir Gisli. -sv Dagfari Jafnvægi í byggö landsins Efling hyggðar í landinu hefur löngum verið háleitt markmið í ís- lenskum stjómmálum, og jafnvel löngu eftir að fólk á landsbyggð- inni hætti að hafa áhuga á að binda trúss sitt við átthagana hafa stjómvöld unnið að því sleitulaust að koma í veg fyrir fólksflutninga af landsbyggðinni og varið til þess ómældum milljónum. Til marks um stefnufestu stjórn- valda hefur lengi starfað hér á landi sérstök stofnun, Byggðastofn- un ríkisins, sem gegnir því hlut- verki að halda uppi dulbúnu at- vinnuleysi vítt og breitt um landið og hefur margur góður maðurinn, virðingarverð fyrirtækin og jafnvel heOu byggðarlögin mátt þola þann rausnarskap Byggðastofnunar að dæla peningum í vonlausa fram- leiðslu. Peningastreymið frá Byggðastofnun hefur að sjálfsögðu framlengt í hengingarólinni og aukið skuldasúpuna í fyrirtækja- rekstri, sem aldrei hefur átt sér neina framtíð, með þeim afleiðing- um að krassið hefur jafnan verið meira og átakanlegra, loksins þeg- ar menn hafa ekki einu sinni getað fleytt sér áfram fyrir lánsfé frá Byggðastofnun. Þá hafa eigendur og starfsmenn viðkomandi fyrirtækis loksins get- að lagt upp laupana og flutt en Byggðastofnun snúið sér að öðrum sambærilegum fallkandídötum í nafni byggðastefnunnar, allt í þeim tilgangi að koma í veg fyrir að fólk- ið ráði því sjálft hvar það býr. Svo virðist þó sem fórnarlömbum hafi fækkað og færri og færri eru fúsir til þess að fara á hausinn í nafni byggðastefnunnar. Þetta hefur því miður valdið nokkrum vandræð- um í Byggðastofhun, sem enn hef- ur ómælt fé til ráðstöfunar í sam- ræmi við þá staðföstu ákvörðun landsfeðranna að land skuli allt vera í byggð, hvað sem tautar og raular. Þessi þróun hefur valdið því að Byggðastofnun hefur þurft að taka upp nýja stefnu, enda er ótækt að láta peningana liggja ónotaða þeg- ar nóg er til af þeim. Samkvæmt þessu hefur Byggða- stofnun keypt húseignir undir eig- in starfsemi í þeim byggðarlögum þar sem fólkið vill helst vera, þ.e. í Reykjavík og á Akureyri. Fyrir tveim árum var keypt húseign að Engjateigi 3 í Reykjavík og kaup- verð ákveðið 66,2 millj. kr. Áætlað var að breyta þyrfti húsnæðinu fyrir 19 milljónir króna. í árslok 1995 var bókfærður kostnaður hins vegar orðinn 43 millj. kr. og þannig hafði kaupverð húseignarinnar að Engjateigi hækkað um 157% um- fram áætlanir. Heildarkostnaður nemur sem sagt 115 millj. kr. Á Akureyri varð líka að kaupa húseign, samkvæmt kenningunni um jafnvægi í byggð landsins, og þar var Strandgata 29 keypt fyrir 30,6 millj. kr. Einhverjar endurbæt- ur þurftu sömuleiðis að fara fram á þvl húsi, enda verður Byggðastofn- un að búa með stæl og er nú svo komið að kostnaðarverð Strandgöt- unnar nemur 55 millj. króna. Ástæðulaust þótti að bera þessar fjárfestingar undir stjórn Byggða- stofnunar, enda ekki nema fjórir starfskraftar á skrifstofunni á Ak- ureyri og allt eru þetta smápening- ar í ljósi þeirra umsvifa sem Byggðastofnun gegnir í jafnvægi í byggð landsins. Byggðastofnun verður ekki sök- uð um að liggja á peningunum án þess að nota þá. Og það gefur auga- leið að stofnun sem stendur ein og óstudd í því vanþakkláta verkefhi að þröngva peningum upp á lands- byggðarfólk, til að koma í veg fyrir að það taki sér búsetu þar sem líf- vænlegra er, búi vel að starfsfólki sínu. Það má líka til sanns vegar færa að Byggðastofnun getur varla gegnt hlutverki sínu um jafnvægi í byggð landsins, ef illa er búið að stofnuninni í þeim byggðarlögum þar sem hún ætlast ekki til að fólk búi. Þess vegna er það með öllu ástæðulaust að gagnrýna Byggða- stofnun þótt hún fari 157% fram úr áætlunum þegar hún kaupir kontór undir starfsemi sína. Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.