Dagblaðið Vísir - DV - 15.01.1996, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 15.01.1996, Blaðsíða 12
12 MÁNUDAGUR 15. JANÚAR 1996 Spuriiingin Hverjir eru helstu gallar þínir? Birna Guðlaugsdóttir, húsmóðir og nemi: Það verða aðrir að dæma um. Þórey S. Þórisdóttir verslunar- stjóri: Þeir eru svo margir. Ólafur Hjartarson vaktmaður: Nú veit ég ekki. svolítið uppstökkur þegar mér hitn- ar í hamsi. Ólafur Þór Chelbat nemi: Ég sef dálítið mikið. Bára Mjöll Þórðardóttir nemi: Ég vinn of mikið. Lesendur Snjomokstur og hálkueyðing Sandur reynist ófullnægjandi sem hálkuvörn og því er salt notað líkt og víða annars staðar. Sigurður I. Skarphéðinsson gatnamálastj. skrifar: Hinn 3. þ.m. birtist í DV lesenda- bréf þar sem gagnrýnt er hvernig staðið er að hálkueyðingu á götum borgarinnar. í upphafi telur bréfrit- ari að nú í haust hafi ekkert tilefni verið til saltnotkunar enda hálka með minnsta móti. Síðar heldur hann því fram að saltburður hafi verið „samkvæmt venju á þessum árstíma", þ.e. óháður raunverulegri þörf. Beðið var um kostnaðartölur og samanburð milli ára. Árið 1994 var kostnaður við snjómokstur og hálkueyðingu gatnakerfisins um 110 mkr. og í fjár- hagsáætlun síðasta árs var gert ráð fyrir svipaðri upphæð eða 100 mkr. Niðurstaða kostnaðar 1995 liggur enn ekki fyrir en hann stefnir í um 80 mkr., eða um 20 mkr. minna en íjárhagsáætlun gerði ráð fyrir. Sé litið til saltnotkunar nú í haust, septembyrjunar til desemberloka, nam hún um 65% af notkun sömu mánaða ársins 1994 og í desember rúmum helmingi þess sem hún var árið áður. Á undanförnum árum hefur hjá Reykjavíkurborg verið unnið að því að draga úr saltmagni með ýmsum leiðum og má þar m.a. nefna að fylgst er mun betur með veðurhorf- um nú en áður, bæði með rekstri eigin veðurstöðva og eins meö sér- stakri spá fyrir Reykjavík sem Veð- urstofa íslands sendir okkur tvisvar á dag. Gerð hefur verið tilraun með notkun á mismunandi salttegund- um við mismunandi aðstæður og virðist hún skila árangri. Reiknað er með framhaldi á tilrauninni. Reynt hefur verið að nota sand í stað salts að mestu eða öllu leyti en sú hálkuvörn reyndist ófullnægj- andi í þeim umhleypingum sem hér ríkja, auk þess sem holræsakerfi borgarinnar, einkum í eldri bæjar- hlutum, er illa í stakk búið til að taka við öllum þeim sandi sem við þetta berst í niðurföllin. Við fylgjumst vel með þvi sem er að gerast hjá nágrannaþjóðunum og þar sem veðurfarsaðstæður eru svipaðar og þar er salt nær alls stað- ar notað til hálkuvarnar á svipaðan máta og hér er gert. Vona ég að þetta svari spurningum bréfritara og skýri afstöðu okkar til aðferða við hálkueyðingu á gatnakerfinu. Þakka þingmönnum jólagjöfina Sigrún Björgvins skrifar: Kæru alþingismenn. Ég finn mig knúna til að þakka ykkur opinber- lega fyrir jólagjöfina - að hætta við að fella niður ekkjulífeyrinn. Ég vissi alltaf að ykkur má treysta. Nú veit ég hvernig hundinum líður þeg- ar eigandinn lyftir svipunni en hættir svo við að berja hann. Ég var einmitt að velta fyrir mér hvernig ég ætti að endurskipuleggja eyðsl- una. Ég hef líka nógan tíma til þess því ég hef verið atvinnulaus síðan 1. septer.iber en af sérstökum ástæð- um eru atvinnuleysisbæturnar mín- ar 18 þúsund krónur á mánuði. Nú þarf ég ekki lengur, þökk sé ykkar rausn, að hafa fjárhagsáhyggjur og get farið að auglýsa eftir notuðum gönguskóm sem mig hefur svo lengi langað til að eignast. Eða ætti ég kannski að fara einu sinni til tann- læknis því það hef ég líka trassað í tvö ár? í viðtali við einn ykkar fyrir jólin ráðlagði hann mér að sækja um hækkun á atvinnuleysisbótunum sem eru svo lágar af því að ég vann ekki nema 5 mánuði á sl. ári. Ég veit ekki af hverju mér svelgdist svolítið á þessu svari. Það hefur alltaf verið viðurkennd skoðun hér á landi að sá sem ekki vinnur á heldur ekki mat að fá. Mér flnnst endilega að við ættum að halda í fornar hefðir. Ekki taka þetta svo að ég sé að kvarta. Ég hef nokkuð viss- ar tekjur upp á 10-15 þúsund á mán- uði svo að mér ætti að vera borgið. - Eða hvað? Og svo á ég vísa vinnu í sumar. Nú ætla ég í dag að fara að leggja inn skattkort fyrir þessum atvinnu- leysisbótum. Vegna þessa mun ég eiga inni minni skattaafslátt í vor þegar ég fer að vinna svo nú get ég glatt ykkur svolítið. Það er þó nokk- ur von til að ég borgi tekjuskatt af þessum 60 þúsund krónum sem ég fæ á mánuði. Mér þykir vænt um að geta þannig hjálpað ykkur pínulítið í ykkar þrengingum með þennan fjárans ríkissjóð. - Með bestu kveðju. ísland - útvörður Schengensvæðisins Vigfús Pálsson hringdi: í umræðunni um Schengen-svæðið svonefnda i Evrópu hefur verið komið inn á það að ísland gæti kom- ið inn í myndina með því að gerast eins konar útvörður þessa svæðis og landamæravarsla fyrir svæðið byrjaði í raun hér, áður en utanað- komandi fólki yrði hleypti inn i við- Vopnaður lögreglumaður á Keflavík- urflugvelli við alþjóðavörslu gegn hugsanlegum hryðjuverkamönnum. komandi lönd. Ég get ekki séð neina ástæðu til að, halda ekki þessu hlut- verki okkar til streitu. Öflugri liðssveitir þyrftu auðvitað að vera hér til staðar en nú er svo að okkur væri treystandi til að framkvæma raunverulegt landamæraeftirlit. Þótt ísland sé eyja þarf ekki að fara í grafgötur um að hingað geti komið óaldar- flokkar sem vilja fara sínu fram. Við höfum gerst aðilar að alþjóða- vörn gegn hugsanlegum hryðju- verkamönnum. Það var fyrir nokkrum árum þegar við settum vopnaða menn til gæslu á Keflavík- urflugvelli á meðan ástandið var hvað alvarlegast, flugvélarán og sprengjuhótanir í nálægum löndum. Það væri vanhugsað af okkur að kasta frá okkur því tækifæri sem við kunnum að hafa nú með þvi að ísland verði útvörður Schengen- svæðisins. Það á að leggja allt kapp á og sækja það fast að svo geti orð- ið. Jón Baldvin sem forseta Jón Jónasson skrifar: Einn þeirra mörgu sem nefnd- ir hafa verið til sögunnar við væntanlegt forsetakjör er Jón Baldvin Hannibalsson. Hann hefur vissulega flesta þá kosti sem að gagni kæmu í forseta- starfl: Mikla þekkingu á alþjóöa- málum og ianga reynslu á þeim vettvangi. Þekkingu Jóns Bald- vins á sögu lands og þjóðar dreg- ur enginn í efa. Hann talar einnig og ritar betra mál en margir aðrir íslenskir stjóm- máiamenn. Hann er og talinn málsnjallasti maður á Alþingi - er það sem enskumælandi þjóðir nefna „spellbinding orator" - leiftrandi mælskumaður. Minnir hann mjög á fóður sinn, Hanni- bal Valdimarsson, sem mestur hefur verið „folketaler" ís- lenskra stjórnmálamanna. Auk þess er Jón Baldvin kvæntur geðþekkri og glæsilegri konu sem hefur verið landi og þjóð til sóma. Morgunblaðið og blaðamaðurinn Einar Magnússon hringdi: Mikið gerir Morgunblaðið úr úrskurði Hæstaréttar sem dæmdi ógildan dóm Héraðsdóms Reykjavíkur um að biaðamanni þess væri ekki skylt að gefa upp heimildarmann sinn. Réttlátur dómur hjá Hæstarétti en þaö má nú aldeilis „fyrr vera“ að Moggi taki meginplássið á þremur síð- um til að dásama Hæstarétt og blaðamann sinn. Dugir ekki minna en þriggja dálka leiðari um málið. Þetta er ofrausn og fremur hvimleitt en hitt. Ofhól er sjaldan til góðs og tjáningar- frelsið er nú ekki það merkileg- asta í heimi hér. Pétur Kr. Haf- stein í framboð? Ámi Árnason hringdi: Vinnufélagi minn, sem ég tel manna áreiðanlegastan, sagði að reynt yrði að fá Pétur Kr. Haf- stein hæstaréttardómara til að fara í forsetaframboð. Verði það niðurstaðan þarf ekki að leita frekar að traustum og afar geð- þekkum manni. Hann fengi geysilegt fylgi um allt land. Þorskinn verður að vernda Halldór Jónsson skrifar: Þrátt fyrir mikla ágengni sjó- manna og hinna kræfu skip- stjóra togaranna verða ráða- menn að standa fast á því að auka ekki veiðikvóta þorsksins i bili. Alveg sama þótt nú telji menn að mikil þorskgengd sé að skila sé út af Vestfjörðum. Sú þorskgengd er ekki neitt fast verömæti til að gripa í strax og tækifæri gefst. Þetta fyrirbæri á að rannsaka vel og vandlega áður en nokkur ákvörðun er tek- in um hvort leyfa eigi frekari veiðikvóta. Með þessu á að fylgj- ast og síðan að kanna málið og gega svo ný fyrirmæli um auk- inn þorskkvóta. Ósanngjörn fasteignagjöld Svavar hringdi: Nú hefur verið auglýst inn- heimta fasteignagjalda, a.m.k. hér i Reykjavík. Gjöldin eru nú greiðslubær í 6 hlutum í stað þriggja hér áður fyrr. En sama er, þessi fasteignagjöld eru mjög óréttlát, ekki síst þar sem við einstaklingarnir og svokallaðir hús- eða íbúðareigendur, greið- um líka eignaskatta af öllu klabbinu. Mér finnst nú tími til kominn að létta einhverjum sköttum af okkur, líkt og t.d. þegar aöstöðugjaldinu var aflétt af fyrirtækjunum hér um árið. Hugsið um þetta, þið alsjáandi ráðamenn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.