Dagblaðið Vísir - DV - 15.01.1996, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 15.01.1996, Blaðsíða 18
18 MÁNUDAGUR 15. JANÚAR 1996 Fréttir Flugráð: Framkvæmdir við Reykjavík- urflugvöll ekki á dagskrá - niðurskurðurinn í ár kemur verst niður á Akureyrarflugvelli, segir Hilmar Baldursson, formaður Flugráðs DV, Akureyri: „Það var á ílugmálaáætlun að fara 1 endumýjun flugbrautanna á Reykjavíkurflugvelli, en þar sem sú áætlun hefur verið skorin niður um helming er alls óljóst hvort pening- ar verða til þess,“ segir Hilmar Baldursson, formaður Flugráðs. Svo virðist sem bréf Flugráðs, sem sent var ýmsum sveitarstjórnum, hafl á einhverjum stöðum a.m.k. verið mi- stúlkað á þann hátt að framkvæmd- imar á Reykjavíkurflugvelli eigi að heíjast á næsta ári, og tefji fram- kvæmdir við aðra flugvelli. „Við vorum að kynna í þessu bréfi niðurskurð á framkvæmdafé sem þýðir einmitt það að það verð- ur ekki farið í framkvæmdir við Reykjavíkurflugvöll eins og fyrir- hugað var. Við erum sífellt að fá bréf frá sveitarstjómum viðs vegar á landinu, m.a. frá Akureyrarbæ sem leggur mikla áherslu á endur- bætur á vellinum þar. Bókun bæjar- ráðs Akureyrar er skrítin miðað við okkar bréf,“ segir Hilmar Baldurs- son. Hann segir að í ár verði allar stórframkvæmdir skomar niður, lokið verði þeim framkvæmdum sem í gangi em en peningar lagðir til endumýjunar á vélum og tækj- um víða um land. „Það verða nánast innansleikjur sem ráðist verður í. Það er fyrst og ffemst Akureyrar- flugvöliur sem geldur fyrir niður- skurðinn í ár en þar átti m.a. að breikka flugbrautina og svo kemur þetta illa niður á Reykjavíkurflug- velli,“ segir Hilmar. -gk Skemmtilegt Hátíðlegt* Regnhelt Auðvelt * RentaTent crt Tjaldaleigan. •* j 1 r bkemmtilegt hj. Bíldshöfða 8, 112 Reykjavík Sími 587-6777 KIMPEX FYRIR VÉLSLEÐANN KIMPEX BELTI í flestar gerðir vélsleða Mest seldu vélsleðabeltin AGGRESSOR, SUPER K BIG HORN Eigum einnig nagla og isklær W i belti V Skútuvogi 12A, s. 581 2530 > Heimilistœki f Hreinlœtistœki > Sturtuklefar > Blöndunartceki > Eldhús stálvaskar > Sturtubúnaður f Rafmagnsverkfœri > Handverkfœri > Vinnufatnaður -*• Skór og stígvél H : : m I * ‘'J íslendingar nenna ekki að ganga langt frá bflum sínum. Þeir freistast því til þess að leggja farartækjunum á gangstéttum. Vart þarf að taka það fram að það er ólöglegt og afar óheppilegt. DV-mynd GVA Endurnýjun flugbrauta á Reykjavíkurflugvelli: Bitnar á framkvæmdum á öðrum flugvöllum - segir bæjarstjórinn á Akureyri DV, Akureyri: Flugráð hefur tilkynnt bæjaryfir- völdum á Akureyri breytta fram- kvæmdaáætlun við flugvelli lands- ins þar sem ákveðið hefur verið að taka inn endurnýjun á flugbrautum Reykjavíkurflugvallar á næsta ári. í bréfinu var einnig greint frá niður- skurði á framkvæmdafé Flugmála- stjórnar sem tefur aðrar fram- kvæmdir. „Við óttumst að þetta þýði enn frekari frestun á nauðsynlegum framkvæmdum á Akureyrarflug- velli,“ segir Jakob Björnsson, bæjar- stjóri á Akureyri, en hann segist reyndar ekki hafa séð endanleg fjár- framlög til flugmála né fram- kvæmdaröð á næstu árum. „Það er hins vegar alveg ljóst að ef þessi mikla endumýjun á Reykja- víkurflugvelli verður tekin inn á sama tíma og heildarframlög til þessara málaflokka eru skert hlýtur það að bitna á framkvæmdum ann- ars staðar. Auðvitað er það okkur hagsmunamál að Reykjavíkurflug- völlur sé sem öruggastur og við höf- um ekki á móti uppbyggingu þar. Ég er hins vegar ákaflega óhress ef þeim framkvæmdum á Akureyrar- flugvelli, sem ég tel að hafi verið frestað nógu lengi, verður frestað enn frekar,“ segir Jakob. Viðbygging við flugstöðina á Akureyri er langt komin, en Jakob segist óttast að fé fáist ekki til þeirra endurbóta á gömlu flugstöð- inni sem nauðsynlegt er tii að ný- byggingin komi að fullum notum. „Þá þarf að bæta aðkomu að flug- vellinum, bílaplanið er vaðandi í drullu, stækkun á flugvélastæði og breikkun brautarinnar bíöur einnig þannig að þetta er mikið mál. Þörf- in á þessum framkvæmdum er brýn og þess vegna hefur bæjarráð lagt áherslu á að staðið verði við áður geröa framkvæmdaáætlun, “ segir Jakob. -gk Akureyri: Læknaráð mótmælir hækkun þjónustugjalda DV, Akuieyri: Læknaráð Heilsugæslustöðvar- innar á Akureyri hefur samþykkt harðorð mótmæli við þeim áform- um heilbrigðisráðherra að hækka þjónustugjöld sem sjúklingar þurfa að greiða við komu á heilsugæslu- stöðvar. í samþykkt læknaráðsins segir að slík hækkun muni auka enn frekar eftirspum eftir símaþjónustu þar sem leitað sé skyndilausna án þess að fullnægjandi læknisviðtal eða skoðun hafi farið fram. „Slíkar starfsaðferðir eru ómarkvissar, skaðlegar og geta verið beinlínis hættulegar. Sérstakt rannsóknar- gjald, sem í sumum tilfellum er hærra en raunverulegur kostnaður við rannsóknina, hvetur einnig til ómarkvissra starfsaðferða," segir í ályktun læknaráðsins sem mælist til þess að fallið verði frá öllum áformum um hækkun komu- og rannsóknargjalda á heilsugæslu- stöðvum. -gk

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.