Dagblaðið Vísir - DV - 15.01.1996, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 15.01.1996, Blaðsíða 30
42 MÁNUDAGUR 15. JANÚAR 1996 Afmæli Óttar Ottósson Óttar Ottósson kerfisfræðingur, Cort Adelersgade 5, st.th., DK- 1053, Kaupmannahöfn, varð fer- tugur í gær. Starfsferill Óttar fæddist í Reykjavík og ólst þar upp í Bústaðahverfinu. Hann lauk stúdentsprófi frá MT 1976 og prófi í kerfisfræði við EDB Skolen í Kaupmannahfn 1979. Óttar var tölvari hjá SKÝRR 1976-78 og hefur verið forritari, kerfisfræðingur og tölvuráðgjafi í Kaupmannahöfn frá því hann lauk námi. Hann starfaði hjá Mærsk Data AS í Kaupmanna- höfn i fimm og hálft ár en starfar nú hjá SQL DK í Kaupmannahöfn hjá Pétri G. Gunnarssyni. Óttar var stofnandi Kobenhavns Glima-Forening 1993 og hefur ver- ið formaður þess frá upphafi, sat í stjóm íslendingafélagsins í Kaup- mannahöfn í sjö ár og var formað- ur þess 1980-83 og 1988-91, auk þess sem hann hefur sinnt marg- háttuðum störfum fyrir SÍDS, fé- lag íslendinga á Norðurlöndum 1979-83 og 1988-96, s.s. gjaldkeri aðalstjómar, formaður svæðis- stjómar og gjaldkeri menningar- sjóðs. Fjölskylda Óttar kvæntist 23.12. 1985 Sig- þrúði Albertsdóttur, f. 24.4. 1952, sjúkraliða. Hún er dóttir Alberts Ólafssonar bakara, og Oddrúnar Sigurðardóttur sjúkraliða. Böm Óttars: Kaaren Óttarsdótt- ir Stark, f. 18.5. 1986, búsett í London; Kjartan Þór Óttarsson, f. 13.6. 1988, búsettur í Kaupmanna- höfn. Alsystkini Óttars: Kjartan G. Ottósson, f. 14.1. 1956, dr. í nor- rænum fræðum og prófessor við Háskólann í Ósló; Helga R. Ottós- dóttir, f. 14.3.1957, hjúkrunarkona og húsmóðir í Reykjavík; Geir- laug Ottósdóttir, f. 16.9. 1964, hús- móðir og nemi í táknmálsfræði við HÍ, búsett í Garðabæ. Hálfsystkini Óttars, samfeðra, eru Helga Ursula Ehlers, f. 5.1. 1945, blaðamaður í Dresden í Þýskalandi, búsett í Köln; Theo- dór Ottósson, f. 25.7.1951, við- skiptafræðingur í Reykjavík. Foreldrar Ottós era Öttó A. Michelsen, f. 10.6.1920, fyrrv. for- stjóri á Sauðárkróki, og k.h., Gyða Jónsdóttir, f. 4.8. 1924, hús- móðir og vefnaðarkennari. Ætt Ottó er sonur Jörgens Franks Michelsens, úrsmíðameistara á Sauðárkróki, sonar Jens Michel- sens múrarameistara og Karenar Michelsen. Móðir Ottós var Guðrún Páls- dóttir, b. á Draflastöðum í Eyja- firði, Ólafssonar, h. á Gilsbakka, Benjamínssonar. Móðir Páls var María Jónasdóttir, b. í Meðal- heimi, Jónssonar. Móðir Guðrún- ar var Kristín Gunnlaugsdóttir, b. á Draflastöðum, Sigurössonar, b. á Þormóðsstöðum, Jónassonar, b. í Syðri-Gerðum i Stóradal, Jóns- sonar, b. í Gerðum, Einarssonar. Móðir Kristínar var María Sig- urðardóttir. Móðir Jónasar var Helga Tómasdóttir, ættföður Hvassafellsættarinnar, Tómasson- ar. Bróðir Helgu var Jósef, langafi Kristjáns, afa Jónasar frá Hriflu. Jósef var einnig langafi Jóhannes- ar, afa Jóhanns Sigurjónssonar skálds. Annar bróðir Helgu var Jónas, móðurafi Jónasar Hall- grímssonar. Gyða er dóttir Jóns, skólastjóra á Sauðárkróki, bróður Haralds leikara og Bjargar í Vigur, móður Sigurðar, fyrrv. alþm., ritstjóra og sendiherra, Sigurlaugar, fyrrv. alþm., og Baldurs, fyrrv. hrepp- stjóra í Vigur. Jón var sonur Björns, dbr. og hreppstjóra á Veðramóti, Jónssonar, b. í Háa- gerði, Jónssonar. Móðir Björns var Guðríður, systir Steinunnar, móður Jóns Árnasonar þjóðsagna- safnara. Guðríður var dóttir Ólafs, b. á Harastöðum, Guð- Óttar Ottósson. mundssonar, bróður Davíðs, langafa Davíðs Jónatanssonar, afa Davíðs forsætisráðherra. Móðir Jóns var Þorbjörg, systir Sigurð- ar, prests og alþm. í Vigur, manns Bjargar. Annar bróðir Þorbjargar var Stefán skólameistari, faðir Valtýs ritstjóra, fóður Huldu og Helgu leikkonu. Móðir Gyðu var Geirlaug Jó- hannesdóttir, b. á Jökli, Randvers- sonar og Ólínu Ragnheiðar Jóns- dóttur. Óttar verður með afmælisveislu í Húsi Jóns Sigurðssonar i Kaup- mannahöfn laugardaginn 27.1. nk. fyrir boðsgesti. Jóel Kristjánsson Jóel Kristjánsson, útgeröar- stjóri Skagstrendings hf., Tún- braut 11, Skagaströnd, er fertugur í dag. Starfsferill Jóel fæddist á Siglufirði og ólst þar upp. Hann lauk stúdentsprófi frá MA 1977, skipstjórnarprófi frá Stýrimannaskólanum í Reykjavík 1986 og útskrifaðist frá Sjávarút- vegsháskólanum í Tromsö í Nor- egi 1993. Jóel stundaði sjómennsku á árunum 1977-85, að undanteknu einu ári er hann var i byggingar- vinnu, en hann hefur gegnt flest- um störfum sjómennskunnar á flestum tegundum fiskiskipa. Að loknu námi í Noregi starfaði hann við framleiðslu- og gæða- stjómun við norsk sjávarútvegs- fyrirtæki og stundaði rannsóknir á vegum háskólans í Tromsö. Hann kom aftur heim 1995 og hef- ur verið útgerðarstjóri Skag- strendings. Tll hamingju með afmælið 15. janúar 95 ára Guðný Jónsdóttir, Hringbraut 50, Reykjavík. 85 ára Aðalsteinn Þórarinsson, Seljalandi 5, Reykjavík. Bjöm Böðvarsson, Baughóli 29, Húsavík. 80 ára Hjarðarlandi 1, Mosfellsbæ. Katrin Friðriksdóttir, Fitjum, Kjalarnesihreppi. Rebekka Jónasdóttir, Fljótshlíðarskóla, Fljótshlíðar- hreppi. Dóra Gissurardóttir, skrifstofustúlka hjá Ólafi Þor- steinssyni og Co, Skólavörðustíg 12, Reykjavík. Maður hennar er Hjálmfríður Kjæmested, Skipholti 49, Reykjavík. 75 ára Dallilja Jónsdóttir, Skólastíg 14A, Stykkishólmi. Marfa Ólína Kristinsdóttir, Árskógum 6, Reykjavik. Guðmunda Helgadóttir, Kirkjubæ, ísafirði. Guðmundur Friðrik Vilhjálms- son, Uröarvegi 15, ísafirði. 70 ára Brynhildur Arnaldsdóttir, Bakkahlíð 43, Akureyri. 60 ára Ingibergur Bjömsson, Hofi II, Fellahreppi. Emst Hermann Ingólfsson, Túngötu 13B, Grýtubakkahreppi. Eiríkur Gunnar Ólafsson, Háholti 5, Keflavík. Sesselja Þorsteinsdóttir, Hrauntungu 33, Kópavogi. 50 ára Höskuldur Þráinsson, Sigurjón Valdi- marsson blaöa- maður. Hrafn H. Oddsson, Hálsaseli 2, Reykjavík. Auður Ásgrímsdóttir, Gerði, Reykdælahreppi. Þorleifur Haraldsson, Hólavegi 27, Siglufirði. 40 ára Guðrún Björg Einarsdóttir, Öldugötu 9, Hafnarfirði. Jens Sigursveinn Herlufsen, Suðurgötu 37, Hafnarfirði. Guðrún Marla Kristinsdóttir, Miðgarði 4, Egilsstöðum. Margrét Stefánsdóttir, Lyngheiði 16, Selfossi. Ástríður H. Thoroddsen, Fífúseli 36, Reykjavík. Elín Ásta Birgisdóttir, Laufengi 11, Reykjavík. Konráð Stefán Gunnarsson, Höfðahlíð 15, Akureyri. Jóhannes Kárason, Einholti 4B, Akureyri. Gunnar Oddur Rósarsson, Tómasarhaga 39, Reykjavík. Guðbjörg E. Hrafnsdóttir, Álakvísl 76, Reykjavík. Fjölskylda Jóel kvæntist 24.11. 1977 Helgu Sigurrós Bergsdóttur, f. 21.1. 1958, leikskólastjóra á Skagaströnd. Hún er dóttir Bergs Torfasonar, fyrrv. bónda að Felli í Dýrafirði og sparisjóðsstjóra, nú skrifstofu- manns hjá Kaupfélagi Dýrfirð- inga, og Emilíu Sigurðardóttur húsfreyju. Böm Jóels og Helgu Sigurrósar eru Bergdís, f. 31.7. 1978, mennta- skólanemi í Tromsö; Rebekka, f. 23.10. 1981, nemi; Sindri, f. 6.8. 1988. Systkini Jóels: Marteinn Þór, f. 9.12. 1951, skipstjóri, búsettur á Álftanesi, kvæntur Ástu Ólu Hall- dórsdóttur kjólameistara; Páll Reynir, f. 3.3. 1954, d. 7.8. 1976; Bryndís Hrönn, f. 10.5. 158, starfs- maður við vistheimili, húsett í Reykjavík, gift Þórólfi Tómassyni, fulltrúa hjá skattstjóra; Kristján Haraldur, f. 9.2. 1960, rithöfundur á Akranesi, kvæntur Margréti Þorvaldsdóttur húsmóður; Guðni, f. 7.10. 1963, sálfræðingur á Sauð- árkróki, kvæntur Kristbjörgu Kemp húsmóður; Jónína Hafdís, f. 30.5.1965, skrifstofumaður í Reykjavík, gift Guðmundi Magn- ússyni. Systir Jóels, samfeðra, er Hild- ur María Pedersen, húsmóðir á Akureyri, gift Guðmundi Ár- manni Sigurjónssyni listmálara. Foreldrar Jóels: Kristján Rögn- valdsson, f. 12.8.1931, skipstjóri og síðar hafnarvörður á Siglufirði, og Lilja Jóelsdóttir, f. 27.5. 1931, húsmóðir. Menning Minna sprell, betri leikur Sinfóníuhljómsveit íslands hélt árlega Vinartón- leika sína í Háskólabíói sl. fimmtudagskvöld. Hljómsveitarstjóri var Roman Zeilinger og söngv- ari Guido Paévatalu. Fyrst var fluttur forleikurinn að Brúðkaupi Fígarós eftir Mozart, en síðan Aría Papa- genós úr Töfraflautunni sem Paevatalu söng með til- heyrandi skölum á panflautu milli strófa. Paevatalu hefur netta og fallega baríton-rödd og söng hann aríur kvöldsins bæði skemmtilega og fall- ega. Kynningar hans á dönsku vora léttar og hittu í mark, enda oft ekta húmor á danska vísu. Hljómsveitin lék m.a. Kaiser-Walser og Vergnúgungszúg-polka, auk Unter Donner und Blitz- Tónlist Áskell Másson polka eftir Johann Strauss yngri, allt vel þekkt Vín- arklassík. Hljómsveitin lék afbragðsvel undir stjóm Zeilinger. Hreyfingar hans eru skýrt afmarkaðar og ákveðnar og lék hljómsveitin af snerpu, nákvæmni og glæsimennsku. Meðal verkefna eftir hlé vora t.d. forleikurinn að Leðurblökunni og Egyptischer Marsch eftir Strauss yngri og Gold und Silber vals og Nechledil-Ma-sch eftir Lehár, allt ágætlega leikið af hljómsveitinni. Sama má segja um söng Paevatalus, hann brást ekki og skilaði m.a. mjög fallega Söng Danilo greifa úr Kátu ekkjunni eftir Lehár og Komm, Zigány úr Mariza greifafrú eftir Kalman. Formlegri efnisskrá lauk með Ohne Sorgen, Polka Roman Zeilinger stjórnaði Sinfóníuhljómsveitinni á Vínártónleikum. schnell eftir Josef Strauss, en eftir það kom númerin hvert af öðru. Þetta vora skemmtilegir tónleikar, þótt oft hafi , ið sprellað meira, en leikur hljómsveitarinnær va. betri en oftast áður.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.