Dagblaðið Vísir - DV - 15.01.1996, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 15.01.1996, Blaðsíða 25
MÁNUDAGUR 15. JANÚAR 1996 37 I>V Seyðisflörður: Mikið starf í snjóf lóða vör nu m DV, Seyðisfirði: Seyðisfjörður er einn þeirra þétt- býlisstaða á landinu þar sem snjó- flóð hafa fallið á byggðina með skelfilegum afleiðingum. Sú saga er íbúunum ávallt í minni enda er byggðin undir bröttum hlíðum Bjólfs að norðan og Strandartinds að sunnan. Nú á síðustu mánuðum hefur ver- ið unnið margvíslegt forvarnarstarf á öllum þeim stöðum sem teljast mikil hættusvæði. Ráðinn hefur verið eftirlitsmaður í fullt starf í 6 mánuði og maður honum til aðstoð- ar. Snjóflóðadeild veðurstofunnar fer með yfirstjóm þessara mála í sam- vinnu við almannavarnir heima fyr- ir. Sérfræðingar hennar hafa nýlega haldið fræðslu- og leiðbeiningar- námskeið fyrir þá 15 menn sem þessum eftirlitsstörfum gegna víðs vegar um landið. Hér hefur verið sett upp veðurat- hugunarstöð í mynni Vestdalsins og gefur hún upplýsingar til tölvu inni í bæ og að sjálfsögðu til veðurstof- unnar. Þetta auðveldar eftirlits- mönnum mjög að fylgast með ástandi og horfum því allar eru þær samtengdar og gefa stöðugt upplýs- ingar um vindhraða, úrkomu og Hallgrímur Jónsson eftirlitsmaður við nýju veðurathugunarstöðina. DV-mynd Jóhann hitastig. í gærkvöld héldu sérfræðingarnir frá veðurstofunni borgarafund hér til að kynna íbúum hvað hefur ver- ið gert og hvernig til að reyna að treysta öryggi íbúanna. JJ ________________Fréttir Þingeyringar brenna rusli fyrir ísfirðinga „Þetta gengur ljómandi vel, við björgum þessu fram eftir mánuðinum, þá er reiknað með að búið verði að gera við sorp- brennsluna á Skarfaskeri," sagði Jónas Ólafsson, sveitar- stjóri á Þingeyri, í samtali við DV í gær. Eins og skýrt var frá í blaðinu í fyrradag er brennanlega sorpið frá ísafjarðarsvæðinu nú flutt til Þingeyrar. Hætt var að flytja það til Flateyrar um áramót. „Heilbrigðisfulltrúinn kom hingað í morgun og var sáttur við þetta. Við erum samtaka, þetta er bara tímabundið neyð- arástand," sagði Jónas. Hann sagði að það eina sem væri kannski ekki nógu gott í þessu máli væri að sorpið væri brennt við opinn eld. Rusla- haugarnir væru hins vegar í um fimm kílómetra fjarlægð frá þorpinu, hinum megin við fjall- ið, þess vegna ylli bruninn ekki óþægindum. Þá væri maður á staðnum sem fylgdist með þegar sorpbílarnir kæmu til að ekkert fyki. -ÞK Ökumaður í kraga Ökumaður jeppabifreiðar var settur í hálskraga eftir að hann ók út af á Ólafsvíkurvegi, rétt vestan Langár, í gær. Mjög hált var á veginum og er jeppinn töluvert skemmdur eftir hama- ganginn. Meiðsli mannsins munu ekki vera alvai'leg fyrir utan hálseymslin. -sv Klettur í togi: Gekk vel í gær Betur viðraði á togarana Ottó Wathne og Klett i gær en föstudag og laugardag og gekk ferð þeirra vel áleiðis til hafnar. Ottó Wathne er með Klett í togi þar sem sá síðar- nefndi fékk trollið í skrúfuna á Flæmska hattinum. Menn hjá Til- kynningaskyldunni reiknuðu með að togarcnnir færu í höfn í St. John og kæmu þangað einhvern tíma nú í morgun. -sv Milljón í Kínó Heppinn Kínó-þátttakandi fékk nýlega eina milljón á 6 talna Kínó- sjálfvalsmiöa. Þetta er í fyrsta sinn síðan Kínó hóf göngu sína í október sl. sem svo hár vinningur fer til vinningshafa. Vinningshafinn vill ekki láta nafns sins getið en segir að þar sem veikindi hafi verið í fjölskyldunni komi vinningurinn sér einstaklega vel. -ÞK Kynningin Vín og drykkir fór fram í Perlunni um helgina og þótti takast mjög vel. Meðal þess sem kynnt var var ný áfengistegund, Anaké, sem er blanda af koníaki og „ástríðuávöxtum". Hér eru samankomnir, frá vinstri, Árni Þór Árnason, framkvæmdastjóri Austurbakka, sem er umboðsaðili Anaké á ís- landi, Bernard Rougé og René Lambert, fulltrúar Anaké í Frakklandi sem framleiðir drykkinn. Eins og sjá má voru þeir skreyttir í suðrænum og seið- andi stfl. DV-mynd JAK í I l Dale Carnegie Þjálfun Dale Camegie® námskeiðið veitti mér aukið sjálfstraust,í samskiptum og tjáningu.í dag á ég mun auðveldara með að segja álit mitt og skoðanir við annað fólk. Einnig á ég auðveldara með að kynnast öðru rólki, og temja mér jákvæðari hugarfar, sem nýtist mér vel í starfi og daglegu amstri. Ég mæli eindregið með Dale Carnegie® námskeiðinu Ema Sigfúsdóttir. Lögregluþjóntt. Innritun og upplýsingar í síma: 581 2411 Á námskeiðinu öðlaðist ég fyrst og fremst styrk til að tjá skoðanir mínar og líðan. Losaði mig við óþarfa áhyggjur og kvíða og fór í alla staði að sjá sjálfan mig og hlutina í öðru ljósi Guðfintia Inga Sverrisdóttir Frábært námskeið sem án efa á eftir að skila arði ævilangt. Ómar Örn Jónsson. Viðskiptafrœðinemi KYNNINGARFUNDUR ÞRIÐJUDAG KL. 20:30 AÐ SOGAVEGI 69, REYKJAVÍK o STJÓRNUNARSKÓLINN Einkaumbuð ú íslandi - Konráð Adolphsson staögreitt 109.500, slaðgreilt ÞYSK HAGÆÐ.A !l SJONVORP LOEWE Profile 870 Nicam 28" Fullkomin fjarstýring með öllum aSger&um á skjó. Myndlampi (Super Black Line). Flafur skjár Beinf inntengi (SCHART) sem gerir mynd frá myndbandstæki e&a afruglara mun skarpari. Hljóðmagnari Nicam víðóma (STEREO) 2 x 25 W. Texlavarp Tveir innbygg&ir hátalarar eru í tækinu. Afborgunarverb kr. 121.666,- ORIOI VH-1105 Tveggja hausa myndbandstæki Fjarstýring me& aðger&aupplýsingum - Scart inntenging • „ShowView" búnaSur sem breytir upptökutíma ef breyting ver&ur á dagskrá • Sjálfvirk hreinsun á myndhaus. Afborgunarverb kr. 41.000. 36.900 staogreitt 28" twin TLl Fullkomin fjarstýring me& öllum aðgerðum á skjá. íslenskt textavarp Myndllampi (BLACK MATRIX) flatur skjár. Hljóðmagnari Nicam ví&óma (STERÍÓ) 2x15W eða 30W. Tveir hátalarar eru I tækinu. Hægt er að tengja auka hátalarasett við tækið. Beint inntengi (SCART) sem gerir mynd frá myndbandstæki og/eða afruglara mun skarpari. Afborgunarverb kr. 77.666,- VÍSA EUR0 ogVISA raðgreiðslur BRÆÐURNIR C«MSSONHF Lágmúla 8, Sími 553 8820 Reykjavík: Heimskringlan, Kringlunni.Vesturland: Málningarþjónustan Akranesi, Kf. Borgfiróinga, Borgarnesi.Blómsturvellir, Hellissandi. Vestflrðir: Geirseyrarbúöin, Patreksfirði. Rafverk.Bolungarvík.Straumur.ísafirði. Norðurland: Kf. V-Hún.,Hvammstanga. Kf. Húnvetninga, Blönduósi. Skagfirðingabúð.Sauðárkróki. Hljómver, Akureyri. KEA.Dalvík. Kf. Þingeyinga, Húsavík. Austurland: Sveinn Guömundsson, Egilsstöðum. Stál, Seyðisfirði. Verslunin Vík, Neskaupsstað. Kf. Fáskrúðsfirðinga, Fáskrúðsfirði. Suöurland: Mosfell, Hellu. Árvirkinn, Selfossi. Rás, Þorlákshöfn. Brimnes, Vestmannaeyjum. Reykjanes: Stapafell, Keflavík. Rafborg, Grindavík.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.