Dagblaðið Vísir - DV - 15.01.1996, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 15.01.1996, Blaðsíða 8
8 MÁNUDAGUR 15. JANÚAR 1996 Utlönd Viðvörun ungs bresks fórnarlambs alsæluneyslu: Ekki þess virði að bjóða dauðanum upp í dans - sextíu hafa látist af völdum efnisins í Bretlandi, síðast á laugardag Alsælutöflur sem íslenska fíkniefnalögreglan hefur gert upptækar. DV-mynd GVA Dauðsföllum af völdum fíkniefn- isins alsælu í Bretlandi fer sífellt fjölgandi og er nú talið að það hafi orðið að minnsta kosti sextíu manns að bana, nú síðast á laugar- dag. Unglingar skella skollaeyrum við viðvörunum um að með neyslu efnisins séu þeir að „dansa við dauðann". Alsælutöflur ganga þar undir sakleysislegum nöfnum eins og snjóbolti og diskóborgari. Ung- lingar neyta efnisins til að geta dansað alla nóttina í svokölluðum reifpartíum. Síðasta fórnarlamb alsælunnar á Bretlandi var hinn nítján ára gamli Andreas Bouzis. Hann hné niður og dó á næturklúbbi í Lundúnum á laugardagskvöld. Yfirvöld segja að allt að tíundi hluti breskra ungmenna kunni að hafa fiktað við alsælu, sem fyrst barst til Evrópu frá New York seint á níunda áratugnum. Sumir áætla að hálf milljón manna taki efnið í viku hverri. Fyrsta fórnarlamb alsælu í Bret- landi datt niður og dó á diskóteki árið 1988. Síðan þá hafa allt að níu manns látið lífið af völdum þessa fikniefnis á ári hverju. Lögreglan leggur hald á sífellt meira magn efn- isins. Andreas Bouzis dó aðeins sólar- hring eftir að annað fórnarlamb al- sælúnnar, Helen Cousins, varaði önnur ungmenni við hættunni sem stafa af efninu. Ekki gat Helen þó flutt viðvörun sína sjálf þar sem hún getur. ekki talað og er með slöngu tengda við gat á hálsi sér. Það var Janet, móðir hennar, sem las yfirlýsinguna frá henni. „Þið gerið ykkur grein fyrir því að alsæla er ekki þess virði að bjóða dauðanum upp í dans,“ sagði í við- vörun Helenar. Helen var flutt í skyndingu á sjúkrahús eftir aö hafa drukkið tæpa sjö lítra af vatni til að vega upp á móti vökvatapi af völdum al- sæluneyslu. Hún var marga daga milli heims og helju og mun aldrei bíða þessarar neyslu sinnar bætur. Þegar Leah Betts fór í dá eftir al- sæluneyslu í átján ára afmælis- veislu sinni í nóvember birtu for- eldrar hennar mynd af henni með- vitundarlausri á sjúkrahúsinu. Þau létu slökkva á vélunum sem héldu í henni lífi eftir fimm daga. En þau virðast hafa talað fyrir daufum eyr- um i Bretlandi og um Vestur-Evr- ópu alla, þar sem vinsældir alsælu eru miklar. Yfirvöld í Ástralíu hafa miklar áhyggjur af vaxandi alsæluneyslu þar í landi og eru að undirbúa áætl- un til að stemma stigu við efninu. Fimm hafa látist af völdum alsælu- neyslu í Ástralíu, sá síðasti í fyrri viku. Reuter Mynd þessi sýnir hálfbrunnið vegabréf ungrar breskrar konu, Johanne Masheder, sem búddamunkur í Taílandi hefur nú viðurkennt að hafa rænt og myrt. Munkurinn sagðist þó ekki hafa nauðgað henni eins og jafnvel var talið í fyrstu. Rotnandi lik ungu konunnar fannst í gili ekki langt frá búddaklaustrinu en þá hafði hennar verið saknað í tæpar þrjár vikur. Símamynd Reuter Forsetakosningarnar í Portúgal í gær: Sósíalistinn sigraði með nokkrum mun Sósíalistinn Jorge Sampaio sigraði örugglega í forsetakosn- ingunum í Portúgal í gær og tek- ur hann við af flokksbróður sín- um, Mario Soares. Þegar rétt rúmlega helmingur atkvæða hafði verið talinn haföi þessi kurteisi fyrrum borgarstjóri í Lissabon fengið um 54 prósent at- kvæða en keppinautur hans, íhaldsmaðurinn Anibal Cavaco Silva, fyrrum forsætisráðherra, um 46 prósent. Útgönguspár sjónvarpsstööva höfðu gert ráð fyrir enn meira af- gerandi sigri sósíalistans, eða að hann fengi allt að sextíu prósent atkvæða. Cavaco Silva hafði ekki fyrir þvi að bíða eftir að talningu lyki og viðurkenndi ósigur sinn. „Fyrstu orð mín eru að óska Jorge Sampaio til hamingju með sigurinn," sagði Cavaco Silva á fundi með fréttamönnum. Síðan beindi hann máli sínu til hins ný- kjöma forseta og sagði: „Ég óska þér velfarnaðar þegar þú sinnir skyldustörfum þínum í þágu portúgöisku þjóðarinnar." Úrslit forsetakosninganna eru enn einn sigurinn fyrir sósíalista í Portúgal sem sigruðu í þing- kosningum fyrir þremur mánuö- um og komust aftur í stjórn eftir tíu ára stjórnarandstöðu. í kosningunum í gær gerðist það í fyrsta sinn frá því að lýð- ræði var komiö á í landinu árið 1974 að Portúgalir kusu sér for- seta úr sama flokki og forsætis- ráðherra þeirra er i. Reuter Rússar gáfu Tsjetsjenunum meiri tíma: Síðasti fresturinn rann ut í morgun Rússnesk stjórnvöld framlengdu frestinn sem þau gáfu uppreisnar- mönnum frá Tsjetsjeníu sem halda allt að sjötíu gíslum í litlu þorpi í Dagestan, nærri tsjetsjensku landa- mærunum. Uppreisnarmennirnir fengu síðastliðna nótt tii að hugsa ráð sitt. Itar-Tass fréttastofan sagði að samkomulag um frekari frest hefði náðst í viðræðum skæruliðanna, sem hafa haldið til í þorpinu Per- vomajskaja síðan á miðvikudag, og embættismanna frá Dagestan. „Þeir fá nóttina til að hugsa sig um,“ hafði Itar-Tass eftir talsmanni innanríkisráðuneytisins. Ekki var greint frá því til hvaða aðgerða rússnesku hersveitirnar, sem hafa umkringt uppreisnar- mennina, mundu grípa ef gíslarnir yrðu ekki látnir lausir. Uppreisnar- mennirnir eru um tvö hundruð. Tass hafði það eftir embættis- manni innanríkisráðuneytisins að uppreisnarmennirnir kynnu að reyna að flýja inn í Tsjetsjeníu í skjóli náttmyrkurs. Þegar skyggja tók skutu Rússar upp hverju leifturblysinu á fætur öðru til að lýsa upp svæðið en ekki sáust nein merki þess að árás væri í aðsigi. Hermenn virtust þó vera nokkuð hvumpnir. „Það er mjög hættulegt hérna í kvöld," sagði da- gestanskur lögregluþjónn. Rússar beittu mannræningjana sálfræðilegum þrýstingi í gær með því að útvarpa um hátalara hvatn- ingu til þeirra um að gefast upp. Reuter I>V Stuttar fréttir Fangar við góða heilsu Uppreisnarmenn aðskilnaðar- sinna í Indónesiu, sem rændu 15 manns, þar á meðal Evrópubúum, sögðu í gær að fangarnir væru við góða heilsu. Þrir ákærðir fyrir morð Þrír menn hafa verið ákærðir fyrir morðið á Rabin, forsætisráð- herra ísraels, þ.e. sá sem hefur játað á sig verknaðinn, bróðir hans og ejnn aðstoðarmaður til. Díana brjóstaber Breska æsifréttablaðið People sagði í gær að verið væri að bjóða sjónvarpsstöðv- um til sölu myndbandsupp- töku af Díönu prinsessu þar sem hún situr með ber brjóstin á sundlaugarbarmi, sennilega tekin þegar hún var í jólafríi í Vestur-Indíum. Leyndu sprengju Sprengja sprakk á Champs Elysées í París 30. desember en lögreglan þagði um hana til að vekja ekki ótta meðal almenn- ings. í rétta átt Warren Christopher, utanríkis- ráðheina Bandaríkjanna, segir ísraela og Sýrlendinga hafa þok- ast nær friði með því að ræða fleiri þætti en áður, undir stjórn Bandaríkjamanna. Ashrawi í átökum Palestínska mannréttinda- konan Hanan Ashrawi sagði í gær að ísraelska lögreglan heföi stjakað við sér og tekið stuðn- ingsmenn henn- ar fasta til að stöðva kosningabar- áttu hennar í Jerúsalem fyrir fyrstu kosningamar í Palestinu. Ekki áfengi að kenna Áfengið sem fannst í líki flug- stjóra bandarísku þotunnar, sem fórst í Kólumbíu um jólin, kom til vegna náttúrlegra efnahvarfa eft- ir dauðann. Öfundsjúkir í Alaska Útivistarfólk í Alaska er farið að örvænta vegna snjóleysis þar um slóðir og öfundar mjög landa sína á austurströndinni sem era á kafi í fonn. Þreifingar forseta Oscar Luigi Scalfaro, forseti ítaliu, byrjar viðræður við stjóra- málaleiðtoga í vikunni í leit að nýrri ríkisstjórn. íhugar framboö Míkhaíl Gor- batsjov, fyrrum Sovétleiðtogi, sagði í viðtali við franska sjónvarpsstöð í gær að líkurnar á því að hann byði sig fram í forsetakosningunum í Rús'slandi í sumar færu sífellt vaxandi. Spenna hjá Kohl Spenna er nú I ríkisstjórn Kohls Þýskalandskanslara eftir að þrír þingmenn frjálsra demókrata hótuðu að setja sig upp á móti stjóminni. Læst í fortíð Tony Blair, leiðtogi breska Verkamannaflokksins, segir Margareti Thatcher, fyrrum for- sætisráðherra, vera læsta í fortíö- inni en hann bar þó lof á þrumu- ræðu hennar um stjórn Majors. Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.