Dagblaðið Vísir - DV - 15.01.1996, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 15.01.1996, Blaðsíða 10
10 MÁNUDAGUR 15. JANÚAR 1996 Samstarf Evrópuþjóða í málefnum fatlaðra, HEUOS II. Island varð fullgildur aðili að samstarfsáætlun Evrópuþjóða um málefni fatlaðra (Helios II) 1. janúar 1996 á grundvelli 31. greinar samþykktar Evrópska efnahags- svæðisins. Áætlunin hófst 1993 og mun standa yfir til ársloka 1996. íslendingum býðst nú tækifæri til að taka þátt í árlegri samkeppni á vegum Helios II, um verkefni sem fjalla um málefni fatlaðra. Þessi verkefni eru: Blöndun fatlaðra I almenna skóla (þjálfun kenn- ara). Félagsleg aðlögun fjölfatlaðra. Endurhæfing. Tækninýjungar fyrir fatlaða. Starfsþjálfun. Þátttaka fatlaðra á almennum vinnumarkaði. Sérstök dómnefnd á vegum Helios II velur úr sex verkefni frá hverju aðildarríki en dóm- nefnd ákveður síðan hvaða verkefni hljóta verðlaun. Þrenn verðlaun eru veitt fyrir verk- efni í hverjum flokki. Verðlaun verða afhent í byrjun desember 1996 I Brussel. Upplýsingar um þátttökuskilyrði ásamt umsóknareyðublöðum fást í félagsmálaráðuneytinu, Hafnarhúsi við Tryggvagötu, sími 560 9100. Verkefnum skal skila til félagsmálaráðuneytisins fyrir 1. mars 1996. Félagsmálaráðuneytið Hundaeigendur/hestamenn Hundar í Elliðaárdal Vegna þrálátrar veru hunda á bannsvæðinu í Elliða- árdal, Elliðaárhólma og í hesthúsahverfi Reykjavíkur- borgar (Faxaból og Víðidalur) vill Heilbrigðiseftirlitið vekja athygli á að samkv. samþykkt nr. 305/1989 um hundahald í Reykjavík er slíkt bannað. Brot gegn samþykktinni geta varðað afturköllun undanþágu frá banni við hundahaldi í borginni og viðurlögum. Rétt er að minna á að slysahætta stafar af lausum hund- um sem hlaupa frjálsir innan um hross. Heilbrigðis- eftirlitið vill eindregið vara hundaeigendur við að vera með hunda sína á bannsvæðunum í Elliðaárdal. Framvegis verða hundar á svæðinu handsamaðir án frekari viðvörunar og færðir í hundageymslu. Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur ÚTBOÐ F.h. íþrótta- og tómstundaráðs er auglýst laust til leigu húsnæði við Laugardalslaug fyrir nuddstofu. Þeir sem hafa áhuga á að gera tilboð í leigu á aðstöðunni leggi nöfn sín inn hjá Innkaupastofn- un Reykjavíkurborgar, Fríkirkjuvegi 3, Reykjavík, fyrir 19. janúar nk. ítr 01/6 F.h. Malbikunarstöðvar Reykjavíkurborgar er ósk- að eftir tilboðum í 9.000-11.500 tonn af asfalti. Útboðsgögn verða afhent á skrifstoíu vorri að Fríkirkjuvegi 3, Reykjavík. Tilboðin verða opnuð á sama stað fimmtudaginn 14. mars 1996, kl. 11.00. mal 02/6 F.h. Byggingadeildar borgarverkfræðings er ósk- að eftir tilboðum í endurmálun á leiguíbúðum í fjölbýli. Útboðsgögn verða seld á 1000 krónur á skrif- stofu vorri að Fríkirkjuvegi 3, Reykjavík. Tilboðin verða opnuð á sama stað fimmtudaginn 25. janúar 1996, kl. 11.00. bgd 03/6 F.h. Byggingadeildar borgarverkfræðings er ósk- að eftir tilboðum í endurmálun á húsnæði dag- vistar barna. Útboðsgögn verða seld á 1000 krónur á skrif- stofu vorri að Fríkirkjuvegi 3, Reykjavík. Tilboðin verða opnuð á sama stað fimmtudaginn 1. febrúar 1996, kl. 11.00. bgd 04/6 Fréttir____________________________________________x>v Bruni í íbúð: Fjórir á slysadeild Kviknað hafði i sófa og hann skíðlogaði þegar slökkviliðið kom á vettvang. Hér er búið að slökkva í sófanum en reykurinn úr svampinum varð þess valdandi að þrír menn voru fluttir á slysadeild. DV-mynd S Jólakortin Kristur læknar sjúka: Hundrað þúsund til tón- listarskólans á Flateyri Með sölu á jólakortunum Kristur læknar sjúka eftir Mugg, til styrkt- ar Flateyringum, fyrir jólin söfnuð- ust 100.000 krónur. Ragnar Jónsson, sem stóð að söfn- uninni, segir að í samráði við Magneu Guðmundsdóttur, oddvita Flateyrarhrepps, hafi verið ákveðið að féð rynni til tónlistarskólans á Flateyri, til hljóðfærakaupa, kaupa á hljómflutningstækjum og/eða öðr- um gögnum sem skólinn þyrfti á að halda. Söfnunin var gerð í minningu þeirra sem fórust í náttúruhamför- unum 26. október 1995. Ragnar vill koma á framfæri þakklæti til þeirra fjölmörgu sem tóku þátt í þessu framtaki, kennara, grunnskólabarna og fleiri, einnig Háskóla íslands, fyrir veitta aðstoð. -ÞK „Við fengum tilkynningu um mikinn reyk í stigagangi í fjölbýlis- húsi við Flyðrugranda kl. 11 á laug- ardagsmorun og þegar við komum á staðinn skíðlogaði í sófa í stofu í íbúð á jarðhæð. Eigandi hennar var kominn út en þar sem ekki var vit- að hvort fleiri væru inni voru reykkafarar sendir til þess að kanna málið. Svo reyndist sem betur fer ekki vera,“ segir Ragnar Sólonsson, varðstjóri Slökkviliðsins í Reykja- vík. Lögreglumaður, tveir íbúar í nærliggjandi íbúðum og eigandi umræddrar íðbúðar voru fluttir á slysadeild. „Lögreglan var á undan okkur á staðinn og lögreglumaðurinn hafði fengið snert af reykeitrun og sömu- leiðis tveir menn sem aðstoðuðu á vettvangi. Eigandinn hafði síðan hlotið einhver brunasár. Reykur af svampi er eitraður og það þótti skynsamlegt að láta huga að þessu fólki,“ segir Ragnar. -sv Ólafsfjörður: Engin framleiðsla hjá Gliti DV, Akureyri: Starfsmönnum keramikverk- smiðjunnar Glits hf. í Ólafsfirði hefur verið fækkað um þrjá, úr 10 í 7, í kjölfar erfiðleika við sölu á framleiðsluvörum fyrir- tækisins. Hálfdán Kristjánsson, bæjar- stjóri í Ólafsfirði, sem jafnframt er starfandi framkvæmdastjóri Glits, segir að í fyrirtækinu sé nú eingöngu unnið við frágang á vörum sem þegar hafa verið framleiddar. „Það skýrist á næstunni hvernig sölumálin þróast og þangað til er þetta mál nánast í biðstöðu,“ segir Hálf- dán. -gk Gjöf til geðdeildar Systkini og systkinabörn Huldu Guðmundsdóttur, f. 15.5. 1918 - d. 10.10. 1995, færðu ný- lega Barna- og unglingageðdeild Landspítalans 350 þúsxmd krón- ur í minningargjöf. Gjöflnni verður varið til efl- ingar tónlistar- og tómstunda- starfa við meðferö þeirra bama sem dvelja á deildinni. -GHS BSRB mótmælir uppsögnum á sjúkrastofnunum: Telur starfsfólk og stéttarfélög hafa verið blekkt - ítrekaö lýst yfir aö starfsfólki yröi ekki sagt upp Stjórn BSRB samþykkti á fundi 12. janúar sl. ályktun. Þar er harö- lega mótmælt hugmyndum stjórn- "'enda Ríkisspítala og Sjúkrahúss Reykjavíkur um uppsagnir starfs- fólks, lokun deilda og sjúkrarúma og niöurskurði á þjónustu við þá hópa samfélagsins sem ekki geta borið hönd fyrir höfuð sér, svo sem aldraða og geðfatlaða. BSRB bendir á að í viðræðum við stéttarfélög starfsfólks á Borgarspít- ala og á Landakoti hafi, þegar sam- eining þessara stofnana í Sjúkrahús Reykjavíkur var til umræðu, því ít- rekað verið lýst yfir að sameiningin yrði ekki til þess að starfsfólki yrði sagt upp. Nú séu hins vegar áform uppi um að fækka starfsfólki Sjúkrahúss Reykjavíkur um 80 manns. Gangi það eftir hafi starfs- fólk og stéttarfélög verið blekkt. Einnig sé talað um að fækka starfs- mönnum um allt að 100 hjá Ríkis- spítulum og loka um 120 sjúkrarúm- um á árinu. Að áliti BSRB er ljóst að vanda- málin hverfa ekki með þessu móti þó að hægt verði að sýna fram á sparnað í bókhaldi. Enn fremur segir í ályktun stjórn- ar BSRB að ábyrgð fjárveitinga- valdsins sé mikil þar sem það þvingar stjórnendur spítalanna til að halda áfram niðurskurðinum. -ÞK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.