Dagblaðið Vísir - DV - 15.01.1996, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 15.01.1996, Blaðsíða 14
14 MÁNUDAGUR 15. JANÚAR 1996 Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON Ritstjóri: JÓNAS KRISTJÁNSSON Aðstoðarritstjóri: ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjóri: PÁLL STEFÁNSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar: ÞVERHOLT111, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLT114, 105 RVÍK, SÍMI: 550 5000 FAX: Auglýsingar: 550 5727 - Aðrar deildir: 550 5999 GRÆN númer: Auglýsingar: 800 6272. Áskrift: 800 6270 Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/ Ritstjórn: dvritst@ismennt.is - Auglýsingar: dvaugl@ismennt.is. - Dreifing: dvdreif@ismennt.is AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 461 1605 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. Prentun: ÁRVAKUR HF. Áskriftarverð á mánuði 1550 kr. m. vsk. Lausasöluverð 150 kr. m. vsk., helgarblað 200 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaösins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Tvítyngd íslensk þjóð Breyttir lifnaöarhættir fylgja aukinni tækni. Tækni- þróun á sviöi fjarskipta og rafrænnar miðlunar er ör og tölvunotkun um leið orðin almenn. Segja má að stökk- breyting hafi orðið sé aðeins litið áratug til baka. Nú eiga menn þess kost að horfa á margar erlendar sjónvarps- stöðvar og samskipti með nettengingu eru aðgengileg gegnum tölvur, innanlands sem utan. Þessi öra þróun er fagnaðarefni. Hún auðveldar sam- skipti og ætti að auka víðsýni manna. Menningarstraum- ar fara hraðar miUi landa, viðskipti verða auðveldari og um leið ódýrari. íslendingar eru fljótir að tileinka sér nýjungar. Unga kynslóðin gengur að tölvum sem sjálf- sögðum hlut og vinnur sín verkefhi á þær. Sjónvarps- stöðvar bjóða innlent efni og um leið tengingar við er- lendar stöðvar. Frelsi í þessum efnum á enn eftir að aukast og fjölbreytnin verður meiri. En frelsi í þessum efnum fylgja annmarkar og víst er þörf að staldra við og hugleiða hvert stefnir. Sjónvarp og tölvur eru merk tækniundur og áhrifavaldar. Þessi tæki hafa áhrif á uppeldi nýrra kynslóða og hafa ekki síst áhrif á tungumálið og viðhorf til íslenskrar tungu. Búsetan í landinu, menningararfleifðin og tungumálið gerir okkur að einni þjóð. Varðveisla tungunnar er nauð- syn. Hún gerir okkur í raun að íslendingum. Margvísleg hætta steðjar að íslenskunni og ný tækni, svo góð sem hún er, eykur þá hættu. Hættan er einkum fólgin í ens- kunni sem smátt og smátt síast inn. Erlent sjónvarpsefhi er að miklu leyti á ensku. Þrátt fyrir aukna talsetningu bamamynda horfa böm og síðar unglingar daglega á þætti þar sem töluð er enska. Vinsælir tölvuleikir kaila á enskuþekkingu og svo mætti áfram telja. Það er enda eftirtektarvert að íslensk böm skilja ensku og em jafhvel mælandi á hana áður en enskunám hefst í skóla. Smám saman em íslendingar að verða tvítyngdir. Bömin læra íslensku og ensku í uppvextinum. íslenskan verður enskuskotin og ensk áhrif á setningaskipan. Þessi þróun er óheppileg en malar áfram hægt og bít- andi verði ekkert gert í málinu. Hér er ekki verið að leggjast gegn því að menn læri ensku. Góð tungu- málakunnátta, ekki síst enskukunnátta, er nauðsyn. Það á einkum við um þegna smáþjóðar sem talar tungu sem aðrir skilja ekki. Enskan er nefnilega góð viðbót þegar menn hafa náð góðum tökum á móðurmáli sínu. Og það er einmitt það sem gera þarf. Auka veg íslenskunnar. Þar reynir á foreldra og skólakerfi. Ingibjörg Einarsdóttir, sem situr í stjóm Samtaka móðurmálskennara, ritar í Skímu, blað samtakanna, um varðveislu tungunnar. Hún bendir á að íslensk tunga sé um margt aðkreppt um þessar mundir. Tungan verður fyrir ásókn úr ýmsum áttum. Því sé brýnt að umgangast málið af enn meiri virðingu en fyrr, veita því hlýju, nær- ingu og uppörvun. Fræðslan þarf að vera aðlaðandi og byggð á þekkingu. Ingibjörg segir að vægi fjölmiðla auk- ist sífellt og að í einni svipan geti menningaráhrifin orð- ið svo mikil aö almenningur láti þá hugsjón lönd og leið að rækta beri íslenska menningu og tungu. Rétt er það að áhrif fjölmiðla eru mikil og um leið ábyrgð þeirra. í því sambandi skal benda á mikilvægi prentmiðlanna. Leggja verður áherslu á lestur. Hér á landi má segja að daglöð séu lesin á hverju heimili. Lest- ur stóru dagblaðanna tveggja, Morgunblaðsins og DV, er afar mikill og þau því það lesefni sem aðgengilegast er. Hlutverk blaðanna í viðhaldi tungunnar er stórt og í heimi flölmiðlanna skapa þau í raun mótvægi við ensku- skotinn sjónvarpsheiminn. Jónas Haraldsson Islendingum lá mikið á að tolla í nútímanum, segir Arni m.a. í grein sinni. hnöttum streymir að. - Sífellt klukkan tifar, og efni frá gervi- Sjónvarpsnöldur enn Ein algengasta kvörtun 1 sam- tímanum er sú, aö það sé of mikið af öllu (nema náttúrlega góðvild og réttsýni). Meðal annars of mik- ið af ofbeldi og heimsku í sjón- varpi. Eða kannski of mikið af sjónvarpi yfirleitt. Það er t.d. kvartað oft og hátt yfir þvi hve dagskrá Ríkissjón- varpsins sé léleg (um aðrar sjón- varpsrásir er lítt talað, rétt eins og engar kröfur séu til þeirra ger- andi). Það er ekki nema von. Happaþátturinn á föstudögum er vondur kostur. Dagsljós hefur þan- ist út yfir allan þjófabálk og þar með sá siður að afgreiða leikhús, sifjaspell og popp, kraftlyftingar og kveðskap í belg og biðu og með þeim flumbrugangi að hvergi verði komið að kjarna máls. Allt í anda þess óþols sem held- ur því fram að enginn þoli að leng- ur fylgjast með nokkru máli leng- ur en í þrjár til fimm mínútur. Að viðbættri þeirri trú sjónvarps- manna að þeir verði að sjá fólki fyrir sínum hvunndagsís eða „dagamun á hverjum degi“ - m.ö.o. einhverjum gamanmálum oft í viku, sem kafna fyrr en varir í lágkúru og kauöaskap vegna þess að skemmtikraftarnir eiga ekki púður nema í 2-3 þætti hver. Minna er betra Svo er uppi önnur kenning sem segir að þótt dagskrár sjónvarps- rása séu vissulega misjafnar þá skipti það meira máli hve margir nota sjónvarp allt of mikið. Það geri menn sljóa eins og annað ofát. Mikið gláp deyfi allan næmleika, drepi minni og athygli á tvist og bast, gott ef það lamar ekki æ stærri hluta heilans, rétt eins og hávaði borga hefur þegar skert heym nútímamanna til muna. Alls konar rannsóknir eru til um þetta. Að öOu samanlögðu var engin ástæða til að fagna því, allra síst úr ráðherrastólum, að á þessum vetri bættust við tvær sjónvarps- rásir. Mér er sagt að forsætisráð- herra og menntamálaráðherra hafi í því tOefni fagnað aukinni samkeppni í ljósvakanum og auk- inni fjölbreytni. Þetta eru öfug- mæli: samkeppni í sjónvarpi leiðir Kjallarinn Árni Bergmann rithöfundur sjaldnast tU aukinnar fjölbreytni heldur til þess að sýnt er meira af því sama - í okkar dæmi meira af bandarískum annars flokks mynd- um og hasarþáttum á útsöluprís. Við fáum meira af klénu sjón- varpsefni en áður og þar að auki versna hlutföO í sjónvarpsheimi enn að mun íslenskri tungu í óhag - samt virðast ráðamenn láta sér það vel líka að notkunarsvið ís- lenskrar tungu í afdrifaríkasta fjölmiðlinum skreppi saman. En slík framvinda er, eins og sögur sýna, einmitt upphaf þess að smá- þjóð tali tungum tveim með þeim hætti, að síðan þrengir svo mjög að notkun móðurmálsins að það tekur að visna og rýrna. íslendingar og Solzhenítsyn Alexander Solzhenítsyn skrifaði árið 1989 fræga grein í útbreitt sovéskt blað. Hið sovéska skipulag var þá komið að fótum fram og greinin fjallaði um skoðanir hins fræga og þá útlæga rithöfundar á þvi „Hvemig við getum endurreist Rússland". Sólzhenítsyn vildi ekki að Rússland færi eftir kommún- ismann sömu leið og hin neysluglöðu Vesturlönd. Hann vOdi, eins og Václav Havel Tékka- forseti með sínum hætti, gera strangar siðferðiskröfur tO bæði stjómmálaforingja og þegna. Eitt keppikefli hans var það, að menn kynnu sér hóf, beittu sig sjálfsaga - meðal annars í fjöl- miðlanotkun. Hann leitaði sér dæma um að tO væru þjóðir sem kynnu sér viturlegt hóf á þessu sviði og fann það á íslandi! Þar tækju menn sér frí frá sjónvarpi einu sinni í viku og heOan mánuð á sumrin og létu sér nægja eina rás. Takið ykkur íslendinga tO fyr- irmyndar! Því miður var þessi íslenska sérviska þegar úr sögunni áður en Solzhenítsyn skrifaði grein sína. íslendingum lá mikið á að toOa í nútímanum og þeir halda að það gerist ekki fyrr en þeir fá sínar 10-20 rásir mestaOan sólarhring- inn. Og nú síðast vom Rússar að taka af Solzhenítsyn sjónvarpsþátt sem hann gerði út - undir því yf- irskini að hann sé svo leiðinlegur. En mér segir svo hugur, að nóbels- höfundur Rússa hafi verið flæmd- ur úr ljósvakanum vegna þess að hann sagði það sem þeir sém með völdin fara kærðu sig ekki um að heyra. Eins og hann gerði áður fyrr og eins og mætir höfundar hafa aOtaf gert hvar sem þeir voru niður komnir í heiminum. Ámi Bergmann „Dagsljós hefur þanist út yfir allan þjófa- bálk og þar með sá siður að afgreiða leik- hús, sifjaspell og popp, kraftlyftingar og kveðskap í belg og biðu og með þeim flumbrugangi að hvergi er komið að kjarna máls.“ Skoðanir annarra Blaðamenn og heimildir „Ljóst er að með því að skerpa á rétti blaðamanna og starfsskilyrðum þeirra eins og nú hefur verið gert, hefur einnig veriö skerpt á skyldum þeirra og ábyrgð....Blaðamenn eiga ekki og vOja ekki hafa ótakmarkaðan rétt tO að gefa ekki upp heimOdar- menn. En með skýrari rétti og skýrari ábyrgð gæti líka verið heppOegt að einhverjar skýrari leiðbein- ingar væru fyrir hendi um það hvaða eða hvers kon- ar hagsmunir það gætu verið, sem köOuðu á trúnað- arbrot við heimOdarmenn." Úr forystugrein Tímans 12. jan. Neðanjarðarhagkerfi „Þegar rætt er um neðanjarðarhagkerflð hér á landi er yfirleitt átt við ólögmætar athafnir, sem byggjast á annars lögmætri starfsemi. Þar má nefna atvinnurekstur sem er ekki skráður hjá yfirvöldum, skattsvik í skráðum fyrirtækjum, virðisaukaskatts- svik og vanskil á innheimtuskOum. Neðanjarðarhag- kerfi eru tO staðar í öOum þjóðfélögum og óraunhæft er að ætla að þau takist að uppræta með öOu.Best er að halda því í skefjum með því að stiOa opinber- um álögum í hóf og minnka þannig hvatann til skattsvika. Úr Viðskiptl/Atvinnulíf Mbl. 11. jan. Gjaldeyrisútstreymið „Gjaldeyrisstreymi úr landi vex hröðum skrefum þrátt fyrir góðæri í útflutningsviðskiptum. Hvað seg- ir þetta okkkur? Þetta segir okkur fyrst og fremst það, að forráðamenn fyrirtækjanna þora ekki að treysta því að gengi íslensku krónunnar verði hald- ið stööugu og vOja því hafa vaðið fyrir neðan sig með því bæði að greiða sem mest af erlendum skuld- um miðað við núverandi gengisstöðu og afla sér gjaldeyris á núverandi gengi tO þess aö greiða fyrir væntanleg kaup erlendins." Sighvatur Björgvinsson í Alþbl. 12. jan.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.