Dagblaðið Vísir - DV - 15.01.1996, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 15.01.1996, Blaðsíða 13
MÁNUDAGUR 15. JANÚAR 1996 13 Fréttir Stjórnendur í Borgarfirði fjölmenntu á ráðherrafund DV, Borgarnesi: Stjórnendur fyrirtækja í Borg- arnesi og nágrenni fjölmenntu á fund sem Finnur Ingólfsson, iön- aðar- og viðskiptaráðherra, hélt fyrir stjórnendur fyrirtækja í Borgarnesi og nágrenni á Hótel Borgarnesi í vikunni. Fundurinn var liður í fundaherferð sem ráð- herra stendur fyrir um landið þessa dagana. Tilgangur fundarins var að kynna stjórnendum fyrirtækja þau tækifæri sem eru í EES- samningnum á grundvelli skýrslu sem nýlega kom út á veg- um ráðuneytisins og heitir Evr- ópuverkefni á sviði lítilla og með- alstórra fyrirtækja. Einnig var kynnt verkefnið Átak til atvinnu- sköpunar sem ráðuneytin standa fyrir. Finnur sagði við DV að við- brögðin um landið hefðu verið mjög góð: „Betri kannski en mað- ur átti von á, sem sannfærir mahn um það hversu mikil þörf er á þessu og hversu áhugasamir stjórnendur fyrirtækjanna eru um það að afla sér þessara upp- lýsinga og vonandi í framhaldi af því nýta sér þau tækifæri sem þarna búa að baki,“ sagði Finn- ur. Það kom fram á fundinum að mörg dæmi væru um að fyrir- tæki hefðu náð góðum árangri á sviði EES, en innan þess er sér- stök fyrirgreiðsla ætluð litlum og meðalstórum fyrirtækjum. Því væri full ástæða fyrir íslensk fyr- irtæki að huga að þeim mögu- leikum sem þar byðust. En sam- kvæmt því sem einnig kom fram á fundinum er skilgreining Evr- ópusambandsins sú að lítið eða meðalstórt fyrirtæki teljist fyrir- tæki sem hafa innan við 500 starfsmenn. Líklega eru fá fyrir- tæki hérlendis sem ekki falla undir þá skilgreiningu. -OHR Ráðherra flytur erindi sitt á ráðstefnunni. DV-mynd Olgeir Garðurinn: Mikið byggt DV, Suðurnesjum: Gerðahreppur keypti á dögunum fjórar íbúðir í félagslega kerfinu - í 2 parhúsum við Lindartún í Garði - og hefur þegar úthlutað þremur. Parhúsin eru steinsteypt á einni hæð með léttu risþaki og niðurtekn- um loftum. Byggingartími þeirra var eitt ár. íbúðimar eru í tveimur stærðar- flokkum. Heildarverð stærri íbúð- anna, sem eru 105 m2, er 7,4 millj. króna en minni íbúðirnar eru 90 m2 og kosta rúm 6,4 millj. króna. Húsin eru hönnuð af Dagbjarti Guðmundssyni verkfræðingi en að- alverktaki var Bragi Guðmundsson húsasmíöameistari. Hann mun reisa tvö parhús til viðbótar sem verða seld á almennum markaði. Þá er annar verktaki í Garði sem mun innan skamms hefja byggingu fimm raðhúsa sem einnig verða seld á al- mennum markaði.________ÆMK Vestmannaeyjar: Heilsufar gott DV, Vestmannaeyjum: „Flensa hefur eitthvað verið að stinga sér niður en reyndar vantar okkur staðfestingu á því þó ein- kennin séu hin sömu,“ sagði Hjalti Kristjánsson, heimilislæknir í Vest- mannaeyjum, þegar hann var spurður um heilsufar í bænum. Hjalti sagði að það hefði verið gott í vetur, einkum framan af. „í október og fram í miðjan des- ember var lítið að gera. Fyrir jól fór þó að bera á vírusi í fólki, mest pest- um sem lítið er hægt að gera við. Nú virðist flensan í sókn og nokkuð um forfoll í vinnu og skólum," sagði Hjalti. ÓG Sundlauginni lokað í frostinu DV, Egilsstööum: Vegna tilmæla frá Hitaveitu Eg- ilsstaða var sundlauginni hér lokað frá 30. des. tO 7. janúar en þá voru miklar frosthörkur. Geysimikil notkun var á heimilum á heita vatn- inu um hátíðarnar en aðsókn að lauginni var í lágmarki. Sundlaugin er mjög fullkomin. Hitastilling er tölvustýrð, svo og klór- og kolsýrublöndun. Kolsýru er blandað í laugarvatnið til að fólki líði betur og með tilkomu þessarar nýju laugar er nú í fyrsta skipti hér hægt að hafa opið fyrir almenning jafnframt sundkennslu. -SB A 20. starfsári Gítarskóla Olafs Gauks, Síðumúla 17, veitir skólinn 20% afslátt af námsgjaldi á önninni í tilefni 20 ára afmælisins og býður upp á eftirtalin 20 námskeið: 1. Forþrep fulloröinna - byrjendakennsla, irleikur vio alþekkt lög. undirstaöa, léttur und- 2. Forþrep 2 - beint framhald Forþreps eöa Forþreps 3 - meiri undirleikur, einkum „plokk“ o.m.fl. 3. Forþrep 3 - beint framhald Forþreps eöa Forþreps 2 - dægur- lög undanfarinna 20 - 30 ára, byrjun á þvergripum o.m.fl. 4. Forþrep unglinga - byrjendakennsla, sama og Forþrep fulloröinna. 5. Hálft Forþrep - fyrir börn aö 10 ára aldri. 6. Tómstundagítar I - byrjendakennsla (sama og Forþrep fullorðinna, en styttra) fyrir 16 ára og eldri í samvinnu við Tómstundaskólann. 7. Tómstundagítar II - beint framhald af Tómstundagítar I 8. Fyrsta þrep, undirstööuatriöi nótnalesturs fyrir byrjendur lærö meö því að leika léttar laglínur á gítarinn o. fl. Aö jafnaði ein önn og lýkur með prófi. 9. Annaö þrep - beint framhald Fyrsta þreps, leikin þekkt smálög eftir nótum, framhald tónfræöi og tónheyrnarkennslu. Að jafnaði ein önn, lýkur meö prófi. 10. Priöja þrep - beint framhald Annars þreps, verkefnin þyngjast smátt og smátt, framhald tónfræöi og tónheyrnarkennslu. Aö jafn- aöi ein onn, lýkur meö prófi. og -tónheymarkennsíu aö sjálfsögöi tvær annir aö jafnaöi og lýkur meö prófi. IIMNRITUN, UPPLYSIIMGAR DAGLEGA KL. 14-17 12. Fimmta þrep - beint framhald Fjóröa þreps, námsefni verður fjölbreyttara og nemandinp er farinn aö spila töluvert á gítar og lesa lettar nótur af blaöi. Aframhald í tónfræði og tónheyrn.Tekur tvær annir að jafnaði, lýkur meö prófi. SÉRSTÖK TÚIMFRÆÐI- OG TÓIMHEYRIMARKEIMNSLA: 13. Tónfræöi - tónheyrn I - innifalin í námi. 14. Tónfræði - tónheyrn II - innifalin í námi. 15. Tónfræöi - tónheyrn fyrir áhugafólk - námskeið fyrir fólk, sem t.d. lanqar að kynna sér hiö einfalda og fullkomna kerfi nótnaskriftarinnar til þess aö geta sungið eða leikiö eftir nótum. 16. Jazz-popp I - þvergrip, hljómauppbygging, tónstigar, hljóm- sveitarleikur o.m.fl. Nótnakunnátta askilin. 17. Jazz-popp II - spuni, tónstigar, hljómfræði, nótnalestur. 18. Jazz-popp III - spuni, tónstigar, hljómfræði, nótnalestur, tónsmíð, útsetning o.m.fl. 19. Kvikmyndatónsmíðar - hljómsveitarsetning (orchestration) - sérstakt námskeið um tónsmíöar og útsetningu þeirra einkum meö tilliti til tónlistar fyrir kvikmyndir. 20. Erlendir gestir - 3-5 daga náms,stefnur meö erlendum aest- um veröa halanar þegar færi gefst. A þessu starfsári er áætluð heimsókn Joe Elliott, gítarleikara og námsráögjafa í GIT, Guitar + Institutg í Los Angeles, sem margir Islendingar kannast viö. Hann fer yfir og kennir ótrúlega ir_ X/ mikiö efni, bæöi popp og jazz, á A X/ stuttum tíma. Gítarleikarar og lengra komnir nemendur geta ÆÆBSjr\k.'r:j'M ekki misst af slíku tækifæri. W Rt BYRJENDUR ATHUGIÐ: Hægt að íá leigöa tieim gítara fyrir kr. 1000 á önn meöan peir endast. SIMI588 3730

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.