Dagblaðið Vísir - DV - 15.01.1996, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 15.01.1996, Blaðsíða 2
2 MÁNUDAGUR 15. JANÚAR 1996 Fréttir________________________________________________________________ Tvítug dansmær frá Tahítí brenndist illa á sýningu á Hótel íslandi: Hér hafa allir veriö góöir viö mig - sagði dansmærin Vanessa eftir vel heppnaða aðgerð á Landspítalanum Danshópurinn hefur verið hér á landi síðustu daga vegna kynningar á samnefndri nýrri áfengistegund sem Austurbakki flytur inn. Óhappið varð þegar Vanessa var að setja blómakrans á höfuð eins gesta Hótel íslands. Eldur frá spritt- kerti læstist í fatnaði hennar og hár og breiddist örskjótt út. Nærstaddir gestir náðu að slökkva í henni og komst hún undir læknishendur á ótrúlega skömmum tíma miðað við aðstæður. Ólafur Einarsson lýta- læknir framkvæmdi aðgerð á Va- nessu þar sem hann flutti skinn frá baki hennar á hálsinn og þykir að- gerðin hafa tekist mjög vel. Hún hefði ekki fyrirgefið okkur ef við hefðum hætt Félagar hennar í danshópnum kláruðu sýninguna á Hótel íslandi. Foringi hópsins, Hinano, sagði í við- tali við DV í gærkvöldi að þeim hefði brugðið mjög þegar þau sáu eld í hári Vanessu. En þau hefðu hins vegar ákveðið að halda áfram fyrir hana, hún hefði aldrei fyrirgef- ið þeim ef þau hefðu hætt sýning- unni. „Hún sagðist hafa heyrt tónlist- ina frá okkur þegar hún beið eftir sjúkrabUnum og það hjálpaði henni mikið. AUir hafa reynst okkur mjög vel, sérstaklega fólkiö á spítalanum, og viljum við þakka kærlega fyrir það. Við ákváðum að klára dag- skrána á íslandi og tileinka Vanessu sýninguna í kvöld,“ sagði Hinano í gærkvöldi, skömmu fyrir sýningu í Perlunni við lok kynning- arinnar Vín og drykkir sem haldin var um helgina. -bjb Flateyri: Heilir postulínsmunir finnast I rústunum Hinano, foringi danshópsins Anaké frá Tahítí, á danssýningu í Perlunni í gærkvöldi sem var tileinkuð Vanessu, dansmeynni sem brenndist illa á Hót- el íslandi kvöldið áður. DV-mynd JAK „Ég er fegin að þetta gerðist þó á Islandi. Hér hafa aUir verið svo góð- ir við mig,“ sagði Vanessa, tvítug dansmær frá Tahítí, við þá gesti sem fengu að heimsækja hana á gjörgæsludeUd Landspítalans í gær eftir erfiða aðgerð. Vanessa varð fyrir því óhappi á Hótel íslandi á laugardagskvöldið að brennast illa á hálsi og baki þegar hún var að skemmta ásamt félögum sínum í danshópnum Anaké frá Tahítí. Vanessa, tvítug dansmær úr hópn- um Anaké, í Bláa lóninu á föstudag, daginn áður en hún brenndist á Hót- el Islandi. DV-mynd GS Þjoðvegurinn eins og skautasvell Flateyringar komu saman á laug- ardag og sunnudag til að hreinsa til á svæðinu sem snjóflóðið fór yfir 26. október síðastliðinn. „Það kom þónokkuð af fólki, það var dreift um svæðið með hrífur, skóflur og hjólbörur. Ýmsir munir fundust, til dæmis gömuð kakó- kanna, alveg heil en loklaus, einnig gamlar myndir, ótrúlega lítið skemmdar, og óskemmdir postulíns- munir," sagði Magnea Guðmunds- dóttir, oddviti á Flateyri, í samtali við DV í gær. Gámaþjónusta Vestfjarða var með gáma á svæðinu og í þá gat fólk fieygt rusli. Magnea sagði að Flateyringar hefðu ekki gert sér vonir um að hægt yrði að vinna þetta starf fyrr en í vor en vegna veðurblíðunnar undanfarið hefði þetta verið mögu- legt. Þá sagðist hún gera sér vonir um að áframhald gæti orðið á hreinsuninni næstu daga ef veðrið yrði hagstætt. -ÞK Þjóðvegurinn var eins og skauta- svell en leit út eins og hann væri al- veg auður,“ sagði lögreglumaður á Hvolsvelli í samtali við DV í gær- kvöldi. Harður árekstur varð á þjóð- veginum rétt austan við Hellu milli Toyota-pallbíls og fólksbifreiðar. Farþegar og ökumenn sluppu með skrekkinn en fólksbíllinn er ónýtur eftir skellinn. Nokkuð var um útafakstur en þar fór þó allt vel. -sv Auglýst eftir röntgentæknum: Enginn sáttahugur - segir talsmaður röntgentækna Landspítalinn auglýsti um helg- ina eftir átta röntgentæknum og/eða röntgenhjúkrunarfræðing- um viö rcntgen- og myndgrein- ingadeild spítalans. Eins og kunn- ugt er gengu röntgentæknar út af spítalanum 1. desember sl. „Þetta er bara eins og við bjugg- umst við. Það hefur ekki verið boðað til fundar og enginn sátta- hugur virðist í mönnum eða vilji til aö leiðrétta þá skerðinu sem við höfum orðið fyrir. Röntgentæknar eru tilbúnir til viðræðna en okkur finnst ekki að við eigum að eiga frumkvæðið að þeim,“ sagði Sigrún Margrét Magnúsdóttir röntgentæknir í samtali viö DV. Hún sagðist ekki eiga von á að neinn sækti um þessi störf, þaö væru engir röntgentæknar tilbún- ir til þess og erlendir röntgentæknar hefðu helmingi hærri laun þannig að þetta ætti varla að freista þeirra. -ÞK Islenskri DNA- rannsókn hnekkt í Noregi - áfrýjað til Hæstaréttar NA-rannsókn, sem gerð var í Nor- egi, stangast á við íslenska DNA- rannsókn. Á grundvelli íslensku rannsóknarinnar var 23 ára gamall Breti dæmdur í 12 mánaða fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur 18. des- ember sl. fyrir að hafa nauðgað 41 árs gamalli íslenskri konu um borð í togaranum Þerney í Reykjavíkur- höfn þann 8. október síðastliðinn. Samkvæmt íslensku rannsókn- inni, sem gerð var hjá Rannsóknar- stofnun í meinafræðum, var talið að sæði í smokk sem konan framvísaði væri úr ákærða. Ásgeir Á. Ragnarsson, verjandi ákærða, sagði í samtali við DV í gær að í dag myndi hann áfrýja til Hæstaréttar jafnframt því að fara fram á flýtimeðferð í málinu. Ásgeir segir að það sé Hæstaréttar að skera úr um hvor rannsóknin sé gild, sú norska eða íslenska. Ekki náðist í forstöðumann Rann- sóknastofu í meinafræði í gær. -ÞK I>V Miklum verð- mætum stolið úr raðhúsi Fingralangir létu greipar sópa í raðhúsi í efra Breiöholti um helgina. Farið var inn í fjölda íbúða í raðhúsinu og rót- að í dóti og hlutum stolið. M.a. tóku hinir bíræfnu bófar skart- gripi, 100 geisladiska, marga hverja mjög verðmæta, 80 þús- und krónur í peningum o.fl. Brotist var inn á-fleiri stöðum í borginni og þurfti fólk meðal annars á sjá á eftir sjónvarps- tækjum vídeótækjum og hljóm- flutningstækjum. -sv Kveikt í gúmmímottu Kveikt var í gúmmímottu fyr- ir framan fataverslun að Lauga- vegi 60 snemma á laugardags- morgun. Eldurinn náði að teygja sig upp eftir húsinu og einhverjar rúður sprungu vegna hitans. Þær hrundu þó ekki úr og samkvæmt upplýsingum frá RLR mun enginn reykur hafa komist inn í verslunina. Slökkvilið náði að slökkva eld- inn áður en verr fór. -sv Barn datt í smurgryfju Fimm ára gamall drengur datt í tveggja metra djúpa smur- gryfju við Laugaveg á laugar- dag. Hann kvartaði undan verkjum í höfði og eitthvað var hann skorinn. Pilturinn var fluttur með sjúkrabíl á slysa- deild og við fyrstu sýn virtist hann óbrotinn. -sv Stuttar fréttir Úrskurður um hæfi Samtök sveitarfélaga á höfuð- -borgarsvæöinu vilja fá úr því skorið hvort skólastjórar og kennarar teljast hæfir til setu í sveitarstjómum eftir að grunn- skólinn verður fluttur til sveit- arfélaga. Samkvæmt fréttum RÚV úrskurðar félagsmálaráð- herra í málinu. Gagnrýnir fjármála- ráðuneytið Ríkisendurskoðun gagnrýnir að fiármálaráðuneytið hafi að fyrra bragði haft bein afskipti af innheimtmnálum sýslumanna gegn einstökum skuldunautum ríkissjóðs. Þetta kom fram i fréttum RÚV. Verkfræðingur ársins Sverrir Ólafsson rafmagns- verkfræðingur fékk viðurkenn- inguna verkfræðingur ársins hjá stórfyrirtækinu Rockwell. Að því er fram kom í fréttum RUV hannaði hann kubb í tölvu- mótald sem eykur hraða og má segja að sé undirstaða interriet- byltingarinnar. Uppsagnir í Bændahöllinni Bændasamtökin ætla að fækka starfsfólki í Bændahöll- inni og leigja frá sér húsnæði. Einnig verður, samkvæmt frétt- um RÚV, fækkað í yfirstjóm samtakanna. Rafmagnslaust sunnan Glerár Rafmagn fór af Akureyri sunnan Gleráf á sjöunda tíman- um í gærkvöldi. Samkvæmt fréttum RÚV var það skamm- hlaup í jarðstreng sem olli raf- magnsleysinu. Landvernd vill endurgreiðslu Vegna seinagangs yfirvalda vill Landvemd fá endurgreitt fé sem lagt var fram til girðingar- framkvæmda. Ríkissjónvarpið greindi frá þessu. -ÞK/bjb

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.