Dagblaðið Vísir - DV - 15.01.1996, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 15.01.1996, Blaðsíða 11
MÁNUDAGUR 15. JANÚAR 1996 11 Fréttir Flutningur Byggðastofnunar að Engjateigi: Kostnaður fór 157 prósent fram úr áætlun - harðlega gagnrýnt af Ríkisendurskoðun Ríkisendurskoðun gerir að um- talsefni og gagnrýnir tvenn fast- eignakaup Byggðastofnunar á árun- um 1993 og 1994 í skýrslu vegna rík- isreiknings ársins 1994. Annars veg- ar eru það kaup á húsnæði undir starfsemina á Akureyri og hins veg- ar vegna flutnings höfuðstöðvanna i Reykjavík frá Rauðarárstíg að Engjateigi. Þannig fór kostnaður vegna breytinga á húsnæðinu að Engjateigi 157% fram úr áætlun sem lögð var fyrir stjórn Byggða- stofnunar. Byggðastofnun keypti húseignina að Strandgötu 31 á Akureyri í mai 1993 fyrir 30,6 milljónir. Frá þeim tima hafa staðið yfir gagngerar end- urbætur á húsnæðinu og stendur kostnaðarverð þess, að teknu tilliti tU endurmats og afskrifta, í 55 miUj- ónum króna. Framkvæmdirnar voru ekki lagðar fyrir stjórn Byggðastofnunar tU samþykktar áður en hafist var handa. Ríkisend- urskoöun telur kostnaðinn háan með tUliti tU umfangs starfseminn- ar á Akureyri en þar eru aðeins 4 starfsmenn. í mars 1994 keypti Byggðastofnun húseign að Engja- teigi 3 undir aðalstöðvar sínar. Kaupverð var 66,2 miUjónir. Á stjómarfundi í maí var kostnaðará- æUun um breytingar á húsnæðinu lögð fyrir stjórn stofnunarinnar og hljóðaði hún upp á 19 miUjónir. í árslok 1994 var bókfærður kostnað- ur hins vegar orðinn 42,3 miUjónir og þá áætlað að enn þyrfti 6,5 miUj- ónir tU að ljúka verkinu. Kostnaður við breytingar er því 68,8 miUjónir eða 157% umfram þá áætlun sem lögð var fyrir stjórn Byggðastofnun- ar. Samkvæmt þessu er heildar- kostnaður við húsnæðið 115 milljón- ir. Rikisendurskoðun gagnrýnir að ekki hafi verið vandað tU kostnað- aráætlana og ekki farið eftir reglum um opinber innkaup. -bjb Ríkisendurskoðun gagnrýnir Sjálfsbjörg: Framkvæmt án fjárveitinga fýrir 15,5 milljónir króna Forráðamenn Vinnu- og dvalar- heimUis Sjálfsbjargar fá á baukinn í skýrslu Ríkisendurskoðunar vegna ríkisreiknings 1994. Um 18 milljóna króna haUi varð á rekstri heimUisins það ár, einkum vegna lokaframkvæmda við nýja dagvist fyrir 15,5 miUjónir króna. Ríkisend- urskoðun gerir athugasemdir við þessar framkvæmdir þar sem eng- in fjárveiting var til þeirra. Framkvæmdin var tjármögnuð að miklu leyti með fjármunum sem Sjálfsbjörg átti á bankareikningi. Innstæða á honum var þannig til komin að toUstjóraembættið endur- greiddi stofnuninni tryggingagjald sem það taldi ofgreitt þar sem greitt hafði verið eftir of háu gjaldstigi. Ríkisendurskoðun telur að trygg- ingagjaldið hafi verið rétt ákvarðað og Sjálfsbjörg því ekki borið að fá endurgreiðslu á því. Ríkisendurskoðun bendir á að rekstri stofnana sem fjármagnaðar séu með framlögum úr ríkissjóði beri að haga í samræmi við þann fjárhagsramma sem Alþingi sam- þykki. Það gUdi jafnt um aUar stofn- anir. Yfirdráttarskuld Sjálfsbjargar nam 6,2 miUjónum í árslok 1994. Ríkisendurskoðun gerir athuga- semd við að stofnanir, sem færðar eru í A-hluta fjárlaga, fjármagni rekstur sinn með þessum hætti. Rikisendurskoðun ítrekar at- hugasemd við Sjálfsbjargarstarfs- menn vegna þess að eftirliti með viðveru og fjarvistum var ábótavant þar sem stimpUklukka var ekki til staðar. Virðisaukaskattur var ekki innheimtur af matsölu til starfs- manna sem þó er áskUið í lögum um virðisaukaskatt. „ítrekað var að fjárhagsleg tengsl á miUi stofnunarinnar og Lands- sambands fatlaðra ættu að vera í lágmarki. f því sambandi þarf að fást niðurstaða um húsaleiguskuld stofnunarinnar við Landssamband- ið. HeUbrigðis- og tryggingamála- ráðuneytið hefur ekki viðurkennt kröfu Landssambandsins til húsa- leigu sem bókfærð er á 13,9 miUjón- ir króna,“ segir enn fremur í skýrsl- unni um Sjálfsbjörg. -bjb Starfsmenn SÍBS á Reykjalundi: 800 þúsund króna tekjutap vegna göngudeildargjalda - gagnrýnt af Ríkisendurskoöun Langar þig í mest spennandi skólann íbœnum? □ Langar þig í skemmtilegan og svo sannarlega spenn- andi skóla eitt kvöld í viku eða eitt laugardagssíðdegi í viku þar sem farið er eins ítarlega í máli og myndum yfir allt það sem lýtur að framhaldslífí okkar jarðarbúa eins og mest og best er vitað um það á hnettinum í dag? □ Og langar þig ef til vill að fræðast á fordómalausan hátt um bæði hina afar merkilegu sögu spíritismans hér á landi og erlendis, sem og allar þær rannsóknir sem gerðar hafa verið á handanheimafræðunum í dulsálarfræðinni og almennum sálarrannsóknum sl. 150 ár í vönduðum skóla sem býður fólki upp á mjög svo hófleg skólagjöld? - Ef svo er þá áttu ef til vill samleið með okkur. Þrír byrjunarbekkir hefja brátí nám í Sálarrannsóknum 1 nú á vorönn 96. - Skráning stendur yfir. Hringdu ogfáðu allar nán- ari upplýsingar um mest spennandi skólann sem í boði er í dag. - Yfir skráningardagana út janúar er að jafnaði svarað í síma Sálarrannsóknarskólans alla daga vikunnar, kl. 14 til 19. ^vSálarrannsóknarskólinn Æí \ - Skemmtilegur skóli - Vegmúla 2 Sími 561 9015 og 588 6050 í skýrslu sinni vegna ríkisreikn- ings ársins 1994 vekur Ríkisendur- skoðun athygli á fjárhagsvanda Vinnuheimilis SÍBS á Reykjalundi. Rekstrarhalli ársins nam 38 milljón- um króna. HaUinn árið 1993 var tæpar 2 miiljónir. Ríkisendurskoðun vekur athygli á breytingum sem gerðar voru á starfskjörum nokkurra starfshópa sem höfðu í fór með sér allt að 33,5% aukningu á launagreiðslum til þeirra. í tengslum við þessar breytingar var m.a. samið um að sjúkraþjálfarar fengju að sinna ut- anspítalasjúklingum í vinnutíma sínum. Ríkisendurskoðun bendir á að „afar óæskilegt" sé að heimila starfsmönnum að sinna eigin sjúk- lingum í vinnutíma hjá stofnuninni. Þá bendir Ríkisendurskoðun á að starfsmenn Reykjalundar greiða hvorki göngudeildargjöld við komu til rannsókna, í sjúkraþjálfun né á heilsugæslustöð heldur tekur stofn- unin á sig þessi gjöld. Tekjutap vegna þessa nemur um 800 þúsund krónum. Einnig bendir Ríkisendur- skoðun á að skila þurfi farseðlum vegna ferðalaga á vegum stofnunar- innar. ítrekuð er ábending um aö skrá lausafjármuni í eigu Reykjalundar og lagt er til að taka í notkun stimp- ilklukku fyrir starfsmenn. -bjb Afsláttardagar í TRÓ Wnduiu 'WjfífflffiSff á lá|«i veiéinu , x 15-50% afsláttur Parket, 1. gæðaflokkur Quick-Step parket, 1. gæðaflokkur - gólfdúkar gólfteppi - fíltteppi - stök teppi baðmottur - dyramottur y / gúmmímottur - blöndunartæki 9 Qyfjb hreinlætistæki baðkör sturtubotnar % ýmsar gjafavörur málning veggfóðursborðar flísar, úti og inni ísskápar þvottavélar frystikistur Opið öll kvöld og allar helgar WMETRÓ mMETRÓ ilRilSSTRÓ l:\METR0 i%\MET» JU\METRÓ Reylgavík Reylgavík Reylgavík Akureyri Akranesi ísafírði Málarinn, Skeifunni 8 Hallarmúla 4 Lynghálsi 10 Furuvöllum 1 Stillholti 16 Mjallargötu 1 sími 581 3500 sími 553 3331 sími 567 5600 sími 461 2785/2780 sími 431 1799 sími 456 4644

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.