Dagblaðið Vísir - DV - 15.01.1996, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 15.01.1996, Blaðsíða 26
38 MÁNUDAGUR 15. JANÚAR 1996 Fréttir_____________________________________________________________________________________pv Hugmyndir um að breyta Orkustofnun í sjálfseignarstofnun: Stór hluti af starfseminni færður til einkafyrirtækja Ræddar hafa verið hugmyndir um að gera Orkustofhun að hlutafé- lagi eða sjálfseignarstofnun og jafh- framt að orkuiðnaðurinn eigi að taka meiri þátt í rannsóknarkostn- aði orkulindanna en nú er. Sú um- ræða er í samræmi við hugmyndir um hvemig auka megi hagkvæmni í rannsóknum á orkulindum. Frá þessum hugmyndum var greint í fréttatíma Sjónvarpsins. Ef af því yrði að Orkustofnun yrði breytt í sjálfseignarstofnun myndi það óhjákvæmilega hafa í för með sér gjörbyltingu á störfum stofnunarinnar og ekki ósennilegt að því fylgdu margar uppsagnir. Hjá Orkustofnun vinna um 90 manns og Birgir Jónsson, formaður starfs- manncifélagsins, varð þar fyrir svör- um. „Það var starfandi nefnd sem átti að skila áfangaskýrslu um starfsemi Orkustofnunar og hugsanlegar breytingar á henni nálægt áramót- um og hugmyndir hennar eru drög að áfangaskýrslu. Lokaskýrslan sjálf á að afhendast í febrúar. Við höfum ekki fengið þessi áfangadrög í hendur en ég hef heyrt hvað stendur í henni. Þar er gert ráð fyrir að starfseminni sé skipt í tvennt. Annars vegar verði starf- andi lítil stofnun í kringum orku- málastjóraembættið sem verði ríkis- stjóminni og iðnaðarráðuneytinu til ráðgjafar í orkumálum, innlend- um sem alþjóðlegum. Hins vegar verði meirihluta stofnunarinnar, þeim hluta hennar sem sér um framkvæmd rannsókna, dreift út í mörg einkafyrirtæki þannig að heildin brotni niður. Reyndar eru ýmsar aðrar hug- myndir í gangi, til dæmis að hinn hlutinn verði sér ríkisstofnun, sam- eignarfélag, hlutafélag eða tvö hlutafélög," sagði Birgir. Fjöldauppsagnir „Starfsmannafélagið telur að með þvi að sundra þessari rannsóknar- heild sé verið að kasta á glæ mikl- um verðmætum. Hér á Orkustofnun er samankomin mikil þekking og reynsla mjög hæfra starfsmanna sem eru vanir aö vinna saman. Ef farið yrði eftir þessum hugmyndum myndi það sennilega þýða fjölda- uppsagnir. Maður getur ekki skilið það öðruvisi. Þá yrði sá hluti sem eftir yrði aðeins um 20 manna stofn- un. Við teljum að þessi tillaga sé ein- Mdlega ekki nógu vel unnin. Þeir sem séu að leggja hana fram viti varla hvað fer fram á svona rann- sóknarstofnun og við trúum því ekki að þessi tillaga verði sett í framkvæmd. Eftir því sem ég kemst næst hefur ráðherra ekki haft tíma tii þess að kynna sér tillögur nefndarinnar enn. Sem betur fer eru þetta enn sem komið er aðeins drög að nefnd- aráliti. Við höfum verið að hringja í nefndarmenn og þeir virðast ekki allir hafa verið samstiga um þessar tillögur. Ég veit alla vega um einn sem vissi ekki að senda ætti út þess- ar tillögur því hann hafði ekki kom- ist á síðasta fund nefndarinnar. Ég tel hins vegar að það þurfi að endurskoða og hagræða á Orku- stofnun eins og á öðrum stofhunum og fyrirtækjum. Starfsmannafélagið er æst í að taka þátt í þeirri vinnu. En þegar tillögugerð er haldið frá okkur verða menn nokkuð uggandi því við vitum ekki hvað er að ger- ast,“ sagði Birgir. „Nefndin er skipuö af mér og er enn að störfum. Hún skilar af sér skýrslu fljótlega og þá mun ég taka tillögur hennar til skoðunar. Ef þær hugmyndir sem þama eru á kreiki ná fram að ganga þá þýðir það tals- verðar breytingar á starfsemi Orku- stofnunar, það er alveg ljóst. Ég er tilbúinn að tjá mig um mál- ið þegar nefhdin er búin að skila frá sér tillögum, en ekki fyrr,“ sagði Finnur Ingólfsson iðnaðarráðherra. -ÍS Vestmannaeyjar: Fýrsta síldin í ár DV, Vestmannaeyjum: Gígja VE landaði 320 tonnum af síld hér í Eyjum fyrir helgina og var það fyrsta súdin sem berst til Eyja á árinu. Þá landaði Guðmundur VE einnig 50 tonnum. SUdin er þokka- lega góð.ísfélagið á eftir um 1200 tonna sUdarkvóta og halda þessi tvö skip áfram sUdveiðum en Heimaey VE er á loðnuveiðum með flottroU. Sighvatur Bjarnason landaði 160 tonnum af sUd sem skipið fékk í troU. -ÓG AUKIN ÖKURÉTTINDI LEIGUBIFREIÐ VÖRUBIFREIÐ HÓPBIFREIÐ Námskeiö til aukinna ökuréttinda hefst þann 16. janúar nk. Hagstœtt verö og góö greTðslukjör. Mörg stéttarfélög taka þáttí kostnaði felaga sinna. Hafðu samband og við sendum þér allar nánari upplýslngar um leið. Ökuskóli íslands í fyrirrúmi 9 568 3841 Dugguvogur 2 104 Reykjavík DV-mynd GVA Hringur og Lára eru kát og glöð í fanginu á pabba. Borgarbraut á Akureyri: Bæjaryfirvöld fá engin svör frá ríkisvaldinu DV, Akureyri: Bæjaryfirvöld á Akureyri hafa beðið í 11 mánuði eftir svari yfir- valda við erindi sínu um uppbygg- ingu Borgarbrautar á Akureyri sem bæjaryfirvöld líta á sem þjóðveg í þéttbýli og mörgum þykir orðið brýnt að ráðist verði í framkvæmd- ir við. Borgarbraut á að tengja miðbæj- arsvæðið við byggðina utan Glerár, og reyndar verður brautin hluti af annarri helstu akstursleið í gegnum bæinn með brú yfir Glerá skammt frá Sólborg. í reiknilikani hefur sú útkoma fengist að tilkoma brautar- innar muni spara bæjarbúum um 30 milljónir króna á ári og hún mun reyndar gjörbreyta notkun gatna- kerfis bæjarins. „Við errnn orðnir ansi óþolinmóð- ir en ekkert hefur gengið með að þoka þessu máli áfram. Við höfum m.a. ýtt á þingmenn okkar og hefð- um vonast eftir kröftugri viðbrögð- um þar. Okkar skoðun er sú að hér sé um þjóðveg að ræða og höfum með rökum farið fram á að ríkið greiði þessa framkvæmd þar sem einnig sé um að ræða tengingu við vaxandi byggð í næsta sveitarfélagi. Það eru fordæmi fyrir þessari túlkun okkar, t.d. í Reykjavík, og spuming um að menn sitji við sama borð, enda er þetta verkefni sem fellur inn í þann ramma sem unnið hefur verið eftir á höfuðborgar- svæðinu," segir Jakob. -gk Sandgerði býður bygg- ingalóðir DV, Suðumesjum: Bæjarstjóm Sandgerðisbæjar hefur mikinn áhuga á að koma til móts við þá sem vilja byggja íbúðarhús og setjast að í bæn- um. Nýbúið er að deiliskipuleggja svæöi fyrir nýbyggingar - skipuleggja þar lóðir. Fækkun íbúa i Sandgerði í fyrra um 4,9% hefur þjappað fólki saman í bænum og leitað verður allra leiða til að snúa þeim tölum viö. „Við stefnum á að fjölga fólki í bænum á ný. Það er til skoðun- ar aö koma til móts viö þá sem vilja byggja íbúðarhúsnæði með hagstæðum gatna- og byggingar- leyfisgjöldum," sagði Sigurður Valur Ásbjamarson, bæjarstjóri Sandgerðisbæjar. -ÆMK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.