Dagblaðið Vísir - DV - 15.01.1996, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 15.01.1996, Blaðsíða 9
MÁNUDAGUR 15. JANÚAR 1996 9 Utlönd Væntanleg ævisaga Englandsdrottningar: Filippus ótrúr Elísabetu Filippus drottningarmaður. Efasemdir um að Filippus, eigin- maður Elísabetar Englandsdrottn- Unglingum ráð- Sagt að stöðva kossaflangsið Unglingum í norðurhluta Eng- lands hefur verið ráðlagt að hætta að kyssast vegna heilahimnubólgu- faraldurs sem hefur orðið átta ung- mennum að bana frá því um jólin, nú síðast sautján ára pilti á föstu- dag. Heilbrigðisyíirvöld í suðurhluta Jórvíkurskíris og í kringum Nott- ingham hafa ákveðið að efna til bólusétningarherferðar og bólusetja fjórtán þúsund börn á aldrinum tveggja til átján ára. „Hægt er að smitast af heila- himnubólgu með kossum þar sem bakterían berst með munnvatni. Það mundi borga sig fyrir unglinga, sem búa á svæðum þar sem heila- himnubólgutiifelli hafa komið upp, að hætta öllu partístandi um sinn,“ sagði Alan Mousley, talsmaður heil- brigðisyfirvalda í Nottinghamskíri. Reuter Kaupmannahöfn orðin menningar- höfuðborg Evrópu „Kaupmannahöfn mun sýna um- heiminum hvers við erum megnug en það er ekki bara okkar fólk sem verður til sýnis. Alls konar perlur og stjörnur annars staðar frá munu koma og auðga okkur og gesti okk- ar,“ sagði Margrét Þórhildur Dana- drottning í veislu þegar Kaup- mannahöfn tók við sæmdarheitinu menningarhöfuðborg Evrópu af Lúxemborg. Á komandi ári verða rúmlega eitt þúsund list- og menningarviðburðir í Kaupmannahöfn og munu herleg- heitin kosta borgina um ellefu millj- arða íslenskra króna. Meðal þess sem gestir og gang- andi í Kaupmannahöfn geta barið augum á þessu ári er fyrsta sýning- in á ætingum eftir Rembrandt og sextíu impressiónistaverk frá París sem mjög sjaldan eru lánuð út. Reuter ingar, hafi verið konu sinni trúr hafa enn einu sinni komið upp á yf- irborðið og eru gerðar að umtalsefni í nýrri ævisögu drottningar sem kemur út í febrúar, í tOefni sjö- tugsafmælis hennar. Breska blaðið The Times birti útdrátt úr bókinni um helgina. Orðrómur um að Filippus hafi verið konu sinni ótrúr á fyrstu árum hjónabandsins hefur oft skot- ið upp kollinum í bresku æsiblöðun- um en það þykir tíðindum sæta að virðulegt blað á borð við Times skuli brjóta þá bannhelgi sem hefur verið um einkalíf drottningar, öfugt við það sem gerist um börn hennar. „Hjónaband þeirra er mjög svo konunglegt. Elísabet er af kynslóð sem var alin upp við það að búast ekki við hjónabandstryggð heldur hollustu. Elísabet skilur löngun hans í sjálfstæði og tekur tillit til þess,“ skrifar höfundur bókarinnar, Sarah Bradford, og leggur trúnað á fyrri frásagnir um að drottningar- maður renni hýru auga til annarra kvenna. Hún segir frá atviki í veislu einni þegar Elísabet fylgdist með eigin- manninum dansa mjög þétt upp við dóttur gestgjafanna. „Hún sér en vill ekkert vita. Hún vill heldur ekki láta segja sér. Þegar hirðmey reyndi að upplýsa hana rak Elísabet hana, þrátt fyrir áralanga vináttu þeirra," skrifar Bradford en segir að hjónabandið sé engu að síður gott. Reuter Múslímar og Króatar lofa böt og betrun Króatar og múslimar í Bos- níu létu undan þrýstingi frá ut- anríkisráðherra Þýskalands og herstjóra NATO í landinu í gær og lofuðu að bæta samskipti þjóðarbrotanna til að renna styrkari stoðum undir sam- bandsríki þeirra. Það á að ger- ast á næstu tveimur vikum. Muhamed Sacirbey, utanrík- isráðherra Bosníu, sagði að múslímar og Króatar hefðu lof- að að sameína borgina Mostar undir eina stjórn en hún er nú veiki hlekkurinn í sambands- ríkinu. Reuter “ Þegar þú eignast góðan, notaðan bíl frá okkur, getur þú valið annað tveggja: DÆMI UM GREIÐSLUR af vaxtalausu láni Verð bíls 800.000 kr. Útborgun 200,000 kr. ________Eftirst. 26.313 kr. á mánuði í 24 mánuði Allur lántökukostnaður jnnifalinn 1 Vaxtalausl lán til 24 mánaða að upphæð allt að 600 þús. kr. Ríflegan Margrét Þórhiidur flytur ræðu í menningarveislu í Kaupmannahöfn. Símamynd Reuter » NOTAÐIR BÍLAR SUÐURLANDSBRAUT 12 SÍMI: 568 1200 beint 581 4060 Opið laugardag kl. 10-17 og sunnudag kl 13-17, virka daga til kl. 19. ’diGOD HV1|B HIGViON r'-vu. MSKHIM aiavroM

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.