Dagblaðið Vísir - DV - 15.01.1996, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 15.01.1996, Blaðsíða 29
MÁNUDAGUR 15. JANÚAR 1996 41 Leikhús LEIKFÉLAG REYKJAVÍKUR SÍMI 568-8000 STÓRA SVIÐ: ÍSLENSKA MAFÍAN eftir Einar Kárason og Kjartan Ragnarsson 8. sýn. fimmt. 18/1, brún kort gilda. LÍNA LANGSOKKUR eftir Astrid Lindgren Laud. 20/1 kl. 14, sunnud. 21/1 kl. 14. LITLA SVIÐ KL. 20: HVAÐ DREYMDI ÞIG, VALENTÍNA? eftir Ljúdmílu Razumovskaju Lau. 20/1, síðasta sýning. STÓRA SVIÐ KL. 20: VIÐ BORGUM EKKI, VIÐ BORGUM EKKI eftir Dario Fo Föst. 19/1, síðasta sýning. Þú kaupir einn miða, færð tvo! Samstarfsverkefni við Leikfélag Reykjavíkur: Barflugurnar sýna á Leynibarnum kl. 20.30: BAR PAR eftir Jim Cartwright Föst. 19/1, uppselt, lau. 20/1 kl. 23.00. Fyrir börnin: Línu-ópal, Línu-bolir og Línu-púsluspil. Miðasalan er opin alla daga frá kl. 13-20, auk þess er tekið á móti miðapöntunum í sima 568-8000 alla virka daga. Greiðslukortaþjónusta. Gjafakortin okkar - frábær tækifærisgjöf. Leikfélag Reykjavíkur - Borgarleikhús Faxnúmer 568-0383. ÍSLENSKA ÓPERAN —^1111 Sími 551-1475 MADAMA BUTTERFLY Föstud. 19/1 kl. 20. HANS OG GRÉTA Laud. 20/1 kl. 15, sund. 21/1 kl. 15. Miðasalan er opin alla daga nema mánudaga frá kl. 15-19, sýningardaga er opið þar til sýning hefst. SÍMI 551-1475, bréfasími 552-7384. GREIÐSLUKORTAÞJÓNUSTA Bæjarleíkhúsið Mosfellsbæ LEIKFÉLA0 MOSFELLSSVEITAR sýnir Gamanleikinn Delerium Búbónis eftir Jónas og Jón Múla Árnasyni Sýningar hefjast kl. 20.30 alla dagana. 5. sýn. fimmtud. 18. janúar 6. sýn. föstud. 19. janúar 7. sýn. laugd. 20. janúar 8. sýn. föstud. 26. janúar 9. sýn. laugd. 27. janúar 10. sýn. sunnd. 28. janúar. Miðapantanir í síma 566 7788 allan sólarhringinn. Miðasala í leikhúsi frá kl. 17 sýningardaga. ÞJÓÐLEIKHÚSID STÓRA SVIÐIÐ KL. 20.00: DONJUAN eftir Moliére 7. sýn. fid. 18/1, 8. sýn. fid. 25/1, 9. sýn. sud. 28/1. PREK OG TÁR eftir Ólaf Hauk Símonarson Ld. 20/1, uppselt., sud. 21/, nokkur sæti laus, Id. 27/1, uppselt, md. 31/1. GLERBROT eftir Arthur Miller Föd. 19/1, föd. 26/1. KARDEMOMMUBÆRINN eftir Thorbjörn Egner Ld. 20/1 kl. 14.00, örfá sæti laus, sud. 21/1 kl. 14.00, örfá sæti laus, Id. 27/1 kl. 14.00, sd. 28/1 kl. 14.00. LITLA SVIÐIÐ KL. 20.30: KIRKJUGARÐSKLÚBBURNN 6. sýn. fid. 18/1, uppselt, 7. sýn. föd. 19/1, örfá sæti laus, 8. sýn. fid. 25/1, 9. sýn. föd. 26/1, örfá sæti laus. SMÍÐAVERKSTÆÐIÐ KL. 20.00. Leigjandinn eftir Simon Burke 2. sýn. fid. 18/1, 3. sýn. föd. 19/1, 4. sýn. fid. 25/1, 5. sýn. föd. 26/1, 6. sýn. sud. 28/1. Athugið að sýningin er ekki við hæfi barna. LISTAKLÚBBUR LEIKHÚSKJALLARANS Mánd. 15/1 kl. 20.30. DONJUAN Dagskrá í umsjón Ásdísar Þórhalisdóttur. Gjafakort í leikhús - sígila og skemmtileg gjöf! Miðasalan er opin alla daga nema mánudaga frá kl. 13.00-18.00 og fram að sýningu sýningardaga. Einnig símaþjónusta frá kl. 10.00 virka daga. Greiðslukortaþjónusta. Fax: 561 1200 SÍMI MIÐASÖLU: 551 1200 SÍMI SKRIFSTOFU: 551 1204 VELKOMIN í ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ! Safnaðarstarf Áskirkja: Opiö hús fyrir alla aldurshópa kl. 14.00-17.00. Fundur i æskulýðsfélagi Áskirkju kl. 20.00 í safnaðarheimilinu. Friðrikskapella: Kyrröarstund í hádegi í dag. Léttur málsverður í gamla félagsheimilinu að stundinni lokinni. Hallgrímskirkja: Fundur í æskulýðsfélaginu kl. 20.00. Langholtskirkja: Ungbarna- morgunn kl. 10.00-12.00. Fræðsla: Grindarbotnsæfingar. Arna Harðar- dóttir sjúkraþjálfari og Brynja Ör- lygsdóttir hjúkrunarfræðingur. Aft- ansöngur kl. 18.00. Neskirkja: Starf fyrir 10-12 ára kl. 17.00. Fundur í æskulýðsfélaginu kl. 20.00. Foreldramorgunn þriðju- dag kl. 10.00-12.00. KafFi og spjail. Menning Pálmi Gestsson í hlutverki Pollocks og Tinna Gunnlaugsdóttir í hlutverki Loisar. Áflótta Leikritið Leigjandinn eftir Simon Burke á ekkert skylt við skáldsöguna Leigjandann eftir Svövu Jak- obsdóttur, annað en þá klaufalegu staðreynd að titill verkanna er hinn sami. Þjóðleikhúsið hefur opinberlega beðið Svövu vei- virðingar á samheitinu og væntanlega um leið komið í veg fyrir allan hugsanlegan misskilning um það að þarna sé einhver minnsti skyldleiki á ferðinni. Því svo er ekki! Titillinn er annars þýðing á frumheitinu „The Lodger“ og snýst verkið um unga konu sem tekur sér herbergi á leigu í litlum bæ. Það leynir sér ekki að konan er á flótta og smám saman kemur í ljós að draugar fortíðar eru á hælum hennar. Leigjandinn hlítir lögmálum spennusögunnar. Ekki er allt sem sýnist og nokkrum sinnum verða frekar fyrirsjáanlegar og formúlukenndar vendingar í at- burðarásinni, ætlaðar til þess að breyta viðhorfi áhorfandans til einstakra persóna og framvindunnar i heild. Þetta er lipurlega gert og þýðing Hallgríms H. Helgasonar á textan- um gerir persónurnar þolanlega trúverðugar, þó svo að þær séu ekki á dýptina (utan húseigandinn). Orðbragðið er hrátt og groddalegt enda býr þetta fólk í hörðum og miskunnarlausum heimi þar sem það hefur illt eitt í för með sér að rækta mannlegar til- finningar. Karlmennirnir í leikritinu fá herfOega útreið og í þeim finnst varla nokkur ærleg taug þegar upp er staðið. Þetta eru eiginlega óþokkar og illmenni upp til hópa. Tinna Gunnlaugsdóttir leikur Lois. Hún er hið dæmigerða fórnarlamb, illa farin af fikniefnaneyslu og vændi sem dólgurinn hennar, miskunnarlaus hrotti, Pollock að nafni, hefur leitt hana út í. Ef Lois á að bjargast þarf hún að losna úr klóm hans en þó að það sé þversagnarkennt virðist hann þó vera einasta mannveran sem hún á að í heiminum. Þegar svo Lois lendir hjá hinum vinalega Wise er hún tortryggin í fyrstu. Það er gagnkvæmt en á eftir að breytast með örlagaríkum afleiðingum. Tinna lýsir vonleysi og einsemd Loisar vel og þar með þrá hennar eftir betra lífi. Hún leikur stóran til- finningaskala, allt frá viðkvæmu nótunum út í for- herðingu og slóttugheit og hefur túlkunina alveg í hendi sér í flestum atriðum. Það er einna helst að hún yfirkeyri og verði ósannfærandi í atriðum þar sem Lois missir stjórn á sér. Annars er Tinna kannski einum of glæsOeg til þess að verða reglulega sannfærandi sem útlifuð vændis- kona og eiturfikill. Úr þessu hefði þó mátt bæta með annars konar förðun. Örn Ámason túlkar hlutverk Wise af miklu innsæi og nákvæmri tilfinningu fyrir viðfangsefninu. Hann lýsir inn í kviku á þessum dula og dagfarsprúða manni sem geymir reyndar sitthvaö óvænt í skugga- legu pokahorninu. Allt fas Arnar segir meira en mörg orð, áherslur og svipbrigði eru forkunnarvel unnin og persónan stend- ur ljóslifandi og sjálfri sér samkvæm frammi fyrir áhorfandanum. Það var ánægjulegt að sjá þessi vönduðu vinnu- brögð og ekkert ofmælt að Örn vinni leiksigur í hlut- verkinu. Pálmi Gestsson er forherðingin uppmáluð i hlut- verki Pollocks sem er ekki gefinn neinn sjans tii að vera annað eða meira en staðlað illmenni. Það fylg- ir honum ísköld mannfyrirlitning og Pálmi sýnir hrottaskap hans (var reyndar stundum full yfirdrif- inn) í orði sem æði. Randver Þor- láksson leikur lögregluforingjann Reed sem líka er fremur stöðluð persóna, kunnugleg úr þáttum og kvikmyndum. Randver vann hlutverkið ágætlega. Stefán Jónsson og Anna Kristín Arngrimsdóttir voru í smærri hlutverkum og leystu þau fyrirhafnarlaust af hendi. Leikmynd Vignis Jóhannssonar ber vott um form- skyn myndlistarmannsins, svolítið flókin fyrir fram- vinduna en skapaði tilbreytingu fyrir augað. Rýmið á Smíðaverkstæðinu kallar á frumlegar sviðslausnir og Hallmar Sigurðsson leikstjóri fleytir atburðarásinni lipurlega um króka og kima leikmyndarinnar þar sem vel unnin lýsing skiptir höfuðmáli. Þeir sem hafa gaman af dálítilli spennu í leikhús- inu eiga erindi á Smíðaverkstæðið á meðan Leigjand- inn heldur þar til. Þjóðleikhúsið sýnir á Smíðaverkstæðinu: Leigjandann eftir Simon Burke Þýðing: Haligrímur H. Helgason Lýsing: Jóhann Bjarni Pálmason Hljóðmynd: Georg Magnússon Leikmynd og búningar: Vignir Jóhannsson Leikstjóri: Hallmar Sigurðsson Leiklist Auður Eydal

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.