Dagblaðið Vísir - DV - 15.01.1996, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 15.01.1996, Blaðsíða 16
16 MÁNUDAGUR 15. JANÚAR 1996 Fréttir Segulómsjá rekin af sjálfstætt starfandi sérfræðilæknum: Borgar sig fýrir ríkið að kaupa þjónustu af okkur - segir Birna Jónsdóttir, einn læknanna Læknisfræðileg myndgreining, fé- lag sem sérfræðilæknar stofnuðu, rekur í Domus Medica segulómsjá sem fjármögnuð er af Lýsingu. Seg- ulómsjáin kom til landsins sumarið 1995. Kostnaðurinn við að fá tækið, húsnæði og uppsetning var um eitt hundrað milljónir. Að sögn Bimu Jónsdóttur var ástæðan fyrir kaupunum þörfin fyr- ir slíkt tæki. Segulómsjá hefur ver- ið notuð erlendis í 15 ár. Ein segul- ómsjá var til í landinu, á Landspít- alanum, síðan 1991, en hún annaði engan veginn eftirspuminni. „Segulómsjáin sjúkdómsgreinir með því að nota segulsvið og út- varpsbylgjur. Hún notar ekki röntgengeisla. Mun fljótlegra er að greina ýmsa sjúkdóma með þvi að nota þetta tæki. Við greiningu sumra sjúkdóma er hægt að nota nokkrar aðferðir til greiningar og em þær oft óþægilegar fyrir sjúk- lingana. Útilokunaraðferðin er einnig oft notuð við greiningu. MS- sjúkdóminn er til dæmis hægt að greina með segulómsjánni en hann hefur veriö mjög erfiður í grein- ingu. Hægt er að taka æðamyndir af heila á fimmtán mínútum, ekki þarf að sprauta litarefni inn í æðakerfið en það er óþægilegt fyrir sjúklinga," sagði Bima. Samningur við Tryggingastofnun Sérfræðingamir gerðu samning við Tryggingastofnun um að kaupa af þeim þjónustu í janúar 1995 til þriggja ára en nú hefur Trygginga- stofnun sagt samningnum upp og hann rennur út um næstu áramót. Segulómsjáin var tekin í notkun 8. janúar sl. „Við höfum ekki verið boðuð á ' neinn fúnd hjá Tryggingastofhun til KVOUSKOUM KOMVOGS# INNRITUN Á VORÖNN HAF1N Tungumál: Enska Danska Norska Sænska Þýska Franska ítalska Spænska íslenskt mál og íslenska fyrir útlendinga. Stærðfræði, upprifun. Bókband Leirmótun Leturgerð Ljósmyndun I og II Silkimálun Trésmíði Útskurður Vatnslitamálun Videotaka á eigin vélar Bútasaumur Fatasaumur Bókhald smærri fyrirtækja Vélritun á tölvur Tölvur, byrjendanámskeið. Windows og Word fyrir Windows Gerbakstur Gómsætir bauna-pasta- og grænmetisréttir. Garðyrkja Fjölgun trjáplantna og trjáklippun. Bridge Innanhússskipulag Litur og lýsing Eigin atvinnurekstur Innritun í símum 564-1507 og 554-4391 Starfsmenntunarsjóðir ýmissa stéttarfélaga styrkja félagsmenn sín til náms í Kvöldskóla Kópavogs, t.d. BSRB, BHMR, Sókn, VR og Starfsmannafélag Kópavogs. Segulómsjáin í Domus Medica. Tryggingastofnun hefur sagt upp samningi við eigendur hennar um næstu áramót. DV-mynd S að ræða þessi mál eftir að hún sagði samningnum upp. Ekki er grundvöllur fyrir rekstri segulómsjárinnar ef viö erum ekki í viðskiptum við Tryggingastofnun. Það er töluvert dýrara fyrir ríkið að kaupa þessa þjónustu við sjúkdóms- greiningu af sjúkrahúsunum með þeim aðferðum sem þau nota heldur en að kaupa hana af okkur,“ sagði Birna. -ÞK Reykjanesbær: Nýr grunnskóli í Keflavíkurhverfi - skólarnir verða einsetnir eftir 6 ár DV, Suðuxnesjum: „Það er þörf fyrir nýjan grunn- skóla. Hann verður liklega næsta verkefhi okkar og það fyrsta á næsta ári. Það sem er á undan á dagskrá í ár er að gera dagvistunar- málum góð skil,“ sagði Ellert Ei- ríksson, bæjarstjóri Reykjanesbæj- ar, í samtali viö DV. Skólanefhd Reykjanesbæjar legg- ur til að byggður veröi í áfongum nýr grunnskóli í Heiðarbyggð í Keflavíkurhverfi. í fyrsta áfanga verði stjómunarálma og stofur fyrir 1.-4. bekk. Við skólann er gert ráð fyrir fjölnota íþróttasal. Nefndin segir það skólahúsnæði, sem fyrir er í bæjarfélaginu þegar orðið of lítið fyrir lögbundna kennslu. Eftir sex ár eiga skólamir að verða einsetnir samkvæmt lög- um. Nefndin telur ljóst að innan tveggja ára verði ekki hægt að halda uppi þeirri kennslu sem fram fer í núverandi húsnæði vegna fjölg- unar nemenda. Hvað þá að hægt verði að bæta við þeirri kennslu sem lög gera ráð fyrir að bætist við á næstu ámm. -ÆMK Akranes: Tryggingar lækka um milljón vegna nýrra samninga DV, Akranesi: Nýverið fór fram úttekt á trygg- ingum Akranesbæjar en bærinn er með samning viö VÍS - þar áður Brunabótafélagið frá 1984. Að sögn Gísla Gíslasonar bæjar- stjóra var þessi samningur endur- skoðaður 1990 og nú aftur. Til umræðu var að fara í útboð nú eða sérstaka endurskoðun á tryggingunum og varð endurskoð- unin ofan á. Út úr því kom að gerðar voru nokkrar athugasemd- ir varðandi tryggingar bæjarins. VÍS tók þær til greina þannig að iðgjöld bæjarins lækka um eina milljón króna. í samningnum, sem bærinn gerði við VÍS, er gert ráð fyrir aö ef VÍS þarf að borga lítið af tjón- um þá fái bærinn hlutdeild i ágóð- anumm eftir ákveönum reikni- reglum. DÓ Akranes: Fjárhagsáætlun í DV, Akranesi: „Við emm að fara í gegnum það núna hvaða tekjum við eigum von á en ljóst er að það hafa orðið ein- hverjar breytingar á fjárlögum sem toga af okkur einhverjar tekjur. Við emm hins vegar með samþykkta 3ja ára áætlun sem er nokkuð ítarleg og við stefnum að því að fara eftir henni,“ sagði Gísli Gíslason, bæjar- stjóri á Akranesi, í samtali við DV. Nú stendur yfir vinna við gerð fjárhagsáætlunar Akraneskaupstað- ar fyrir árið 1996 og er gert ráð fyr- ir að fyrri umræða fari fram 30. jan- vinnslu úar. Gísli sagði markmiðin í áætl- uninni að halda vel utan um fjár- málin þannig að ekki verði um aukningu á skuldum að ræða held- ur verði þær greiddar niður. Menn eru hóflega bjartsýnir á að það gangi eftir. DÓ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.