Dagblaðið Vísir - DV - 15.01.1996, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 15.01.1996, Blaðsíða 32
44 MÁNUDAGUR 15. JANÚAR 1996 Sælgætið ekki jafn mikils metið og umbúðirnar. Ekki sami þunginn „Ég hef mjög miklar efasemdir um að sælgætisframleiðslan hafi sama þunga og umbúðafram- leiðslan." Jakob Björnsson bæjarstjóri, í DV. Engar töfralausnir „Hvað varðar fiskvinnsluna sjálfa, þá eru því miður engar töfralausnir til við vandmálum hennar.“ Haildór Ásgrímsson, í Tíman- um. Ummæli Skjall og skætingur „íslensk menningarumræða hefur verið að breytast í stjörnu- gjöf, upphrópanir, skjall og skæt- ing.“ Kristján Jóhann Jónsson, í DV. Stuðpartý „Að fara frá New York er eins og að fara heim úr partýi. Skemmtilegu partýi, sem enn er í fullu stuði.“ Hallgrímur Helgason, í Alþyðu- blaðinu. Sádi-Arabar framleiða mest af olíu í heiminum. Svarta gullið Það er ekki fyrr en um miðja 19. öld að eftirspurn eftir olíu fer að verða mikil. Áður hafði olía verið notuð til ýmissa þarfa og er talið að í Austurlöndum nær hafi menn fljótt farið að nota olíu eða bik til að þétta ýmsa hluti. Til að mynda notuðu Egyptar jarðbik sem rotvörn í múmíur og Kín- verjar notuðu olíu og bik til upp- hitunar, matargerðar, múrsteina- gerðar og til lýsingar. í Evrópu er þess. getið í gömlum heimildum að olía hafi verið notuð til að smyrja vagnhjól og sér í lagi til lækninga. Olía eða jarðbik var notað í smyrsl, sem lækna skyldi Blessuð veröldin bakverk, kýli og bólgur. Þessi lækningaolía var seld og notuð víða um lönd fram á 19. öld. Jarð- bik var einnig notað í stríði til að kveikja eld. Olíuæðið í Bandaríkjunum Fyrsta olíulindin í Bandaríkj- unum varð til þegar verið var að bora eftir vatni og upp kom svört olía. Það var síðan fyrirtækið Seneca Oil Company sem sendi bandaríska ofurstann, iðnjöfur- inn og ævintýramanninn Edwin L. Drake til Titusville í Pensyl- vaniu árið 1859 til að leita eftir olíu. Hann hóf boranir og kom niður á olíu á 23 metra dýpi og gaus þá olían upp úr holunni eins og gosbrunnur. Tiðindin bárust út eins og eldur í sinu. Allir vildu komast yfir bor. Á fáeinum mán- uðum risu upp borturnar á stór- um svæðum og olíuiðnaðurinn varð til. Hvasst á sunnan- verðu landinu Framan af degi má búast við hvassri sunnan- eða suðaustanátt Veðrið í dag með rigningu og 5 til 8 stiga hita sunnanlands og vestan en um landið norðaustanvert verður vindur hæg- ari og úrkomulítið, þar verður hit- inn 3 til 5 stig. Lítið sést til sólar í dag en helst mun hún sjást á Aust- urlandi. Á höfuðborgarsvæðinu verður hvöss sunnan- og suðaustan- átt og hiti 5 til 7 stig. Sólarlag í Reykjavík: 16.19 Sólarupprás á morgun: 10.54. Síðdegisflóð í Reykjavlk: 13.19. Árdegisflóð á morgun: 2.18. Heimild: Almanak Háskólans. Veðriö kl. 12 i gœr: Akureyri skýjaó 2 Akurnes rigning 6 Bolungarvik skýjaö 1 Egilsstaðir úrkoma í grennd 4 Keflavikurflugv. skúr 5 Kirkjubkl. rigning 5 Raufarhöfn skýjaó 3 Reykjavík skýjaö 4 Stórhöfói skýjaö 6 Helsinki frostúði 0 Kaupmannah. þoka 0 Ósló súld 1 Bergen skýjað 8 Stokkhólmur þokumóöa 1 Þórshöfn súld 8 Amsterdam léttskýjaö 8 Barcelona þokumóða 13 Madeira skýjaö 17 Feneyjar þokumóöa 10 Chicago skýjað 2 Washington léttskýjað -3 Frankfurt alskýjaö 2 Glasgow rigning 10 Hamborg þokumóöa 0 London skýjað 11 Lúxemborg þoka 1 Madrid alskýjað 8 París léttskýjaö 12 Róm þokumóða 14 Mallorca skýjaö 17 Malaga skýjaö 15 New York léttskýjaö 0 Los Angeles þokumóöa 11 Nice skýjað 14 Nuuk snjókoma -2 Orlando þokumóóa 3 Valencia skýjaö 13 Tómas Knútsson, sportkafari og slökkviliðsmaður: Leitum DY Suðurnesjum: „Það er allt morandi í skipum og flökum og ýmsu góssi neðansjávar, sem spennandi verður að vinna að í framtíðinni. Næsta aðaiverkefni okkar verður að leita að gamla akkerinu sem á að vera síðan 1780. Ef okkur tækist að finna það þá værum við komnir með mikil verð- mæti á land, sem við mundum láta Reykjanesbæ hafa,“ segir Tómas Knútsson, íbúi í Reykjanesbæ, sportkafari og slökkviliðsmaður á Keflavíkurflugvelli, sem fékk ásamt fjórum öðrum köfurum við- Maður dagsins urkenningu frá Byggðasafni Suður- nesja fyrir að koma þremur akker- um á land sem kafararnir fundu á dögunum í bátalegunni fram af gömlu miðbryggjunni nálægt smá- bátahöfninni við Gróf í Keflavíkur- hverfi. Kafaranir afhentu byggða- safninu akkerin til varðveislu. Að sögn Tómasar voru akkerin 70 til 90 ára gömul. „Það var virkilega gaman að fá að gömlu akkeri Tómas Knútsson. þessa viðurkenningu. Byggðasafnið hefur teikningar og annað sem er geysilega mikill fróðleikur fyrir okkur að hafa aðgang að. Þá hafa menn hringt í okkur og vilja lána okkur málmleitartæki, þannig að við getum unnið hnitmiðað í að finna ýmsa hluti neðansjávar." Tómas hefur kennsluréttindi í köfun og þeir sem fundu akkerin með honum voru nemendur hans og var þetta eitt námsverkefnið, að finna akkerin og koma þeim á land. Tómas hefur mikla reynslu í köfun og hefur fengið margar viðurkenn- ingar fyrir störf sín. Hann byrjaði að kafa 1975 þegar hann var í björg- unarsveitinni Stakk í Keflavík. Þá fór hann til útlanda og lærði köfun og fékk auk þess réttindi til að skoða laxeldiskvíar fyrir trygging- ar og starfaði meira og minna við slík verk við íslandsstrendur. Aft- ur fór hann út árið 1991 til að öðl-' ast kennararéttindi og hefur síðan kennt hér heima og erlendis síðan. Köfun er hans aðaláhugamál: „Ég hef einnig gaman af íþróttum og þá helst sundi, fjallaferðir eru einnig ofarlega á blaði hjá mér og hef ég þvælst mikið um ísland við þá iðkun. Þá hef ég einnig mjög gaman af ljósmyndun, en ég á mikið safh bæði ofan- og neðan- sjávarmynda. Það má segja að ferðalög séu mér í blóð borin en ég hef komið til tæplega fimmtíu þjóðlanda, til flestra þeirra kom ég þegar ég var á millilandaskipi Sambandsins." Tómas á tvær dæt- ur, Eygló Önnu, 19 ára, og Karen Lind, 12 ára. -ÆMK Myndgátan Lausn á gátu nr. 1417: Gengur hvorki né rekur ■ Myndgátan hér að ofan lýsir nafnorði. Handbolti og körfubolti Mikið var leikið í handbolta og körfubolta um heigina og er því fram haldið í kvöld, þótt ekki sé leikið í efstu deildum karia. í handboitanum eru á dagskrá fjór- ir leikir. í 2. deild karla leika Ár- mann-HK í Laugardalshöll kl. 20.00, einnig leika í Höllinni í meistaraflokki B Ögri- Aftureld- ing kl. 21.30. Tveir leikir eru íþróttir einnig í 1. flokki karla, Fjöln- ir-Afturelding og Fylkir-Víking- ur, og hefjast þeir báðir kl. 21.45. í körfuboltanum fer fram einn leikur í 1. deild kvenna. Reykja- víkurliðin Valur og KR leika í Valsheimilinu kl. 20.00. Þá fara fram í kvöld þrír leikir í ung- lingaflokki. Veflist Þessa dagana stendur yfir sýn- ing í Listhúsi 9 í Hafnarfirði á verkum eftir Fríðu S. Kristinsdótt- ur. Þetta er fyrsta sýning Fríðu. Á sýningunni eru myndverk og þrí- víð verk ofin með tvöfóldum vefn- aði, úr hör, vír, tágum, og mynd- vefnaður úr ull. Fríða er mynd- og handmennta- kennari og kennir við handíða- braut Fjölbrautaskólans í Breið- holti. Eftir að hún lauk handa- vinnukennaraprófi frá Kennara- Sýningar skóla íslands var hún í framhalds- námi í Ósló og nam síðan við Kennarháskóla Islands uppeldis- greinar og myndmennt. Hún var gestanemandi við textíldeild Myndlista- og handíðaskóla ís- lands 1991-1993 og lagði þar aðal- lega stund á vefnað. Bridge í íjórtándu umferð Reykjavíkur- mótsins í sveitakeppni var nokkuð um slemmur. Tvær alslemmur stóðu á spil NS í leiknum. Önnur var borð- leggjandi en hin stóð með svíningu í tígli. Minna var um slemmurnar á hendur AV í leiknum en nokkur pör fóru þó í hálfslemmu í þessu spili. Eitt par var þó á því að ekki væri nóg að segja hálfslemmu á spilin heldur sögðu sig alla leið upp í al- slemmu. Spilið kom fyrir í leik sveita ísaks Arnar Sigurðssonar og BangSímon. Sagnir gengu þannig í spilinu í opnum 'sal, norður gjafari og NS á hættu: 4 Á7 «4 K10 •f ÁKDG6 * ÁD87 4 D1098 M 964 ♦ 982 4 1092 ♦ 652 «4 ÁD852 ♦ 105 ♦ 543 4 KG43 44 G73 4 743 * KG6 Norður Austur Suður Vestur Helgi S. Stefán ísak Símon pass pass pass 2 pass 2 pass 3 pass 3 pass 5G pass 7 p/h Akveðinn misskilningur var í gangi i sögnum. Símon Símonarson, sem upphaflega opnaði á alkröfu- sögninni tveimur laufum, taldi næsta víst að austur ætti að minnsta kosti sexlit í hjarta eftir að Stefán hafði tvísagt litinn og stökk því í fimm grönd. Sú sögn biður austur um að segja hálfslemmu með eitt af þremur hæstu í litnum og sjö með tvö af þremur hæstu. Stefán Guðjohnsen ákvað að segja sjö, þrátt fyrir að eiga aðeins fimmlit. Líkurn- ar á því að litur andstæðinganna falli 3-3 eru 35,53% og þar að auki þurfti sagnhafi að taka laufsvíningu í spilinu. Heildarlíkurnar á því að spilið standi voru því 17,27% en all- ar nauðsynlegar forsendur voru fyr- ir hendi og formsatriði að standa spilið. Útspilið var spaði sem Stefán drap á ás, tók þrjá hæstu í hjarta og svínaði strax laufadrottningu. ísak Örn Sigurðsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.