Dagblaðið Vísir - DV - 16.01.1996, Blaðsíða 2
2
ÞRIÐJUDAGUR 16. JANÚAR 1996
Fréttir
Fangelsismálastofnun gefur út handtökúskipun vegna afplánunar langrar fangelsisvistar:
Grunur um að Vatnsbera
maðurinn hafi flúið land
- skuldar ríkinu 58 milljónir og átti aö hefja afplánun síðastliðinn föstudag
Handtökuskipun var gefin út í
gær á hendur Þórhalli Ölver Gunn-
laugssyni, 37 ára, sem nýlega var
dæmdur I tveggja og hálfs árs fang-
elsi fyrir að hafa svikiö tæpar 38
milljónir króna út úr rikissjóði
vegna Vatnsberans, fyrirtækis sem
ekki reyndist vera í rekstri. Grunur
leikur á að maðurinn hafi ákveðið
að fara úr landi til að forðast afplán-
un og svimandi háar sektargreiðsl-
ur eftir að dómur gekk í máli hans.
Þórhallur átti að hefja afplánun
síðastliðinn fóstudag. Dómur gekk
hins vegar í máli hans í Hæstarétti
þann 23. nóvember og þaðan fékk
Fangelsismálastofnun dómsgerðirn-
ar í hendur skömmu fyrir jól. Þór-
halli var þá þegar send boðun um
að hefja afplánun í janúar. Engin
viðbrögð hafa hins vegar fengist frá
manninum og hefur lögreglan því
fengið skipun um að handtaka hann
og færa í afplánun.
Þegar lögreglurannsókn Vatns-
beramálsins hófst á haustmánuðum
1994 var farbann úrskurðað á Þór-
hall enda hafði hann þá sýnt við-
leitni í þá átt að komast úr landi.
Hopum hafði þá, nánast athuga-
semdalaust af hálfu ríkisins, tekist
að svíkja 38 milljónir út úr ríkis-
sjóði, kerfinu, með 110 tilhæfulaus-
um innskattsskýrslum á fyrirtækið
Vatnsberann - fyrirtæki sem var
ekki einu sinni í rekstri. Skattayfir-
völd greiddu honum umyrðalaust
að jafnaði um 300 þúsund krónur út
i hvert skipti.
Hluta af greiðslunum sveik Þór-
Þórhallur Ölver Gunnlaugsson var
dæmdur í tveggja og hálfs árs
fangelsi. DV-mynd GVA
hallur út er hann sat í fangelsisaf-
plánun sumarið 1994.
Þórhallur var í farbanni allt þar
til 9. maí síðastliðimv en þá gekk
dómur í héraði í máli hans. Þórhall-
ur áfrýjaði og þann 23. nóvember
gekk endanlegur dómur - hann var
dæmdur í tveggja og hálfs árs fang-
'elsi, til að greiða þær 38 milljónir
sem hann hafði svikið út og 20 millj-
ónir í sekt að auki til ríkissjóðs.
Yrðu sektirnar ekki greiddar innan
fjögurra vikna frá dómsuppkvaðn-
ingu átti eins árs fangelsi að bætast
við refsinguna.
Þegar rannsókn málsins fór fram
tókst lögreglu aldrei að leiða fram
fjármuni eða gögn tengd því fé sem
Þórhallur hafði náð að svíkja út úr
skattayfirvöldum. M.a. í ljósi þessa
Stjórnarmenn og formaður í Prestafélagi Islands, frá vinstrl séra Bragi Skúlason,
séra Kristinn Ágúst Friðfinnsson og séra Geir Waage ræða við blaðamann DV
fyrir utan biskupsstofu í gær er þeir voru á leið í hádegismat. Þeir voru á fundi
með biskupi íslands um Langholtsdeiluna í allan gærdag. DV-mynd GS
Kór Langholtskirkju kom saman til æfinga í gærkvöld. Oljóst er hvort kórinn
og kórstjórinn koma við sögu á sunnudaginn þegar méssað verður. Hér má
sjá Jón Stefánsson ásamt sínu fólki.
DV-mynd ÞÖK
Jón Stefánsson kominn til starfa í Langholtskirkju:
Boðar allan kórinn til
messu næsta sunnudag
„í rauninni er þessi dagur ekkert
öðruvísi er síðasti mánudagur. Ég er
með kóræfingu í kvöld,“ sagði Jón
Stefánsson organisti í samtali við
DV í gær. Jón sagði aö næsta sunnu-
dag væri messa í Langholtskirkju
klukkan 11 og hann væri búinn að
boða allan kórinn á staðinn.
Jón var spurður hvort hann ætti
von á að sá organisti sem leikið hef-
ur í kirkjunni undanfarið yrði
einnig á staðnum næsta sunnudag.
„Nei, ég var í leyfi og það getur eng-
inn annar komið í staðinn þegar
leyfinu er lokið. Það eru almenn fé-
lagsréttindi í félagi organista og sam-
kvæmt samningum."
- Ef þú varst í leyfi, af hverju var
ekki annar organisti ráðinn í staö-
inn?
. „Það er erfitt að fá organista á
þessum tíma en ég held að séra Flóki
hafi útvegað þennan sem hefur verið
á meðan,“ sagði Jón Stefánsson.
Aðspurður sagði Jón að Eiríkur
Tómasson hefði ekkert rætt við sig í
sambandi við deiluna í Langholts-
kirkju. -ÞK
Bæjarfulltrúi í Kópavogi:
Biður um rannsókn á við-
skiptum meirihlutans
Helga Sigurjónsdóttir, bæj-
arfulltrúi í Kópavogi, ætlar að
óska eftir rannsókn félagsmála-
ráðuneytisins á samningum
Gunnars I. Birgissonar, formanns
bæjarráðs og forstjóra verktaka-
fyrirtækisins Klæðningar, og Sig-
urðar Geirdal bæjarstjóra um aö
Klæðning léti keyra grjót til upp-
fyllingar í Kópavogshöfn. DV
greindi frá þessum viðskiptum
fyrir nokkru.
„Ég ákvað að bíða með þetta til
að vita hvort kratamir myndu
halda áfram með málið en þeir
virðast hafa hætt við það. Mikið
hefur verið rætt um þessí við-
skipti í fjölmiðlum og sögur ganga
um þau í bænum svo að mér
finnst ekki stætt á ööru en að láta
fara ofan í málið og fá fram sann-
leikann. Ef hann er Gunnari Birg-
issyni hagstæður þá er það bara
fint mál,“ segir Helga.
„Ég held að þetta sé bara mjög
gott því að það er enginn að fela
neitt. Það er töluvert alvarlegur
hlutur að halda því fram að hér sé
eitthvað óeðlilegt og reyna að
taka æruna af okkur Sigurði. Ef
það kemur í ljós að ekkert sé
óeðlilegt látum við ekki taka
æruna af okkur þegjandi og
hljóðalaust,“ segir Gunnar I. Birg-
isson, formaður bæjarráðs Kópa-
vogs. -GHS
Akranes:
Stóriðjan
hefur áhrif á
neysluvatnið
DV, Akranesi:
Það er margt sem bendir til að
mikil aukning geti orðið á mengandi
iðnaði i nágrenni Akraness, það er
að segja á Grundartangasvæðinu, og
mun það óneitanlega hafa áhrif á
neysluvatn Akurnesinga.
Mestur hluti neysluvatnsins á
Akranesi er yfirborðsvatn af Akra-
fialli og ríkjandi vindátt á Grundar-
tanga fer yfir fiallið. Nefndarmenn í
Vatnsveitunefnd Akraneskaupstaðar
hafa bent nýrri stjóm hjá Akranes-
veitu á þetta og telja það brýnt að
stjóm í neyslumálum Akumesinga
athugi með hvaða hætti megi í fram-
tíðinni afla ómengaðs vatns og
hreins fyrir notendur í kaupstaðn-
um. DÓ
var hann úrskurðaður í farbann.
Það rann hins vegar út þegar hér-
aðsdómur gekk enda telja yfirvöld
aðalatriði að fá úrskurðað farbann á
einstaklinga til að tryggja málsmeð-
ferð - það er að rannsókn og dóms-
meðferðir geti gengið eftir.
Samkvæmt upplýsingum sem DV
hefur fengið fór Þórhallur úr landi
fljótlega eftir að dómur Hæstaréttar
gekk í máli hans. Engin boðun hafði
þá verið send tU hans og var hann
því fullkomlega frjáls ferða sinna
enda hafði ekki verið farið fram á
farbann tU að tryggja að sakborn-
ingurinn afplánaði refsingu sína og
greiddi ríkinu þær tæpar 60 miUjón-
ir sem hann skuldar.
-Ótt
Stuttar fréttir
Uppsagnir
ÖUu starfsfólki Skólaskrifstofu
Reykjavíkur og Fræðsluskrifstofú
Reykjavíkur verður sagt upp
störfum. Samkvæmt RÚV á ný
stofnun, Fræðslumiðstöð Reykja-
víkur, að taka við hlutverki skrif-
stofanna.
Engín ólögmæt tengsi
HeUbrigðisráðuneytið telur
engin ólögmæt tengsl vera miUi
Iðunnarapóteks og lækna sem
reka læknamiðstööina Domus
Medica. RÚV greindi frá þessu.
Nám í matvælafram-
leiðslu
Háskólanum á Akureyri hefur
verið veitt heimUd tU að stofha
námsbraut í matvælaframleiðslu,
að þvi er fram kom í fréttum
RÚV.
Deilur á Þórshöfn
Deilt er um formannskjör í
Verkalýðsfélagi Þórshafnar. Sam-
kvæmt RÚV hefur Bjöm Grétar
Sveinsson, formaður Verka-
mannasambands íslands, lagt
ffam málamiðlunartiUögu í deU-
unni.
Aukin áfengissaia
ÁTVR seldi landsmönnum 10,4
miUjónir lítra af áfengi í fyrra,
þar af um 8 miUjónir lítra af bjór.
Þetta er meiri sala en árið 1994,
samkvæmt frétt RÚV.
Fækkandi ársverk
Ársverkum á Austurlandi hef-
ur fækkað um 1300 síðustu sjö tU
átta ár, eða um 20%. Samkvæmt
fregnum RÚV fækkaði íbúum
fióröungsins á hverju ári.
Agaskortur I stjórnsýslu
Ríkisendurskoðandi segir að
aga skorti í stjórnsýslu landsins
°g embættismenn verði aö huga
betur að formum og reglum. Stöð
2 greindi frá þessu.
Stærsta vandamálið
Yfirskoðunarmenn ríkisreikn-
ings segja stöðuga skuldasöfnun
ríkissjóðs vera alvarlegasta efna-
hagsvandamál þjóðarinnar. Þetta
kom fram í Ríkissjónvarpinu.
Fallegra álver
Skipulagsyfirvöld í Hafnarfirði
hafa áhyggjur af fyrirhuguðu út-
lúi nýs kerskála við álverið í
Straumsvík og hafa óskað eftir
viðræðum við forráðamenn ísal
um hvort ekki megi fegra skál
°g umhverfi hans, sa
fregn Rikissjónvarpsins.