Dagblaðið Vísir - DV - 16.01.1996, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 16.01.1996, Blaðsíða 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 16. JANÚAR 1996 Fréttir__________________________________________________________________________________dv Framboö 1 komandi forsetakosningum: Linurnar eru teknar aö skýrast verulega - þrjú virðast vera tilbúin í framboð, önnur þrjú eru volg og nokkur skoða málið Línur virðast vera teknar að skýrast allverulega varðandi fram- boðsmál í forsetakosningunum í vor. Þau Ellert B. Schram, forseti ÍSÍ, Steingrímur Hermannsson seðlabankastjóri og Guðrún Péturs- dóttir dósent virðast tilbúin að gefa kost á sér í framboð. Ellert B. Schram „Ég get staðfest að ég er alvar- lega að íhuga framboð. Það er hins vegar í mörg hom að líta áður en svo stór ákvörðun er tekin. Kosn- ingabarátta hefur áhrif á fjárhag, fjölskyldu og vinnu. Það eru sex mánuðir til kosninga og því nægur tími til stefnu," sagði Ellert B. Schram í samtali við DV. Enginn vafl er á því að Ellert er vinsæll maður og sækir fylgi víða. Vitað er aö hann á mikið fylgi í röö- um þeirra sem telja sig verá sjálf- stæðismenn af gamla skólanum. Hann á einnig fylgi innan iþrótta- hreyflngarinnar eftir áratuga starf sem íþróttamaður, formaður KSÍ og nú forseti ÍSÍ. Því hljóta möguleikar hans til að ná kjöri að vera nokkrir. Steingrímur Hermannsson „Ég er prýðilega sáttur við mitt starf og að mörgu leyti ánægður með að vera kominn út úr þessari opinberu hringiðu. Ég hef ekki ver- ið að íhuga framboð en get ekki neitað því að ýmsir hafa talaö við mig og beðið mig að skoða það. Ef það kemur breið fylking sem vill fá mig í forsetaframboð þá er það minnsta sem ég get gert að hugleiða það vandlega án þess að geta á þess- ari stundu sagt hvort ég myndi taka slíkri áskorun eða ekki. Ég er undir feldi og mun verða það lengi,“ sagði Steingrímur Hermannsson, seðla- bankastjóri og fyrrum forsætisráð- herra, í samtali við DV. Steingrímur hefur notið mikilla vinsælda hjá þjóðinni og var ár eft- ir ár vinsælastur stjórnmálamanna hér á landi. Hann hefur yfirbragð hins sterka og trausta forystu- manns. Fullyrða má að Steingrímur mun njóta fylgis fólks úr öllum stjórnmálatlokkum fari hann í framboð. Það sem mun helst fæla Ellert B. Schram. fylgi frá honum er aldurinn. Hann er orðinn 69 ára gamall. Hætt er við að yngra fólki þyki það nokkuð hár aldur. Guðrún Pétursdóttir „Þaö er til alvarlegrar athugunar hjá mér að bjóða mig fram. Það er verið að kanna baklandið. Forsenda fyrir framboði er sú aö ég finni breiðan hljómgrunn en ekki að þetta séu afmarkaðir hópar sem standa bak við mann. Það er langt í kosningamar. Ég hef í rauninni Fréttaljós Sigurdór Sigurdórsson stigið fyrsta skrefið því það er viss ákvörðun að fara út í alvarlega skoðun,“ sagði Guðrún Pétursdóttir, lífeðlisfræðingur og dósent við Há- skóla íslands, í samtali við DV. Það eru sterkir stofnar sem að Guðrúnu Pétursdóttur standa. Faðir hennar var Pétur Benediktsson bankastjóri, bróðir Bjarna Bene- diktssonar, fyrrum forsætisráð- herra. Afi Guðrúnar í móðurætt var Steingrímur Hermannsson. Ólafur Thors, fyrrverandi forsætis- ráðherra. Guðrún er sennilega þekktust hér á landi fyrir andstöðu sína og baráttu gegn byggingu ráð- hússins í Tjöminni á sínum tíma. Þeir Steingrímur og Ellert hafa það forskot á Guðrúnu að hvert manns- bam í landinu veit hverjir þeir eru en fáir þekkja Guðrúnu. Hún mun sækja fylgi víða að og þá ekki síst í hóp menntamanna. Guðrún, Ólafur og Pálmi Þrjú í viðbót eru að skoða málið af alvöru en það eru Guðrún Agn- arsdóttir læknir sem sagði í samtali við DV að á hana væri þrýst að gefa kost á sér og að það styttist í að hún Guðrún Pétursdóttir. tæki ákvörðun í málinu. Ólafur Egilsson sendiherra hefur sagt í samtali við DV að á hann sé skorað að gefa kost á sér og hann sé með málið til alvarlegrar íhugunar. Séra Pálmi Matthíasson hefur einnig sagt að hann sé að skoða málið. Samkvæmt heimildum sem DV telur áreiðanlegar mun Guðrún Agnarsdóttir njóta stuðning margra af helstu stuðningsmönnum Vigdís- ar Fihnbogadóttur, forseta íslands. Það er hópur sem kann að vinna í svona kosningabaráttu. Þá mun Guðrún líka njóta stuðnings kvennahreyfinga enda hefur hún barist mikið í jafnréttismálum, bæði meðan hún sat á Alþingi fyrir Kvennalistann og eins eftir það. Óljósara virðist hvert Ólafur Eg- ilsson sendiherra sækir fylgi. Hann hefur starfað erlendis síðustu árin og gæti það háð honum nokkuð. Hann fær hins vegar mjög gott orð frá öllum sem þurft hafa að leita til hans sem sendiherra og er vinsæll sem slíkur. Séra Pálmi Matthíasson er vin- sæll prestur, hvort sem er á Akur- eyri, þar sem hann starfaði áður, eða í Bústaðasókn í Reykjavík. Pálmi hefur starfað nokkuð innan iþróttahreyfmgarinnar og gæti sótt þangað fylgi. Einnig myndi hann sækja fylgi til þess mikla fjölda sem hann hefur þjónustað með einum eða öðrum hætti sem prestur. Fleiri nöfn Síðan eru nokkur nöfn sem oft eru nefnd í þessu sambandi. Þar má nefna Davíð Oddsson forsætisráð- herra, Ólaf Ragnar Grímsson al- þingismann, Ólaf Ragnarsson bóka- útgefanda, Jón Baldvin Hannibals- son alþingismann og konu hans Bryndísi Schram. Þess má geta til gamans að Guðrún Pétursdóttir og Ellert B. Schram eru mágkona og mágur Jóns Baldvins. Menn setja almennt spurningar- merki við stjórnmálamennina þegar forsetaframboð er nefnt. Vitað er að Davíð Oddsson hefur látið kanna landið vel fyrir sig í þessum efnum. Ólafur Ragnar hefur einnig skoðað máliö og hefur ekki neitað því að hann íhugi framboð. Jón Baldvin hefur einnig verið með athuganir en samkvæmt viðtali við hann í norsku blaði nýlega telur hann sig vera mjög umdeildan mann á ís- landi og að hann ætli að styðja konu til forseta í vor. Hæpið er að annað hvort þeirra Jóns Baldvins eða Bryndísar Schram fari fram ef Ell- ert B. Schram verður fyrri til að gefa kost á sér. Siálfsagt eiga fleiri nöfn eftir að heyrast nefnd varðandi forsetafram- boð og ef til vill hefur nafn næsta forseta Islands enn ekki verið nefnt opinberlega. -S.dór/bjb Aðkeypt sérfræðiþjónusta ráðuneytanna 1994: Verkefni illa skilgreind og eftirliti var áfátt - segir Ríkisendurskoðun m.a. í skýrslu sinni Fyrirkomulag aðkeyptrar sér- fræðiþjónustu ráðuneytanna er harðlega gagnrýnt í skýrslu Ríkis- endurskoðunar um ríkisreikning- inn 1994. Ráðuneytin keyptu sér- fræðiþjónustu af ýmsu tagi fyrir tæpar 60 milljónir það ár, þar af var utanríkisráðuneytið með 16 milljón- ir. Algengast var að leitað væri til sérfræðinga á sviði viðskipta- og rekstrarfræði. Ríkisendurskoðun telur það benda til þess að ráðuneyt- in séu fremur illa í stakk búin til að annast vinnu við slík mál. Engar reglur gilda um heimildir ráðuneyta og ríkisstofnana til þess að stofna til kostnaðar vegna sér- fræðiþjónustu. Ríkisendurskoðun telur að skoða ætti þörfina fyrir ut- anaðkomandi sérfræðinga og hvers vegna sé ástæða til að leita til slíkra aðila. Ef leitað sé til sérfræöinga úti í bæ beri að skilgreina verkefnið ná- kvæmlega. Bjóða ætti verkefnið út og eðlilegt sé að gera skriflegan samning við viðkomandi aðila. „Það er mat Ríkisendurskoðunar eftir að hafa yfirfarið kaup á sér- fræðiþjónustu hjá ráðuneytunum að ákvarðanatöku og eftirliti í sam- bandi við þessi mál sé í mörgum til- fellum áfátt þegar litið er til ofan- greindra sjónarmiða. í ýmsum til- vikum voru ekki sannfærandi rök að baki þeirri ákvörðun að leita til utanaðkomandi sérfræðinga, yfir- leitt var ekki leitað verötilboða, skriflegir samníngar voru sjaldnast gerðir, verkefni voru illa skUgreind, tímamörk voru óljós og eftirliti með kostnaði var áfátt,“ segir m.a. í skýrslunni. Ríkisendurskoðun nefnir dæmi þess að einstakir ráðherrar hafi haft bein afskipti af ráðningu sérfræð- inga og lagt fyrir um hvaða kjör slíkum aðilum skyldu boðin. Ríkis- endurskoðun telur þetta óheppilegt. -bjb Orkubú Vest- fjarða kaupir Hitaveitu Reyk- hólahrepps Orkubú Vestfjarða og Reyk- hólahreppur hafa undirritað kaupsamning þar sem orkubúið kaupir Hitaveitu Reykhóla- hrepps. Skrifað var undir síöast- liðinn fostudag meö fyrirvara um samþykki hreppsnefndar og stjómar orkubúsins ásamt nokkrum öðrum fyrirvörum. „Kaupverðið er ekki geflð upp. Það er eftir að halda fund i hreppsnefndinni. Þessi sala er liö- ur í heildarlausn á fjárhagsvanda hreppsins. Það er auðvitaö leiðin- legt aö sjá á eftir hitaveitunni en þetta er forsenda fyrir að fá hjálp frá öðrum og leysa flárhagsvanda hreppsins," sagði Stefán Magnús- son, oddviti Reykhólahrepps, í samtali við DV í gærkvöldi. Stefán sagðist telja fullvíst að salan yrði samþykkt í hrepps- nefnd þar sem meirihluti hefði verið fyrir sölunni. Kristján Haraldsson, orkubús- stjóri Órkubús Vestflarða, sagði að orkubúið greiddi stóran hluta kaupverðsins en ætlunin væri að fá víkjandi lán fyrir hluta þess. Þessi þáttur væri einn af þeim fyrirvörum sem væri á undiskrift kaupsamningsins. Kristján sagð- ist ekki geta sagt um hvenar nið- urstaða lægi fyrir. -ÞK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.