Dagblaðið Vísir - DV - 16.01.1996, Blaðsíða 30
34
ÞRIÐJUDAGUR 16. JANÚAR 1996
Afmæli
Þorsteinn Hallgrímur
Gunnarsson
Þorsteinn Hallgrímur Gunnars-
son, bóndi að Reykjum í Torfa-
lækjarhreppi, er fímmtugur í dag.
Starfsferill
Þorsteinn fæddist í Skerjafirði í
Reykjavík en ólst upp í Laugar-
nesinu í Reykjavík tU átta ára
aldurs. Þá var honum komið fyrir
að Syðri-Löngumýri í Blöndudal
þar sem hann vann fyrir sér til
sautján ára aldurs.
Þorsteinn lauk landsprófi frá
Reykjaskóla í Hrútafirði 1964, bú-
fræðiprófi frá Bcpndaskólanum að
Hvanneyri 1965 og búfræðikandid-
atsprófi þaðan 1970.
Þorsteinn var farmaður, fiski-
maður, verkamaður og bílavið-
gerðarmaður á árunum 1964-68,
var túnamælingamaður, frjótækn-
ir og búfjárræktarráðunautur hjá
Búnaðarsambandi Austur-Hún-
vetninga 1968-74, starfaði hjá
Áburðarverksmiðjunni 1974-76,
bóndi að Syðri- Löngmnýri
1976-86 og er bóndi að Reykjum
frá 1986.
Þorsteinn var formaður Veiðifé-
lags Auðkúluheiðar 1976-79, for-
maður Búnaðarfélags Svínavatns-
hrepps 1978-81, í stjórn Búnaðar-
félags Torfalækjarhrepps frá 1986
og formaður þess frá 1995, í stjórn
Sölufélags Austur-Húnvetninga
1980-83, var skipaður í stjórn und-
irbúningsfélags Graskögglaverk-
smiðju ríkisins í Vallhólma í
Skagafirði 1981 og sat í stjórn
verksmiðjunnar fyrstu árin, er
formaður Alþýðubandalagsfélags
Blönduóss og nágrennis og á sæti
í miðstjórn Alþýðubandalagsins,
var stofnandi Bændasamtakanna
Röst og einn af hvatamönnum
samantektar ritsins Stjörnukerfi
búvöruframleiöslunnar og stjóm-
skipan íslands eftir prófessor Sig-
urð Líndal sem félagið gaf út í
samvinnu við Orator, félag laga-
nema við HÍ.
Fjölskylda
Þorsteinn kvæntist 26.10. 1968
Ingu Þórunni Haildórsdóttur, f.
31.7.1947, aðstoðarskólastjóra viö
HúnavaUaskóla. Hún er dóttir
Halldórs Guðmundssonar, fyrrv.
framkvæmdastjóra Vélsmiðju
Njarðvíkur, og Helgu Ingólfsdótt-
ur sem er látin.
Böm Þorsteins og Ingu Þórunn-
ar em Erlendur Smári Þorsteins-
son, f. 27.5.1971, stærðfræðingur;
Ágústa Björg Þorsteinsdóttir, f.
17.12.1972, háskólanemi; Þórólfur
Heiðar Þorsteinsson, f. 16.6. 1980,
grunnskólanemi.
Systkini Þorsteins em Halldóra
Gunnarsdóttir, f. 16.11.1933, hús-
móðir á Seltjarnamesi; Kristbjörg
Gunnarsdóttir, f. 1.1.1937, versl-
unarmaður í Reykjavík; Birgir
Gunnarsson, f. 20.10. 1938, fórst
með vitaskipinu Hermóði 18.2.
1959, matsveinn; Arnbjörn Gunn-
arsson, f. 19.10.148, skipstjómar-
maður i Grindavík.
Foreldrar Þorsteins voru Gunn-
ar Arnbjörnsson, f. 22.5. 1912, d.
14.4.1970, bílstjóri í Reykjavík, og
Aðalheiður Magnúsdóttir, f. 3.10.
1915, d. 2.8. 1979, húsmóðir.
Ætt
Gunnar var sonur Ambjöms,
verkamanns i Borgamesi, Árna-
sonar, húsmanns á Ölvaldsstöðum
í Borgarhreppi, Björnssonar, b. á
Þursstöðum, Sigurðssonar. Móðir
Árna var Sigríður Guðmundsdótt-
ir. Móðir Ambjörns var Þorbjörg
Þorkelsdóttir, b. í Sl^aftárdal í
Þorsteinn Hallgrímur Gunnarsson.
Skaftártungum, Jónssonar og Mál-
fríðar Bergsdóttur.
Móðir Gunnars var Guðrún Sig-
urðardóttir, b. í Litlabæ í Álfta-
neshreppi, Sigurðssonar og Krist-
bjargar Einarsdóttm-.
Aðalheiður var dóttir Magnúsar
Guðmundssonar smiðs og
Karitasar, b. í Tröð á Álftanesi,
Skarphéðinsdóttur, b. í Efstadal,
Elíassonar. Móðir Karitasar var
Petrína Ásgeirsdóttir.
Þorsteinn og Inga Þórunn taka
á móti gestum í Húnavallaskóla
20.1. nk. kl. 20.30.
Hjörtur Guðjónsson
Hjörtur Guðjónsson, fyrrv. tré-
smiður, Miðtúni 48, Reykjavík, er
sjötíu og fimm ára í dag.
Starfsferill
Hjörtur fæddist á Viðborði á
Mýrum í Austur-Skaftafellssýslu
og ólst þar upp í foreldrahúsum
til fermingaraldurs. Þá flutti hann
með fjölskyldu sinni til Kotstrand-
ar þar sem hann dvaldi í fjögur
ár, að undanskildum einum vetri
á Laugarvatni. Hann var í iðn-
námi í Reykjavík í tvö ár þar sem
hann lærði húsgagnabólstrun.
Auk þess öðlaðist hann þrjátíu
tonna skipstjórnarréttindi.
Hjörtur flutti til Hafnar í
Hornafirði 1942 og vann þar við
trésmíði. Hann byggði Trésmiðju
Hornafjarðar ásamt Þorleifi Bene-
diktssyni 1945, var hárskeri í
fjölda ára og stundaði sjómennsku
og vörubílaakstur í sex ár. Þá
vann hann við smíðar hjá íslensk-
um aðalverktökum við byggingu
ratsjárstöðvar á Stokksnesi, starf-
aði síðan sjálfstætt við smíðar á
Höfn en vann sex Síðustu starfsár-
in við viðhaldsvinnu á Stokks-
nesi. Hjörtur flutti, ásamt eigin-
konu sinni, til Reykjavíkur 1991.
Fjölskylda
Hjörtur kvæntist 28.7. 1945 Guð-
rúnu Rögnu Valgeirsdóttur, f.
11.1. 1923, húsmóður. Hún er dótt-
ir Valgeirs F.G. Bjarnasonar,
verkamanns á Svalbarði á Höfn í
Hornafirði, og k.h., Sólveigar S.
Jónsdóttur, húsmóður þar.
Börn Hjartar og Guðrúnar
Rögnu eru Þórveig Hjartardóttir,
f. 28.7. 1944, starfsmaður við heil-
brigðisráðuneytið, búsett í
Reykjavík og á hún þrjú börn;
Pálína Hjördís Hjartardóttir, f. 5.4.
1946, starfsmaður við sjúkrahúsiö
á Húsavík, gift Grétari Sigurðs-
syni og eiga þau fjögur börn; Val-
geir Gunnar Hjartarson, f. 21.2.
1948, starfsmaður við öryggisþjón-
ustu á Höfn í Hornafirði, kvæntur
Valdísi Ingibjörgu Harðardóttur
og eiga þau þrjú böm; Guðjón
Hjartarson, f. 5.12. 1949, starfsmað-
ur við bón og bílþvott í Reykjavík
en kona hans er Kristjana Jens-
dóttir og á hann tvær dætur;
Kristján Már Hjartarson, f. 1.11.
1951, trésmiður í Reykjavík,
kvæntur Ingibjörgu Höskuldsdótt-
ur og á hann fimm börn; Signý
Ingibjörg Hjartardóttir, f. 15.10.
1955, húsmóðir í Reykjavík, og á
hún fjögur börn; Hjörtur Ragnar
Hjartarson, f. 16.3.1958, starfsmað-
ur Pósts og síma á Höfn í Homa-
firði en kona hans er Nanna
Gunnarsdóttir óg eiga þau tvö
börn.
Systkini Hjartar: Halldóra
Nanna, f. 14.6.1917, húsmóðir í
Reykjavík; Gísli Friðgeir, f. 31.10.
1918, nú látinn, bílstjóri í Reykja-
vík; Hlíf, f. 3.4. 1923, húsmóðir á
Þorlákshöfn; Inga Jenný, f. 15.12.
1925, húsmóðir í Reykjavík; Sigur-
laug, f. 4.4. 1927, húsmóðir í
Reykjavík.
Foreldrar Hjartar vom Guðjón
Gíslason, f. 3.7. 1885, bóndi að Við-
borði og á Kotströnd, og k.h.,
Pálína Jónsdóttir, f. 22.10. 1885,
húsfreyja.
Ætt
Guðjón var sonur Gísla, b. í
Þórisdal í Lóni og á Viðborði á
Mýrum, Sigurðssonar, b. á Bæ í
Lóni, Gíslasonar.
Pálína var dóttir Jóns, b. í
Odda á Mýrum, Hálfdánarsonar,
Hjörtur Guðjónsson.
b. þar, Hálfdánarsonar frá Heina-
bergi. Móðir Pálínu var Halldóra
Gisladóttir, b. á Arnardranga,
Bjarnasonar og Þuríðar Þorláks-
dóttur.
Hjörtur og Guðrún Ragna eru
að heiman.
Tll hamingju með
afmælið 16. janúar
90 ára
Sigurður Eyjólfsson,
Bogahlíð 9, Reykjavík.
85 ára
Ásta Jónsdóttir,
Hagamel 29, Reykjavík.
75 ára
Haraldur Kr.
Jóhannsson,
Hólmgarði 66,
Reykjavík.
Guðbjörg A. Þorsteinsdóttir,
Framnesvegi 65, Reykjavík.
70 ára
Þorbjörg Guðmundsdóttir,
Fálkagötu 21, Reykjavík.
Gestur Kristján Jónsson,
Vesturbraut 2, Grindavík.
50 ára
Harald Peter Hermanns,
Heiðargerði 26, Reykjavík.
Berglind Andrésdóttir,
Miðvangi 73, Hafnarfirði.
Helga Magnúsdóttir,
Esjubraut 2, Akranesi.
Guðrún Guðmundsdóttir,
Miðengi 20, Selfossi.
Svavar Haraldssón,
Sunnubraut 4, Akranesi.
Jón Ólafur Þórðarson,
Arnartanga 60, Mosfellsbæ.
Hörður S. Hallgrímsson,
Akurgerði 25, Reykjavík.
Guðríður Ema Haílldórsdóttir,
Seftjörn 9, Selfossi.
Guðný Elisabet Kristjánsdóttir,
Hólalandi 20, Stöðvarfirði.
Sigurður R. Þorsteinsson,
Gmndarbraut 28, Snæfellsbæ.
Frans ^riðriksson,
Melasíðu 4D, Akureyri.
Magnea Ágústsdóttir,
Stóragerði 1, Hvolsvelli.
40 ára
60 ára
Páll Einar Jónsson,
Miðhúsum 25, Reykjavík.
Sigurjón Haraldsson,
Hiíðarhjalla 14, Kópavogi.
Jóna Guðmundsdóttir,
Fannafold 135, Reykjavík.
Jaltobina Ingunn Ólafsdóttir,
Dyngjuvegi 5, Reykjavík.
Gylfi Garðarsson
Gylfi Garðarsson tónlistarmað-
ur, Grenimel 22, Reykjavík, er fer-
tugur í dag.
Starfsferill
Gylfi fæddist í Keflavík. en ólst
upp í Njarðvík. Hann lauk lands-
prófi í Keflavík 1972, verslunar-
prófi frá VÍ 1974, stúdentsprófi frá
Fjölbrautarskóla Suðumesja 1980
og lokaprófi úr Tónfræðideild
Tónlistarskólans í Reykjavík 1987.
Gylfi hefur sinnt margbreytileg-
um störfum fyrir Voga hf. og hjá
Fiskverkun Garðars Magnússonar
en hefur auk þess starfað hjá út-
vegsbanka íslands, Keflavíkur-
verktökum, Lánasjóði íslenskra
námsmanna og hjá AMP í Dan-
mörku. Þá starfrækti hann fyrir-
tækið NÓTA í Danmörku 1988-91
og starfrækir nú Nótuútgáfuna frá
1993.
Gylfi var fulltrúi Bandalags ís-
lenskra sérskólanema í stjóm LÍN
1984-86.
Fjölskylda
Eiginkona Gylfa er Ólöf María
Ingólfsdóttir, f. 12.6.1962, tón-
menntakennari. Hún er dóttir Ing-
ólfs Halldórssonar, kennara í
Reykjanesbæ, og Önnu Dóru
Ágústsdóttur, póstfulltrúa þar.
Dætur Gylfa og Ólafar Maríu
em Elva Ósk Gylfadóttir, f. 5.1.
1981; Ása Dóra Gylfadóttir, f. 25.8.
1991.
Systkini Gylfa eru Sigurður T.
Garðarsson, f. 30.6. 1950, fram-
kvæmdastjóri í Reykjanesbæ; Þor-
björg Garðarsdóttir, f. 8.2. 1952,
kennari í Reykjanesbæ; Garðar
Garðarsson, f. 11.8. 1960, sölumað-
ur í Reykjavík; Ólafur Garðars-
son, f. 3.9. 1962, forritari í Reykja-
vík; Njörður Garðarsson, f. 30.6.
1965, d. 1970; Kolbrún Garðarsdótt-
ir, f. 9.1. 1967, sölumaður í Reykja-
vík.
Foreldrar Gylfa eru Garðar
Magnússon, f. 5.10. 1930, forstjóri í
Njarðvík, og Amdís L. Tómasdótt-
ir, f. 10.2.1928, húsmóðir.
Ætt
Garðar er sonur Magnúsar
Ólafssonar, útgerðarmanns í
Njarðvík, og Þórlaugar Magnús-
dóttur úr Grindavík.
Arndís er dóttir Tómasar,
prentara og tónlistarmanns á ísa-
firði og í Reykjavík, Albertssonar,
Gylfi Garðarsson.
skipstjóra á ísafirði, Brynjólfsson-
ar, b. í Bæ í Súgandafirði, Jóns-
sonar. Móðir Tómasar var Sæ-
mundína Messíana Sæmundsdótt-
ir, sjómanns í Æðey, Þorsteins-
sonar.
Móðir Arndísar var Ása Sigríð-
ur Stefánsdóttir, Loömfjörð fast-
eignasala Jónssonar og Ólínu Þór-
eyjar Ólafsdóttur.