Dagblaðið Vísir - DV - 16.01.1996, Blaðsíða 26
30
ÞRIÐJUDAGUR 16. JANÚAR 1996
Préttir
Dagatal Holræsahreinsunar til skoöunar i Jafnréttisráði:
„Niðrandi klámmyndir af kon-
um í óviðeigandi stellingum“
- segir kærandi - hvítasunnumyndir, segir framkvæmdastjórinn
Jafnréttisráði hefur borist
kvörtun vegna dagatals frá Hol-
ræsahreinsuninni hf. Á dagatalinu
eru „niðrandi klámmyndir af kon-
um í óviðeigandi stellingum," svo
vitnað sé til þess sem kvartaði.
Myndirnar þóttu of klúrar og of-
buðu starfsmanni fyrirtækis nokk-
urs á Siglufirði sem sendi dagatalið
td Jafnréttisráðs til skoðunar.
Rögnvaldur Guðmundsson, fram-
kvæmdastjóri Holræsahreinsunar-
innar hf., hló þegar DV spurði hann
um dagatölin og sagði að á hans da-
gatali væru hvítasunnumyndir ef
borið væri saman við BUanaust og
íselco.
„Ég hef aldrei heyrt það betra, ég
er búinn að gefa út svona dagatöl í
mörg ár. Ég er ekki einn um það að
gefa út dagatöl af léttklæddu kven-
fólki. Þetta hefur farið fyrir brjóstið
á einhverri konu í vesturbænum,
hún hefur ekki þolað samanburð-
inn. Það er ekkert athugavert við
þetta dagatal, það eru margir aðrir
sem gefa út svona dagatöl með
miklu klúrari myndum,“ segir
Rögnvaldur.
Blaðamaður DV fékk dagatalið
sent til skoðunar og getur ekki með
nokkru móti kaUað þetta neitt ann-
að en klámmyndir.
-em
Lítilsvirðandi gagn-
vart konum
- segir framkvæmdastjóri Jafnréttisráðs
„Ákvæði í lögunum kveða skýrt á
um að auglýsandi skuli sjá til þess
að auglýsing hans sé ekki öðru kyn-
inu til minnkunar. Ég lít svo á að
þetta dagatal sé auglýsing þar sem
fyrirtæki sendir dagatalið í sínu
nafni. Ég held að það sé óumdeilan-
legt að þetta sé lítilsvirðandi gagn-
vart konum,“ segir Elsa Þorkels-
dóttir, framkvæmdastjóri Jafnrétt-
isráðs, en hún fékk dagatal Hol-
ræsahreinsunarinnar til skoðunar í
gær þar sem kvartað hefur verið
yfir því. Hjá Jafnréttisráði þykir
dagatalið mjög sóðalegt og bréf hef-
ur verið sent til Holræsahreinsun-
arinnar þar sem óskað er eftir að
það verði afturkallað.
„Verði fyrirtækið ekki við þeirri
ósk mun ég leggja málið fyrir Jafn-
réttisráð. Það verður þá ráðsins að
taka næsta skref. Ég minni á að við
höfum ákvæði í hegningarlögunum
um klám og ríkissaksóknari getur
tekið málið upp þar sem dreifing á
klámi er refsiverð. Við fylgjumst
ekki mikið með hvað er gefið út af
svona hlutum en ef fólk veit að
svona er í gangi má það gjarnan
láta okkur vita. Ábendingar okkar
til fyrirtækja og einkaaðila hafa
venjulega verið teknar til greina og
fyrirtæki hafa snúið til betri vegar,“
segir Elsa.
-em
trMt ' $SM : ' r ■
4 H
Kristján Árnason, formannsframbjóðandi B-lista, segist að undanförnu hafa sótt heim ýmsa vinnustaði og rætt við
Dagsbrúnarmenn. Hann segir að mikill áhugi sé á því að eitthvað sé gert í launamálunum og segir að B-listi muni
reka raunhæfa stefnu fyrir verkamenn og vinnuveitendur. Myndin var tekin þegar Kristján ræddi málin í Áburðarverk-
smiðjunni. DV-mynd BG
Stjórnarkjöriö í Dagsbrún:
Viljum reka raunhæfa
launastefnu
- segir Kristján Árnason
„Við erum nýkomnir af fundi hjá
Stálsmiðjunni og fengum þar af-
skaplega vænar og góðar viðtökur.
Þar áttum við málefnalegar umræð-
ur um okkar stefnuskrá og það sem
starfsmönnunum lá á hjarta, sér-
Staklega kaupgreiðslurnar. Kaup-
taxtarnir eru númer eitt, tvö og
þrjú. Dagvinnutaxtarnir brenna
heitast á mönnum," segir Kristján
Árnason, frambjóðandi B-lista til
formanns í verkamannafélaginu
Dagsbrún.
Frambjóðendur á B-lista hafa að
undanfórnu sótt heim ýmsa vinnu-
staði á höfuðborgarsvæðinu til að
kynna stefnumál sín vegna kosning-
anna á föstudag og laugardag til
stjórnar og trúnaðarráðs í Dags-
brún. Kristján segir að B-listi hafi á
stefnuskrá sinni það meginmark-
mið að færa taxtana upp að „þess-
um aukasporslum sem mönnum er
greitt,“ eins og hann orðar það.
„Það kemur greinilega í ljós á
þessu ári að hinn unni vinnutími
skiptist í 48 stundir, inni í því er fal-
in yfirvinnutíð vegna okkar Evr-
ópusamninga. Þetta leiðir til þess að
kaup hjá mörgum lækkar óumflýj-
anlega því að ef við fylgjum þessu
ekki getum við átt á hættu að vera
kærðir eins og hefur komið fram í
öðrum efnum," segir formannsfram-
bjóðandinn.
Kristján segir að B-listinn ætli að
hafa sínar tillögur í launamálum
fastmótaðar að minnsta kosti þrem-
ur mánuðum áður en samnings-
frestur rennur út um næstu áramót
nái listinn kjöri. Frambjóðendur B-
lista ætli sér að reka raunhæfa
stefnu, stefnu sem komi raunhæft
út, bæði fyrir verkamenn og vinnu-
veitendur.
„Við ætlum ekki að leyfa vinnu-
veitendum að slá öllu slíku á frest
og greiða fólki eftir gömlu töxtun-
um,“ segir hann.
-GHS
Garðar Karlsson verkamaður í Áburðarverksmiðjunni og starfsfélagar.
DV-mynd BG
Kosningarnar í Dagsbrún:
Menn eru
íhaldssamir
í eðli sínu
„Það er ágætt að hrista aðeins
upp í mönnum og fá umræðu um
verkalýðsmál á vinnustaðinn. Menn
eru misjafnlega áhugasamir og það
er voðalega lítið spáð í þetta, að
manni finnst en sumir hafa vissu-
lega áhuga á þessum málum. Von-
andi hlusta samt allir," segir Garð-
ar Karlsson, verkamaður hjá
Áburðarverksmiðjunni.
Frambjóðendur B-lista hafa eytt
síðustu dögum og jafnvel vikum í að
fara á vinnustaði og halda fundi
með starfsmönnum. í hádeginu í
gær sótti Kristján Árnason, fram-
bjóðandi B-lista, Áburðarverksmiðj-
una heim. Garðar Karlsson var einn
þeirra sem sátu og hlustuðu. Að-
spurður hvort hann ætti von á
breytingum í stjórn Dagsbrúnar
sagði hann:
„Menn eru íhaldssamir í eðli
sínu. Það er lítil umræða um þessi
mál hér innanhúss. Menn halda ró
sinni en auðvitað er ýmislegt sem
má breyta," sagði hann. -GHS
Stjórnarkjörið í Dagsbrún:
Viljum setja fullan
kraft í launataxtana
- segir Halldór Björnsson, frambjóðandi A-lista
„Við viljum að Dagsbrún komist í
sviðsljósið og verði sama afl í launa-
baráttunni og félagið var áður en
þjóðarsáttin og öll samábyrgðin
kom upp á borðið. Við tókum auð--
vitað þátt í þjóðarsáttinni og getum
ekki afneitað því endalaust en núna
viljum við leggja megináherslu á
launataxtana," segir Halldór Björns-
son, varaformaður og frambjóðandi
A- lista stjórnar og trúnaðarráðs til
formanns í verkamannafélaginu
Dagsbrún í stjórnarkjörinu á föstu-
dag og laugardag.
Halldór segir að félagar í Dags-
brún hafi alltaf litið á félagið sitt
sem eitt það róttækasta í launabar-
áttunni enda hafi Dagsbrún ávallt
verið í sviðsljósinu. Halldór segir að
kosningabaráttan núna snúist um
innri mál félagsins og gagnrýni á
núverandi stjórn og viðurkennir að
nokkuð sé til i þessu en minnir á að
sex menn af tíu frambjóðendum á A-
lista séu nýir. Halldór telur upp á að
launamálin brenni heitt á mönnum
og boðar harðari og beittari stefnu í
kjaramálunum.
„Við erum ekki að tala um að
brjóta upp alla sérsamninga heldur
setja alla orku í launataxtana. Ef
við náum kjöri munum við byrja á
þeim undirbúningi og vera tilbúnir
strax um áramótin að leggja í samn-
ingagerð," segir hann.
Stjórnarkjörið í verkamannafé-
laginu Dagsbrún fer fram á fóstudag
og laugardag en atkvæði verða talin
eftir að kjörstað hefur verið lokað á
laugardagskvöld. Kosningabaráttan
hefur að undanförnu gengið út á að
sækja vinnustaðafundi víðs vegar
um höfuðborgarsvæðið og má búast
við að 70-80 vinnustaðir hafi verið
sóttir heim þegar kjördagur rennur
upp.
Félagar í verkamannafélaginu
Dagsbrún eru tæplega 4.000 og seg-
ist Halldór búast við að þeim fjölgi
eitthvað næstu daga. -GHS