Dagblaðið Vísir - DV - 16.01.1996, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 16.01.1996, Blaðsíða 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 16. JANÚAR 1996 Fréttir íbúö skemmdist mikiö í bruna í ijölbýlishúsi viö Fannafold: Sá að enginn var heima og hljóp út - segir Óskar Knudsen, nágranni sem fyrstur kom að eldinum eldhúsinu er allt illa brunnið en sót og reykur barst um aiia íbúðina og eru skemmdir þar verulegar. DV-mynd BG „Ég heyrði í reykskynjaranum i íbúðinni og fór strax yfir ganginn að athuga hvað væri um að vera. íhúðin var opin og ég fór inn. Það var mikill reykur í eldhúsinu en ég gat ekkert annað gert en að líta í snatri inn í herbergin og athuga hvort einhver væri heima. Svo var ekki og þá fór og ég hringdi á slökkviliðið," segir Óskar Knudsen, íbúi í fjölbýlishúsi við Fannafold í Grafarvogi. Eldur kom upp í íbúðinni, sem er á áttundu hæð í húsinu, í gærmorg- un. Miklar skemmdir urðu og er allt ónýtt í eldhúsinu og íbúðin öll svört af sóti og reyk. Enginn var heima því húsmóðirin þurfti að bregða sér út. Hún er dagmóðir og hafði hún börnin með sér. Svo virðist sem eldurinn hafi kviknað á eldavélinni en þó liggur ekki fyrir með hvaða hætti það gerðist. Fjölmennt slökkvilið kom á staðinn og voru hæðimar fyrir ofan og neðan rýmdar til öryggis. Að sögn varðstjóra hjá slökkviliðinu var þó ekki veruleg hætta á ferðum. Óskar gerði aðra tilraun til að komast að eldinum í íbúðinni eftir Eldurinn kom upp í íbúð á áttundu hæð. Slökkviliðið lét rýma hæðirnar fyrir ofan og neðan en ekki var veru- leg hætta á ferðum. að hann hafði hringt á slökkviliðið. Þá var íbúðin orðin full af reyk og ekki viðlit að komast að með slökkvitæki. Slökkviliðið sendi reykkafara inn í íbúðina og gekk hann endanlega úr skugga um að enginn væri inni. Eftir það gekk greiðlega að slökkva eldinn. -GK SeyðisQörður: Loðna sést víða og sjómenn bjartsýnir DV Seyðisfirði: Nótaveiðiskipin Helga Björk ÞH og Keflvíkingur KE voru fyrstu skipin sem lönduðu síld hjá SR- mjöli á nýja árinu. Ekki um mikið magn að ræða - samtals 500 tonn. Þar er auðvitað margt sem veldur. Þó helst að veiðiheimildir margra skipa eru orðnar knappar og reyna menn þá oft að koma afla sínum fremur í söftun eða frystingu tif að fá sem mest fyrir feng sinn og mögufegt er. Nú vona menn að biðin eftir foðnuveiði í nót styttist og veiði- skipunum fjölgar á miðunum. Loðnu hefur víða orðið vart og eru menn almennt bjartsýnir á fram- hafd veiðanna. Nokkur skip með flottroll hafa féngið fullfermi, sum oftar en einu sinni. -JJ ístravel leigir vél: Flug- miðinn til Amster- dam kostar 25.000 „Viðbrögðin hafa verið ágæt og það hefur verið mikið af fyr- irspurnum. Ég er búin að vera í þessu í 10 ár og hef oft verið aö hugsa um það að í sól vilja allir íslendingar endflega fara í sólar- landaferðir en í hreti verður allt miklu rólegra. En það er mikið spurt um þetta flug,“ segir Gunnar Bragi Kjartansson, framkvæmdastjóri ístravel. Ferðaskrifstofan hefur gert samning við hollenska flugfélag- ið Transavia um leigu á Boeing 737 300 vél í sumar og býður ódýr flugfargjöld tvisvar í viku til Amsterdam í Hollandi. Flogið verður seint á mánudagskvöld- um frá Amsterdam til íslands og farið héðan um miðnætti þannig að lent er aftur í Amsterdam snemma á þriðjudagsmorgni. Flogið er aftur á miðvikudags- kvöldum frá Amsterdam til ís- lands og lent aftur í Amsterdam á fimmtudagsmorgni. Að spgn Gunnars kemur flug- miðinn til með að kosta 24.870 krónur með sköttum fyrir 16 ára og eldri og 22.500 krónur með sköttum fyrir 2ja til 16 ára en ókeypis verður fyrir ungbörn. Enginn lágmarks- eða hámarks- tími er á dvöl ferðamannsins en bóka verður sæti fyrir fram og ekki má breyta miðum. Samkvæmt upplýsingum frá Ferðaskrifstofu Hafnarfjarðar kostar ódýrasta flug með Flug- leiðum til Hollands 29.110 til 31.010 kr. með sköttum í vor og sumar. Greitt er 10% af fargjaldi fyrir ungböm. -GHS Dagfari Elska skaltu náungann Það ber hæst í fréttum þessa vik- una að ekkert hefur frést úr Lang- holtssókn. Það má merkilegt heita eftir látlausan skæruhernað allt frá aðventu og vel fram í síðustu viku. Vonandi stafar þögnin ekki af því að þjóðin fái ekki lengur að frétta hvernig sóknarstarfið í Langholt- inu gengur. Það hefur einmitt ver- ið kirkjustarfi í landinu til eflingar og uppörvunar að fylgjast með virku starfi kórfélaga, safnaðar- stjórnar, biskups og prófasta, svo ekki sé talað um söfnuðinn sjálfan sem hefur sótt messur af einskær- um áhuga. Sóknarbörnin biða þess spennt í hyert skipti, sem þau ganga til kirkjubekkja, hvort prest- urinn mæti eða organistinn eða kórinn eða biskupinn, nú eða sátta- semjarinn, sem verður auðvitað að mæta til kirkju til að stilla til frið- ar ef upp úr skyldi sjóða. Það er einmitt svo skemmtilegt við þetta safnaðarstarf að það er aldrei hægt að ganga að því vísu hver er með hverjum. Fyrst var það að sjálfsögðu presturinn á móti organistanum eða var það orga- nistinn á móti prestinum? Skiptir ekki máli, því þeir eru innilega og afdráttarlaust á móti hvor öðrum, sem er þvi athyglisverðara út frá sjónarhóli kirkjustarfsins og trúar- kenningarinnar að þeir eru búnir að starfa saman í sókninni um ára- bil og hafa þannig þroskað með sér andúðina og illmælgina hvor um annan. Svo var það formaður Pre- stafélagsins andspænis biskupi ís- lands og sú skemmtilega og menn- ingarlega deila sem spratt af orða-. skiptum þeirra varðandi skilgrein- inguna á orðinu bull. Biskupinn fann það nefnilega út að formaður Prestafélagsins bullaði og sagðist vera þreyttur á bullinu. Ekki það að formaðurinn megi ekki bulla pínulítið en það getur verið þreyt- andi til lengdar fyrir sjálfan bisk- upinn yfir íslandi þegar prestar bulla í sífellu. Formaðurinn tók þetta að sjálf- sögðu óstinnt upp og kærleiks- blómin spruttu enn á ný í kirkju- starflnu og um tíma leit út fyrir að kalla þyrfti málfræðing til að stilla til friðar á bænum þeim. Svo fór þó ekki, því biskup vildi fyrst setja niður deiluna í Langholtssókn með því að fá dómsmálaráðherra til að hlutast til um að reka annan hvorn, prestinn eða organistann. Dómsmálaráðherra sá strax í hendi sér að afskipti af slíkri deilu yrðu hans banabiti í pólitíkinni og frábað sér alla íhlutun. Þegar það gekk ekki skipaði biskup Eirík Tómasson lögmann sem sáttasemj- ara til að ganga á milli klerksins og organistans sem er vitaskuld þýð- ingarlaust og löðurmannlegt verk- efni í ljósi þess einlæga haturs sem þeir hafa ræktað með sér. Ekki hafði Eiríkur fyrr verið fenginn til sáttastarfanna en í ljós kom að hann var samstarfsmaður eiginkonu organistans og talinn vilhallur honum fyrir vikið. Það var ekki fyrr en Eiríkur sagðist hafa verið í skóla með prestinum, sem sættir tókust um að fá hann til að sætta deiluaðila. Biskup segist bera fullt traust til Eiríks og það er meira heldur en hægt er að segja um traustið sem hann ber til for- manns Prestafélagsins. Hvort for- maður Prestafélagsins ber traust til Eiríks er svo annað mál, enda voru þeir ekki saman í skóla og Ei- ríkur hefur ekki tjáð sig um bullið í formanninum sem biskupinn er orðinn svo þreyttur á. En þá verða menn líka að muna að biskupar verða fljótt þreyttir á bulli sem þeir heyra frá kirkjunnar þjónum, enda þarf biskupinn oftar að sækja kirkju heldur en Eiríkur. Það er hans böl. Nú er sem sagt liðið á vikuna án þess að almenningur hafi fengið fregnir af gangi mála í Langholts- sókn og Dagfari er orðinn óþreyju- fullur að vita hver er vondur út í hvern og hver er orðinn þreyttur á hverjum. Kannske verður maður að sækja messu á sunnudaginn til að fá nýjustu fréttir? Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.