Dagblaðið Vísir - DV - 16.01.1996, Blaðsíða 9
ÞRIÐJUDAGUR 16. JANÚAR 1996
9
DV
Útlönd
Elísabet Bretadrottning:
Varði aðeins 2 tímum
á dag með börnunum
Elísabet Bretadrottning var fjar-
læg og áhugalítil móðir þegar böm
hennar voru lítil. Hún varði einung-
is einni klukkustund með þeim að
morgninum og einni um háttatíma
á kvöldin. Uppeldisaðferðir hennar
eru sagðar endurspeglast af hennar
eigin uppeldi en það vom að mestu
bamfóstrur og einkakennslukonur
sem sáu um það. Þetta kemur fram
í útdrætti úr bók um ævi drottning-
ar sem breska blaðið The Times
birtir i dag.
Þar kemur einnig fram aö drottn-
ingin vilji hafa föt sín þægileg og
tildurslaus. „Þetta væri allt í lagi
fyrir Joan Collins en ekki fyrir
mig,“ á Elísabet að hafa sagt er hún
var spurö hvort hún vildi ekki hafa
axlapúða í kjólum sínum. Drottn-
ingin gefur sjálf hundunum sínum
að éta á hverjum degi og lítur ekki í
bók nema hún endurspegli ástriðu-
Elísabet Bretadrottning vill ekki
klæðast eins og Joan Collins.
Símamynd Reuter
fullan áhuga hennar á hestum.
í gær birti The Times útdrátt þar
sem sagði að Margrét prinsessa,
systir Elísabetar Bretadrottningar,
hefði verið á barmi örvæntingar
þegar hrikta fór í stoðum hjóna-
bands hennar og ljósmyndarans
Anthony Armstrong-Jones.
Starfsmenn BuckinghamhaUar
neituðu í gær aö tjá sig um nýjustu
upplýsingamar úr bókinni. En fuU-
yrðingunum um að PhUip prins,
eiginmaður drottningar, hafi verið
henni ótrúr var vísað á bug.
Sagt er að Margrét prinsessa, sem
er 65 ára, hafi aldrei jafnað sig eftir
að hafa verið neydd tU að hætta ást-
arsambandi sínu 1955 við stríðshetj-
una Peter Townsend en hann var
fráskUinn. Hún giftist Armstrong-
Jones 1960 en áratug seinna voru
komnir brestir í hjónabandið. Arms-
trong-Jones neitaði að tala við Mar-
gréti, njósnaði um hana gegnum gat
á vegg og skrifaði til hennar á miða
móðgandi skUaboð, að sögn höfúnd-
ar ævisögunnar, Söru Bradford.
Bradford segir að Margrét hafi
fengið taugaáfaU 1974 og að áhyggju-
fuUir vinir hennar hafi ákveðið að
koma fyrir hlerunartækjum í her-
bergi þar sem hjónakornin eiga að
hafa rifist. Vinirnir sendu upptök-
una tU sálfræðings án þess að geta
þess um hverja væri að ræða. Úr-
skurður sálfræðingsins var að „kon-
an“ þyrfti hjálp í skyndi.
Margrét er jafnframt sögð hafa
hringt í vin og hótað að fleygja sér
út um glugga. Vinurinn hringdi i
drottninguna sem á að hafa svarað:
„Haldið áfram að skemmta ykkur.
Svefnherbergið hennar er á jarð-
hæð.“ Margrét og Armstrong-Jones
skUdu 1978 og hefur hún ekki geng-
ið í hjónaband að nýju. Reuter
Rétt af hjákonu
Mitterrands
að vera við
útförina
Yílrgnæf-
andi meiri-
hluti frönsku
þjóðarinnar
telur það
hafa verið
rétt af hjá-
konu
Francois
Mitterrands, fyrmm Frakk-
landsforseta, og dóttur þeirra að
vera við útfór hans, að því er
fram kemur í skoðanakönnun
sem birtist í gær.
Nærri níu af hverjum tíu
Frökkum fannst þetta hið besta
mál en aðeins sextán prósent
töldu það ekki viðeigandi.
Tímaritið Paris-Match skýröi
frá því í gær að einn lækna
Mitterrands hefði staöfest að
forsetinn látni hefði greinst með
krabbamein þegar árið 1981, eða
tíu árum áður en frá þvi var
skýrt opinberlega.
Vilja kanna áhrif
viðskiptabanns
SÞ á írak
Ajay, Ramkishan og Dheeraj Hinduja, þrír afkomendur ríkustu fjölskyldu Indlands sem býr í London, komu ríðandi á hvítum hestum er þeir gengu í hjóna-
band í Bombay á Indlandi í gær. Gestirnir voru um 10 þúsund og sagði einn þeirra að veislan væri fremur látlaus þar sem um svo auðuga fjölskyidu væri
að ræða. Ekki var veitt áfengi og veislumaturinn var grænmetisfæði. Af öryggisástæðum var hvorki leyft að koma með gjafir né blómvendi nálægt brúðhjón-
unum þrennum. Símamynd Reuter
Stjórnvöld í Bandaríkjunum
og Bretlandi lýstu í gær yfír
stuðningi sínum við tillögu
Frakka um að sérstök mannúð-
arnefnd á vegum Sameinuðu
þjóðanna yrði send til íraks til
að rannsaka lamandi áhrif fimm
ára viðskiptabanns á landið.
Öryggisráðið hefur ekki enn
samþykkt sendiförina þar sem
Rússar og Kínveijar eru hikandi
við samþykkja þá tillögu Banda-
ríkjamanna aö nefndin megi
einnig kanna að hve miklu leyti
írösk sfjórnvöld eigi sjálf sök á
bágindum þjóðarinnar.
En hvað svo sem Öryggisráðið
ákveður er ekki tryggt að írakar
hleypi nefndinni inn í landið.
Brottrekstur
Kúrda frá Sví-
þjóð var klúður
Ingvar
Carlsson, for-
sætisráð-
herra Sví-
þjóðar, við-
urkenndi í
gær að sér
hefði orðið á
í messunni
þegar ákveðið var að senda
kúrdíska flóttamenn, níu börn
og mæður þeirra, úr landi og
aftur heim til Tyrklands en ráð-
herrann hefur sætt mikilli gagn-
rýni fyrir.
„Það var slæm ákvörðun að
senda fjölskyldumar aftur til
Tyrklands," sagöi Carlsson.
Fiölskyldurnar viðurkenndu
að hafa logið til um heimaland
sitt þegar þær komu til Svíþjóð-
ar fyrir fimm árum, sögðust
koma ffá írak. Reuter
Hillary Clinton íhugar að
bera vitni fyrir þingnefnd
- dularfullur skjalafundur f Hvita húsinu
Svarta
ekkjan
viðurkennir
fleiri morð
Sextíu og fjögurra ára gömul
austurrísk ekkja, Blauensteiner,
hefur játað á sig fimm morð og er
grunuð um fleiri. Blauensteiner,
sem austurrísk blöð hafa upp-
nefht „Svörtu ekkjuna", segist
hafa myrt eiginmann sinn, tvo
fyrrverandi elskhuga og tvo
kunningja þar sem þeir hafi átt
það skilið. Lögregluna grunar að
hún hafi myrt vegna peninga þai'
sem hún sé forfallinn fjárhættu-
spilari.
Blauensteiner myrti mennina
með því að gefa þeim banvæna
skammta af lyfjum. Reuter
Hillary Clinton, forsetafrú Banda-
ríkjanna, gaf í skyn í gær að hún
myndi biðja um að fá að bera vitni
fyrir nefnd öldungadeildar Banda-
ríkjaþings sem fer með rannsókn
Whitewatermálsins.
Að minnsta kosti einn nefndar-
manna hefur ítrekað hvatt til þess
að Hillary verði kölluð í vitnastúku
en formáður nefndarinnar segir það
ekki á dagskrá. Formaðurinn, Al-
fonse D’Amato frá New York, er
kosningastjóri Bobs Doles sem tal-
inn er líklegt forsetaefni repúblik-
ana.
Skriður komst á rannsóknina fyr-
ir tíu dögum þegar skjöl, sem lengi
hafði verið leitað að, fundust í Hvíta
húsinu. Um er að ræða skjöl tengd
reikningum Hiliary á níunda ára-
tugnum vegna lögmannsstarfa
hennar fyrir lánastofnun á meðan
hún bjó í Arkansas. Yfirmaður lána-
stofnunarinnar og eiginkona hans
fjárfestu ásamt Clintonhjónunum í
byggingu sumarhúsa og var verk-
efniö kallað Whitewater. Eitt af
þeim atriðum sem verið er að' rann-
saka er hvort ríkistryggt sparifé al-
mennings hafi verið sett í verkefn-
ið.
Rannsóknamefndin mun í þess-
ari viku einbeita sér að öðram at-
riðum í sambandi við reikningana
og sérstaklega skyndilegan fund
þeirra í Hvíta húsinu. Talið var að
skjölin hefðu glatast eða að þau
hefðu verið eyðilögð.
Reuter
VINNINGAR FJÖLDI VINNINGSHAFA UPPHÆÐÁ HVERN VINNINGSHAFA
1.5 af 5 0 2.022.546
r\ 4 af 5 (C 41. Plús mz 102.750
3. 4af5 69 7.700
4. 3 af 5 2.268 540
Heildarvinningsupphæð:
4.086.816
S& : m i BIRT MEÐ FYRIRVARA UM PRENTVILLUR