Dagblaðið Vísir - DV - 16.01.1996, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 16.01.1996, Blaðsíða 12
12 ÞRIÐJUDAGUR 16. JANÚAR 1996 Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjómarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R.. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON Ritstjóri: JÓNAS KRISTJÁNSSON Aðstoðarritstjóri: ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjóri: PÁLL STEFÁNSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar: ÞVERHOLT111, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLT114,105 RVÍK, SÍMI: 550 5000 FAX: Auglýsingar: 550 5727 - Aðrar deildir: 550 5999 GRÆN númer: Auglýsingar: 800 6272. Áskrift: 800 6270 Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/ Ritstjórn: dvritst@centrum.is - Auglýsingar: dvaugl@centrum.is. - Dreifing: dvdreif@centrum.is AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 461 1605 Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Filmu- og plötugerð: ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF. Áskriftarverð á mánuði 1550 kr. m. vsk. Lausasöluverð 150 kr. m. vsk., helgarblað 200 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og i gagnabönkum án endurgjalds. Eftirlit á flæmskum hatti íslenzkir skipstjórar og útgerðarmenn verða að fara eftir settum reglum við úthafsveiðar eins og veiðar á heimamiðum. íslenzk stjómvöld gæta hagsmuna þessara aðila út á við nánast eftir pöntun og verða að geta treyst því, að islenzkir eftirlitsmenn komist um borð. Sjávarútvegsráðuneytið mótmælti skipan Fiskveiði- nefndar Norður-Atlantshafs á veiðum á Flæmska hattin- um við Nýfundnaland fyrir áramót og gerði þannig ís- lenzkum rækjutogurum kleift að stunda þar veiðar. Á móti verður að koma, að togaramir fari að reglum. íslendingar em aðilar að samkomulagi Fiskveiði- nefndar Norður-Atlantshafs um, að eftirlitsmenn skuli vera um borð í fiskiskipum. íslenzkir hagsmunaaðilar, sem stunda veiðar á Flæmska hattinum í skjóli íslenzkra stjómvalda, verða að fara eftir þessu samkomulagi. Vel getur verið, að stakir skipstjórar og útgerðarmenn telji henta sér að stunda sjórán á úthafsmiðum. En þá verða þeir líka að taka því, að slíkt gerist ekki í skjóli ís- lenzkra stjórnvalda. Ef þeir em þar í skjóli íslenzkra stjórnvalda, verða þeir að hlýða fyrirmælum. Veiðar íslenzkra togara á Flæmska hattinum eru ótryggar. Þær eru háðar fjölþjóðlegu þjarki, þar sem ís- lenzka sjávarútvegsráðuneytið reynir meðal annars að sýna fram á, að veiðihugmyndir þess séu marktækar. ís- lenzkir langtímahagsmunir eru þar í húfi. Verr er af stað farið en heima setið, ef íslenzkir hags- munaðilar þakka fyrir með því að hafa í hótunum við ráðuneytið og segjast neita að taka við íslenzkum eftir- litsmönnum um borð, fara með rangt mál um kostnað við eftirlitið og grafa þannig undan ráðuneytinu. Útilokað er, að íslenzk stjórnvöld geti áfram stutt við bakið á hagsmunaaðilum, sem fara sínu fram í trássi við það, er þau telja vera langtímahagsmuni þjóðarinnar. Sjávarútvegsráðuneytið verður þá að hætta að halda uppi hagsmunagæzlu fyrir þessa óstýrilátu aðila. Útgerðin greiðir allan kostnað við eftirlit af hálfu ís- lenzkra stjómvalda á heimamiðum samkvæmt lögum um stjóm fiskveiða. Eftirlitið, sem íslenzk stjómvöld hafa samþykkt á Flæmska hattinum, er fyrirferðarmeira og dýrara, enda er þar um úthafsveiðar að ræða. Útgerðarmenn rækjuskipa óttast réttilega, að væntan- legt lagafrumvarp um stjóm úthafsveiða muni fela í sér svipuð ákvæði um, að þeir borgi það eftirlit eins og eft- irlitið á heimamiöum. Þeir munu tæpast koma í veg fyr- ir slíkt og alls ekki með hótunum og yfirgangi. Hagsmunaaðilar hafa haldið fram, að þetta eftirlit kosti 100 milljónir á Flæmska hattinum. Því fer víðs fjarri. Eftirlitið á íslenzkum heimamiðum kostar þessa peninga á hverju ári. Eftirlit á Flæmska hattinum mun ekki kosta nema lítið brot af þessari upphæð. Til bráðabirgða greiðir Fiskistofa þetta eftirlit, nema fæðiskostnað eftirlitsmanna um borð í skipunum. Þann kostnað greiðir sjávarútvegsráðuneytið til bráðabirgða. Óeðlilegt er, að skattgreiðendur haldi lengi áfram að greiða þennan kostnað fyrir óstýrilátar útgerðir. Að gefnu tilefni er brýnt, að lagafrumvarp um stjóm úthafsveiða líti dagsins ljós strax á þessu þingi. Enn fremur er brýnt, að það feli ekki í sér neitt undanhald frá þeirri reglu, að útgerðir fiskiskipa, en ekki skattgreið- endur, beri kostnað við eftirlit með þessum veiðum. Farsælast er fyrir alla íslenzka málsaðila að skipa sér þétt saman og bíta ekki í höndina á þeim eina aðila, sem getur gætt íslenzkra hagsmuna utan íslenzkrar lögsögu. Jónas Kristjánsson Ferðamönnum og farandverkafólki verður starsýnt á „hin góðu kjör“ fátækra í sumum þessara landa. En glæð- urnar eru kulnandi. Vandi vestræns hagkerfis Heyra má bjartsýnisraddir um efnahags- og atvinnuhorfur á nýju ári. Ekki er þó allt sem sýnist í því efni, hvort heldur ísland á í hlut eða önnur lönd af sömu þjóðfélags- gerð. Hagvaxtarhorfur iðnríkja eru í raun dapurlegar, hagvaxtar- tölur eru óglæsilegar, atvinnuleysi útbreitt og viðvarandi. Er sannast sagna að hagvöxtur OECD-landa, hins ríka heims, sem ísland til- heyrir, virðist hafa náð eins konar lokatakmarki, sem ekki verður farið fram úr. Þótt talað sé um hagvöxt upp á 2-2%% er hann í raun allt of litill til þess að standa undir kröfum um fulla atvinnu. Hagvaxtarþrot Ótryggur hagvöxtur er sá meg- invandi sem við er að glíma í efna- hags- og fjármálaheimspeki okkar heimshluta. í raun blasa við hag- vaxtarþrot í vestrænu hagkerfí. Við erum hætt að geta krafist auk- inna lífsgæða fyrir „hagvöxt" i grónum skilningi þess orðs. Af- kastageta auðlinda jarðar, lands og sjávar, ber ekki slíkar kröfur. Og efnahagskerfi sem slitið er úr tengslum við uppsprettu lífsins, jarðargróðann sjálfan, fær ekki staðist. Með rányrkju og pappírs- hagkerfi nýkapítalismans er tjald- að tO einnar nætur. Þetta er sá háski sem blasir viö komandi kynslóðum, ef ekki verð- ur hugarfarsbreyting. Svo lengi sem stjómmálamenn temja sér þá meðalhegðun að tala af „bjart- sýni“ upp í eyrun á kjósendum er ekki von nauðsynlegrar hugarfars- breytingar um að finna hagsældar- hugmyndum okkar ný viðmið. Bjartsýnisátrúnaður tækni- og peningahyggju hefur gengið göt- una á enda. Horfur ekki „líflegar" Hagvöxtur í vestrænu hagkerfi svarar m.ö.o. ekki kröfum sem til hans eru gerðar fram yfir það að Kjallarinn Ingvar Gíslason fyrrv. menntamálaráöherra þjóna enn þörfum auðstéttar og þeirra starfshópa sem hafa sitt á þurru í krafti auðs og valda eða njóta verndar lítt hagganlegrar sérstöðu í kerfinu. Atvinnuleysi heldur áfram að vaxa: „í iðnríkj- um er langvarandi atvinnuleysi," segir í opinberri þjóðhagsspá hér á landi og hagvaxtarhorfurnar þar „ekkert sérlega liílegar" eins og hófsamlega er til orða tekið í sömu heimild. í Bandaríkjunum eru hagvaxt- arhorfur dökkar, Japan á við efna- hagsörðugleika að stríða og Þýska- land er þjakað af langri hagvaxtar- kreppu og viðvarandi atvinnu- leysi. Nokkuð er gert úr „upp- sveiflu“ á Norðurlöndum þótt hið sanna sé að í flestum þeirra (a.m.k. Fihnlandi, Danmörku og Svíþjóð) megi greina alvarleg hnignunarmerki á ýmsum svið- um. Að vísu lifir enn í gömlum glæð- um velferðarkerfis Norðurlanda, svo að ferðamönnum og farand- verkafólki verður starsýnt á „hin góðu kjör“ fátækra 1 sumum þess- ara landa. En glæðurnar eru kuln- andi. Þjóðremba gegn nágrönnum í þessu umróti nýkapítalismans, sem nærist á innantómri hagvaxt- artrú, er það von og skoðun margra íslenskra ráðamanna, ekki síst útgerðarauðvaldsins, að hag- vaxtarmöguleikar íslensks þjóðfé- lags felist í því að „balkanísera“ nágrenni sitt á norðurslóð með út- blásinni þjóðrembu: Siðlausri inn- rás á norsk og rússnesk fiskvernd- arsvæði í Barentshafi og við Sval- barða. En „alþjóðahyggju" sýna þeir í verki með þrælslund gagn- vart Evrópustórveldinu og yfir- gangi Evrópukapítalismans. í þess þágu má fórna fullveldi og sjálf- stæði þjóðarinnar. Ingvar Gíslason „Ótryggur hagvöxtur er sá meginvandi sem við er að glíma í efnahags- og fjár- málaspeki okkar heimshluta. í raun blasa við hagvaxtarþrot í vestrænu hagkerfi. Við erum hætt að geta krafist aukinna lífsgæða fyrir „hagvöxt“ í grónum skiln- ingi þess orðs.“ Skoðanir annarra Einkavæðingin „Einkavæðing ríkisfyrirtækja mun halda áfram hér á landi sem annars staðar. Einkarekstrarform hefúr þegar sannað yfirburði yfir ríkisrekstur. •Hverjir kaupa verður að ráöast hveru sinni en dreifð eignaraðild er æskileg. Fyrirtækjum er þó að mínu viti hollt að einhver ábyrgur kjarni sé í hluthafahópi svo að fyrirtæki verði undir samhentri stjórn. AUt orkar tvímælis þá gert er og sjálfsagt verður enn mikil umræöa um einkavæðingu. Vonandi verður hún á hærra plani en sú umræða sem hefur verið um SR-mjöl hf.“ Benedikt Sveinsson hrl. í Mbl. 13. jan. Flokkakerfið „Umræður um sameiningu vinstri flokkanna hafa verið uppi nú um sinn. Ég er ekki trúaður á skjótan árangur af þeim viðræðum. Ólík afstaða Alþýöu- bandalagsins og Alþýðuflokksins til mála verður þar óþægur ljár í þúfu... Ég spái því að íslenska flokka- kerfíö eigi framtíö fyrir sér, jafnvel þótt einhver samruni verði á vinstri vængnum. Slíkt getur auð- vitað átt sér stað þótt ég sé sannfærður um að fólk- ið sem nú skipar Alþýðubandalagið, Þjóðvaka, Al- þýðuflokkinn og Kvennalistann muni aldrei eiga saman í einum flokki." Jón Kristjánsson í Tímanum 13. jan. Ókeypis réttindi „Umræður um kvótakerfið hafa orðið til þess að opna augu fólks fyrir því, að til eru annars konar verðmætar eignir en fasteignir, hlutabréf eða önnur verðbréf. Fiskimiðin við íslands strendur eru sam- eign íslensku þjóðarinnar lögum samkvæmt en rík- isvaldið hefur ákveðið að úthluta takmörkuðum hópi manna rétti til að nýta þessa auðlind fyrir ekki neitt. Þessi hópur stundar síðan viðskipti með veiði- réttinn, sem hefur reynst stóreign. Söluandvirðið rennur hins vegar ekki í vasa þjóöarinnar eins og allir vita, heldur þeirra einstaklinga og fyrirtækja sem hafa fengið ókeypis úthlutun á þessum réttind- um.“ Úr Reykjavíkurbréfi Mbl. 14. jan.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.