Dagblaðið Vísir - DV - 16.01.1996, Blaðsíða 13
ÞRIÐJUDAGUR 16. JANÚAR 1996
13
Forseta yfir trú-
lausu landi?
Hugmyndir hafa komið fram
um að sameina embætti forseta ís-
lands og biskupsins yfir íslandi í
eitt. Gallinn við það væri bara sá
að þá sætum við uppi með biskup
sem væri lítið voldugri en áður, en
yrði margfalt hvimleiðari þegar
hann ætti í vandræðum með sókn-
arbömin sin.
Eru þá ótalin þau vandræði er
hlotist gætu ef hann yrði tvöfalt
hærri í launum, eða ef sértrúar-
söfnuðum líkaði ekki að hafa
starfandi þjóðkirkjuklerk yfir sér.
Því leyfi ég mér að stinga upp á
hagræðingu úr hinni áttinni: Að
forsetaembættið sé látið yfirtaka
biskupsembættið, með því að taka
þjóðkirkjuna af launaskrá ríkis-
ins. Þannig verði forseti íslands
jafnframt sameiningartákn allra
trúarhópa í landinu, inn á við sem
út á við.
Þjóðnýting þjóðkirkjunnar
Þetta gæti framkvæmst með eft-
irfarandi hætti: Rikið lýsti yfir að
siðbót Lúthers hefði ekki gengið
nógu langt er pápismanum lauk
því kirkjan héldi enn talsverðum
jarðeignum. Þær yrði ríkið nú að
fá að selja til að minnka fjárlaga-
hallann.
Enn fremur að það samræmdist
ekki lögmálum frjálshyggjunnar
að ríkið borgaði laun þjóðkirkju-
presta að þjóðinni forspurðri, en
ekki annarra trúarhópa. Því yrði
að fara fram þjóðaratkvæða-
greiðsla um þjóðnýtingu þjóðkirkj-
unnar, til þess að hún yrði ekki
sem ríki í ríkinu. (En fordæmi fyr-
ir hlutleysi ríkis gagnvart kirkju
finnast víðar, svosem í Kanada).
Þannig gæti þjóðin búið við
margar misstórar kirkjudeildir,
án þess að nein ein þeirra hefði
ríkisstyrkta einokun á sannleikan-
um, og þar sem allar yrðu að láta
sér nægja ríkisstyrki, ef einhverjir
væru, á grundvelli kirkjusóknar.
Kjallarinn
Tryggvi V. Líndal
þjóðfélagsfræðingur
Myndi þá sparast allnokkur pen-
ingur, því fæstir landsmenn sækja
kirkjur nokkuð að ráði.
Reyndar mundi þá m.a. koma í
ljós að margir myndu sakna þeirr-
ar hálfgildis sálfræðiþjónustu sem
prestar veita sóknarbörnum sín-
um við hinum ýmsu kvillum. Þó
mætti taka þar kúfinn af með því
að hleypa félagsráðgjöfum í skarð-
ið, og auka þannig faglega að-
hlynningarþjónustu um leið.
Geistlegan forseta
Næst myndi blasa við sú vand-
ræðalega staða að enginn væri
andlegur yfirmaður trúmála
landsins, (þótt kirkjumálaráðu-
neytið sæi enn um ýmsa stjórn-
sýslulega þætti). Enda væri bisk-
upsstofan fyrrverandi nú rekin af
frjálsum framlögum í sértrúar-
söfnuði þeim sem áður bar nafnið
þjóðkirkjan.
Hér gæti forseti íslands tekið
við nýju hlutverki, sem vinur og
verndari íslenskra trúarbragða.
Hann myndi koma fram sem trú-
arlega sinnuð persóna, en þó jafn-
framt sneiða hjá öllum kreddum.
Hann myndi skírskota til þessarar
séríslensku lausnar, og kalla sig
andlegan þjóðhöfðingja íslend-
inga, leikra sem lærðra.
Lögbinda mætti þetta trúarlega
hlutverk hans með einhverjum
hætti, t.d. með því að gera hann
einnig að talsmanni kirkjumála-
ráðuneytisins gagnvart útlöndum.
Þannig hefði hann sérstöðu gagn-
vart þjóðhöfðingjum annarra trú-
frjálsra ríkja.
Við þetta myndi lítið breytast
frá því sem nú er, nema að útgjöld
til trúmála minnkuðu. Þar á móti
kæmi að margir yrðu trúhneigð-
ari, og að meiri kirkjugjöld gætu
runnið til Háskólans, til fleiri
deilda. Einnig myndu menn vanda
betur vál sitt á forseta er hann
væri eini andlegi þjóðhöfðinginn í
landinu. Jafnframt væri hann þó
sem fyrr einnig forseti fólks utan
safnaða.
„Þjóðarsöfnuðir íslands"
Aðeins væri eftir að finna þess-
ari séríslensku leikfléttu í trúmál-
um nafn sem væri vænlegt til að
skapa landinu sérstöðu út á við.
Ég sting upp á að fyrirbærið heiti
Þjóðarsöfnuðir Islands.
Við slíkar aðstæður gæti fyrr-
um biskup þjóðkirkjunnar ófeim-
inn leitað eftir Salómonsdómi
kirkjumálaráðherra er í odda
skærist milli fylgjenda (tón-)listar
og trúar innan lúters-evangelíska
safnaðarins, ef hann vildi una
slíkri íhlutun, án þess að allri
þjóðinni kæmi það við. Og forset-
inn þyrfti ekki að hafa neinar
áhyggjur af skorti á geistlegum
virðuleik, er hann væri orðinn
eina sameiningartákn íslands í
andlegum efnum.
Tryggvi V. Líndal
„Hér gæti forseti íslands tekið við nýju hlutverki, sem vinur og verndari íslenskra trúarbragða," segir m.a. í
greininni. - Frá prestastefnu í nóv. sl.
„Því leyfi ég mér að stinga upp á hagræð-
ingu úr hinni áttinni: Að forsetaembættið
sé látið yfirtaka biskupsembættið, með
því að taka þjóðkirkjuna af launaskrá rík-
isins.“
Ný staðfesting á gamalli frétt...
Hvað segir það um launakerfið í
landinu þegar yflrmenn eru upp í
63% starfsmanna í einu ráðu-
neyti?
Hvað segir það um launakerfið í
landinu þegar yfirvinna nemur
upp í 43% af launatekjum í við-
komandi stofnun eða ráðuneyti?
Sprungið launakerfi
Hvort tveggja segir það sama:
Að launakerfið er sprungið. Það
endurspeglar ekki veruleikann
heldur reynir að fela hann. En það
tekst ekki lengur. Það sýnir
skýrsla Ríkisendurskoðunar um
aðalskrifstofur ráðuneytanna árið
1994. Og aðalskrifstofur ráðuneyt-
anna eru ekki venjulegar rikis-
stofnanir: eftir höfðinu dansa lim-
irnir og þessi veruleiki ráðuneyt-
anna sést um allt ríkiskerfið. Og
ekki bara ríkiskerfið.
Þessi veruleiki launamálanna
sést um allt þjóðfélagið. Þess
vegna sýna tölurnar sem nefndar
voru í upphafi - 63% í yfirmanna-
stöðum og 43% af launatekjum -
ekki aðeins ástandið á aðalskrif-
stofum ráðuneytanna. Þær stað-
festa að launakerfið f landinu er
Kjallarinn
Svavar Gestsson
alþlngismaður fyrir Alþýðubanda-
lagið í Reykjavík
meira og minna hrunið.
Frá þessu er ein mikilvæg und-
antekning; sú undantekning birt-
ist í lágu töxtunum þeirra sem eru
á allra lægstu launum í þjóðfélag-
inu. Þegar laun þeirra eru hækk-
uð um lágar prósentur eða krónu-
tölu fer sama hækkun yfir alla.
Hækkunin er aðeins kölluð öðrum
nöfnum. Og þegar upp er staðið er
launabilið það sama. Eitt ljótasta
dæmið um þetta var sú ákvörðun
síðasta árs að hafa færri krónur í
krónutölusamningunum handa ör-
yrkjum og öldruðum en öðru fólki.
Þá var leitað að hærri taxta til að
miða krónutöluna við til þess aö
koma niður prósentunni í bótum
almannatrygginga.
Minnkar hræsnina
Það er í þágu allra nema þeirra
sem hafa ofurlaun allra efst í kerf-
inu að kerfið verði opnað, að pró-
senturnar sýni raunveruleg laun,
að aukagreiðslurnar verði hluti af
launatöxtum í samfélaginu öllu.
Það getur þýtt háar prósentutölur
í hækkanir til að byrja með í ein-
staka tilfelli en það minnkar
kannski aðeins hræsnina í um-
ræðu um launamál á íslandi.
Frá því að þjóðarsáttin var gerð
er nú liðinn hálfur áratugur. Það
er of langur tími. Þess vegna er
launakerfið nú að springa. Nýjasta
og skýrasta heimildin er sú
skýrsla Ríkisendurskoðunar sem
hér var vitnað til. Þar er ný stað-
festing á gamalli frétt sem allir
þekkja; Ríkisendurskoðun tók að
sér hlutverk barnsins sem sá það
og sagði svo frá því líka að keisar-
inn væri ekki í neinu. En það er
reyndar hlutverk Ríkisendurskoð-
unar.
Svavar Gestsson
„Það er í þágu allra nema þeirra sem hafa
ofurlaun allra efst í kerfinu að kerfið
verði opnað, að prósenturnar sýni raun-
veruleg laun, að aukagreiðslurnar verði
hluti af launatöxtum í samfélaginu öllu.“
Með og á
móti
Tryggingastofnun greiði
fyrir afnot af segulómsjá í
eigu einkaaðila
Meiri þjón-
usta og
sparnaður
„Segulóm-
sjártækni er
frábrugðin
röntgengeislun
í eðli sínu.
Notaðar eru
hættulausar
lágorkurafseg-
ulbylgjur en
ekki jónandi
geislar. Með
þessari aðferð
er hægt að
finna sjúk-
dóma sem ekki verða greindir
með neinni annarri aðferð. Þar
til nú hefur aðeins ein segulóm-
sjá verið á íslandi, þ.e. á Land-
spítala. Það er staðreynd að þörf
er fyrir mun fleiri segulómskoð-
anir en gerðar eru í dag eða
hægt er að sinna með einu tæki.
Tryggingastofnun hefur í rúm 2
ár greitt fyrir almennar mynd-
greiningarrannsóknir í Domus
Medica þar sem sjálfstætt starf-
andi sérfræðingar sjá um rekst-
urinn. Tryggingastofnun hefur
alla tíð fengið rannsóknir hjá
Læknisfræðilegri myndgrein-
ingu á lægra verði en greitt hef-
ur verið til sjúkrahúsa og einnig
hefur taxti sjúkrahúsa fyrir
margar rannsóknir lækkað eftir
að rekstur LM hófst í Domus
Medica. Samkvæmt grein pró-
fessors Ásmundar Brekkan í
Morgunblaðinu 15. sept. sl. er
kostnaður Landspítala við
hverja segulómskoðun rúmlega
40.000 kr. en LM býður þessa
rannsókn á 23.000 krónur. Þessi
þjónusta LM þýðir þvi í senn
minni geislun, meiri þjónustu og
sparnað fyrir sjúklinga, það er
skattgreiðendur."
Eyþór Björgvins-
son, læknir hjá
Læknlsfræðllegri
myndgreiningu.
Karl Steinar
Guðnason, forstjóri
Tryggingastofnun-
ar ríkisins.
Oánægja með
túlkun samn-
ingsins
„Samningn-
um var sagt
upp vegna
þess að mikU
óánægja er
innan samn-
inganefndar
Trygginga-
stofnunar rík-
isins með
hvernig gagn-
aðUinn túlkar
samninginn.
Samninganefnd Tryggingastofn-
unar ríkisins telur að það þurfi
sérstakt samþykki Trygginga-
stofnunar fyrir jafnstórri fjár-
skuldbindingu og hér er um að
ræða og ætlast er til að stofnun-
in greiði. Tryggingastofnun hef-
ur ákveðna upphæð til ráðstöf-
unar og til þessara verkefna og
er ekki gert ráð fyrir aukningu á
henni á þessu ári. Fyrirsjáanlegt
er að þessi myndataka mun
skapa tugmilljóna króna auka-
kostnað. í raun standa menn
frammi fyrir ákvörðun um hvar
eigi að draga saman til að greiða
fyrir þessa' myndatöku. Á að
draga enn frekar saman í heil-
brigðisþjónustu, á að loka deild-
um fyrir geðsjúkt fólk eða annað
alvarlega veikt fólk til að greiða
fyrir þetta? Tryggingastofnun er
ljóst að Læknisfræðileg mynd-
greining veitir góða þjónustu og
þessi tæki eru fullkomnari en
þau sem fyrir eru. Ágreiningur
er um hversu langt eigi að ganga
til þess að greiða fyrir þjónustu
af þessu tagi.“
-ÞK