Dagblaðið Vísir - DV - 16.01.1996, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 16.01.1996, Blaðsíða 10
10 ÞRIÐJUDAGUR 16. JANÚAR 1996 Spurningin Hefur þú keypt eitthvað á útsölu nýlega? María Helgadóttir nemi: Ég er ekki byrjuð. Hermann Jens Ingjaldsson nemi: Nei. Hjörvar Jóhannesson nemi: Ekki nýlega, nei. Aðalsteinn Sigurðsson nemi: Nei, ekki neitt, ég versla yfirleitt ekki neitt. Hinrik Már Ásgeirsson nemi: Nei, en ég keypti bindi fyrir jólin. Hjörtur Þór Hjartarson nemi: Nei, því miður, vegna peninga- og atvinnuleysis. Lesendur_________ Ferðamenn í fiskiskipum? Baidur Snorrason skrifar: Þessar línur eru settar fram sem svar við pistli Magnúsar Magnús- sonar sem birtist í lesendabréfi DV sl. fimmtudag undir fyrirsögninni „Hortugir togaraskipstjórar". Það dettur engum manni í hug að bera á móti því að fólki sé farið að ofbjóða eitt og annað - en að halda því fram að „frekja og ráðríki" tog- arasjómanna sé ástæðan fyrir því að eftirlitsmanni Fiskistofu sé ekki hleypt um borð i togara á Flæmska hattinum er hreint bull. Magnús þessi, sem greinilega hrærist í vernduðu umhverfi og þarf ekki að standa á rétti sínum, er dæmi um illa upplýstan, frekan mann sem veit lítið um atvik líðandi stundar. Ég hef það eitt að segja um hann og hans líka, að þeir ættu að kynna sér betur það sem um er rætt áður en þeir vaða fram með tilhæfulaust rugl. Ég vil því upplýsa hann og aðra lítillega. íslenskir sjómenn, þ.m.t. skipstjór- ar eru vissulega innan ramma laga, og að mínu viti hefur það ekki farið fram hjá þeim á neinn hátt, en þeg- ar lögum er misbeitt á þann hátt sem um ræðir, t.d. á Flæmska hatt- inum, er þeim nóg boðið. Magnús segir að samþykkt við NAFO segi til um að eftirlitsmenn skuli vera um borð í íslenskum skipum. Þar var talað um að það yrði gert á kostnað Kanadamanna sem nú hafa sagt að þeir vilji ekki bera kostnaðinn við eftirlitið. Þar með er sú samþykkt dottin upp fyrir. Einnig var talað um að eftirlits- menn þessir hefðu aðgang að kort- um, staðsetningartækjum, fjar- skiptatækjum og öðru því sem þá vanhagaði um. - Alþjóðalög segja til um að æðsti maður skipsins er skip- stjóri. Einnig segir aö þeir menn sem noti siglingatæki skipsins skuli hafa til þess tilskilin réttindi. Þurfi einnig að hafa réttindi til að nota fjarskiptatæki skipa, og þau má eng- inn nota nema sá sem þessi réttindi hefur. Þannig er líka um menn sem ætla að koma um borð í fiskiskip og vera þar um lengri tíma, þeir verða að vera lögskráðir um borð, en um- ræddur skipstjóri á Flæmska hatt- inum hefur ekki (þegar þetta er skrifað) fengið að vita nafn, trygg- ingu eða annað um þann eftirlits- mann sem á að koma um borð, svo hægt sé að lögskrá hann. Því er neitun skipstjórans lögum sam- kvæmt. Magnús segir eftirlitsmönnum bannað að koma um borð í „skipin okkar“, og á þá, væntanlega við sig og íslendinga almennt. Varðandi þetta sérstaka atriði má bæta við að vilji Magnús sinna skyldum sínum sem einn eigenda íslenskra skipa og borga kostnað sem fylgir þessum mönnum, þá er það velkomið. Og sjái hann um þetta úr eigin vasa og gefi staðfestingu þar um verður þessum mönnum hleypt um borð. Launahækkanir alþingismanna Rebekka Bjarnadóttir skrifar: Vafalaust eru laimahækkanir al- þingismanna og ráðherra það mál sem mest fór i taugarnar á almenn- ingi árið 1995. Einkum að þessi hóp- ur skyldi misnota aðstöðu sína til að auka sinn skammt svo gegndar- laust. Forsætisráðherra hafði 62 þúsund krónur upp úr krafsinu og aðrir ráðherrar „aðeins" 50 þúsund krónur. Einnig sámaði fólki að sömu aðil- ar og gefa sér svo vel á stallinn skyldu sýna svo taumlausa grimmd að rýra kjör annarra, einkum þeirra er illa standa fyrir. Ég ætla aðeins að minnast á einn hóp; böm einstæðra foreldra. Þau eru einn verst setti hópurinn hér á landi. Rætt hefur verið um áð draga úr greiðslum til þessara barna (í formi mæðralauna) og voru þær komnar niður í kr. 1000 með einu bami. Um sl. áramót var þúsundkallinn svo tekinn líka. Það hefur þurft að svipta 512 böm hýmnni sinni til að mæta kauphækkun ráðherranna (þingmenn þá ekki meðtaldir). Svona stjórnviska verðskuldar at- hygli. Við skulum því reisa henni minnismerki, t.d. stóran kross með 512 ljósum - einu fyrir hvert bam. Vegna fjölda ljósanna þarf krossinn að vera allstór, sennilega mun stærri en öndvegissúlurnar forðum. Þá þarf og háa súlu eða stall sem undirstöðu. Miðað skal við að kross- inn standi með öll ljós kveikt út allt þetta kjörtimabil, en þá þarf að skoða hvort hann verður tekinn niður eða gildir sem varanlegt lista- verk. Þeir sem hafa tillögur um hvemig mannvirkið skuli vera í endanlegri gerð, hvar það á að standa, hvað skuli grafa í súluna, ættu að tjá sig um það. Einnig hvort fólk vilji styrkja þetta málefni. - Enginn er svo fátækur að hann geti ekki gefið andvirði einnar peru. Líkamsrækt og jógaæfingar Kjartan skrifar: Þaö var vel þegið að fá verðsam- anburðinn í DV sl. föstudag á 3 mánaða kortum nokkurra líkams- ræktarstöðva. Maður hefur tilhneig- ingu til þess að fara í líkamsrækt á þá staði sem lægst bjóða verðin, t.d. með 3 mánaða kortum, en hefur verið erfitt að komast að því í raun hvar hagstæðast er að æfa. Með fréttinni í DV er bætt úr að vem- legu leyti. Annað vildi ég minnast á úr því y þjónusta sima 5000 lli kl. 14 og 16 Líkamsræktin vegur þungt í daglegu lífi margra. að ég er farinn að stinga niður penna yfírleitt. Áður taldi ég það hinn mesta óþarfa að sækja þessar heilsuræktarstöðvar. Nú hefm- það orðið mér og mörgum hreint lífs- spursmál að komast í æfingar, t.d. þrisvar í viku. Segja má að hvers konar æfingar séu nauðsynlegar. Hitt er svo annað mál að líkams- ræktin ein með æfingum er ekki fullnægjandi. Einnig eru margir sem staðhæfa að jógaæfingar séu ekki síður uppbyggjandi. Orkan og jákvæðnin eru samhæfðar æfingun- um. Hvort tveggja er nauðsynlegt fyrir líkamann ásamt hinum við- teknu æfingum í líkamsræktar- stöðvunum. DV Kvennaferð til Parísar? Guðni skrifar: Fyrir nokkrum árum voru aug- lýstar svonefndar „kvennaferð- ir“ til Parísar. Kannski voru þær til fleiri staða. Svo var ástatt hjá okkur hjónunum á þeim tíma að ekkert var aflögu til að kosta slíka ferð. Og það þótt ekki væri nema um annað okkar að ræða. Nú er kominn annar timi og betri hjá okkur og nú vildi ég geta boðið konunni í Parísarferð á þeim nótum sem þarna var um að ræða. Ekki síst þar sem kon- an var að gylla þessar ferðir fyr- ir sér og óskaði sér oft að geta skroppið í eina þeirra. Skyldu þessar ferðir ekkert vera á döf- inni á nýju ári? Vaxtahækkanir óþarfar Stefán Einarsson hringdi: Fæstir munu sammála þeim rökum seðlabankastjóranna að vaxtahækkanir leiði til sam- dráttar á gjaldeyrisútstreymi. Það eina sem vantar hér í efna- hagslífið er að framleiðnin verði verulega meiri. Fjárfestingar hafa veriö í lágmarki undanfarin 2-3 ár og það er ein ástæða þess að framleiðni hefur verið lítil. Tregða stjórnvalda til að rýmka um veiðikvóta er líka ástæða minni framleiðni. Ef þessu hvoru tveggja verður snúið við eru vaxtahækkanir óþarfar. Þaö stæði ráðamönnum nær aö losa um þessa þætti og hætta að tala upp vextina. Allar vaxtahækkan- ir eru óþarfi. Aðskilnaður rík- is og kirkju Soffía hringdi: í þættinum Almannarómi á Stöð 2 kom berlega í Ijós að að- skilnaður ríkis og kirkju er ekki langt undan. Það er ekki hægt að standa á móti því a.m.k. að láta fólk svara sjálft um það - í þjóð- aratkvæðagreiðslu - hvort það vill halda í núverandi fyrirbæri, þjóðkirkjuna, lengur. Aö reka trúfélög er ekki verkefni ríkis- ins, hvorki fyrir Lúter né aðra sem hinir söfnuðirnir kenna sig við. Kirkjustarf á að vera frjálst og óháð, þar á það vel við. Skaf miðafáriö er skaðlegt Einar Ámason skrifar: Þetta gengur út í öfgar meö skafmiðahappdrættin. Unglingar og börn eru að keppast við að ná skafmiðum með hinum og þess- um gylliboðum, og auglýsinga- mennskan í fjölmiölum og reyndar í verslunum og hvar- vetna annars staðar er komin úr hófi fram. Skafmiðahappdrættin eru ekki, fremur en önnur happ- drætti, neinn bamaleikur, þetta er harðsviruð fjáröflunarleið. Allt of lítið eftirlit er hér á landi af hendi fullorðinna með áfergju krakka í þessa plágu. Sælumjólkin of dýr Ebba hringdi: Mér sýnist sælumjólkin vera allt of hátt verðlögð, á 107 kr. lítrinn. Þetta er þó ekki annað en fitulítil mjólk með gerla- blöndu. Verðiö ætti að mínu mati að vera það sama og á venjulegri mjólk eða léttmjólk. Hins vegar er það kostur að mjólkin skuli vera í uppháum fernum, það er einmitt það sem við höfum verið að óska eftir fyr- ir alla mjólk. Gott væri að fá aðra mjólk hér í svona fernum. - Geta ekki mjólkursamlögin nyrðra selt nýmjólkina í uppháu fernunum hingað?

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.