Dagblaðið Vísir - DV - 16.01.1996, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 16.01.1996, Blaðsíða 11
ÞRIÐJUDAGUR 16. JANÚAR 1996 11 i>v Fréttir Akranesbær selur sinn hlut í Þorgeiri & Ellerti: Bréfin seld 2,7 millj- ónum undir nafnvirði DV, Akranesi: Akranesbær seldi fyrir skömmu 7,7 milljóna króna hlut sinn í Skipa- smíðastöð Þorgeirs & Ellerts til I.Á.- hönnunar á Akranesi. Bréfin voru seld undir nafnvirði eða á genginu 0,65 en fyrir áramót voru bréf í fyr- irtækinu seld á genginu 1,00. I.Á.- hönnun fékk því hlut bæjarins á rúmar 5 milljónir króna, eða 2,7 milljónum undir nafnvirði. Að sögn Gísla Gíslasonar bæjar- stjóra voru rök bæjarráðs fyrir þessari sölu sú að menn hefðu al- mennt verið sammála að taka til- boði Ingólfs Árnasonar hjá I.Á.- hönnun þar sem starfsemi hans í stálsmíði væri æskileg fyrir fyrir- tækið. Bæjarráð hefði litið svo á að mismunurinn, tæpar 3 milljónir króna, væri ígildi styrks sem myndi skila sér í aukinni veltu og þar með auknum útsvörum frá starfsmönn- um. Ef bréfm hefðu verið seld á annan hátt hefðu þau a.m.k. farið á genginu 1,0. -DÓ - álíka langur og væn drossía. - ÍSÉiÉKí Peugeot Boxer - myndarlegur 8 farþega bíll ■: : Isuzu Crew Cab, kominn á 35 tomma dekk, er verklegur og stæðilegur bíll, tilbúinn að takast á við vegleysur sem innanbæjarumferðina. Smárútur og skúffubllar Vegna mistaka var röng forsíðu- mynd í DV-bUum í gær. Eins og textinn bar með sér átti að vera þar mynd af smárútunni Peugeot Boxer en ekki Opel Tigra eins og raun ber vitni. Þá lenti mynd af Suzuki Swift á bls. 29, þriðju síðu DV bUa, þar sem átti að vera mynd af Isuzu Crew Cab skúffubU á 35 tommu dekkjum. Allir góðfúsir lesendur hafa vita- skuld séð í hendi sér hvers konar myndaruglingur var hér á ferðinni og hafa vonandi geta hlegið að. En allir hlutaðeigandi eru beðnir vel- virðingar á þessum mistökum - og hér koma réttu bílarnir, eins og þeir áttu að vera. < Fækkun í þjóðkirkjunni eðlilegt að mati Baldurs Kristjánssonar í nýjum tölum frá Hagstofu ís- | lands kemur fram að fækkað hefur í íslensku þjóðkirkjunni og þeim sem eru utan trúfélaga hefur fjölgað. Árið 1985 voru 225.173 manns eða 93,1% íslensku þjóðarinnar í þjóð- kirkjunni én árið 1995 245.049 manns eða 91,5%. Næst koma frí- kirkjur með 8.812 árið 1985 eða 3,6% \ en 8.785 árið 1995 eða 3,3%. Ka- þólska kirkjan hafði árið 1985 0,7% en hefur 1995 1,0%. Trúfélög sem ekki voru til 1985 eru t.d. Vegurinn með 0,3% þjóðarinnar 1995 og Búddistafélag með 0,1%. Þeir sem voru utan trúfélaga 1985 voru 3T.049 eða 1,3% þjóðarinnar en 1995 3.923 eða 1,5%. Baldur Kristjánsson biskupsritari var spurður hvað honum þætti um þessa þróun. Hann sagði að þetta væri alveg eðlilegt og skiljanlegt. í löndunum í kringum okkur væru 88-91% þjóðanna í þjóðkirkjunni. Við værum einfaldlega að færast nær þeim. -ÞK BORGARSKIPULAG REYKJAVÍKUR BORGARTÚN 3 • 105 REYKIAVÍK • SÍMI563 2340 • MYNDSENDIR 562 3219 Klapparstígur 1-7 og Skúlagata 10 - „Völundarlóð“. Staðgreinireitur 1.152.2 Breyting á staðfestu deiliskipulagi. í samræmi við skipulagslög, grein 17 og 18, er auglýst kynning á deiliskipulagi ofangreinds reits í kynningarsal Borgarskipulags og byggingarfulltrúa að Borgartúni 3, 1. hæð, kl. 9.00-16.00 virka daga. Kynningin stendur til 27. febrúar 1996. Ábendingum eða athugasemdum skal skila skriflega til Borgarskipulags, Borgartúni 3,105 Reykjavík, eigi síðar en mánudaginn 11. mars 1996. Þeir sem eigi gera athugasemdir innan tilskilins frests teljast samþykkja tillöguna. Hundaeigendur/hestamenn Hundar í Elliðaárdal Vegna þrálátrar veru hunda á bannsvæðinu í Elliða- árdal, Elliðaárhólma og í hesthúsahverfi Reykjavíkur- borgar (Faxaból og Víðidalur) vill Heilbrigðiseftirlitið vekja athygli á að samkv. samþykkt nr. 305/1989 um hundahald í Reykjavík er slíkt bannað. Brot gegn samþykktinni geta varðað afturköllun undanþágu frá banni við hundahaldi í borginni og viðurlögum. Rétt er að minna á að slysahætta stafar af lausum hund- um sem hlaupa frjálsir innan um hross. Heilbrigðis- eftirlitið vill eindregið vara hundaeigendur við að vera með hunda sína á bannsvæðunum í Elliðaárdal. Framvegis verða hundar á svæðinu handsamaðir án frekari viðvörunar og færðir í hundageymslu. Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur IUTBOÐ F.h. íþrótta- og tómstundaráðs er auglýst laust til leigu húsnæði við Laugardalslaug fyrir nuddstofu. Þeir sem hafa áhuga á að gera tilboð í leigu á aðstöðunni leggi nöfn sín inn hjá Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar, Fríkirkjuvegi 3, Reykjavík, fyrir 19. janúar nk. ítr 01/6 F.h. Malbikunarstöðvar Reykjavíkurborgar er óskað eftir tilboðum í 9.000-11.500 tonn af asfalti. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri að Fríkirkjuvegi 3, Reykjavík. Tilboðin verða opnuð á sama stað fimmtudaginn 14. mars 1996, kl. 11.00. mal 02/6 F.h. Byggingadeildar borgarverkfræðings er óskað eftir tilboðum í endurmálun á leiguíbúðum í fjölbýli. Útboðsgögn verða seld á 1000 krónur á skrifstofu vorri að Fríkirkjuvegi 3, Reykjavík. Tilboðin verða opnuð á sama stað fimmtudaginn 25. janúar 1996, kl. 11.00. bgd 03/6 F.h. Byggingadeildar borgarverkfræðings er óskað eftir tilboðum í endurmálun á húsnæði dagvistar barna. Útboðsgögn verða seld á 1000 krónur á skrifstofu vorri að Fríkirkjuvegi 3, Reykjavík. Tilboðin verða opnuð á sama stað fimmtudaginn 1. febrúar 1996, kl. 11.00. bgd 04/6 INNKA UPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Fríkirkjuvegi 3 • Sími 552 5800 j

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.