Dagblaðið Vísir - DV - 16.01.1996, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 16.01.1996, Blaðsíða 15
ÞRIÐJUDAGUR 16. JANUAR 1996 Vveran « Þjóðverji á gamals aldri, Walter Thiele, 75 ára, auglýsti í síðustu viku eftir karlmanni til þess að annast gullfallega, 28 ára eigin- konu sína og auðæfi sín eftir að maðurinn með ljáinn vitjar hans. Thiele þessi er margmilljónari og segir hundruð manna hafa svarað auglýsingu sem hann setti í einkamáladálk í dagblöð í Þýska- landi. „Hún elskar mig og ég elska hana en vitanlega hugsum við um timann eftir dauða minn. Við ákváðum að leita saman að manni sem myndi vilja erfa mig,“ segir Thiele. Hann býr í Suður-Þýskalandi og kallar sig milljónamæring hins hlæjandi poka. Hann segir að hann og Renate kona sin muni ákveða mannsefnið eftir að hafa hitt lík- legust umsækjendurna augliti til auglitis. Samkvæmt heimildum DV geta menn enn þá sótt um að fá að taka þátt í forvalinu og ef umrædd kona er eins og sú hér til hægri ætti áhuginn að vera nægur. -sv gýs þessi hræðilega táfýla. Hún er algeng þegar fólk gengur í lokuðum skóm og fætumir verða rakir. Fótaaögerðardöm- ur bjóða upp á margar tegundir spreyja og krema til þess að eyða táfýlunni og tegundin fer eftir því hvort fólk þjáist af fótraka eða þurrki. Fótaaðgerð og fótsnyrting Fótaaðgerð og fótsnyrting er tvennt ólíkt. Löggiltur fótaað- gerðafræðingur meðhöndlar niðurgrafnar neglur, fjarlægir vörtur og líkþom og allt sem heitir hörð húð eða sigg. Spang- ir eru settar á neglurnar ef þær em niðurgrónar. Fótsnyrtifræðingur snyrtir aftur á móti fæturna. Hann klippir' neglur, raspar fætur og lakkar neglur. Umhirða fóta Fólk vill oft gleyma að hugsa vel um fætuma á sér en mjög mikilvægt er að þeir séu jafn vel hirtir og aðrir hlutar líkam- ans. Undirstaða þess að fólki líöi vel er að fætumir séu vel hirtir og úthvíldir. Guðbjörg Þorsteinsdóttir fótaaðgerða- fræðingur gefur góð ráð um umhirðu fóta fyrir fólk sem vill hirða sína fætur sjálft. Að sögn Guðbjargar em fóta- böð mjög góð en þá er best að nota grænsápu eða kristalssápu eins og hún er kölluð núna. Kristalssápan er mjög sótt- hreinsandi og mýkjandi. Einnig er gott að nota baðsalt í fótabað- ið en það er hægt að kaupa í apótekunum. Þurrka milli tánna Mikilvægast er að þurrka sér vel á milli tánna eftir fótabaðið Úndína Sigmundsdóttir að störfum á snyrtistofunni Töru. gengur. Þetta er ekki þægileg með- ferð en ekki svo sárt að konurnar leggi það ekki á sig. Algengustu staðimir em á efrivör, kjálka og á milli brjósta. Þetta er eina aðferðin sem losar konur endanlega við hár- in. Húðsjúkdómalæknar nota þessa sömu aðferð en þetta er sú eina sem dugar og árangurinn er stórkostleg- ur,“ segir Úndína. og að tærnar séu vel þurrar. Sveppir og annar óþrifnaður á til að myndast á milli tánna sé svæðið ekki þurrt. Neglur skal klippa þvert og fólk getur tekið harða húð af iljum og tám með raspi. Táfýla Hver hefur ekki kynnst því að fara úr skónum eða horfa á einhvern fara úr skónum og upp „Rafmagnsháreyðing byggist á því að einangraðri nál er stungið niður í hársekkinn og stuttbylgju- straumi hleypt á. Straumurinn lok- ar fyrir háræðakerfið en það géfur rótinni næringu. Þegar háræðakerf- ið lokast fær rótin ekki næringu til þess að byggja sig upp aftur og hár- ið hverfur smám saman,“ segir Únd- ína Sigmundsdóttir, snyrtifræðing- ur á snyrtistofunni Töru. Konur eru í auknum mæli hættar að sætta sig við óæskileg hár á lík- amanum og láta í mörgum tilfellum fjarlægja þau endanlega með raf- magnsmeðferð á snyrtistofum. Um er að ræða langtímameðferð. „Það er ofboðslega mikið að gera í þessu því margar konur kljást við þetta vandamál. Ýmislegt getur or- sakað hárvöxtinn eins og hormóna- truílanir, pillan og fleira. í sumum tilvikum er mikill hárvöxtur ætt- Hár eru stundum fjarlægð af fótleggjum með rafmagnsmeðferð en Úndína telur það of dýrt ef hárin eru mörg. DV-mynd BG inu. Það þýðir að eftir tvo daga kem- ur það upp aftur. -em ^>eV4' Heimilistœki f Hreinlœtistœki > Sturtuklefar > Blöndunartœki f Eldhús stálvaskar > Sturtubúnaður f Rafmagnsverkfœri > Handverkfœri > Vinnufatnaður > Skór og stígvél \(xvx<a- l9angi Úndína fjarlægir óæskileg hár af höku viðskiptavinarins. Vaxmeðferð á stór svæði Að sögn Úndínu borgar sig að nota vaxmeðferð á stór svæði eins og fótleggi þar sem of dýrt verður að fjarlægja hár með rafmagnsmeðferð á svo stóru svæði. Með vaxmeðferð eru hárin rifin upp en ekki er lokað fyrir háræðarnar sem framleiða næringuna. Rótin byggir þá upp hár aftur. Þegar notað er háreyðingar- krem er einungis sneitt ofan af hár- 75 ára karl auglýsir: Vantar mann handa 28 ára konu sinni - ung, myndarleg og full af fjöri Háreyðing með rafmagni: Stórkostlegur árangur - segir Úndína Sigmundsdóttir snyrtifræðingur

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.