Dagblaðið Vísir - DV - 16.01.1996, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 16.01.1996, Blaðsíða 29
ÞRIÐJUDAGUR 16. JANÚAR 1996 33 LEIKFÉLAG REYKJAVÍKUR SÍMI 568-8000 STÓRA SVIÐ: ÍSLENSKA MAFÍAN eftir Einar Kárason og Kjartan Ragnarsson 8. sýn. fimmt. 18/1, brún kort gilda, 9. sýn. lau. 20/1, bleik kort gilda, fáein sæti laus, fimmt. 25/1, lau. 27/1. LÍNA LANGSOKKUR eftir Astrid Lindgren Sunnud. 21/1 kl. 14, sun. 28/1 kl. 14. LITLA SVIÐ KL. 20: HVAÐ DREYMDI ÞIG, VALENTÍNA? eftir Ljúdmílu Razumovskaju Lau. 20/1, síðasta sýning. STÓRA SVIÐ KL. 20: VIÐ BORGUM EKKI, VIÐ BORGUM EKKI eftir Dario Fo Föst. 19/1, næst síðasta sýning, föst. 26/1, síðasta sýning. Þú kaupir einn miða, færð tvo! Samstarfsverkefni vlð Leikfélag Reykjavíkur: Barflugurnar sýna á Leynibarnum kl. 20.30: BAR PAR eftir Jim Cartwright Föst. 19/1, uppselt, lau. 20/1 kl. 23.00, föst. 26/1, uppselt, lau. 27/1. Fyrir börnin: Línu-ópal, Línu-bolir og Línu-púsluspil. Miðasalan er opin alla daga frá kl. 13-20, auk þess er tekið á móti miðapöntunum i síma 568-8000 alla virka daga. Greiðslukortaþjónusta. Gjafakortin okkar - frábær tækifærisgjöf. Leikfélag Reykjavíkur - Borgarleikhús Faxnúmer 568-0383. ÍSLENSKA ÓPERAN ---j"11 Sími 551-1475 MADAMA BUTTERFLY Föstud. 19/1 kl. 20, sunnud. 21/1 kl. 20. HANS OG GRÉTA Laud. 20/1 kl. 15, sund. 21/1 kl. 15. Miðasalan er opin alla daga nema mánudaga fra kl. 15-19, laugar- daga og sunnudaga kl. 13-19 og sýningarkvöld er opið til kl. 20. SÍMI 551-1475, bréfasími 552-7384. GREIÐSLUKORTAÞJÓNUSTA Bæjarleikhúsið Mosfellsbæ LEIKFÉLAÚ MOSFELLSSVEITAR sýnir Gamanleikinn Deleríum Búbónis eftir Jónas og Jón Múla Árnasyni Sýningar hefjast kl. 20.30 alla dagana. 5. sýn. fimmtud. 18. janúar 6. sýn. föstud. 19. janúar 7. sýn. laugd. 20. janúar 8. sýn. föstud. 26. janúar 9. sýn. laugd. 27. janúar 10. sýn. sunnd. 28. janúar. Miðapantanir í síma 566 7788 allan sólarhringinn. Miðasala í leikhúsi frá kl. 17 sýningardaga. Fundir ITC Björkin Fundur í kvöld hjá ITC Björkinni kl. 20.30 að Sigtúni 9. Allir velkomn- ir. Leikhús ÞJÓDLEIKHÚSID STÓRA SVIÐIÐ KL. 20.00: DONJUAN eftir Moliére 7. sýn. fid. 18/1, 8. sýn. fid. 25/1, 9. sýn. sud. 28/1. PREK OG TÁR eftir Ólaf Hauk Símonarson Ld. 20/1, uppselt., sud. 21/, nokkur sæti laus, Id. 27/1, uppselt, md. 31/1. GLERBROT eftir Arthur Miller Föd. 19/1, föd. 26/1. KARDEMOMMUBÆRINN eftir Thorbjörn Egner Ld. 20/1 kl. 14.00, uppselt, sud. 21/1 kl. 14.00, uppselt, Id. 27/1 kl. 14.00, uppselt, sd. 28/1 kl. 14.00, uppselt, Id. 3/2 kl. 14.00, sud. 4/2 kl. 14.00. LITLA SVIÐIÐ KL. 20.30: KIRKJUGARÐSKLÚBBURNN 6. sýn. fid. 18/1, uppselt, 7. sýn. föd. 19/1, uppselt, 8. sýn. fid. 25/1, uppselt, 9. sýn. föd. 26/1, uppselt, 10. sýn. sud 28/1. SMÍDAVERKSTÆÐIÐ KL. 20.00. Lelgjandinn eftir Simon Burke 2. sýn. fid. 18/1, 3. sýn. föd. 19/1, uppselt, 4. sýn. fid. 25/1,5. sýn. föd. 26/1,6. sýn. sud. 28/1. Athugið að sýningin er ekki við hæfi barna. Gjafakort í ieikhús - sígila og skemmtileg gjöf! Miðasalan er opin alla daga nema mánudaga frá kl. 13.00-18.00 og fram að sýningu sýningardaga. Einnig símaþjónusta frá kl. 10.00 virka daga. Greiðslukortaþjónusta. Fax: 561 1200 SÍMI MIÐASÖLU: 551 1200 SÍMI SKRIFSTOFU: 551 1204 VELKOMIN í ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ! Tilkynningar Jólahappdrætti Japis Eftirfarandi númer voru dregin út í Jólahappdrætti Japis 1995: 16.12. 1995: 394 sjónvarpstæki 10.12. 1995: 040 heimabíómagnari 29.11. 1995: 168 myndbandsupp- tökuvél 04.12. 1995: 167 myndbandstæki 10.12. 1995: 173 rakvél 11.12. 1995: 175 30.11. 1995: 045 01.12.1995: 494 18.12. 1995: 615 02.12. 1995: 061 12.12. 1995: 130 13.12. 1995: 215 geislaplata 12.12. 1995: 704 07.12. 1995: 147 16.12. 1995: 402 15.12. 1995: 707 01.12. 1995: 347 Vinsamlegast vitjið vinninganna, með afrit af strimli/nótu, í verslun Japis, Brautarholti 2, s. 562-5200. Safnaðarstarf Áskirkja: Opið hús fyrir alla aldurshópa kl. 14.00-17.00. Breiðholtskirkja: Bænaguðs- þjónusta í dag kl. 18.30. Bænarefn- um má koma til sóknarprests á við- talstímum hans. Dómkirkjan: Mæðrafundur í safnaðarheimilinu Lækjargötu 14a kl. 14.00-16.00. Fundur 10-12 ára barna kl. 17.00 í umsjá Maríu Ágústsdóttur. Fella- og Hólakirkja: Starf 9-10 ára barna kl. 17.00. Mömmumorg- unn miðvikudag kl. 10.00. Biblíulest- ur á morgun kl. 18.00. Grafarvogskirkja: „Opið hús“ fyrir eldri borgara í dag kl. 13.30. Helgistund, föndur o.fl. Menning Ur sýningu Islensku óperunnar á ævintýraleiknum og óperunni Hans og Grétu, greinilegt var á frumsýningunni að hún höfðar til barnanna. Góð skemmtun íslenska óperan flutti ævintýraleikinn og óperuna Hans og Grétu í húsakynnum íslensku óperunnar sl. laugardag. Engelbert Humperdinck samdi óperuna Hans og Grétu upp úr leikriti systur sinnar, Adelheid Wette, en verkið byggir á ævintýrinu sem allir þekkja und- ir sama nafni. Sjö hlutverk eru í óperunni, Pétur kústagerðar- maður, faðir barnanna, sem sung- inn var af Bergþóri Pálssyni, Geir- þrúður kona hans, móðir barn- anna, sungin af Signýju Sæmunds- dóttur, Hans, sem sunginn var af Rannveigu Friðu Bragadóttur, Gréta, sungin af Hrafnhildi Björns- dóttur, Garldranornin, sungin af Þorgeiri J. Andrés- syni, Óli lokbrá, sunginn af Emiliönu Torrini og Búálfar sem þeir Arnar Halldórsson og Benedikt Ket- ilsson túlkuðu. Garðar Cortes stjórnaði lítilii sex manna hljóm- sveit, leikstjóri var Halldór E. Laxness, leikmynd og búningar voru á höndum Huldu Kristínar Magnús- dóttur, dansahöfundur var David Greenall og lýsingu sá Halldór E. Laxness um. Sýningin í heild er í einíoldum búningi og hæfir það henni vel. Oft leiddi maður hugann að því að ópera þarf ekki alltaf að vera á risaskala hvað kostn- að snertir til þess að njóta sín og hafi þeir hrós fyrir sem klæddu þessa sýningu á svo smekklegan hátt. Söngvararnir eru allir ágætir og sumir frábærir í hlutverkum sínum. Athygli vakti Hrafnhildur Björnsdóttir sem Gréta og verður spennandi að fylgj- ast með ferli hennar í framhaldinu. Þær Signý og Rannveig eru mjög góðar og skemmtilegar i hlutverk- um sínum og þeir Bergþór og Þor- geir fara á kostum sem faðirinn og nornin. Emiliana Torrini söng af þokka hlutverk Óla lokbrár og er henni óskað velfarnaðar í söngnámi sínu sem nú tek- ur við. Þrátt fyrir mjög fáar æfingar lék hljómsveitin vel, en útsetning Björns Monbergs hefði mátt njóta hlýj- unnar af strengjahljóðfærum á stundum. Sýningin er skemmtileg og greinilegt var á frum- sýningunni að hún höfðar til barnanna. Hér er því um góða skemmtun að ræða og það fyrir alla fjöl- skylduna. Tónlist Áskell Másson Fréttir Styrkþegar Vísindasjóðs Borgarspítalans sem fengu úthlutað tveimur og hálfri milljón króna úr sjóðnum nýlega. Uthlutað úr Vísindasjóði Borgarspítalans Nýlega var úthlutað árlegum styrkjum úr Vísindasjóði Borgar- spítalans til rannsóknarverkefna á vegum starfsfólks spítalans. Sjóður- inn var stofnaður furir hartnær þrjátíu árum til minningar um Þórð Hallgrímskirkja: Fyrirbæna- guðsþjónusta kl. 10.30. Beöið fyrir sjúkum. Aftansöngur kl. 18.00. - Vesper. Kópavogskirkja: Mömmumorg- unn í dag í safnaðarheimilinu Borg- um kl. 10.00-12.00. Langholtskirkja: Biblíufræðsla kl. 13.15. Aftansöngur kl. 18.00. Laugarneskirkja: Helgistund kl. Sveinsson yfirlækni og Þórð Úlfars- son flugmann. Tekjur sjóðsins eru auk vaxta af stofnframlagi frá rekstri verslunar kvennadeildar Reykjavíkurdeildar RKÍ á spítalan- um, greiðslu fastagjalds frá starfs- 14.00 á Öldrunarlækningadeild Landspítalans, Hátúni 10B. Ólafur Jóhannsson. - Neskirkja: Biblíulestur kl. 15.30. Lesnir eru valdir kaflar úr Jóhann- esarguðspjalli. Seljakirkja: Mömmumorgunn, opið hús í dag kl. 10.00-12.00. Seltjarnarneskirkja: For- eldramorgunn kl. 10.00-12.00. fólki og mótframlagi frá Reykjavík- urborg. Að þessu sinni var úthlutað tveimur og hálfri milljón króna til 18 rannsóknarverkefna. Þau voru að þessu sinni á mörgum sviðum læknisfræöilegra rannsókna, svo sem athugun á afleiðingum háls- hnykksáverka eftir bílslys; könnun á lesstoli og ritstoli meðal íslenskra heilablóðfallsjúklinga, raförvun á þvagblöðru hjá sjúklingum með skerta þvagblöðrustarfsemi og ár- angur meðferðar andlitsáverka á Borgarspitala síðastliðin tíu ár, svo að eitthvað sé nefnt. -ÞK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.