Dagblaðið Vísir - DV - 15.02.1996, Blaðsíða 2
2
FIMMTUDAGUR 15. FEBRÚAR 1996
Fréttir
________________________________________DV
Besta hljóð í kvikmyndum síðasta árs:
Islendingur tilnefndur
til óskarsverðlauna
- Pétur Benjamin Hlíðdal stjórnar hljóðblöndun í stórmyndinni Batman Forever
Úr kvikmyndinni Batman Forever, sem tilnefnd er til nokkurra óskarsverð-
launa í ár, m.a. fyrir besta hljóðið. Pétur Benjamin Hlíðdal, sem er hálffs-
lenskur, stjórnaði hljóðblöndun í myndinni og er meðal fjögurra manna sem
fá tilnefninguna. Pétur, sem er fimmtugur, hefur verið búsettur og starfandi
í Bandaríkjunum frá þriggja ára aldri. Pétur er sonur Þorvalds Hlíðdal síma-
verkfræðings sem fórst í flugslysi á Hellisheiði árið 1948. Hann var sonur
Guðmundar Hlíðdal, fyrrum póst- og símamálastjóra. Ekki tókst að útvega
mynd af Pétri en hann hefur ekki komið til íslands í 30 ár og hefur verið lítt
kunnur íslenskum kvikmyndaáhugamönnum.
Þótt kvikmyndin Tár úr steini
hafi ekki hlotið náð fyrir augum
Kvikmyndaakademíunnar í
Hollywood um tilnefningu sem
besta erlenda myndin þá fór ekki
svo aö íslendingar ættu ekki full-
trúa í hópi tilnefndra aðila til ósk-
arsverðlauna. Fimm kvikmyndir
eru tilnefndar fyrir besta hljóð og
þar á meðal stórmyndin Batman
Forever. Fjórir menn að baki þeirr-
ar myndar fá tilnefningu fyrir besta
hljóð og þar á meðal er Pétur Benja-
min Hlíðdal. Pétur er fimmtugur
hljóðblöndunarmaður sem búsettur
hefur verið í Bandaríkjunum frá
barnsaldri og starfað sjálfstætt und-
anfarin 20 ár fyrir ýmsa kvikmynd-
arisa í Hollywood, m.a. Warner
Bros. sem framleiðir Batman For-
ever með leikurum á borð við Val
Kilmer, Jim Carrey, Tommy Lee Jo-
nes og Nicole Kidman. Pétur stjórn-
ar hljóðblöndun í þeirri mynd.
Pétur fluttist til New York ásamt
bandarískri móður sinni, Fredu
Benjamin, eftir að faðir hans, Þor-
valdur Hlíðdal símaverkfræðingur,
fórst í flugslysi á Hellisheiði árið
1948. Pétur var þá aðeins 3 ára gam-
all en hann er eina barn þeirra
Fredu og Þorvalds. Pétur fæddist i
Reykjavík árið 1945 en foreldrar
hans kynntust í Bandaríkjunum
þegar Þorvaldur var þar i námi. Pét-
ur ólst upp hjá móður sinni í New
York og lauk þar háskólaprófi í
kvikmyndafræði. Árið 1976 fluttist
hann til Los Angeles og hefur verið
búsettur þar síðan. Móðir hans er
enn á lífi, 86 ára gömul.
Lítt kunnur hér á landi
Með aðstoð ættingja Péturs hafði
DV uppi á honum í Los Angeles í
gær en hérléndir kvikmyndasér-
fræðingar, sem DV ræddi við, vissu
ekkert um hann. í samtali við DV,
því fyrsta viö islenskan fjölmiðil,
sagðist Pétur að sjálfsögðu vera í
skýjunum yfir tilnefningunni. Hann
var vakinn upp í fyrradag af starfs-
félaga sínum sem sagði honum frétt-
irnar.
„Þetta kom mér skemmtilega á
óvart. Til að fá tilnefningu til ósk-
arsverðlauna þarf töluverða heppni.
Þetta er nokkuð sem mun geymast í
minningunni til æviloka," sagði
Pétur en hann hefur týnt niður allri
islenskukunnáttu.
fjjórar aðrar stórmyndir fá til-
nefningu fyrir besta hljóðið. Það eru
Apollo 13, Braveheart, Waterworld
og Crimson Tide. Um möguleika
Batman Forever til verðlauna sagði
Pétur ómögulegt að segja. Myndin
ætti álíka möguleika og hinar.
„Annars skipta verðlaunin ekki svo
miklu máli. Heiöurinn af því að fá
tilnefningu er a.m.k. nóg fyrir mig,“
sagði Pétur sem yrði fyrsti íslend-
ingurinn til að hljóta óskarsverð-
laun ef á bestan veg fer. Kvikmynd
Friðriks Þórs, Börn náttúrunnar,
var tilnefnd besta erlenda myndin
árið 1993 en hlaut sem kunnugt er
ekki verðlaun.
Unnið við fjölda þekktra
kvikmynda í Hollywood
í New York byrjaði Pétur að
vinna við hljóð í heimildarmyndum
og síðan tóku við leiknar myndir.
Frá því hann kom til Hollywood hef-
ur hann hljóðblandað fjölda þekktra
kvikmynda. Má þar nefna Batman
Returns, Assassins, Client, Single
White Female, Barfly og Edward Sc-
issorhands. Nýjasta myndin sem
hann kemur nálægt er Time to Kill
með leikkonunni Söndru Bullock og
er hún væntanleg í kvikmyndahús-
in.
Kom síðast til íslands fyrir
30 árum
Frá því Pétur fór til Bandaríkj-
anna hefur hann aðeins fjórum
sinnum komið til fslands, síðast fyr-
ir um 30 árum. Hann sagði að því
miður hefði hann verið í litlu sam-
bandi við ættingja sína. Pétri kom
það í raun ekki á óvart að kvik-
myndasérfræðingar á íslandi vissu
lítið sem ekkert um sig, hann hefði
ekkert haft sig í frammi við ís-
lenska ættingja sína eða fjölmiðla
hér á landi. Hann mundi þó eftir fs-
lendingi sem hefði sent sér tölvu-
póst og spurt hvort hann væri is-
lenskur. Viðkomandi hafði þá rekist
á nafn Péturs í nafnalista kvik-
myndar sem hann sá. Pétur sagðist
hafa misst af tölvupósti íslendings-
ins til að svara honum.
Þá kannaðist Pétur við Sigurjón
Sighvatsson kvikmyndaframleið-
anda og nefndi einnig Fríðu Ara-
dóttur sem starfað hefði í
Hollywood undanfarin ár sem fórð-
unarmeistari. Þau hefðu t.d. starfað
saman í kvikmynd Sylvesters
Stallones, Assassins.
Aðspurður sagðist Pétur ekki
reikna með aö koma til íslands á
næstu árum, viljinn væri þó fyrir
hendi. Hann sagði sitt fyrsta verk
að hafa símasamband við ættingja
sína á íslandi. Meðal þeirra má
nefna föðursystur hans, Karólínu
Hliðdal, eiginkonu Þórðar Einars-
sonar, fyrrverandi sendiherra. Kar-
ólina er dóttir Guðmundar Hlíðdal,
fyrrverandi póst- og símamála-
stjóra. -bjb
Stuttar fréttir
Tóbak bannaö
Samkvæmt nýju tóbaksvarn-
arfrumvarpi verður bannað að
nota tóbak með áberandi hætti í
tónlistarmyndböndum.
Fýrirtæki ársins
Atvinnumálanefnd Akureyrar
útnefndi í gær Samherja fyrir-
tæki ársins 1995.
Hótel á Héraði
Hlutafélag hefur verið stofnað
um byggingu nýs hótels á Egils-
stöðum, samkvæmt Mbl.
Seinkun á Coiumbia
Iðnaðarráðherra er svartsýnn
á að ákvörðun um smíði álvers
Columbia verði’ tekin á næst-
unni.
Salomelluáhyggjur
Áhyggjur af salmonellusýk-
ingum komu fram á ráðunauta-
fundi landbúnaðarins. -bjb
Siðanefnd Prestafélagsins skoðar kærumál á hendur séra Ólafi Skúlasyni:
Biskup sakaður um áreitni
og prestur um aðgerðaleysi
Kona á fertugsaldri hefur kært til
siðanefndar Prestafélagsins meðferð
á klögumáli sínu á hendur herra
Ólafi Skúlasyni, biskupi íslands.
Konan hefur fullyrt í greinargerð,
sem prestur í Reykjavík hefur fengið
i hendur, að biskup hafi áreitt sig
fyrir sautján árum. Hann var þá
prestur i Bústaðasókn og hún sókn-
arbarn hans.
„Við höfum til meðferðar mál af
þessu tagi en ég kýs að tjá mig ekki
um það,“ sagði Úlfar Guðmundsson,
prestur á Eyrarbakka og formaður
siðanefndarinnar, aðspurður um
klögumál konunnar.
Málið kom fyrir siðanefndina um
síðustu mánaðamót og hafa nefndar-
Þú getur svaraö þessari
spurningu meö því aö
hringja í síma 904-1600.
39,90 kr. mínútan.
Já _lj
Nei _2j
r ö d d
FÓLKSINS
904-1600
Á að leyfa útlendingum að eiga
meirihluta í íslenskum
sjávarútvegsfyrirtækjum?
menn þegar haldið nokkra fundi um
það og rætt við fólk sem tengist því.
Fundur verður um mál þetta hjá
siðanefnd í dag. Séra Úlfar sagði að
vænta mætti niðurstöðu fljótlega,
jafnvel i dag.
Kæra konunnar til siðanefndar
varðar það að hún telur að umrædd-
ur prestur hafi brugðist i að sinna
máli sínu. Lét konan presti í té grein-
argerð um mál sitt í vor en hann
mun ekki hafa fylgt málinu eftir á
nokkurn hátt. í greinargerðinni mun
og rakin frásögn annarrar konu sem
hafði sömu sögu að segja af samskipt-
um við biskup.
Samkvæmt heimildum DV hefur
rannsókn siðanefndar bæði beinst að
meintu broti umrædds prests og
einnig að þeim þætti málsins sem
snýr að biskupi. Umrædd kona vill
ekki tjá sig um kæru sina opinber-
lega þótt hún staðfesti að kæra frá
henni hafi farið til siðanefndar.
Herra Ólafur Skúlason hefur verið
í útlöndum síðustu daga en er vænt-
anlegur til starfa aftur i dag. Séra
Baldur Kristjánsson biskupsritari
vildi í gær engu svara spurningum
DV um mál þetta. -GK
Hugsanlegt forsetaframboð forsætisráðherra:
Ég mun hvorki hvetja hann né letja í framboð
— segir Hjálmar Jónsson alþingismaður
„Ég veit ekki frekar en aðrir um
áform Davíðs Oddssonar forsætisráð-
herra varðandi forsetaframboð. Ég
mun ekki hvetja hann til að fara í
framboð og ekki letja hann heldur.
Hann á að ráða því sjálfur. Mér líkar
vel við hans störf, bæði sem for-
manns Sjálfstæðisflokksins og sem
forsætisráðherra, og vil að hann
haldi þeim áfram,“ segir séra Hjálm-
ar Jónsson alþingismaður í samtali
við DV.
„Ég er ekki einn af þeim sem telja
að umræðan um hugsanlegt forseta-
framboð Davíðs Oddssonar og að
hann skuli ekki taka af skarið í því
máli sé að skaða flokkinn. Við verð-
um að gæta þess að lýðræðið hafi
sinn gang. Við megum ekki ganga svo
rösklega fram að lýðræðið fái ekki að
verka í þessu máli. Menn mega ekki
gleyma því að frestur til framboðs
rennur ekki út fyrr en 25. mai og það
er tæplega hálft ár tU forsetakosn-
inga. Ég held að hættan sé orðin of
mikU á því að undirbúningur þeirra
sem velta fyrir sér framboði verði
gerður yfirborðslegur og glamur-
kenndur," segir Hjálmar.
Hann sagðist ekki óttast að ríkis-
stjórn bæri skaöa af því að forsætis-
ráðherra tæki ekki af skarið og héldi
öUu opnu.
„Forsætisráðherra er að vinna sín
störf og ég er ánægður með hvernig
hann vinnur þau og fæ ekki séð að
þar hafi orðið nokkur minnsta breyt-
ing á. Og á meðan svo er hef ég ekki,
né aðrir flokksmenn, undan nemu að
kvarta í þeim efhum. Ég tel enga
ástæðu tU að spana upp óþolinmæði í
fólki gagnvart þessu máli,“ sagði séra
Hjálmar.
Hann sagði að það væri'líka nokk-
uð fróðlegt að velta því fyrir sér
hvernig þjóðin veldi sér forseta.
„Ég held að hún sé ekki byrjuð að
velja næsta forseta. Aftur á móti eru
vissir fjölmiðlar löngu byrjaðir að
spenna málið upp og jafnvel að
þrengja leitina og tefla saman fáein-
um éinstaklingum. Það tel ég ekki
tímabært því ég er andvígur því að
spana þetta mál upp. Þjóðin velur fór-
seta þegar þar að kemur,“ sagði séra
Hjálmar Jónsson.
-S.dór