Dagblaðið Vísir - DV - 15.02.1996, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 15.02.1996, Blaðsíða 24
FIMMTUDAGUR 15. FEBRÚAR 1996 Alþýðubandalagsmenn eru stundum flóknir. Þrennt í sama allaballanum „Alþýðubandalagsmenn grein- ast í krata, framsóknarmenn og austantjaldskomma og eru þetta jafnstórir hópar. Þetta þrennt rúmast stundum 1 einum og sama manninum." Atli Heimir Sveinsson í Alþýðublaöinu. Endurunninn kommi „Útgefandinn kom aftur í sím- ann, hrósaði líka fyrrum Kana- leppi, og bað í leiðinni um spennusögur. Þá hugsaði ég: Þetta hlýtur að vera endurunn- inn kommi. Guðbergur Bergsson í DV. Ummæli Ókeypis ráðgjöf „Ef ráðgjöf óskast varðandi aðskilnað línu og handfæra þá fæst hún hjá öllum alvöru skakkörlum fyrirvaralaust og er ókeypis." Eðvald Eðvaldsson skakkarl f Morgun- blaðinu. Er hægt að bakka inn í nútímann? „Það eru nýmæli fyrir mér að menn bakki inn í nútímann, ég hélt að menn bökkuðu frekar inn í fortíðina." Kristinn H. Gunnarsson í Alþýðublað- inu. Kjarnorkuver urðu að raunsæj- um möguleika þegar tókst að framkvæma kjarnahvörf. Fyrsti kiarnakljúfurinn Allt frá 1920, þegar þýski verk- fræðingurinn Willy von Unruth taldi sig hafa uppgötvað kjarn- orkuna, voru vísindamenn í langan tíma að uppgötva leynd- ardóminn en það kom í ljós að kenningar Unruths stóðust ekki hugmyndir manna um kjarn- orku og það var ekki fyrr en árið 1942 að ítalska prófessornum Ebrico Fermi tókst að fram- kvæma fyrstu kjarnahvörfin sem hægt var að stjórna. Þetta gerðist í Chicago, eldsneytið var 50 tonn af úrani en 500 tonn af grafiti voru notuð sem hægir. Við kjarnaklofnun losnar mikill varmi úr læðingi, hann er beisl- aður og gufuhverflar breyta hon- um í raforku. Blessuð veröldin Kjarnorkuver Úran er eitt af hinum geisla- virku frumefnum í náttúrunni. Kjarnar úranatóma klofna, við það losna nifteindir, sem geta við tilteknar aðstæður þrengt sér inn í kjarna annarra úr- anatóma, er klofna síðan, þannig myndast keðjuhvörf. í stjórn- lausum keðjuhvörfum verður niðurstaðan kjarnorkuspreng- ing. Úr keðjuhvörfum, sem stjórnað er til hlítar, er unninn varmi. Það er einmitt það sem gerist í kjarnorkuveri. DV Snjókoma eða éljagangur fyrir norðan Um landið norðanvert verður austan- og norðaustanátt í dag, ali- hvasst eða hvasst norðvestan til en hægari norðaustan til og snjókoma eða éljagangur. Suðaustanlands verður suðlæg átt, stinningskaldi eða allhvasst og súld eða rigning. Suðvestanlands verður austankaldi Veðrið í dag eða stinningskaldi og rigning fram eftir degi en síðan suðvestan stinn- ingskaldi með allhvössum slydduélj- um. Um landið norðanvert verður frost á bilinu 0 til 5 stig. Sunnan til verður hiti 1 til 5 stig. í nótt snýst vindur í norðan stinningskalda eða allhvasst með éljagangi norðan til en um landið sunnanvert verður úr- komulítið. Á höfuðborgarsvæðinu verður austankaldi og rigning fram eftir degi en síðan suðvestan stinn- ingskaldi með allhvössum slydduélj- um. Gengur í norðankalda með smáéljum í nótt. Hiti 1 til 4 stig í dag en í nótt frystir. Sólarlag í Reykjavík: 18.00. Sólarupprás á morgun: 9.22. Síðdegisflóð í Reykjavík: 15.28. Árdegisflóð á morgun: 4.08. Heimild: Almanak Háskólans. Veðrið kl. 6 í morgun: Akureyri snjóél -5 Akurnes slydda 1 Bergsstaöir úrk. í gr. -6 Bolungarvík snjóél -6 Egilsstaöir snjóél -3 Keflavíkurflugv. súld 2 Kirkjubkl. rigning 2 Raufarhöfn alskýjaó -7 Reykjavík rigning 3 Stórhöfði .súld 7 Helsinki snjókoma -6 Ósló alskýjaö -1 Stokkhólmur skýjaö -5 Þórshöfn súld 8 Amsterdam þokumóáa -3 Barcelona heióskírt 4 Chicago heiösklrt -5 Frankfurt snjókoma 0 Glasgow alskýjaó 6 Hamborg þokumóða -4 London þokumóöa -2 Los Angeles þokumóða 14 Lúxemborg þokumóöa -4 París skýjað 0 Róm leiftur 5 Mallorca alskýjaó 8 New York alskýjaö 0 Nice léttskýjaó 5 Nuuk snjókoma -2 Orlando skýjaö 15 Vín snjókoma -2 Washington alskýjaó 2 Winnipeg heiöskírt -13 Það verður hart barist undir körf- unni í kvöld. Heil umferð í úrvalsdeildinni Spennan er mikil bæði á toppnum og á botninum í úrvals- deildinni í körfubolta og er nokkuð ljóst hvaða lið berjast um efstu sætin og hvaða lið berj- ast um að halda sér uppi í deild- inni. Iþróttir 1 kvöld verður leikin heil um- ferð og fara leikirnir fram að mestu á suðvesturhornmu, einn leikur er fyrir norðan. í Grinda- vík leika heimamenn gegn Skallagrími frá Borgarnesi, Kefl- víkingar leika á heimavelli gegn ÍR, á Sauðárkróki leika Tinda- stóll og Njarðvík, á Seltjarnar- nesi leika KR og ÍA, Haukar leika á heimavelli gegn Breiða- bliki' og Valur leikur á Hlíðar- enda gegn Þór. Allir leikirnir hefjast kl. 20.00. Einn leikur er í 1. deild kvenna í handboltanum. Fram og Valur mætast í Framhúsi kl. 20.00. Bridge í þessu spili valt allt á frammi- stöðu varnarinnar. Spilið kom fyrir í 1. deildar keppninni í Danmörku á dögunum í leik sveita Thomasar Kampmanns og Frederiks Mörks. Á öðru borðinu endaði suður í þremur spöðum í suður sem stóðu slétt. Ljóst var hins vegar að vörnin gat gert betur. Ef hún tekur 3 fyrstu slagina á lauflitinn og síðan er fjórða laufinu spilað þá tryggir það vörninni 2 slagi á tromp til viðbót- ar. Sagnir gengu þannig á hinu boröinu, vestur gjafari og enginn á hættu: 4 7- V ADG4 ♦ D108643 4 542 ♦ G109 ♦ K9872 ♦ K 4 ÁD103 * ÁK86542 * 3 ♦ ÁG 4 976 Vestur Norður Austur Suður Stetkær Larsen Mörk Krasiln. pass pass 1» 1* pass 1G pass 44 p/h Sagnhafi var Sören Krasilnikoff og hann ákvað að stökkva alla leið í 4 spaða á spilin sín eftir grandsögn félaga síns í norður sem lofaði punktastyrkleika. Ekki virtist það vera gæfulegur samningur miðað við áður gefnar forsendur og byrj- unin lofaði ekki góðu. Torben Stet- kær spilaði út hjartafimmunni í upphafi (1.-3. eða 5. hæsta spil). Krasilnikoff svínaði strax hjartagos- anum, Mörk drap á kónginn og fannst líklegast að félagi sinn í vest- ur væri að sppa út frá einspili. Hann spilaði því hjarta áfram og allt í einu var sagnhafi kominn með staðið spil. Austur hefði átt að gera betur. Ef sagnhafi átti 3 lítil hjörtu hefði hann sennilega hvorki sagt svona á spilin sín né hagað spila- mennskunni á þennan máta. ísak Örn Sigurðsson m ■ s i f'L -3 V* ;; 3 o - wm #07 • iJf ■= 4 •--- //(/ y Veöriö kl. 6 í morgun Þórður B. Þórðarson, slökkviliðsmaður og methafi í blóðgjöf: Hef hlaupið í og úr vinnu í sextán ár DV, Suðurnesjum: „Eg er búinn að vera síðustu áratugina að hvetja fólk til að gefa blóð. Mér líður alltaf vel á eftir, bæði líkamlega og andlega, og get því ekki ímyndaö mér neitt annað en það að gefa blóð hafl góð áhrif á líkamann. Ég er þannig mann- gerð að ef ég tek eitthvað í mig vil ég halda því áfram og þess vegna hef ég gefið blóð svona lengi og mun halda því áfram meðan ég hef heilsu,“ segir Þórður B. Þórðar- son, íbúi i Njarðvík og slökkvOiðs- maður á Keflavikurflugvelli, en hann er sá blóðgjafl sem oftast hef- ur gefið blóð, alls 115 sinnum. Maður dagsins Þórður byrjaði að gefa blóð árið 1961 þegar hann var í Stýrimanna- skólanum. Hann var farmaður til ársins 1972 og reyndi þá aö fara í Blóðbankann þegar hann kom í land. Frá því hann byrjaði í slökkviliðinu á Keflavíkurflugvelli 1972 hefur hann geflð blóð fjórum sinnum á ári. Þegar hann gaf blóð í hundraðasta sinn fékk hann glæsilegt vasaúr úr gulli að gjöf. Þórður B. Þórðarson. Þórði líkar vel að starfa í slökkvUiöinu þar sem hann er flokksstjóri: „Þetta er virkilega gott starf og uppbyggjandi og er maður endalaust að læra eitthvað og kynnist mörgu fólki.“ Þórður verður 55 ára í þessum mánuði og heldur sig í góðu formi: „Það er góð titfinning að vera léttur á sér á þessum aldri. Trimmið er hluti af mínu lífi. Ég hætti að reykja fyrir 29 árum og þá byijaði ég að trimma á sjónum, sippaði á þilfar- inu og gerði æflngar niðri í lest. Þegar ég svo kom í hafnir úti á landi fór ég á fjöll. Síðan 1976 hef ég verið að lyfta og hlaupa og er búinn að hlaupa í og úr vinnunni í sextán ár. Þetta þótti í fyrstu skrítið og margir töldu mig rugl- aðan sérvitring, en í dag er þetta litið allt öðrum augum og nú þyk- ir sjálfsagt að hlaupa og hreyfa sig. Á hverjum morgni þegar ég er ekki á vakt fer ég í sund og svo má ekki gleyma þjálfuninni á stöð- inni, sem er skylda. Skemmtilegast þykir Þórði að fara í fjallaferðir og ganga um há- lendið með félögum sínum. Þá er íjölskyldan og heimilið alltaf ofar- lega í huga hans. Eiginkona hans er Helga Magnúsdóttir, kennari í Gnmnskóla Njarðvíkur. Þau eiga saman tvíburana Olgu Björt og Kristján Inga, 23 ára, og Ingi- björgu, 16 ára. Þórður átti fyrir einn son, Ásmund Bergmann, 32 ára. 4 D73 M 1065 4 9752 * KG8

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.